Alþýðublaðið - 22.04.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.04.1959, Blaðsíða 3
Eccles fer fi! Moskvu Washington, 21. apríl (NTB). CHRISTIAN Herter tók í dag formlega við embætti utanrík- isráðherra Bandaríkjanna. í því tilefni ræddi bann í dag við fulltrúa í utanríkismálanefnd Bandaríkjaþings og svaraði spurningum þeirra. Herter kvað Sovétríkin enn ekki hafa rofið neina samn- inga varðandi hernám Þýzka- lands og því hefðu Bandaríkin ekki kært þá til Sameinuðu þjóðanna. Aftur á móti mundi það vera brot á samningum ef Rússar semdu sérfrið við Aust- ur-Þjóðverja. Minnhandi líkur fyrir þingfcosn- ingum í Brellandi London, 21. apríl (NTB-Reu- ter). — ST J ÓRNMÁL Af rétta- ritarar í Bretlandi telja að lík- urnar fyrir kosningum í Bret- landi á þessu vori hafi minnk- að að mun undanfarnar vikur. Hafa þeir komizt að þessari niðurstöðu við að kynna sér fjárlagafrumvarp stjórnarinn- ar, sem lagt var fram í síðustu viku. Talið hafði verið að efnt yrði til kosninga í landinu í maí eða júní, en bent er á, að fjárlagafrumvarpið í sinni nú- verandi mynd, verði varla af- greitt af þinginu fyrr en í júlí eða rétt áður en sumarleyfi þingmanna hefjast. Er búizt við að stjórnin muni ekki á neinn hátt reyna að flýta með- ferð frumvarpsins í meðferð þingsins. Kosningar í nánustu framtíð eru því útilokaðar. Þó er vert að minna á, að stjórnin hefur vald til að hraða frumvarpinu gegnum þingið, ef henni þykir henta. En slík meðferð er talin útilokuð eins Herter sagði það skoðun sína, að ráðamenn Sovétríkjanna væru svo raunsæir, að þeir ósk uðu ekki eftir kjarnorkustyrj- öld. Samkvæmt skoðun hans kæmi ekki til mála, a'ð Banda- ríkjamenn gripu til kjarnorku- vopna þótt til átaka kæmi út af Berlín, — „en komi í ljós, að Sovétríkin ætla sér að hefja allsherjarstyrjöld, munu Banda ríkjamenn ekki hika við að nota öll tiltæk vopn. Það er á valdi herstjórnarinnar hvort og hvenær grípa skuli til kjarn- orkuvopna“, sagði Herter að lokum. London, 21. apríl (NTB-Reu- ter). — BREZKI verzlunar- málaráðherrann, Sir David Ec- cles tilkynnti í dag, að hann mundi fara til Moskvu í næsta mánuði ásamt verzlunarsendi- nefnd og athuga möguleikana á auknum viðskiptumi Breta og Rússa. Það varð að samkomu- lagi milli Macmillans og rúss- neskra ráðamanna að aukamjög samskipti þjóðanna á verzlun- arsviðinu og er þetta fyrsta skrefið í þá átt. Að gefnu tilefni tók Eccles fram, að ekki kæmi til mála að Bretar keyptu olíu frá Rús.s- um. PANAMA, 21. apríl (NTB— REUTER). Hin heimsfræga enska ballettdansmær Margot Fonteyn var í gær sett í fang- elsi í Panamla að skipun ríkis- stjórnarinnar. Hún er sökuð um að hafa verið í vitorði með manni sínum, Roherto Arias, um að steypa stjórn landsins af stóli með vopnaðri byltingu. í gær v.ar gefin út skipun um að handtaka Arias, en hann var þá' á skemmtisnekkju sinni á Panamaflóa. Kom snekkjan til lands í gærkvöldi, en Arias var þá ekki með henni. Hefur hann ekki náðst ennþá og gengu rorð rómur um að hann skipuleggi nú byltingartilraun. Talið er að verjandi Margot Fonteyn verði tengdafaðir henn ar, sem er einn þekktasti lög- fræðingur Panama. Forseti Panama, La Guardia, he'fur lát- ið svo um mælt, að hann sé hinn raunverulegi forsprakki samsærisins gegn sér. Handtaka Margot Fonteyn hefur vakið mikla athygli víðs vegar um heim og er einsdæmi að kona sé handtekin í Panama í sambandi við byltingartil- raunir. Maður hennar, Roberto Arias, var um skeið sendiherra lands síns í Bretlandi. Hann á blaðasamsteypu í Panama, sem mjög hefur gagnrýnt La Guar- dia o gstjórn hans. Talið er líklegt að bylting brjótist út þá og Þegar í Pana- ma. Kínverjar auka úf- gjöld fil hermála PEKING, 21. apríl. (NTB— REUTER.) í dag var lagt fram á Kínaþingi, sem nú stendur yfir í Peking, fjárlagafrumvarp stjórnarinnar. Samkv. því er ■gert ráð fyrir 40 prósent aukn- ingu framleiðslunnar á yfir- standandi ári. Fjárveitingar til hermála verða auknar um 1G prósent og verða sem svarar 40 milljarðir króna. Einnig verða fjárveitingar til stjórnarút- gjalda, skóla og heilbrigðismála aukin nokkuð. Alls hefur heild arupphæð fjárlaganna hækkað upp í 360 milljarða króna. 200 fulltrúar eiga sæti á þinginu. Meðal forseta þess er Panchen Lama, hinn nýskipaði leppur Kínverja í Tíbet. ter tekur við embæt íkisráðherra Nýjar tillögur til laiánar Þýzkalandsmálinu LONDON, 21. apríl. (REUT- ER.) Jens Otto Krag, utanríkis- ráðherra Dana, kom til Lund- úna í gær frá Bandaríkjunum. í dag flutti hann ræðu í sam- sæti, um tillögur Dana til lausn ar Þýzkalandsmálinu. Lagði Krag tillögur þessar fram á fundi Atlantshafsbandalagsins í Washington fyrr í þessum mán uði. í tillögunum er gert ráð fyrir að sett verði á laggirnar fasta- nefnd sérfræðinga stórveldanna sem hafi það eitt verkefni að leysa Þýzkalandsdeiluna. Geti sú nefnd' haldið áfram störfum, enda þótt enginn árangur náist á fundi æðstu manna, og lagt er til ,að fulltrúar frá báðum þýzku ríkjunum fylgist með fundum nefndarinnar. Krag taldi tillögum sínum einkum þrennt til ágætis. 1. Nefndarskipunin muni draga úr spennunni. 2. Tryggðar verða áframhaldandi viðræður um imálið þótt samningaviðræð ur æðstu manna fari ,út um Þúf- ur. 3. Komið verði í veg fyrir sífelldar deilur um þessi mál. Moskva, 21. apríl (NTB-Reu-* ter). — RÚSSNESKA frétta-' stofan TSS skýrir frá því í dag, að utanríkisráðherrar aðildar- ríkja Varsjárbandalagsins og sömuleiðis utanríkisráðherra Kína muni koma saman til fundar í Varsjá liinn 27. apríl n. k. Fundur þessi hefst hálf- um mánuði áður en utanríkis- ráðherrar stórveldanna hittast í Genf til þess að ræða Þýzka- landsdciluna og öryggismál Evrónu. TASS segir að tilgangur fundarins sé að ræða sameig- inlega afstöðu kommúnista- ríkjanna á Genfarfundinum, og benda á leiðir til þess að binda endi á erlenda hersetu í Þýzka- landi. Varsjárbandalagið var stofn- að sem mótvægi gegn Atlants- hafsbandalaginu og eru átta þjóðir meðlimir að því, Sovét- ríkin, Albanía, Búlgaría, Pól- land, Rúmenía, Tékkóslóvakía, Ungverjaland og Austur-Þýzka land. Njósnuðu í þágu Rússa Osló, 21. apríl. — TVEIR Norðmenn játuðu fyrir rétti í dag að hafa stundað njósnir fyrir Rússa. Annar þeirra er fyrrverandi liðþjálfi í norska hernum og játaði hann að hafa stolið leyniskjölum norska flot ans og afhent þau félaga sín- um, sem síðan fór með þau til flotamálafulltrúans í rúss- neska sendiráðinu í Osló. Báð- ir hafa mennirnir verið kærð- ir fyrir fjölmörg innbrot og húsbrot og annar þeirra auk þess sakaður um að hafa reynt að myrða lögregluþjón, sem gerði tilraun til að handtaka hann fyrir bílþjófnað fyrir nokkru. Norðmennirnir voru í föstu sambandi við starfsmenn sendi- ráðs Rússa í Qsló. Miðar í áftina í Genf Genf, 21. apríl (NTB-Reuter). Á FUNDI þríveldanna í Genf um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn náðist í dag samkomulag um enn eina grein í sáttmála um slíkt bann og eftirlit með því að það verði haldið. Hafa þá verið samþykkt ar fyrstu 20 greinarnar í sam- komulaginu. Greinin, sem samþykkt var í dag var lögð fram af brezku fulltrúunum og fjallar um að Ófrávíkjanlega verði sett á- kvæði í samkomulagi ðum al- þjóðlegt eftirlit með banninu. Ennfremur var í dag rætt um tillögur Bandaríkjamanna varðandi samstarf stórveldanna að því að tryggja að kjarn- orkuvopnabanni verði fram- fyigt. 29 landhelgis- brjótar í gær BREZKU herskipin halda enn uppi gæzlu á þrem vernd- arsvæðum til ólöglegra veiða fyrir brezku togarana hér við land. Svæði þessi eru á eftirtöld- um stöðum: Út af Aðalvík frá Horni að Rit, á Eldeyjarhanka frá Skerjadýpi að Jökuldjúpi, á Selvogsgrunni frá Einidrang að Selvogi. í gær voru á þessum svæð- um alls 29 togarar að ólögleg- um veiðum. Þrír þeirra voru á svæðinu út af Aðalvík, 12 á Eldeyjarbanka og 14 á Sel- vogsgrunni. Vitað var um 40 togara utan fiskveiðitakmarkanna á syæð inu frá Kötlutöngum að Snæ- fellsnesi. Var einn þeirra íslenzkur, 3 þýzkir, 4 belgískir og 32 brezk- ir. —• Hvefur fil þolinmæði og þrautseigju London, 21. apríl (Reuter). SIR WINSTON ChurchiII, sem háði fyrstu kosningabaráttu sína árið 1899, hóf í gær tutt- ugustu kosningaherferð sína. Hann flutti ræðu í gær í kjör- dæmi sínu, Woodford, og sagði álit sitt á ýmsum vandamálum, sem nú steðiuðu að. Þetta er fyrsta opinbera ræðan, sem Churchill heldur á tveimur ÞOLINMÆÐI OG FESTA. Churchill sagði álit sitt á mönnum og málefnum af hrein skilni og þrótti. Um utanríkis- mál sagði hann m. a.: „Við verð um að vera þolinmóð en standa fast á rétti okkar gagnvart Rússum. Rússar vona, að hinar marxistisku kenningar muni á endanum verða ofan á, en við trúum því, að bætt kjör fólks- I ins í Sovétríkjunum og fylgi- j ríkjum þeirra, verði til þess að j milda stefnu þeirra og þvetji ' þau til að verða betri nágrann- ar hér eftir en hingað til“. GAGNKVÆM ADSTOD. Churchill hvatti vesturveld- in til þess að aðstoða frekar hvert annað en hingað til. „Til þess að ná góðum árangri í samningum við Sovétríkin verðum við að vera sameinað- ir og sterkir“. í lok ræðu sinnar tilkynnti Churchill, að hann mundi gefa kost á sér við næstu þingkosn- ingar í Bretlandi. Var honum þá ákaft fagnað af fundar- mönnum. Churdhill er nú 84 ára og hef ur verið þingmaðuf í fast að 60 áruim og hefur verið þing- maður fyrir Woodford í 35 ár. Hann varð forsætisráðherra Bretlands vorið 1940 og gegndi því embætti þar til í stríðslok. 1950 varð hann aftur forsætis- ráðherra til ársins 1955 að hann veitti Sir Tnthony Eden emb- ættið. Ákvörðun Churchills að vera í kjöri í næstu kosningum kveð ur niður allan orðróm um að í ráði sé að gera hann að lávarði. Brezk blöð fagna almennt á- kvörðun Churchills og rifja upp afrek hans á liðnum ára- tugum í þágu brezka heims- veldisins og heimsins. MimiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiP leiðarenda i MUSSORIE, 21. apríl. — | I (NTB—REUTER.) — Dalai 1 | Lamia koni í dag til Mussoo- | 1 L-ie í „Dal hamingjunnai*“ í | | einu af Himalayahéruðum = I indlands, en þar hefur ind- | | rerska ríkisstjórnin fengið = = hinum landflótta þjóðhöfð- f | ingja hæli fyrst um sinn. 5 = Fimm vikur eru liðnar síðan f f Dalai Lama hóf flótta sinn = I frá Tíbet um liá f jallaskörð f f og þrönga dali tii frelsis og | i öryggis í Indlandi. Hann = f kom í bifreið til Mussoorie | I ow heilsaði hrosandi mann- f | fjöldanum, sem þar var sam | 1 ankominn til að fagna hon- = = um. | I fanoelsi i Panam Alþýðuhlaðið — 22. apríl 1959 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.