Alþýðublaðið - 12.04.1959, Page 12
verður reist, mun safni
hans valinn veglegur stað-
ur. Verður þess vonandi
ekki langt að bíða, að þjóð
in geti að staðaldri notið
listar hans í slíkum salar-
kynnum. Hin dýrmæta gjöf
ætti að verða alþingi
hvatning til þess að hef ja
þegar undirbúning þeirrar
byggingar, og hefur ríkis-
stjórnin til athugunar,
með hverjum hætti fram-
gangur þessa máls verði
bezt tryggður“.
Ksraasfe-ffisssa
SYNINGU Asgríms í
Þjóðminjasafninu er nú að
ljúka, og í tilefni þess
birtir Alþýðublaðið hér
mynd, er sýnir vinnustað
listmálarans í húsi hans
við Bergstaðastræti. Um
hús Ásgríms fórust Gylfa
Þ. Gíslgsyni, menntamála-
ráðherra, þannig orð í
ræðu sinni, er hann flutti
við opnun syningarinnar:
„Ríkisstjórnin hefur ákveð
ið, að hús Ásgríms Jóns-
sonar við Bergstaðastræti
skuli varðveitt í því horfi,
er hann skildi við það,
bæði íbúð hans og vinnu-
stofa. I þeim híbýlum er
ekki rúm til þess að varð-
veita og sýna verk hans.
En þegar listasafn íslands
- -
40. árg. — Sunnudagur 12. april 1959 — 82. tbl.
fiáskólafyrirlestur um Hauksbók
PRÓFEESOR dr. phil. Jón
Helgason, er staddur hér í Rvík
í IvoSi Háskóla íslands. Hann
Mnn halda hér tvo fyrirlestra
viS Háskólann í þessari viku.
Fjrrri fyrirlesturinn fjallar
um Hauksbók, skinnbók, sem
Haukur lögmaður Erlendsson
gerði og lét gera í upphafi 14.
,aldar og enn er tii í Árnasafni,
jþó mjög skert. Af efni Hauks-
bókar mætti nefna, að þar er
gevmd ein gerð Landámabók-
ar..
Ummæli Tímans:
Kommúnislar
féllufráveiga-
meslu skilyri-
unum
TÍMINN skýrir frá því í
gær, að samkomulag hafi
náðst með Alþýðuflokknum,
Alþýðubandalaginu og Sjálf
stæðisflokknum um kjör-
dæmamálið.
Tímanum farast svo orð:
Endanlegt samkomulag
náðist milli jstjórnarflokk-
anna og kommúnista eftir
að þeir síðarnefndu höfðu
fallið frá flestum skilyrðum
sínum um eftirlit með rík-
isstjórn Alþýðuflokksins
meðan á kosningabaráttunni
stæði.
jpMiiiiiiiiiiiriiimiiiiiimiiiiHiiiiisiiiJiiiiimiiiiiiiiniu
Emil Jónsson . ræðir
eamkomulagió um kjör-
dæmamálið á fundi Al-
fH vð u ffokksfóiags Reykja-
víkur í dag klukkan 2 e.
h. í Alþýðuhúsinu. . .
BRUÐKAUPSSIÐA-
BÆKUR.
Síðari fyrirlesturinn mun
fjalla um brúðkaupssiðabækur,
en það eru bækur frá 16. öld
til 18. aldar, sem hafa að geyma
ræður, sem haldnar skyldu í
brúðkaupum og forsagnir um,
hvernig brúðkaup skyldi fram
fara.
Báðir fyrirlestrarnir verða
fluttir í hátíðasal Háskólans.
Fyrri fyrirlesturinn verður
haldinn miðvikudaginn 15.
apríl kl. 8.30 e. h.
Síðari fyrirlesturinn verður
laugardaginn 18. apríl kl. 5 e.h.
umrniiiiiimMiiniiiiiiiiimiimimmmiiimmiiimmih
( Flokkskaffið j
| ALÞÝÐUFLOKKSMENN |
1 í Reykjavík og nágrenni eru |
1 minntir á Flokkskaffið, sem \
I verður í efri salnum í Ing- \
1 ólfs Café í dag kl. 3,30. — \
| Eggert G. Þorsteinsson al- |
| þingismaður mun flytja á- |
| varp; er þess vænzt að |
! flokksfólk fjölmenni eins og |
| verið hefur. 1
’l -
mimmiimiimiiiiiiimmiimiiiimmuimiiiiiuiiimiiT
SAMSOGUR
KARLAKÓR Reykjavíkur
heldur fjórar söngskemmtanir
í þessum mánuði. Verður hin
fyrsta þeirra n. k. mánudag,
13. apríl. Verða síðan söng-
skemmtanir einnig á þriðju-
dag, miðvikudag, fimmtudag
og hin síðasta þeirra á föstu-
dag.
Söngstjóri er Sigurður Þórð-
arson. Verða þrír einsöngvarar
á söngskemmtununum, þau
Sigurveig Hjaltested, Guðmund
ur Jónsson og Guðmundur
Guðjónsson. Við hljóðfærið
verður Fritz Weisshappel.
KASSEM VALT-
UR í SESSi
Kaíró, 11. apríl. (Reuter).
KAÍRÓBLAÐIÐ Akhbar El
Yom skýrir frá því í dag, að
rússneskar MIG-flugvélar séu
komnar til frak. — Blaðið seg-
ir einnig að Kassern, forsætis-
ráðherra íraks, sé nú mjög valt
ur í sessi og muni láta af em-
bætti innan skamms, og jafn-
vel þegar verið mynduð ný rík-
isstjórn, sem taka á við af rík-
isstjórn Kassems. Sé betta allt
undirbúið af ráðamönnum í
Moskvu og sýrlenzka komm-
unistanum Khalid Bakdas.
NÝLEGA eru komnir heim'
frá Þýzkalandi þeir dr. Gunn-
laugur Þórðarson og Óttar
Möller, skrifstofustjóri. Voru
þeir þar í boði vestur-þýzku
stjórnarinnar til þess að kynna
sér Berlínarvandamálið o. fl.
Ferðuðust þeir félagar til Ham |
borgar, Liibeck, Rínarlanda og
Berlínar. Voru þeir 11 daga í
Þýzkalandi og var A. Sehnei-
der fylgdarmaður þeirra.
Sagði dr. Gunnlaugur í við-
tali við blaðið í gær, að það
væri einkum tvennt, sem sér
væri minnisstæðast frá þessari
ferð.
Væri það annars vegar, er
þeir félagar komu að sjálfu
járntjaldinu, eða réttara sagt
landamærunum er skilja á
milli Vestur- og Austur-Þýzka
lands. Hefur verið komið upp
gaddavírsgirðingum sovétmeg-
in landamæranna, eru þar varð
turnar með jöfnu millibili, svo
hægt sé að sjá allar mannaferð-
ir, og hermenn ganga þar tveir
og tveir saman til eftirlits.
PLÆGT Á HVERJUM
MORGNI.
Auk þessa eru bændurnir,
sem búa við landamærin, látnir
plægja á hverjum morgni 15
til 20 metra breiða spildu eft-
ir öllum landamærunum, sem
eru 1350 km. á lengd. Er þetta
gert til þess að hægt sé að sjá
sporin, hafi einhverjir gerzt
svo djarfir að reyna að flýja
til hins frjálsa vestræna heims.
Sagði dr. Gunnlaugur, að
Framhald á 2.„sí‘ðit,
Á myndinni sjást þeir Óttar Möller og A. Schneider. Eru þeir
við landamærin og sést einn varðturninn og aðvörunarskilíi
um, að þar byrji hernámssvæði Rússa.
ARAS GERÐ A KONU I FYRRINÓTT
A ÞRIÐJA tímanum aS-
faranótt laugardags var gerð
árás á konu í Höfðatúninu
hér í Reykjavík, Árásina gerð'i
ungur maður og hafði hann
fylgt konunni eftir af Lauga-
veginum og á Hátúnið.
Réðst maðurinn þar á kon-
una og reyndi að draga hana
afsíðis og varpa faenni til jarð
ar. Gat konan hrint honum
af sér pð nokkru leyti. Sá hún
þá mann koma gangandi nið-
ur Höfðatúnið og gat rifið sig
af árásarmanninum og kallað
á hjálp. Stökk hann þá upp á
bak konunnar og greip fyrir
munn faennar, svo hún gat
ekki kallað lengur á hjálp.
Sá konan þá bifreið koma
akandi. Gat hún rifið aðra
hendina lausa og veifað. Bif-
reiðarstjórinn beindi ljóskast-
ara að þeim og sá hvað um
var að vera. Ók hann þá á
ofsaþraða til þeirra til hjálp-
ar. Árásarmaðurinn tók nú til
fótanna, er hann sá að kon-
unni var að berast hjálp.
EIGINMAÐURINN STÉIG
ÚT ÚR BIFREIÐINNI.
Er bifreiðin kom til konurin
ar, steig út úr henni eigin-
maður hennai' og kunningi
hans. Höfðu þau öll verið á
dansleik saman, en konan
gengið héim á undan. Eigin-
maðurinn hljóp þegar á eftir
árásarmanninum, sem tókst
að fela sig.
KONAN FANN
árásarmanninn.
Konan, aftur á móti, ók um
í bifreiðinni í leit að árásar-
manninum. Var Ijóskastar-
inn á bílnum óspart notaður
og fannst árásarmaðurinn
loks, þar sem hann hímdi upp
við bílskúrshurð og reyndi að
gera lítið úr sér. Kallaði kon-
an þá á mann sinn, sem hafði
villzt á vegfarandarium, sem
konan hafði séð koma gang-
andi og á árásarmanninum.
Hélt hann að sá væri árásar-
maðurinn.
Eiginmaðurinn hljóp þegar
til og tókst að koma árásar-
manninum á lögreglustöðina.
Hefur hann áður komist í
kast við lögin.
Vestmannaeyjum í gær.
BÁTARNIR hérna öfluðu ágæt
lega í gær og var hæsti bátur-
inn með um 4700 fiska. Trillúr
fengu líka ágætan afla, m. a,
talsvert af mjög smáum fiski,
sem bendir til nýrrar göngu.
Þá voru margir færabátar
með mjög sæmilegan afla í gær.
„Katla“ hefur verið hér að
losa salt og í gær var hér þýzk-
ur togari að taka vatn. Einnig
kom þýzki skuttogarinn „Sag-
itta“ á miðvikudaginn til hafn-
ar hér.
Einn Hornafjarðarbátur var
(hér í slipp í gær, eitthvað bil-
i aður. — P. Þ.
fmiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiminiiniiifiuuiiiiiiiiiiiiiiii