Alþýðublaðið - 15.05.1959, Side 6

Alþýðublaðið - 15.05.1959, Side 6
SÚ SAGA er sögð af konu nokkurri í Nörégi, að éitt sinn fór hún til læknis síns óg sagðist vera slæm í öðr- um fætinum. Læknirinn fór strax út í aðra sálma og sagði: — Kona góð! Hvers vegna gangið Þér með djúpa bauga undir aúgunum? Þess ger- ist ekki þörf á okkar dög- um. Aðeins örlítil aðgerð og þá eru þeir úr sögunni. Konan varð ævareið og rauk á dyr og kvaðst ekki gegna slíkri vitleysu. JL DAGLEGT BKAUÐ Á * OKKAK DÖGUM. En læknirinri var síður én svo að gera :aðgamni sínu. Læknavísindunum hef ur fleygt fram á ævintýra- legan hátt á undanförnum árum. — Hinar svonefndu plastik-aðgerðir gera það að verkum, að unnt er að lag- færa alls konar líkamslýti. Og þetta er ekkert hégóma- mál. Þeir einir vita, sem reynt hafa, hversu líkams- lýti, þótt lítilfjörleg séu, — geta váldið miklum andleg- um þjáningum og ger.t lífið þungbært og gleðisnautt. Margir standa sennilega í þeirri meiningu, að plast- ik-aðgerðir séu fyrirbæri, sem engir aðrir en milljóna mæringar í Ameríku og heimsfrægar kvikmynda- stjörnur, hafi ráð á. En þetta er mesti misskilningur. — Þessar aðgerðir eru að verða daglegt brauð á okkar dög- um og engan veginn svo dýr ar, sem ætlað er. Menn hafa lesið um það í slúð- urdálkum blaðanna, að þessi eða hin leikkonan hafi látið laga á sér nefið, — og yppt öxlum yfir. í þessu sam- bandi er hér lítil og sönn saga: ☆ LITLA myndin til vinstri sýnir Karin Dor, þegar hún var sextán ára göm- ul. Hún var staðráðin í að verða kvikmyndastjarna, en leikstjórarnir sögðu all ir, að hún hefði ekki nógu fallegt nef til þess. Einn þeirra gaf henni það ráð, að fara til læknis og fá þetta lagfært. Og það tókst giftusamlega. Nú er hún 23 ára og hefur Ieikið átta aðalhlutverk í þýzk- um kvikmyndum við góð- an orðstír. Hún heldur því síður en svo leyndu, að nef hennar var lagfært með Iæknisaðgerð. — Sérhver maður hefur rétt til þess að láta gera sig eins fallegan og frekast er unnt, segir hún. UNGAR STÚLKUR, sem hafa óeðlilega stór brjóst, hafa margar hverjar svo miklar áhyggjur af útliti sínu, að þær þora ekki að baða sig með stállsystrum sínum, hvað þá heldur ganga Iéttklæddar. Hjá eldri konum ber það oft við, að of stór og þung brjóst þeirra geta orsakað þyngsli fyrir hjartanu eða jafnvel taugagigt. Hvort- tveggja má lagfæra með læknisað'gerð. ☆ JL „þú hefur ekki * NÓGU FALLEGT NEF“. Karin Dohr var sextftn ára gömul stúlka og var staðráðin í að verða kvik- myndastjarna (sjá myndir). Hún fór til eins leikstjórans á fætur öðrum, en allir sögðu hið sama: „Þú hefur ekki nógu fallegt nef“. — Einn þeirra vorkenndi stúlk unni og sagði, að hún skyldi fara til skurðlæknis og „fá sér nýtt nef“. Hún gerði þetta og aðg'/rðin tókst prýðilega. Nú er hún 23 ára gömul og orðin viðurkennd stjarna. Hún leikur hvert stórhlutverkið á fætur öðru í þýzkum myndum. Plastik-aðgerðir eru gerð- ar nú á dögum án nokkurs sársauk*- fyrir sjúklinginn. Nútíma deyfilyf gera það að verkum og útiloka þar að auki alla áhættu. Það keraur næstum aldrei fyrir nú á dögum, að aðgerðir af þessu tagi misheppnist. JL ÆVAGÖMULVÍS- * INDAGREIN. Þróun plastik-aðgerða hef ur á undanförnum árum ver ið hröð og jákvæð í fyllsta máta. Það má segja, að nú orðið sé hægt að lagfæra flest ytri lýti, hvort sem þau eru meðfædd eða til- komin við slys eða á annan hátt. Styrjaldir eru oft á tíðum óhugnanlegur bak- grunnur landvinninga á sviði læknavísindanna og er því vissulega til að dreifa í þessu sambandi. Þessi vís- indagrein er að vísu æva- Neiiaði að gefa upp- lýsingar! í SAMBANDI við greinina hér á Opn- unni í dag, hringdum við til landlæknis til þess að fá upplýsingar um það, hvort aðgerð- ir af þessu tagi hefðu farið fram hér á landi, og hvort nokkur ung- ur læknir væri við nám með þessi fræði sem sérgrein. Landlæknir sagðist ekki vera nein upplýs- ingamiðstöð fyrir blaðamenn og sagði, að við gætum hringt í vinnuhælið að Reykjalundi og feng- ið upplýsingar þar! Lesendur verða því að lifa í óvissunni, þar til landlækni þóknast að gefa upplýsingar um þetta. gömul. Heimildir eru til um aðgerðir á nefum allt aftur úr grárri forneskju. En plast ik-aðgerðir nútímans komu fyrst fram í fyrri heimsstyrj öldinni. Þá kom brezki lækn irinn Sir Harold Gillies fram með nýjar kenningar, sem ollu straumhvörfum á þessu sviði. Þá þegar var unnt að hjálpa holgóma fólki. ^ DÝRMÆT REYNSLA í HEIMSSTYRJÖLD- UNUM. í heimsstyrjöldinni síðari fleygði þessari vísindagrein fram. Aldrei fyrr í sögunni höfðu læknar haft til með- ferðar jafn mikið af særðum og lemstruðum mönnum. — Oft stóðu læknarnir ráð- þrota gagnvart verkefnum sínum. Menn, sem voru svo afskræmdir, að þeir þekkt- ust varla, þurftu ekki að- eins að komast til fullrar heilsu aftur, — heldur, ef húsum flestra lant nokkur tök voru á, að losna lega Bretlands o. við andlegar þjáningar lands. Þá var r< vegna útlits síns. meSni að laSfæra í stríðinu vannst oft að- sem m,enn höfðu eins tími til bráðabirgðaað- stríðinu, — og á gerða. Á árunum eftir 1945 var í mörgum til var því annríkt hjá sjúkra- trúlegur. UNGA STÚI það að verkum, mannfælni. Einföl ir af þessu tagi e CYRONA de Bergerac vogaði sér ekki að ; unni sem hann unni, ást sína, af því að hann stórt nef. Cyrano var uppi á 16. öld. Ef hann I) uppi á okkar dögum, hefði einföld aðgerð losaí sorgina og þjáningarnar. Myndin er af 37 ára gö manni, sem „fékk sér nýtt nef“, — önnur er t aðgerðina, en hin eftir. FRANZ LEYNDARDÓMUR . MONT EVEREST FLÓTTAFÓLKIÐ fer nú eftir bugðóttum vegi, sem liggur -upp á við. Kuldinn gerist sífellt ásæknari og þau eru því fegin að vera 1 þykku snjómannabúningun um. Öðru hvoru skýzt sólar- geisli fram gegnum skörð í fjallinu, en þau : áfram í kolniða Loks koma þau dalsins og með j um reyna þau a (g 15. maí 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.