Alþýðublaðið - 18.04.1959, Side 4

Alþýðublaðið - 18.04.1959, Side 4
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Eltstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ást- þórsson og Helgi Sæmundsson (áb). Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálrnars- son. Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. Auglýsingastjóri Pétur Péturs- son. Eitstjórnarsímar: 14901 og 14902. Augiýsingasími: 14906. Afgreiðslu- «imi: 14900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Prentsmiöja Alþýðubl. Hverfisg. 8—10. Stœkkim kjördœmanna STEFNA FRAMSÓKNARFLOKKSINS í kjör dæmamálinu er mjög á reiki. Hann mótaði á flokks þingi sínu þá afstöðu, að allt landið utan Reykja- yíkur skyldi vera einmenningskjördæmi og upp- bótarþingsæti afnumin. Nú vill hann hins vegar fallast á einmenningskjördæmi, þar sem Fram- vsóknarmenn hafi von um að halda þingsætum, en hlutfallskosningar þar, sem líkur séu á nýjum þingsætum þeim til handa. Jafnframt berst Tíminn gegn þeirri hugmynd að færa kjördæmin saman í stærri félagsheildir af því að hún brýtur í bága við ímyndaða eða raunverulega hagsmuni Fram- sóknarflokksins. Og svo eru Framsóknarmenn að •tala um málamiðlun, þó að ekkert annað en eigin- hagsmunir komist að í hugum þeirra. Megintilgangur kjördæmabreytingarinnar er að afnema þau ranglátu sérréttindi, sem leiðir af núverandi skipun. Þetta er enginn fjandskap- ur við Framsóknarfiokkinn. Engum stjórnmála- flokki getur iiðizt að byggja tilveru sína á sér- réttindum, sem eru hróplegt ranglaeti. Og stækk un kjördæmanna er ekkert áhorfsmál. Það er hárrétt, sem Benedikt Gröndal benti á í útvarps ræðu sinni, að sú ráðstöfun verður dreifbýlinu lyftistöng en ekkert áfall. — Reykjavík á sannar lega ekki ein að vera stór í þessu landi. Sveiía- héruðin geta orðið sér úti um ýmsa kosti þétt- býlisins með stækkun kjördæmanna. Sjónarmið Framsóknarflokksins er viðhorf í- haldssamrar einstaklingshyggju og kemur því úr hörðustu átt. Eiginhagsmunir láta ekki að sér hæða, hvar sem þeir koma til sögunnar. En smá væri þró- un verkalýðshreyfingarinnar og samvinnufélags- skaparins, ef hraeðsla við stærri samtök og félags- heildir hefði mótað feril hennar og sögu. Bændur mættu minnast afurðasölumála sinna í þessu sam- bandi. Margt fleira mætti telja, og allt myndi hníga að einni ályktun: Stefna kjördæmabreyting- arinnar hefur þegar sigrað á íslandi. Og hún hefði fyrir löngu átt að ráða úrslitum um skipun alþing- is og völd og áhrif stjórnmálaflokkanna í landinu.. Tími þess ranglætis, að þröng eiginhagsmunasjón- armið sitji í fyrirrúmi, ætti sannarlega að vera lið- in tíð á Islandi. Og Framsóknarflokkurinn mun sannfærast um það í kosningunum í yor, að smá- sálarskapur hans ver|5ur ekki látinn standa í vegi fyrir stækkun kjördæmanna og auknu áhrifavaldi héraðanna úti um land. og handlagna menn vantar okkur nú þegar. Nemendur koma til greina. BLIKKSMIÐJA REYKJAVÍKUR, Lindargötu 26. H a n n es á h o r n i n u ★ Enn um litlu togarana. ~k Annar togaraskipstjóri skrifar um málið. 'k Um nýtt fæðingarheim ili í Kópavogi. BRÉF jþað, sem ég birti fyrir nokkrum dögum frá Togaraskip stjóra um smátogarana, sem keyptir vor.u til landsins, hefur vakið' töluverðar umræður, elcki síst meðal sjómanna. Margir liafa skrifað mér og aðrjr talað við mig og Ijúka allir upp ein- um munni um það, að bréf Tog- araskipstjórans hafi verið orð í tíma töluð. Furða menn sig yfir leitt á þvi, að stjórnmálamenn- irnir skuli ekki telja sér skylt að leita sétfræðilegrar affstoðar og ráða þegar um sv.ona mál er að ræða. MÉR ER SAGT, að hér hafi fyrst og fremst verið að verki Lúðvíg Jósefsson, en hann er nú einn af hvimleiðustu stjórnmála mönnum þjóðarinnar. Að lík- indum hefur honum fyrst og fremst .gengið til einhvers konar auglýsingaherferð og má vel vera að hann hafi þó verið í góðri trú í þetta skipti, að litlu togararnir gætu orðið brú milli vélbáta og venjulegra togara. EN hvað sem þessu líður, er það almennt álit .þeirra, sem rætt liafa við mig, að kaup þess ara skipa séu mjög misráðin. —- Og að þó að margir haf.i sótt um þau, þá vilji menn nú þegar losna við þau. — Svona eru mistök okkar á ýmsum sviðum: í kaupum á atvinnutækjum, í framkvæmdum og öðrum ráð- stöfunum. Og allt stafar þetta af stjórnmálaspekúlasjónum og vanþe.kkingu. Mér þarst annað þréf frá togaraskipstjóra. Hann er einn af allra kunnustu tog- araskipstjórum landsins. ANNAR togaraskipstjóri skrif ar mér: „Því er ekki ,að neita, Hannes minn, að það sem tog- araskipstjóri segir um 250 lesta togarana í pistli þínum 10. þ. m., er almenn skoðun meðal reyndra togaraskipstjóra. Hann segir satt og rétt frá. 1917 höfðum við feng ið reynslu fyrir því, að togskip af þessari stærð hentuðu okkur ekki, og þá seldum við þá „á einu bretti“ flest þeirra skipa og keyptum svo stærri og meiri skip. Síðan hefur þróunin ver- ið í sömu átt, þar til nú að stjórn málamennirnir ganga á bug við þessar st-aðreyndir og taka að byggja upp svipaðan togskipa- flota og við lögðum niður fyrir rúmum 40 árum. ÞÚ GETUR getíð þér nærri, hvort ekki tók á hláturvöðv- ana hjá okkur þeim gömlu, þeg- ar við lásum það í Tímanum, að ef til vill mundu þessir 250 lesta togarar marka spor í. djúphafs- veiðum íslendinga. Þetta kalla ég ofsatrú. Ég veit ekki hvaða ráðgjafar úr sjómannastétt eru i samábyrgir stjórnmálamönnun- um um þessa öfugþróun, en j þeir eru tæplega reyndir tog- I aramenn. Ég held að bezt væri að losa sig við þessj skip sem allra fyrst ,og það áður en þau eru tekin í notkun. Áður en þau lenda í vanhirðu hér heima. Um það þarf svo ekki að fjölyrða, að togskip þessi eru ekki af þeirri stærð og gerð er við þörfa umst nú helst“. ÁSDÍS Steindóttir í Kópavogi skrifar: „Mig langar að biðja þig að birta eftirfarandi í dálkn- um þínum. Eins og flestum er kunnugt þá tó.k ti'l starfa nýtt íæðingarheimili hér í Kópavogi í haust, yið Álfhólsveg 66. Þéttá heimili er einkaeign ungrar og vel menntaðrar ljósmóður. Við fögnuðum því Kópavogskonui*. Þó að við gerðum ekki ráð.fyrir í fyrstu, að hér væri um heim- ili að ræða, sem yrði öðrum stofnunum til fyrirmyndar. Við reiknuðum bara með, að það yrði svona eins og öll hin. NÚ LIGG ég hér á sæng og í næsta rúmi liggur kona úr Reykjavík. Okkur langar svo mjög til að láta í ljósi þakklæti okkar og ánægju yfir ,því að hafa komist hingað' til að fæða. — Ástæðan er sú, að við höfum aldrei fyrr orðið slíkrar um- önnunar aðnjótandi í sængur- legu og erum við þó báðar bún- ar að eignast nokkur börn áður. Með Ijósmóðurinni vinnur ung- ur fæðingasérfræðingur. Ekki get ég hugsað mér yndislegra fólk. Þau gerðu mér allt til hag- ræðis meðan á fæðingunni stóð, enda fór hún þannig fram, að ég gerði mér vart grein fyrir henni fyrr en öllu var lokið. ÞÁ FINNST MANNI það og mikið að þakka að þó við værum þarna sex í senn, var svo rólegt og hljótt, að við nutum þess sannarlega að sofa og hvíla okk- ur. Að endingu sendi ég yfir- Ijósmóðurinni og aðstoðarljós- móðurinni og síðast en ekki sízt, fæðingasérfræðingnum mitt hjartáns þakklæti fyrir ógleym- anlega sængurlegu. Matráðskon unni flyt ég einnig þakkir fyrir hennar mikla og góða mat.“ Ilannes á horninu. Fermingar á morgun Ferming í Laugarneskirkju, sunnudaginn, 19. þ. m. kl. 10,30 f. h. (Séra Garðar Svavarsson). Ferming í Halgrímskirkju, — sunnud., 19. apr., 19.59, kl. 11 f. h. (Séra Jakob Jónsson). arbraut 13. Árni Vilberg Sig- urðsson, Hólabraut 12. Ásmund ur Bragi Sigvaldason, Mjósundí 3. Baldvin Einar Baldvinsson, Tungu. Böðvar Böðvarss., Lind- arhvammi 2. Gunnar Magnús- son, Álfaskeiði 27. Hannes Jóns son, Lækjarkinn 10. Helgi Sig- urðsson, Strandgötu 81. Her- móður Sigurðsson, Elliðavatni. Hreinn Kristberg Finnbogason, Holti. Magnús Óskar Magnús- son, Hraunkambi 1. Markús Guðbrandsson, Köldukinn 10. Rafn Guðmundsson, Strandgötu 27. Richard Henry Richardsson, Hólabraut 9. Sigurður Jens Sig- urðsson, Brunnstíg 4. Stefán Björgvinsson, Norðurbraut 11B. Vilhjálmur Steinþórsson, Öldu- slóð 3. Þorsteinn Hálfdánarson, Selvogsgötu 8. STÚLKUR: Arnbjörg Guðný Björgvinsd., Vesturbr. 10. Bryndís Magnúsd., Linnetsstíg 7. Elinborg Matth. Stefánsd., Hringbr. 61. Hrefna Axelsd., Kirkjuvegj 31. Guðbj. Sigurðard., Selvogsg. 8. Hulda Böðvarsd., Lindarhvammi 2. Kolbrún Jónsd., Hraunkambi 10. Margrét Brynjólfsd., Hring- braut 11. Margrét Halldórsd,, Álfaskeiði 51. Ólöf Gunnarsd.j Suðurg. 5.3. Pálmey Ottósd., Hverfisg. 6. Ragnheiður Gunn- arsd„ Hringbr. 74; Sigr. Karls- dóttir, Tjarnarbr. 3. Sigríður Ó1 afsd,, Öldug. 15. Vilfríður Þórð- ard., Hringbr. 37. Þóra Gré.ta Pálsdóttir, Vesturbraut 15. DRENGIR: Guðbjartur Sigfúss., Laugar- nesv. 106, Guðm. Bogason, Aust urhlíð við Reykjaveg. Gunnar Jóhannesson, Hrísateigi 9. Ólaf- ur V. Ingjaldsson, Rauðalæk 2. Sigurð.ur Þ. Nielsen, Laugarnes- vegi 86. Sturla Péturss., Laugar- nesvegi 108. Thor B. Eggertss., Hátúni 11. Þorgeir Jónsson, Kirkjuteigi 13. Örlygur Odd- geirsson, Laugateigi 20. STÚLKUR: Anna Sverrisd., Silfurteigi 1. Björg M. Sigur.geirsd., Tunguv. 64. Dóra S. Hilmarsd., Laugar- nesv. 116. Eufemía Gíslad., Laug arnesvegi 74. Eygló S. Stefánsd., Rauðalæk 9. Gerður J. Bene- diktsd., Höfðaborg 67. Guðrún Ármannsd., Hrísateigi 18. Jóna Sesselja Guðbrandsd.,, Langh.- vegi 2. Jónína Eyjólfsd., Miðtúni 17. Kolbrún Theódórsd., Dal við Múlaveg. Ólöf Á. Ólafsdóttir,. Stórholti 45. Sjöfn Axelsdóttir, Grundargerði 9. Súsanna Sig- urðard., La.ugarásvegi 55. Valdís Hansdóttir, Suðurlandsbr. 91G. Þorbjörg J. Guðmundsdóttir, Otrateigi 3. Þórdjs S. Magnús- dóttir, Miðtúni 84. DRENGIR: Bjarni B. Dannheim, Eskihlíð 35. Guðm. Björnsson, Mánag. 13. Gunnar E. Guðmundsson, Lindarg. 42A. Jón Guðmundss., Baldursg. 20. Jón R. Sigurðss., Snorrabr. 32. Jón H. Stefánss, Flókagötu 5. Kristjón Haraldss., Skaftahlíð 8. Magnús G. Davíðs- son, Grettisg. 31. Ólafur H. Ól- afsson, Grettisg., 22C. Ólafur Þ. Ólafsson, Réttarholtsveg 97. Ósk ar Smith, Snorrabr. 87. Ragnar V. Bragason, Freyj.ug. 30. Sig- urvin G. Gunnarsson, Leifsg., 8. Örn Ingólfss., Njálsg. 25. STÚLKUR: Ásthildur K. I. Einarsd., Hverf- isgötu 90. Freyja Jónsd., Lauga- vegi 24B. Hildigunnur Jónsd., Hverfisg. 91. Ingibjörg Dann- heim, Eskihlíð 35. Karen Emils- dóttir, . Úthlíð 14. Margrét L. Hfelgad., Skaftahl. 30. María K. Ingvarsson, Njálsg. 34. Sigríður Á. Pálsd., Leifsg. 6. Sveinbjörg I. Jónsdóttir, Hrísateig 23. -Fermingarbörn í Ilafnarf jarðar- kirkju sunnudag 19. apríl kl. 2. DRENGIR: Allan Vagn Magnúss., Tjarn- Fermingarskeytasímar Ritsímans í Reykjavík eru : M0-20 fimm línur og 2-23-80 iólf línur. 4 18. apríl 1959 — Alþýðublafíið

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.