Tíminn - 31.12.1965, Side 3
FÖSTUDAGUR 31. desember 1965
TÍMINN
Níræður á morgun:
Séra Sigurbjörn Á. Gíslason
Fyrir rúmum 60 árum hófust
frændur tveir norðlenzkir handa
um kristilegt sjálfboðastarf í
Reykjavík. Vakti það að vonum
talsverða athygli, en fáir léti sér
til hugar koma, að slíkt „uppá
tæki gæti átt mikla framtíð.
Þeir höfðu útskrifazt úr presta
skólanum aldamótaárið, 1900.
Leiðir beggja hvors ,um sig, lágu
til Danmerkur, í þann mund, er
þar stóð sem hæst blómaskeið
mikillar trúarlegrar endurnýjun-
ar. Og þar hafði runnið upp hin
mikla náðarstund lífs þeirra,
stund trúar og köllunar. Upp
frá því varð þeim sameiginleg
trúar- og loforðsjátning, sem ann
ar þeirra tjáði í ljóði þannig:
„Feðranna trú, á bjargi byggð,
vér bindum við þig ævitryggð."
Þannig hófst nýr þáttur í kirkju
sögu íslands, með sjálfboðastarfi
guðfræðikandidatanna, Friðriks
Friðrikssonar að æskulýðsmálum,
og Sigurbjöms Ástivaldar Gísla-
sonar að kirkjulegu heimatrúboði.
Og nú, að nálegar sex og hálfum
áratug liðnum, er það séð, að það
var guðleg köllun, sem knúði þá
til starfs og að þeir reyndust trúir
al'lt til enda.
Hinn einarði og fjölgáfaði bar
áttumaður, S.Á.G. (þannig hefur
nafn hans verið skammstafað, en
það er æðioft búið að birtast á
prenti), varð snemma þjóðkunn-
nr. Hann þarf ekki að kynna fyrir
lesendum Tímans.
En rík ástæða er til þess, að
hans sé minnzt á merkum tíma-
mótum lífs hans.
NSræður að aldri gengur hann
teinréttur til starfa, þrátt fyrir
dvínandi líkamsorku. Vistfólkið á
Elli- og hjúkrunarheimilinu
Grund fjölmennti til messu hjá
honum á aðfangadagskvöld, viku
áður en hann fyllti nítugasta árið.
Hann heldur fullri andlegri heil
brigði, vakir af óbrigðulli trú-
mennsku yfir óskabarni sínu, Elli
heimilinu Grund, fylgist með at-
burðum og viðfangsefnum líð-
andi stundar, hefur enn sem fyrr
á takteinum ógrynni endurminn-
inga frá mikilli reynslu langrar
ævi.
Ævisaga síra Sigurbjörns er orð
in meiri en svo, að hún verði rak-
in í stuttri afmælisgrein.
Þegar sú saga verður skráð,
mun koma í ljós mynd hins hug-
rakka, kristna athafnamanns, sem
var svo stefnufastur, að borið var
traust til hans, svo víðsýnn, að
hann lét sér ekkert mannlegt óvið
komandi.
Frændi hans, síra Friðrik, vann
frá upphafi og allt til dauða inn-
an marka ákveðins köllunarverks,
aðallega í Reykjaivík. Síra Sigur
bjöm var og er hinn mikli sáð-
maður, en akur hans var og er
ísland, — ísland allt.
Hann beið hvorki eftir brauði
né vígslu. Hann lét ekkert tefja
sig frá að hefjast handa um boð-
un Guðs orðs........svo bar bráð-
an að um konungs erindi.“ Hann
hélt kristilegar samkomur, og
fékk mæta menn í lið með sér.
Og að prédikunarstarfi hefur
hann haldið sig æ síðan, flutt
fagnaðarerindið í kirkjum og sam
komuhúsum, á óteljandi fundum,
á bamasamkomum, í sjúkrahúsum
og hegningarhúsum. Hann hefur
ekki aðeins prédikað í Reykjavík
og nágrenni, heldur og á ferða-
Jögum um land allt í 30 sumur.
þing. Heildarútgáfa rita hennar
kom fyrir nokkmm ámm í
fimm bókum.
Það þótti mörgum furðu gegna,
hve miklu hjónin í Ási, (en svo
nefndu þau heimili sitt í Reykja-
vík eftir æskihejmili síra Sigur-
bjöms, Neðra Ási í Hjaltadal)
gátu til vegar komið í almennings
þarfir á opinberum vettvangi.
Lausn þeirrar gátu var m.a. sam-
heldni, ósérhlífni, gáfur og sann-
ur guðsótti. Börn eignuðust þau
tíu. Lengst af vann síra Sigur-
björn fyrir heimilinu með erf-
iðri kennslu. Stærðfræðikenn-
ari var hann frábær.
Ekki verður það séð á síra Sig-
urbirni. að hann er maður marg-
reyndur í skóla lífsins. Eftir að
hafa séð á bak þremur barna
sinna, skeði það dag einn, fyrir
27 árum, að hann missti eigin-
konu sína og tvær uppkomnar dæt
ur í einni svipan. Lostinn þung-
um harmi, gat hann sagt með Hall
grími: „Syrgja skai spart, þótt
missta' eg margt. máttugur Herr-
ann lifir." Eftirlifandi börn hans
reyndust honum vel Dóttir hans
Lára, og maður hennar, Ásgeir
dýralæknir Einarsson, tóku við
forráðum heimilisins. Enn á hann
fjóra dugmikla syni: Lárus rithöf-
und og skjalavörð, Halldór kaup-
sýslumann. Gísla forstjóra og Frið
' rik stórkaupmann. Allir eru þeir
í Reykjavík.
— Hálf öld. er nú liðin og ári
betur, síðan óframfærinn ungling
Sigurbjörn Á. Gíslason.
Og nú messar hann á afmælis-
degi sínum, hinum nítugasta.
Það bíður þess, er skrá mun
ævisögu síra Sigurbjörns, að telja
upp heiti allra þeirra bóka, bækl-
inga og smárita, sem hann hefur
samið, þýtt gefið út og dreift lát-
laust um land allt í full 60 ár.
Útgáfustarfsemi sína mun hann
hafa byrjað með stofnun tímarits,
— Vekjarans, síðan Heimilis-
vinarins —, er verða skyldi mál-
gagn kristilegs sjáfsboðastarfs inn
an kirkjunnar. Hélzt sú útgáfa til
1907 að samtök voru mynduð um
útgáfu blaðs. Nefndist það Bjarmi
og kom út hálfsmánaðarlega.
Fyrsti ritstjóri þess var Bjarni
Jónsson, kennari og meðhjálpari.
Þá tók S.Á.G. við blaðinu og var
einn útgefandi þess og ritstjóri í
um það bil 20 ár.
Bjarmi &t nú málgagn K.F.U.
M. og Kristniboðssambandsins.
Enginn maður hérlendur hefur
fylgzt jafn lengi og eins vel með
gangi kristindómsmála um víða
veröld og síra Sigurbjörn. Til
þess hafði hann góð skilyrði.
Hann hafði farið margar ferðir til
útlanda, sótt fundi, og verið full-
trúi héðan á alþjóðlegum mótum,
og þingum og þannig kynnzt per-
sónulega mönnum og málefnum.
Bréfasambönd hafði hann við
kristna leiðtoga í öllum álfum
heims. Margir þeirra voru úti á
kristníboðsakrinum.
Auk uppbyggilegs efnis flutti
Bjarmi lesendum sinum mikinn
fróðleik. sem ritstjórinn hafði
þannig aflað sér. Þar sem hann
var einnig hjálplegur með útveg-
un kristilegra blaða og tímarita,
bæði frá Ameríku og Evrópu, verð
ur ekki of mikið úr því gert, að
hann hefur unnið kristni okkar
afskekkta lands ómetanlegt gagn,
með „kirkjulegri utanríkisþjón
ustu.“
Ljósmynd: Tíminn-GE.
Hann hefur í sannleika verið
trúr og ósérhlífinn sáðmaður.
Um áratugi hefur síra Sigur-
björn gegnt forustuhlutverki í
fjölmörgum nefndum og félögum,
sem þó hafa öll sameiginlegt mark
mið: Eflingu trúar, siðgæðis og
sannkristinnar menningar í land-
inu.
Þannig mætti nefna Góðtempl-
araregluna, — Kristilega safnað-
arstarfsemi, — Líknarfél. Sam-
verjann, stofnandi, — Kristniboðs
fél. karla, formaður lengi, —Sam-
band ísl. kristniboðsfél., stofnandi
og formaður lengi, — stjórnar-
nefnd alm. kirkjufunda, — sunnu
dagaskólanefnd þjóðkirkjunnar,
form., barnaverndarráð Islands,
form. 4 ár, — sóknarnefnda- og
prestafundi, frumkvæði að stofn-
un, — stjórnarnefnd Hins ísl.
Bibliufélags, — stjórnarnefnd
Líknarsjóðs fslands, — o.s.frv.
Fjarri fer, að margháttað starf
síra Sigurbjörns öll þessi ár liggi
í augum uppi. Yfir það ná engar
skýrslur, engar tölur og verður
því ekki réttilega metið, af mönn
um. Sjálfur mun hann óska sér
þeirra launa einna, að fá um síðir
að heyra af vörum Drottins síns:
„Gott, þú trúi og góði þjónn . . .
Gakk inn til fagnaðar herra þíns.“
Samverkamanna minnist hann
margra og góðra. en einn var al-
beztur og ómissandi, — eiginkona
hans, Guðrún Lársudóttir. frí-
kirkjuprests Halldórssonar. Henni
kvæntist hann 1902. við upphaf
starfsferils síns. Hún var honum
í fyllsta skilningi samhuga og sam
hent, var góð eiginkona, móðir og
húsmóðir. hafði brennandi áhuga
á menningar og mannúðar-
málum ásamt eflingu kristinnar
trúar í landinu. Hún var glæsi-
leg kona, menntuð. ritfær og mál-
snjöll og naut snemma álits og
vinsælda. Þannig var hún kosin á
ur ofan úr Borgarfirði kom á
fund Sigurbjörns í Ási og leitaði
hjá honum upplýsinga og fjrrir-
greiðslu til þess að verða kristni
boði. Ekki vissi hann þá, að tíu
árum áður hafði verið stofnað á
heimili Áshjónanna fyrsta ís-
lenzka kristniboðsfélagið, sem
framtíð átti. Var Sígurbjöm
hvatamaður þess, tengdamóðir
hans fyrsta forstöðukona, en frú
Guðrún tók sjálf við af henni síð
ar.
Þannig hófst minn ferill sena
fyrsti kristniboði héðan frá ís-
landi. Og alla tíð hef ég notið
margvíslegara fyrirgreiðslu og
fastrar vináttu velgerðamanns
mins, síra Sigurbjörns í Ási.
Persónulega og jafnframt fyrir
hönd annarra kristniboða og
kristniboðsvina íslenzkra, flyf ég
honum níræðum hjartanlegar
þakkir og blessunaróskir.
— Líklégt má teljast, að Elli-
og hjúkrunarheimilið Grund sé
eitt af því sem honum verði til
mestrar gleði á leiðarenda. Hann
átti ríkastan þátt í stofnun þess
fyrir 43 árum. Það hefur orðið,
ekki einungis Reykjavík heldur og
alþjóð til ómetanlegs gagns. For
maður stjórnarnefndar hefur
hann verið frá upphafi og prestur
heimilisins síðan 1942.
Frá söfnuði hans þar eru hon-
um fluttar hjartanlegar þakkir og
árnaðaróskir.
Ólafur Ólafsson.
Við lok fyrsta starfsárs verzlana vorra sendum vér
viðskiptavinum og landsmönnum öllum beztu
óskir um
GLFÐLEGT OG FARSÆLT NÝTT ÁR.
ÞÖKKUM VIÐSKIPTI Á LIÐNU ÁRI.
Vér höfum kappkostað að bjóða einungis úrvals
vörur við eins hagstæðu verði og kostur er. Und-
irtektir viðskiptavina vorra munu verða oss hvatn-
ing til að halda áfram á þeirri braut.
ELFUR
LAUGAVEGI 38
SNORRABRAUT 38.
1. vélstjóra
og stýrimann vantar á vert.íðarbát.
Upplýsingar í síma 33 1 72.
Beitingamenn
og háseti óskast.
JÓN GÍSLASON SF„
sími 50865 eða 50524
Flugnemar
Nemendur fvrir atvinnutlugmannsnám-
skeið mæti til innritunar dagana 2. til 4.
janúar.
FLUGSKÓLINN ÞYTUR,
sími 10 8 80.