Alþýðublaðið - 25.04.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.04.1959, Blaðsíða 4
Ctgeíandi: AlþyðullOkkurinn. Ritstjórar: Benedikt Gröndal. Gísll J. Ást- |>órsson og Helgi Sæmundsson (áb). Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmars- «on. Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. Auglýsingastjóri Pétur Péturs- son. Ritstjórnarsimar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. AfgreiSslu- aini: 14900. Aðsetur: Alþýöuhúsiö. PrentsmiSja AlþýSubl. Hveríisg. 8—10 Úr ræðu Friðjóns Skarphéðinssonar Minnimáttarkennd TÍMINN afsabar fyrrverandi ríkisstjórn með því að kenna Sjálfstæðisflokknum og Alþýðu- flokknum um hrunið, sem vofði yfir um síðustu áramót. Þetta'er ástæðulaus minnimáttarkennd. Vinstri stjórnin. skildi dável við fjármál þjóðar- innar, enda var hún aflasöm í fleiri en einum skiln ingi. Hins vegar tókst henni engan veginn að stöðva dýrtíðina, þó að allir aðilar væru á einu máli um þá hættu, sem af henni stafaði. Auðvitað vísaði hver af sér í því efni, en heildarmyndin var óheillaþróun, sem hiaut að vera íslendingum mik ið áhyggjuefni. Fyrrverandi ríkisstjórn auðnaðist ekki að bægja þeirri hættu frá dyrum þjóðarinn- ar um síðustu áramót. Þess vegna rofnaði stjórn- arsamstarfið. Alþýðuflokkurinn fékk það verkéfni að bjarga þjóðarbúskap Íslendinga og atvinnulífi frá hruni. Hér skiptir naumast máli, hverjum sú óheillaþróun var að kenna, enda langt og djúpt að leita sumra orsakanna. Hitt er aðalatriðið, að núverandi ríkisstjórn fékk vandann til meðferð ar, og henni íókst að leysa hann. Dýrtíðarflóðið hefur verið stöðvað. Þjóðarhúskapur og atvinnu iíf íslendinga gengur sinn gang. Hættunni var afstýrt. Og það er að þakka þeirri stefnu, sem A1 þýðuflokkurinn mótaði. Vitaskuld er fram- kvæmd hennar ekki fyrirhafnarlaus. En árang- urinn er ótvíræður, og hann ættu sanrtgjarnir menn að viðurkeima. Framsóknarflokkurinn átti sinn þátt í, að nið- urfærsluleiðm far farin. Ella myndi frumvarpið um efnahagsmálin hafa faílið í efri deild alþingis. En Framsóknarflokkurinn læzt hins vegar vera andvígur niðurgreiðslunum af því að hann hefur truflazt af að hugsa til næstu kosninga. Slíkt er ábyrgðarleysi eins og raunar öll afstaða Framsókn armanna til afgreiðslu fjárlaganna fyrir 1959. Þetta hefur Alþýðublaðið gagnrýnt, en ekki verið með neinar getsakir í garð fyrrverandi ríkisstjórn ar, sem hann var aðili að. Framsóknarflokknum blöskraði ábyrgðarleysi kommúnista í efnahags- málunum um síðustu áramót. Nú tekur hann upp -sama ábyrgðarleysið með komandi kosningar í huga og gengur mun lengra í áróðri og sýnd- armennsku en Alþýðubandalagið. Þau viðbrögð sæma ekki þeim flokki, sem borið hefur lengst allra ábyrgð á fjármálastjórninni og' fer með um boð bændastéttarinnar og landsbyggðarinnar. Þeim aðilum var lífsnauðsyn, að komizt yrði hjá hrun- inu og afleiðingum þess. r a Tilboð óskast í að leggia raflögn í barnaskóla Revkja- víkurbæjar við Hamrahlíð. Ut'pdrátta og útboðsskilmála má vita í fræðsluskrif- stofu Rey.kj.?víkur, Vonarstræti 8, gegn 200 kr. skila- tryg'gingu. Tilboðin verða opnuð 30. apríl n.k. Fræðslustjórinn í Reykjavík. dómsmálaráðherra á alþingi. i HINU upphaflega frum- varpi til laga um meðferð op- inberra mála, sem lagt var fyr ir Alþingi 1948, var gert ráð fyrir að ný skipun yrði upp tekin um meðferð ákæruvalds, þannig að það væri í aðalat- riðurn í höndum sérstaks em- bættismanns, saksóknara rík- isins. Ákvæði þessi voru síðar numin burt úr frumvarpinu, þannig að enn þann 'dag í dag búum við við sldpulag í þess- Um efnum, sem hægt er að færa gild rök fyrir, að er ó- heppilegt og óæskilegt, svo að. ekki sé sterkara að orði kom- izt._ . Ákæruvaldið er réttur rík- isvaldsins til þess að kæra ’ mann tíl refsingar fýrir af- brot, fyrirskipa sakadóms- rannsókn og ákveða höfðún salcamáls á hendur þeim, sem álíta má, að gerzt hafi Sekur um refsiverðan verknað. Enn fremur kveða á um áfrýjun sakadómsmála. Hér er um að ræða þýðingarmikið vald, sem miklu máli skiþtir að beitt sé réttlátlega og skynsamlega. Þó að dómstólarnir segi að sjálfsögðu síðasta orðið um sekt eða sýknu sakaðs manns - getur sakadómsrannsókn og málshöfðun, þó að hinn sak- aði maður sé að lokum sýkn- aðui'. haft hinar alvarlegustu. afleiðingar. Þá skiptir þáð einnig máli að ekki sé látið hjá líða. að fyrirskipa rann- sókn og höfðun sakadóms- máls, þar sem nægjanleg rök eru fyrir hendi til slíks. ' Dómsmálaráðherra fer nú með þétta vald, en því hefur oft verið haldið fram, með réttu eða röngu, að þessu Friðjón Skai'phéðinsson. valdi hafi ve.rið misbeitt af pólitískum hvötum. Hvað sem því líður verður því engan veginn neitað, að almenningi sé skapað meira réttaröryggi um meðferð þessa valds, ef ,,ópólitískur“ embættismaður fer með það, í stað þess, eins og nú er, að sá, er gegnir em- bætti dómsmálaráðherra, lang an tíma eða stuttan, löglærð- ur eða ekki, hafi með höndum meðferð þessa mikilvæga valds. Einnig eru meiri líkur Hannes á h o r n n u ýý Hækkun ellilauna og örorkubóta! ýý ILoksins er málinu hrundið af stað. ýý Styð|ið framgang þess. ■ Spyrjið kosninga- smala og þingmanns- efni. RÍKISSTJÓRNIN hefur lagt frain frurttvarp á alþíngi og Friðjón Skarphéðinsson félags- . málráðherra hefur mreii með því, um tuttugu prósent hækkun á ellilaunum, örorkubótum, barnalífeyri, mæðralaunum og svo framvegis. Þetta eru mikil tíðiriði fýrir alla þá, sem þurfa á þessum stuðningi þjóðfélags- heildarinnar að lialda, og einnig þá, sem rætt hafa um naðsyn endurbóta á tryggingunum í ræðu og riti. EN SEGJA MÁ, að málinu haf-i aðeins verið hrúndið af stað. Eftir er að vinna að samþykkt þess á alþingi. Það getur tekið tíma, en reynslan sýnir, að góð mál ná fram að ganga að lokum, þó að erfiðlega gangi fyrst í stað að opna augu manna fyrir nauð- syn þeirra og réttlæti. — Þegar það næst fram, felur það í sér mikla endurbót, en þó get ég ekki litið öðruvísi á það en þannig að aðeins sé um áfanga að ræða. ÞEGAR RÍKISSTJÖRNIN hjó á hinn óleysanlega hnút stjórn- arkreppunnar og allt var á hverf anda hveli, dýrtíðarfólðið hótaði að færa allt í kaf og stöðvun at- vinnuveganna var fyrirsjáanleg, greip hún um leið til ráðstaf- ana, sem reynslan hefur sýnt að gátu stöðvað dýrtíðarskrúfuna um sinn að minnsta kosti. Þá var þess farið á leit við alla þegna, að þeir færðu fórnir í bili til þess að þetta mætti takast, nema gamla fólkið og aðrir þeir, sem nutu trygginganna. ÉG GAT UM ÞETTA — og orð mín ollu misskilningi. Ástæð an var sú, áð ellilaunin og bæt- urnar lækkuðu nokkuð. Sú lækk un stafaði af lækkaðri vísitölu, en tryggingarnar fylgja eins og sjálfsagt er vísitöiunni. Hins végar slapp gamla fólkið alveg við tíu vísitölustiga eftirgjöfina, sem allir launþegar sættu sig 4 25. apríl 1959 — Alþýðublaðið fyrir fullnægjandi málssókn £ opinberum málúm fyxir Hæstarétti, ef sami sérfróður maður, saksóknari, er fylgzt hefur með málmum frá upp- hafi, sækir mál þessi þar. Mál þetta var rætt á fundí Lögfræðingafélags íslands nú í vetur og er mikill áhugi um það hjá því félagi og stjórn þess hefur látið frá sér fara áskorun um, að hafizt yrði handa um breytingar í þess- um efnum. Hingað til mun.mál þetta jafn. an hafa strandað hér á Al- þingi á því, að kostnaður rík- issjóðs við breytinguna. yrði of mikill. Vafalaust mundi af þessu ' vérð nókkur kostnað- arauki. Hins vegar mun hann ekki verða svo mikill, sem ýmsi.r munu ætla. Kemur þar hvort tveggja til, að starfs- menn, sem nú' vinna að þess- um málum í dómsmálaráðnu- neytinu, mundu væntanlegá verða starfsmenn saksóknara ríkisins og að saksóknari rík- isins mun án sérsfaks endur- gjalds sækja öll opinber máí fyrir Hæstarétti og sparast þá greiðslur sækjenda, sem nu eru inntar af hendi. Sakfelld- ir menn verða hér eftir sem hingað til dæmdir til að greiða kostnað áf málssókn og renna þær fjárhæðir í ríkissjóð. MiS að við undanfarin ár, er hér um að ræða um 100 þús. kr. á ári. Þegar máli þessu hefur ver- ið hreyft hér á Alþingi hefur jafnan verið lögð áherzla á það, að saksóknari ríkisins yrði algjörlega sjálfstæður og óháður handhafi ákæruvalds- ins. í því efni verður þó að athuga, að ekki verður komið á í formi venjulegra laga stofnun slíks nýs, algjörlega óháðs stjórnvalds. Slíkt mundi ekki vera í samræmi við þá skipan um skiptingu ríkisvalds, sem stjórnarskráin byggir á, heldur mundi vera um að ræða stofnun nýs stjórn valds, sem ekki yrði stofnað til nema með breytingu á (Frambald á 10. sfðu). við. Þetta olli nokkrum misskiln ingi hjá gömlu fólki urn sinn. NÚ HEFUR ríkisstjórnin lýst yfir því meö frumvarpi sínu, að hún telji nauðsynlegt að hækka ellilaunin, örorkubæturnar o. s. frv. um tuttugu af hundraði. Ef það fæst nú fram, er mikil bót á ráðin. Maður verður að gera ráð fyrir því, að alþingismenn, hvar í flokki sem þeir standa, sjái nauðsyn á þessari endurbót, enda má segja það með vissu, að éf nokkur „stétt“ eða hópur í þjóðfélaginu þarf nauðsynlega að fá kjör sín bætt, þá er það gamla fólkið og öryrkjarnir. ÉG VIL OG BENDA Á, að þó að svo kunni að fara, að þetta nái ekki fram að ganga fyrr en á haustþinginu, þá er brýn nauð syn á því, að gamalt fólk, ör- yrkjar, yfirleitt allir þeir, sem njóta þessara launa og einnig þeir, sem vilja ljá málinu lið, liggi ekki á liði sínu, heldur vinni markvisst að framgangi þess. Ég skora á fólk að spyrja kosningasmalana hvort flokkur þeirri muni verða með þessu . máli. ÉG BÝST LÍKA VIÐ að inn- an skamms fari þingmannaefni að heimsækja staðina, félögin og einstaklingana. Spyrjið þá. Heimtið skýr svör. Látið lieyra á ykkur áhuga ykkar fyrir þessu máli. Það er ekki nóg, að einn flokkur berf málið fram. Kjós- endurnir verða að styðja að því með öllum ráðum. Hér er um réttlætismál að ræða, nauðsynja mál. Hannes á horninu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.