Alþýðublaðið - 30.05.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 30.05.1959, Blaðsíða 11
Fjugvélarnar: Flugfélag; íslands. Millilandafíug: Millilanda- flugvélin Hrímfaxi fer til Os- lóar, Kaupmannahafnar og Iíamborgar kl. 10 í dag. Vænt anleg aftur til Reykjavíkur kl. 16.50 ámorgun. Millilanda flugvélin G'ullfaxi fer til Glas gow og Kaupmannahafnar kl. 8 í fyrramálið. Innanlands- flug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferð- ir), Blönduóss, Egilsstaða, Húsavíkur, ísr/'vsrðar, Sauð- árkróks, Skógasands og Vest- mannaeyja (2 ferðir). Ámorg un er áætlað að fljúga til Ak- ureyrar (2 ferðir), Egilsstaða, Kópaskers, Siglufjarðar, Vest mannaeyja og Þórshafnar. Loftleiðir. Hekla' er væntanleg frá Stafangri og Osló kl. 21 í kvöld. Hún heldur áleiðis til New York kl. 22.30. Edda er væntanleg frá New York kl. 8.15 í fyrramálið. Hún held- ur áleiðis til Gautaborgar, Kaupmannahafnar og Ham- borgar kl. 9.45. Leiguflugyél Loftleiða er væntanleg frá Nevv York kl. 10.15 í fyrsa- málið. Hún heldur áleiðis til Osló og Stafangurs kl. 11.45. Sklpins Ríkisskip. Hekla er í Reykjavík. Esja fer frá Reykjavík kl. 14 á morgun vesf<úr um land í hringferð. Herðubréið kom til Reykjavíkur í nótt að vestan úr hringferð. Skjaldbreið er á Skagafirði á leið til Akureyr- ar. Þyrill er væntanlegur til Reykjavíkur í kvöld frá Ak- úreyri. Helgi Helgason fór frá Reykjavík í gær til Vest- mannaeyja. Skipadeild SÍS. Hvassafell kemur til Reyð- arfjarðar á morgun frá Len- ingrad. Arnarfell kemur til Reykjavíkur í dag frá Rott- erdam og Hull. Jökulfell fór í gær frá Rostojk til Rotter- dam og Hull. Dísarfell er í Álaborg. Litlafell er í olíu- flutningixm í Faxaflóa. Helga fell er Leningrad. Hamrafell fór 21. þ. m. frá Reykjavík á- leiðis til Batum. Peter Swe- den“ kemur til Djúpavogs á morgun frá Kotka. Eimskip. Dettifoss fór frá Ystad í gær til Ríga, Kotka og Lenin- grad. Fjallfoss kom til War- nemúnde 28/5, fer þaðan til Ventspils, Helsingfors, Gdyn- iá og Rostock. GoðaföSs fór frá New York 21/5, var vænt anlegur til Reykjavíkur í nótt. Gullfoss fer frá Kaup- mannahöfn í dag til Leith og Reykjavíkur. Lagarfoss fer frá New York 2/6 til Reykja víkur. Reykjafoss fór frá Av- onmouth 28/5 til London og Hamborgar. Selfoss fer frá Hamborg í dag til Reykjavík- ur. Tröllafoss fór frá Hull 25/5, var væntanlegur til Reykjavíkur í nótt. Tungu- fbss er á Akureyri, fer þaðan til Húsavíkur og Raufarhafn ar. Toledo h.f. opnar verksflilðju- VERKSMIÐJAN „TOLEDO“ h.f. opnar verksmiðju-útsölu í dag að Laugarásvegi 1. — Á útsölunni verða alls konar fatn aðarvörur, vefnaðarvörur, skó- fatnaður, snyrtivörur og smá- vörur. sjálfur, þegar flugvélin hrap aði, ef það er það sem þér eig ið við. Eigíandinn stjórnaði flugvélinni. Ted var farþegi“. Hún hallaði sér fram. „En hvernig var hægt að ásaka Ted fyrir þáð?“ „Hvers vegna * stjórnaði Ted ekki flugvélinni? Um það Var spurt. Það var hans verk. Og svo sór flónið að hann myndi ekkert eftir að hann kom inn í flugvélina. Þegar hann var yfirheyrður á sjúkrahúsiu, hann hatt niður í tré og meiddist lítið — mundi hann ekkert um slys- ið. Hann var ásakaður um að hafa verið drukkinn. Það sögðu alhr að yfirboðari hans hefði vitað að hann var drukk inn og hefði því flokið sjálf ur. En það vissu allir að hann var lélegur flugmaðiL’. Og konan hans — ja, hún ákærði Ted og sagði að hann hefði verið dauðadrukkinn. Hún sagði að hann hefði iekki geta staðið á fótunum, þegar hann fór upp í vélina“. „Viðurkenndi Ted það?“ „Ekki beinlínis, en hann viðurkenndi að hafa drukkið úr einu glasi með heildsalan um og konu hans. Það hefði verið betra fyrir hann' að neita því?“ „Ég skil“, sagði hún dræmt. Hún yar sorgmædd eins og þetta væri eitthvað sem henni kæmi við. „Þá var það hon- um að kenna“. „Óbeint. Og það var ekki heppilegt fyrir hann. Flug- maður má ekki drekka, já, já ...“ Wilbur opnaði dyrnar. „Skilið kveðju til Dons. Verst að hann skuli vera á leiðinni til Ástralíu, við söknum hans í Hollywood, en hann kemur aftur. Kannske hittumst við líka hér aftur, ungfi'ú Carl- shaw. Ef þér þarfnist umboðs- manns leitið þá til mín. Hér er nafnspjald mitt“. Hún tók við því og horfði á eftir bílnum þegar hann ók á brott. Hún gat ekki ímvnd- að sér Ted dauðadrukkinn þegar hann átti að fara í flug- ferð, það var ekki í samræmi við skapgerð hans. En svo minntist hún þess hve lítið hún þekkti hann. Og voru nokkrar líkur til að slíkt end- urtæki . sig? En ef hún ekki greip þetta tækifæri til að komast til Sidney missti hún af hlutverkinu og þá gat vel verið að húrt kynntist þvi aldrei hvernig það var að leika aðalhlufverk. 3. , Hús Sir Kenneth Terrv stóð á hæðinni sem skildi að Bev- erly Hills og San Fernado dalinn. Lyn hikaði áður eh' hún hringdi dyrabjöllunni. Húsið var svo glæsilegt og í- burðarmikið, að hún óskaði þess að bún væri ekki aðeins í ferðadragt. Hana hafði svo> oft dreymt um að hitta Don aftur, en í draumunum var hún alltaf glæsilega klædd og umhverfið rómantískt. Nú< vantaði allt nema rómantískt umhverfi. Hún heyrði í gos- brunnunum og tunglið kom einmitt fram og varpaði birtu yfir glæsilegan garðinn, þar sem kvöldkulið lék sér í pálmakrónunum. Hún heyrðj fótatak og dyrn ar voru opnaðar. „Ungfrú Carlshaw? Gjörið þér svo vel að koma inn. Sir Kenneth bíð-., ur eftir yður“. Hún gekk á eftir þjóninum inn stóra forstofuna og inn ’L herbergi fullt af blómum. Sir Kenneth stóð fyrir framan arininn. „Ungfrú Carlshaw?11 Hann rétti henni hendina og brosti sínu heimsfræga brósi. „Það var gaman að þér gátuð kom- ið strax“. „Það var fallega gert af yð- ur að bjóða mér hingað, Sir Kenneth“, henni hlýnaði um hjartaræturnar við vinsemd hans. „Setjist þér, væna mín. Hvað má bjóða yður að drekka? Glas af sherry eða kokkteil?“ „Sherry, þakka yður fyrir“. Hann gekk að barnum. Hann hellti sherryinu í fallegt gamalt glas og gekk svo til hennar. „Ég á vön á Don bráðlega. Borðið þér ekki kvöldverð með okkur, ungfrú Carl- shaw?“ Lyn varð feimin. Lyn fór hjá sér. „Ég — ég sagði yður að hann var mér mjög góður“. „Er það allt?“ Lyn roðnaði. „Vitanlega kann ég mjög vel við hann“. „Vitanlega“, endurtók hann þurrlega. „Það gleður mig að þér kunnið vel við hann, ung- frú Carlshaw. Ég kann líka vel við hann. Þó hann væri ekki guðsonur minn, kynni ég vel við hann sem mann. Þess vegna vil ég ekki að hann eyðileggi líf sitt“. Hann hætti að tala og Lyn1 var mállaus af undrun. Sir Kenneth hallaði sér að henni og grannar hendur hans tóku fast um hnén. „Ungfrú Carlshaw, herra Wilbur sagði að þér væruð góð vinkona Dons auk þess eruð þér ensk og því áræði • « Maysie Greíg: ofar skýium „Ég vil ógjarnan að þér haf ið eitthvað fyrir mér“. „Ég hef ekkert fyrir yður, okkur þætti báðum vænt um að hafa yður hér. Wilbur sagði mér, að þér væruð ný- komin til Hollywood“. 4. dagur „Ég kom með flugvél í mórgun. Frá New York“. „En eruð þér ekki ensk?“ „Jú, faðir minn var einnig leikari41. „Einn af þeim gömlu og góðu?“ hann brosti vingjarn- lega til hennar. „Og nú eruð þér fræg leikkona?“ „Ó, nei, ekki fræg. Ég á að leika mitt fyrsta aðalhlutverk í Sidney, þess vegna liggur mér svo mjög á að komast þangað“. „Eruð þér einnig að fara til Ástralíu? Dori er í stökustu vandræðum. Hann á að leika í kvikmynd þar og það verður dýrt fyrir félagið ef það dregst að hann komi“. Hún hallaði sér fram. „Það var einmitt um það, sem ég ætlaði að tala við hann, Sir Kenneth. Ég get útvegað hon- um far þangað“. „Getið þér það? Hann verð- ur áreiðanlega feginn11. Hann hikaði ögn. „Hve lengi hafið þér þekkt Don?“ „Ég kynntist honum fvrir fjórum árum á meðan við lék- um í léikhúsi í Brighton“, sagði hún óörugg. „Fyrir fjórum árum?“ Hann lyfti augabrúnunum. „En þér éruð barn!“ „Ég var sautján ára þá. Don var mér mjög góður“. Það varð smáþögn. Sir Kenneth hætti að brosa. „Don er góður, stundum alltof góð- ur“. Aftur varð smáþögn. Sir Kenneth var niðursokkinn í hugsanir síriar. Svo sagði hann snöggt: „Afsakið ágengni mína, ungfrú Carlshaw, en hafið þér mikinn áhuga fyrir guðsyni ég að biðja yður um hjálp! Ég bið yður um að hjálpa mér“. „Þurfið þér á minni hjálp að halda, Sir Kenneth?11 stam aði Lyn. Hann kinkaði kolli. „Mér þykir mjög vænt um Don og það er erfitt að horfa upp á mann, sem manni þykir vænt um, sigla hraðbyri fram á barm glötunarinnar — að vita að ástvinur manns er í bráðri hættu —“ Hann þagnaði er dyrnar voru .snögglega opnaðar. „Ég vona að þú hafir ekki beðið eftir mér, guðfaðir. — Ó, ég vissi ekki að það væru gest- ir hjá þér“. ■ Lyn leit við. Hún var móð og skalf og hafði mikinn hjartslátt. „En þessivgestur er til þín, dréngur minn“, sagði Sir Kenneth rólegur. „Ungfrú Lyn Carlshaw“. „Minn?“ Don leit á Lyn. Hann horfði brosandi á hana. Augnaráð hans var virigjarn- legt og hlýlegt — eins og hann hafði horft á hana síð- ast er þau sáust en ekki eins innilegt. En hann var undr- . andi. „Ég er sennilega mjög ó- kurteis —“ byrjaði hann, á röddinni heyrði hún, að hon- um fannst það leitt að þekkja hana ekki. Það var eins og hann biði eftir smábendingu. Sir Kenneth horfði einnig á hann. Hann brosti, en brosið var hræðslulegt. Lyn ræskti sig. Hún fann að hún roðnaði. „Það er langt síðan, fyrir fjórum árum í —“. „Augnablik!“ sagði hann og hló. „Segið ekki meira! Ég man eftir yður. En“ — hann varð undrandi. „Þér hafíð breyzt mikið, ekki satt?“ Hún hló titrandi hlátri. Henni létti mikið. „Ég geri ráð fyrir því. Það var fyrir fjórum árum síðan. Það er hægt að breytast á fjórum árum“. „Fjögur ár! Er svo langt síðan? Það var þetta hræði- lega leikrit í Brighton. Voruð þér ekki grátandi í búnings- klefanum?11 „Jú“, hún gretti sig. Hann kinkaði kolli. „Pass- ar! Þér voruð sVo ung og sæt og örvæntingarfull. En hvern ig stendur á yður hér? Það skiptir nú raunar engu máli fyrst þér eruð komin“. „Ég frétti að ungfrú Carl- shaw væri í bænum og bauð henni hingað“, sagði Sir Ken- neth rólega. „Borðar þú ekki kvöldverð með okkur, Don?“ „Auðvitað, guðfaðir, en ég fer út seinna í kvöld“. Hann leit aftur á Lyn. Hann brosti blíðlega og það var greinilegt að hann mundi eftir öllu. „Hvernig gekk með stjörn- una? Gamla tæfan!“ Það var einmitt sömu orð- in og hann hafði notað þá og þau hlógu bæði hjartanlega. „Ég neyðist til að viður- kenna, að eftir þetta var hún góð við mig“, játaði Lyn. Hún var glöð yfir að hitta Don aftur, en svo minntist hún þess að Sir Kenneth hafði sagt að hann væri í hættu staddur. Hún leit á þá og sá, að þeim þótti vænt hvorn um annan og leið vel saman. Þeir voru svo hjartanlegir. „Þ.etta var meiri dagur- inn“, sagði Don. „Ég hef ver- ið að reyna að komast til Sid- ney. En það virðist ekki vera hægt. Ég hefði auðvitað átt að biðja um far fyrir löngu síðan, en fyrir nokkrum vik- um var mér sagt að það þyrfti ekki að panta far.“ „Það sama var mér sagt í New York,“ sagði Lyn. Hann leit við og starði á hana. „Erum við í sama bát?“ mmBniR „Það urðu pínulítil tæknileg mis- mmum! 9« tök hjá mér. Hafið þið ekki annað úr, sem ég get spreytt mig á?“ Alþýðublaðið — 30. maí 1959 \\

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.