Alþýðublaðið - 22.04.1959, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 22.04.1959, Blaðsíða 8
iö-9©l Ki«Ss. A ÞEGAR Danakonungur Krist ján VII gaf 1943 út tilskipun iim endurreisn alþingis, var ekki von að embættismönnum hans í Kaupmannahöfn hug- kvæmdist önnur kjördæma- ekipan en sýslurnar, sem þá voru. Að vísu varð þá þegar að gera undantekningu um Reykjavík, sem varð kjördæmi, og reynslan sýndi, að með þá- verandi takmörkunum kosn- ingarettar voru nálega engir kjósendur í sýsluhni Vest- mannaeyjum, svo að þaðan kom enginn þingmaður fyrstu * 12 ár hins endurreista þings. Sýslur voru þá 19, Reykjavík v var 20. kjördæmið og þar að • "auki sex konungskjömir þing- menn. Til þjóðfundarins var ekki kosið eftir þessari reglugerð, ttieldur fékkst fram rýmri kosn. ingaréttur og hvert kjördæmi kaus tvo þingmenn. Þar hefur fæðzt tvímenningshugmyndin. Fyrsta breytingin kom þegar 1857. Þá var Skaftafellssýslu skipt í tvö kjördæmi. Hefur því snemma bólað á skilningi á þeirri staðreynd, að þetta svæði ætti illa saman sem heild. Sam- göngur nútímans hafa fest þessa skiptingu. Austursýslan hefur samgöngur við Austur- land, vestursýslan við Suður- land. Þær munu nú heyra hvor til þeirra kjördæma. Með stjórnarskránni 1874 var þingmönnum fjölgað verulega og sett ellefu tvímenningskjör- dæmi, þessi: Gullbringu- og Kjósarsýsla, ísafjarðarsýsla (með ísafjarðarkaupstað), Húna vatnssýsla, Skagafjarðarsýsla, Eyjafjarðarsýsla (með Akur- eyri), Þingeyjarsýsla, Norður- Múlasýsla, Suður-Múlasýsla, Skaftafellssýsla, Rangárvalla- sýsla og Árnessýsla. Þannig áttu að vera 11 tvímennings- og 8 einmenningskjördæmi, I kosningunum 1877 var þess- ari skip'tingu haldið, nema hvað Þingeyjar- og Skaftafellssýslum var aftur skipt í tvö kjördæmi. Var þá skiptingin 9 tvímenn- ings- og 12 einmenningskjör- dæmi. Þessi kjördæmaskipting hélzt í 25 ár (1881—1902 incl.) og er það Iengsta tímabilið, sem; kjördæmi hafa verið óbreytt, en næstlengsta var hið síðasta 1942—1959. 40. árg. — Miðvikudagur 22. apríl 1959 — 89. tbl. Næsta breyting var 1902, er ísafjarðarsýslu, kjördæmi Jóns forseta Sigurðssonar, var skipt í tvö kjördæmi, Vestur-ísafjarð arsýslu og Norður-ísafjarðar- sýslu með ísafjarðarkaupstað. Ári síðar, 1903, var enn gerð breyting, og kjörnum þing- mönnum fjölgað um fjóra. Þá komu kaupstaðirnir fyrst til sögunnar og urðu kjördæmi: ísafjörður, Akureyri og Seyð- isfjörður, en Reykjavík fékk einn mann til viðbótar. Nú voru 9 tvímennings- og 16 einmenn- ingskjördæmi, en þingmenn orðnir 40 og hafði þá fjölgað um helming á hálfri öld eða því sem næst. Næsta breyting var sérstök: 1915 voru konungskjörnir menn afnumdir, en landskjörnir tekn- ir í staðinn. Þeir voru 6, kosn-„ ir hlutfallskosningu um land allt (allt landið eitt kjördæmi) til 12 ára, þrír og þrír í einu sjötta hvert ár. Þessi skipan var til 1934, er hún var afnumin og tekin uppbótasæti. Árið 1920 var þingmönnum Reykjavíkur fjölgað um tvo, upp í 4, og þeir kjörnir hlut- Orö Stefáns Jóhanns Stefánssonar. „UM 30 ára skeið hefur Alþýðuflokkurinn barizt fyrir því að fá réttlátari skipan komið á um kosn- ingarrétt, kjörgengi og kjördæmaskipan í landinu. Mjög mikið hefur áunnizt í þessum efnum. Þó er enn þá þörf öruggari grund- vallar og einnig að standa vel á verði gegn þeim öfl- um, er vilja aftur færa þessi mál í íhalds- og rang- lætisátt. Það er verkefni fyrir Alþýðuflokkinn við cndurskoðun stjórnarskrár innar, sem nú er á döfinni. Og í samræmi við stefnu sína mun flokkurinn berj- ast þar fyrir sem fyllstu réttlæti og lýðræði. Hann hefur í þessum málum, eins og ótal mörgum öðr- um, verið í farárbroddi og knúið fram umbætur. Hann mun halda þeirri baráttu sinni áfram og stefna hans mun sigra“. Þessi voru lokaorð í Stefán Jóh. Stefánsson. grein, er Stefán Jóhann Stefánson ritaði í bækling- inn „Alþýðuflokkurinn og umbótamálin“, er Alþýðu- flokkskonur gáfu út í stríðs lok, Sú endurskoðun stjórn arskrár, sem Stefán talar um, hefur engin orðið, fyrr en hún byrjar á raunhæf- án hátt með kjördæma- málinu nú. Og það rætist, sem Stefán spáði. Alþýðu- fiokkurinn er í fararbroddi og stefna lians sigrar. fallskosningu. Utan landskjör- ins var þetta fyrsta hlutfalls- kosning alþingismanna. Árig 1922 var Húnavatns- sýslu skipt í tvö kjördæmi, ea Framhald á 7. síðu. Styrkleikaldiitföll stjórnmálaflokkanna í alþingiskosningunum 1916-1956 LINíURITIÐ að ofam gefur hugmynd um atkvæðastyrk íslenzkra stjórmraálafl-okka í alþingiskosninguinn síðan 1916. Sést vel, hvernig flolkkaskipt- ing landsmanna var® tij um það bil, er sjálfstæðisbarátt- unni var að Ijúka. Línuritið sýnir hlutfall Iivers flokks af greiddum at- kvæðum hvei’ju sinni. Kernur því ekki fram heildaratkvæða magn, þar sem kjósendxun hefur stöðugt fjölgað. Það er aðeins styrkleikahlutfall flokk anna, sem sést á teikningunni. Skýrslur hagstofunnar um úrslit kosninga hafa verið notaðar sem heimild að línu- ritinu. Eru því teknar þær tölur atkvæða, sem hverjum þeirra voru reiknaðar. Því er rétt að minna lesendur á, að minna bandalag milli flokka og atkvæði hafa verið lánuð á víxl. Má þar minna til dœm is á bandalag Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins í Irn^nínornriiim

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.