Alþýðublaðið - 24.03.1959, Síða 10

Alþýðublaðið - 24.03.1959, Síða 10
Eg undirritaður. lítilmót- legur afmælisþegn, þakka hér með öllum þeim mörgu fjær og nær, sem á einn eða ann- an hátt áttu hlutdeild í hinu góðlátléga gríni með mig á sjötugsafmæli mínu 12. þ. m. Eg þakka þeim, sem litu hingað inn til mín þennan dag og árnuðu mér margra heilla og glöddu mig með upp- lífgandi viðræðum, sem í eng- um punkti minntu mig á það, hvað ég ætti stutt eftir. Ég þakka þeim fjölmörgu hérlendum og erlendum, sem sendu mér rituð skeyti í lausu máli og bundnu, að einum undanskildum, dauða limnum í sérfræðingahópi mínum, sem var að reyna að stramma sig upþ með. hótun um for- göngu í verkfalli af hálfu þeirra mætu manna. Ég þakka mínum gamla fé- lagsbróður, Magnúsi Kjaran, fyrir hans symbólska og lær- dómsríka bréf til mín um „hrein“ og „óhrein“ skrif- bórð, sem ég lét Margréti lesa sérstaklega. Þá þakka ég stórlega nefnd- inni, sem g'ekkst fyrir fjöi- mennu og fögru og afburða skemmtilegu samsæti, er mér var haldið í Lídó. Einnig þakka ég hinum snjöllu og vel meinandi ræðumönnum, sem þar tölu mér til upplyft- ingar og dýrðar. Eigi síður tjái ég þakkir mínar hinum mörgu öðrum þátttakendum, sem komu í Lídó til að horfa fallega á mig. Og ekki má ég gleyma að þakka leikurunum Lárusi Pálssyni og Þorsteini Stephensen fyrir flutning þeirra á þáttunum, svo skemmtilegan, að allt sam- sætið hló, og jafnvel ég gat ekki kæft niðrí í mér hlátur- inn. Ennfremur sendi ég út- varpinu kærar þakkir fyrir þess tillag í gríninu, og ber mér þar að nefna sérstaklega Andrés Björnsson og Lárus Pálsson og Pál minn Jónsson, sem mér sagði draugasöguna. 75 ára Svo þakka ég af hrærðum huga þeim, sem ritað hafa nöfn sín undir fyrirheitið um gjöfina miklu, sem á að ftytja Síríus, fegursta draum æsku minnar, nær augum mínum. Og að endingu lyfti ég huga mínum upp til Forsjón- arinnar og þakka henni fyrir hið symbólska ve/jur, sem hún gaf mér á afmælisdaginn, svo og fyrir styrk þann, sem hún veitti mér til að sleppa gegnum allt þetta ólaskaður á líkama og sál, og eigi sízt fyr- ir að opinbera velþóknun sína á réttum skilningi mínum á Austrinu með því teikni á himni að halda Merkúríusi lengst í austri frá sól einmitt þennan dag. Ritað í unnskiptingastof- unni á jafndægri á vor annó 1959. Þórbergur Þórðarson. Með alúðarkveðjum. Gerum við bilaða KRANA og klósett-kassa. VATNSVEITA REYKJAVÍKUR, símar 13134 og 35122 Ég þakka Gunnari frænda mínum Benediktssyni fyrir hans velviljaða og hlýlega bréf. (Mun biðja aðra persónu Guðdómsins að leiða hann til glöggvari skilnings á draug- um). Þá ber mér að þakka Jó- hannesi mínum úr Kötlum fyrir hans rismikla og postul- lega pistil um mig í Þjóðvilj- anum (og lýsa yfir hrifningu minni út af því, hvað rösklega og listrænt hann hristir mig af sér í lokin með vfsunni „Upp upp upp. Fram fram fram. Út út út“). Sömuleiðis þakka ég Helga J. Halldórssyni fyrir háns einlæga og skilningsríka skrif um Sálminn um blómið í sama blaði). Einnig þakka ég Málfríði Einarsdóttur fyrir hennar lífs vizkuþrungnu grein um mig og fleira í Þjóðviljanum. Þá læt ég ekki undir höfuð leggjast að tjá Ragnari mín- um Jóíissyni þakklæti mitt fyrir alúðlega og vel meinta grein um mig í Morgunblað- inu. Ennfremur þakka ég Sig- urði A. Magnússyni fyrir hans ágætlega skrifaða og skilningsdjúpa og skilnings- rétta ritdóm um Rökkuróper- una (þó að hann ruglaðist.svo- lítið í messunni í útlistunum sínum á symbóli þjóðfélagsins í þeirri bók, þegar nær dró greinarlokum). Líka þakka ég Helga Sæ- mundssyni fyrir hans skemmtilegu grein. (Vildi þó mega mælast til að hann rifj- aði upp fyrir sér 401. og 402. bls. í sjötta bindi í ævisögu Árna prófasts um náttúru trú- girni minnar, og ígrundaði svolítið betur meiningar sín- ar um Austrið). Loks þakka ég Tímanum fyrir hans góðu orð og smekk- vísi í að flytja róttækan þátt úr Bréfi til Láru. Aftur er mér sagt, að Vísir, blað Björns míns Ólafssonar, að mælt er, hafi verið dálítið púkó þennan dag, og lét ég það þó sitja fyrir fyrsta kvæði mínu, sem birtist á prenti í Hjörfur Guðbrandsson bifreiðastjóri.. KIRKJUBÆKUR telja að Hjörtur Guðbrandsson bifreiða stjóri, Meðalholti 11, sé 75 ára í dag. En bæði vinir hans og kunningjar geta vart trúað slíku, því svo er maðurinn ung legur, gjörfulegur á velli og léttur í lund. Hjörtur er eitt af gullkornunum í okkar íslenzku alþýðustétt. Hann hefur aldrei sótzt eftir auði, metorðum eða völdum, en jafnan verið reiðu- búinn til stuðnings hverju því góðmáli, sem hann vissi að myndi vera til heilla og ham- ingju okkar litla þjóðfélagi. Hann er vaxinn úr grasi hinnar íslenzku stórfenglegu og hörðu náttúru, sem mótað hefur lífsafkomu hans og lífs- skoðun. Hjörtur er fæddur að Fjörfa- stöðum í Landsveit, sonur hjónanna Margrétar Hinriks- dóttur og Guðbrandar Sæ- mundssonar. Föður sinn missti Hjörtur þegar hann var 11 ára, og fiuttist hann þá um skeið að Kaldbak, en þaðan fluttist hann til Guðna bónda að Skarði í Landsveit og dvaldist har fram yfir fermingar aldur. Árið 1901 fluttist hann til Reykjavíkur og stundaði þar ýmis störf, meðal annars sjó- mennsku um 20 ára skeið, bæði á skútum og togurum. En þá var öldin önnur, því menn þurftu að vinna ef vinnu skyldi halda, og var þá ekki ávallt mannúðinni fyrir að fara hjá yfirboðurunum. En einmitt á þessum árum hóf verkalýðs- hreyfingin göngu sína hér á landi, og fylgdist hinn ungi dugnaðar maður vel með þeim málum. Fyrir um það bil 40 ár- um hófst bifreiðastjóraferill Hjartar. Ók hann fyrst vörubíl hér í Rvík í nokkur ár, en síð- an áætlunarbíl austur Þykkva bæ í 22 ár. Þá var hann í nokk- ur ár í hópferðaakstri, en nú síðustu 4 árin hefur hann stund að leigubílaakstur frá Bifreiða- stöðinni Bæjarleiðir. Hjörtur Guðbrandsson Það er margs að minnast og mikinn fróðleik að fá hjá manni með slíkan starfsdag að baki, en hér er hvorki tími né rúm til að rekja nákvæmlega allt. Giftur er Hjörtur hinni ágæt ustu konu, Ólafíu Sigríði Þor- valdsdóttur frá Hólmakoti á Mýrum, tvö börn ólu þau hjón- in upp, pilt, sem dó 19 ára og stúlku, sem er þeirra eigið barn, gift og býr á heimili þeirra. Við starfsfélagar og vinir Hjartar erum bæði glaðir og stoltir af að hafa á meðal okk- ar hinn unglega aldursforseta starfandi leiguhifreiðastjóra í Rvík. og getum við bezt undir- strikað það með því að senda honum og konu hans okkar inni legustu hamingjuóskir í tilefni þessara merku tímamóta. Heill og hamingja þér fvlgi um alla framtíð kæri vinur og félagi. Þorkell Þorkelsson. Ullarkjólar (m. a. Mohair). M ARKAÐURINN Hafnárstræti 5. GÓLFTEPPI margar tegundir. Gangadreglar margar tegundir, 70 og 90 cm., margir fallegir litir. GÓLFMOTTUR .. TEPPAMOTTUR GÚMMÍMOTTUR TEPPAFÍLT Teppa- og dregladeildin. Emangrunarkork fyrirliggjandi — ýmsar þykktir Jénsson Júlíusson Garðastræti 2, sími 15430. Útför konunnar minnar ÞÓRU PÉTURSDÓTTUR sem andaðist 17. þ. m. fer fram frá Dómkirkjunni, miðvikudag- inn 25. þ. m. kl. 1,30. Imgjaldur Þórarinsson. Þökkum auðsýnda samúð og hluttékningu við fráfall og jarðarför. eiginmanns míns, föður okkar og itengdaföður ÞÓRÐAR JÓHANNESSONAR, járnsmiðs. Sveinbjörg Halldórsdóttir, börn og tengdadætur. J[Q 24. marz 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.