Alþýðublaðið - 27.06.1959, Blaðsíða 2
ETiS-'í^" ' "
Framhald af 1. síðu.
hana. Ég minni aðeins á nokkr
ar staoreyndir. Vísitala ’fram-
íæi'slukostnaðar hækkaði á
árinu 1958 um 34 stig og þar
af um 17 stig í einu stökki
um mánaðamótin október—
nóyember. Grunnkaup hækk-
,aði fyrst um 5% og síðar um
6—&%. Var sýnilegt að e£
allar þessar hækkanir kæmu
til framkvæmda mundu - út-
flutningsatvinnuvegirnir ekki
geta haldið áfram nema út-
flútningsbætur til þéirra
Jaækkuðu um mörg hundruð
milljónir króna. sem ríkissjóð:
ur.þá yrði að afla með nýjum
sköttum, sem aftur fratnköli-
uðu nýjar verðhækkanir.
Verðbólguhj ólið myndi þann-
ig halda áfram að snúast með
sívaxandi hraða, og endirinn
fýrirsjáanlega verða atvinnu-
leýsi og hrun. Leiðin sem val-
in var til stöðvunar — og
’iækkunar — var í fyrsta lagi
niðurgreiðslur úr ríkissjóði
cvg■■■ eftirgjöf launþega á 10
vísitölustigum, eða 5,4% af
kaupi. — Árangurinn hefui*
orðið sá sem til var ætlazt,
varðlag hefur verið stöðugt,
kaupgjald sömuleiðis og trú
almennings á verðmiðilinn —
•peninga — hefur vaxið. Spari-
íjármyndunin hefur aukizt,
og : viðskiptajöfnuður við út-
lönd verið betri en áður. Þarf
ekki orðum að því að eyða
hverjá geysiþýðingu allt
þetta héfur fyrir þróun heii-
órigðs efnahagslífs í landinu.
Vitanlega byggist árangurinn
af þessari lagasetningu á
skilningi þeirra, sem við hana
eiga að búa. Kommúnistar
hafa verið að reyna að teljá
fólki trú um að hér væru
þvingunarlög á ferðinni.
Samningsréttur stéttarfélag-
atma af þeim tekinn o. s. frv.,
en- allir vita, sem vilja vita,
að hér er staðreyndunum snú-
íð við. Stéttarfélögin geta
sagt upp sínum samningum
þegar samningarnir renna út,
ef þau vilja og telja sér hag
að;; En yfirleitt hefur aðgerð-
unum verið tekið vei og samn
ingum yfirleitt ekki sagt upp.
Það ætla ég að sé végna þess,
að’ félagarnir hafa látið sér
skiljast að hér var um skyn-
samlegar aðgerðir að ræða,
aðgerðir, sem þó að þær litu
út; á pappírnum við fyrstu
sýn sem nokkur launaskerð-
íng,- væru í reyndinni þær far-
sælustu, sem hægt var að gera
cil að halda uppi heilbrigðu
atvinnulífi, halda verðbólg-
anni í skefjum og losna við
iaýja skatta. Lausnin var sú,
sem í reyndinni kom minnst
við einstaklingana, svo ekki
s,é talað um þau ósköp, sem
yfir hefðu dunið, hefði verið
iátið skeika að sköpuðu. Þessi
tafstaða fólksins hefur verið
kommúnistum þyrnir í aug-
uœ. Þeir hafa leynt og lj óst
í blaði sínu og annars staðar,
par sem þeir hafa getað kom-
ið því að, verið óþreytandi að
prédika launaránið, sem þeir
svo kalla, og venjulega telja
2—3 sinnum meira en lækkun
ín natri'. og að lögin væru
'þvingunarlög, sem hefðu gert
að engu samningsrétt stéttar-
íélaganna. Þetta er auðvitað
gert í þeirri veru að reyna að
æsa fólkið til uppsagnar, þann
ig að aðgerðirnar yrðu gerð-
.ar að engu, og verðbólguhjól-
ið-fari að snúast á ný, og allt
'komist í öngþveiti aftur, en
öagþveiti er eitt af því sem
þarf til áð sá flokkúr geti þrif-
ízt. í einstaka félagi hefur
, tl J- ** M.** 1« i*. ?f,^ Á 3-C* yTwu <3 3 iJJ
náðst hjá þeim sá árangur að
samningum hefur verið sagt
upp, en hinum gætnari öflum
í þessum félögum, hefur þó
tekist að forða því að bessi
þokkaiðja tækist.
Framsóknarmenn fara öðru
vísi að. Þeir leggja á það meg-
ináherzlu í sínum áróðri, að
aðgerðirnar séu kák, séu, eins
og þeir orða það, víxill sem sé -
dreginn á framtíðina,- Það sé
ekki séð fyrir tekjum til að
standa á móti gjöldunum.
Kostnaðinum- við niður-
greiðslurnar og hinar auknu
útflutningsbætur verði að
mæta með auknum sköttum
eða álögum síðar — eftir kosn
ingarnar, segja þeir, og þá
fari þjóðin að súpa seyðið af
því, sem gert hefur verið.
Lausn efnahags-
málanna.
Ekki fær þessi kenning
þeirra þó staðizt. Kostnaður-
inn við niðurgreiðslurnar í
vetur er talinn nema 117
milljónum , kr. Hækkun út-
flutningsbóta 82 millj. kr.,
eða samtals 199 millj. kr. Fyr-
ir tekjum á móti þessum
gjöldum öllum hefur verið
séð að fullu og ennfremur fyr-
ir nokkrum óumflýjanlegum
hækkunum á f járlögum vegna
launagreiðslna og trygginga
frá því sem áætlað hafði ver-
ið. Teknanna á móti þessum
hækkunum í útgjöldum er
aflað þannig í aðalatriðum:
Tekjuáætlun fjárlaga var
hækkuð um tæpar 70 millj.
kr., en tekj uáætlunin hafði
verið áætluð óeðlilega lág á
mörgum liðum, og svo koma
til viðbótar tekjuhækkanir
vegna hækkunar á áfengi og
tóbaki. Útgjöldin á fjárlögum
voru lækkuð um rúmar 50
millj. kr. Tekj uafgangur frá
1958 25 millj. kr. Tolla- og
skattagreiðslur frá fyrra ári
30 millj. kr. Hækkun gjalds af
fólksbílum 25 millj. kr.
Tókst þannig að gera
tvennt í senn: afgreiða fjárlög
hallalaust, eftir að útflutn-
ingssjóði hafði verið ætlað
það framlag úr ríkissjóði, sem
talið var að hann mundi þurfa
til að standa undir gjöldum
og f öðru lagi að gera þetta
án nokkurra nýrra almennra
skatta ,því að áfengishækkun-
in, tóbakshækkunin og hækk-
unin á yfirfærslugjaldinu fyr-
ir bíla, verður ekki talin til
almennra skatta. — Því má.
svo bæta við: að útkoman úr
þessum aðgerðum verður fyr-
ir launamanninn að með
óbreyttum vinnustundafjölda
og óbreyttri vísitölu frá því
sem nú er, verður kaupgjaldið
1959 hærra en það var 1958,
þrátt fyrir þá miklu hækkun,
sem varð á því ári, og kaup-
máttur launanna hærri en
hann var í októbermánuði
síðastliðnum.
Stórmálin þi’jú
Auk þeirra tveggja slór-
mála, sem ég hefi hér aðallega
gert að umtalsefni, þ. e. breyt-
ing 'kjördæmaskipunarinnar
og stöðvun verðbólguþróúnar-
innar er þriðja málið, sem úr-
lausnar bíður og óendanlega
mikið veltur á, en það er út-
færsla fiskveiðilandhelginn-
ar. Þessi mál þÉjú eru lang-
samlega stærst og þýðingar-
mest allra þeirra vandamála
íslenzkra.i sem ofarlega eru á
baugi, Ég. skal ekki fara neitt
að ráði út í að ræða landhelg-
ismálið. Þáð verður gert af
öðrum hér á eftir, en ég vil
aðeins minna á að í því máli
hafa þegar stórir sigrar unn-
ist, þar sem tekist hefur að
skipa málúm svo, að allar
þjóðir nema ein hafa í verki
viðurkennt 12 mílurnar, og
sú eina sem ekki hefur gert
það, stundar nú veiðarnar á
þann hátt, að hún getur tæp-
ast haft mikinn hagnað af. í
þessu máli er sennilega ekk-
ert nauðsynlegra en fullkom-
in samstaða þjóðarinnar allr-
ar um málið, og því furðu-
legt að nokkur maður eða
flokkur skuli geta haft sig
upp í það að reyna að fram-
kalla um það ágreining með
getsökum um ávirðingar, sem
engar stoðir eiga í veruleik-
anum, en það. hafa t. d. þeir
Alþýðubandalagsmenn leikið
undanfarin misseri. Sífelld
brigzl um svik í málinu, eða
linlega aðstöðu, er til þess
eins fallið að sundra inná við
og veikja útá við. Lítur þann-
ig út, að engu sé líkara en
þeir leggi meira upp úr að
skapa ágreining, sér til póli-
tísks framdráttar og hinum
annarlegu sjónarmiðum sín-
um, heldur en að fá fram þá
þjóðlegu einingu um málið,
sem ein er þess megnug að
knýja fram farsæla lausn.
Skal ég svo ekki ræða það
mál frekar. Þessi þrjú mál,
sem ég hefi hér talið þýðing-
armest eru á vissan hátt tengd
saman. Lausn kjördæmamáls-
ins er nauðsypleg til þess að
útrýma þeim óróa og þeirri
óánægju, sem um það hefur
skapazt, en sú óánægja hefur
staðið í vegi fyrir því að sam-
staða hafi getað náðst á breið-
um grundvelli um heilbrigða
lausn annarra mála, sem uð
kölluðu. Ég tel t. d. að mikið
hafi verið til í því, sem Fram-
sóknarmenn voru inná um
áramótin, að reyna að mynda
4. flokka stjórn til þess að ná
sem mestri samstöðu um
lausn efnahagsmálanna og
landhelgismálið. En á hverju
strandaði það? Það strandaði
á. því, að Framsóknarmenn
sögðu samtímis: Við tökum
ekki þátt í neinni stjórnar-
myndun, sem. ekki frestar af-
greiðslu kjördæmamálsins til
ársins 1960, en Sjálfstæðis-
flokkurinn sagði á hinn bóg-
inn: Við tökum ekki þátt í
»WWi%%%%%%»%%%%%%*%%%%%%%%%»W%%%%%%%%%%%%%%01,%%%%%%%%%%%%%%%%%%*<»%%%%%%%%W%»%%%%%%%%%%%%%%%l
VIÐ útvarpsumræðurn-.
ar s. 1. miðvikudagskvöld
kom það í hlut Friðjóns
Skarphéðinssonar, dóms
málaráðherra, að tala síð
astur af hálfu Alþýðu-
flokksins, Þar eð hann not-
aði mikið af tíma sínum
til að svara ýmsum ásök-
unum og óhróðri í garð
flokksins, er fram höfðu
komið fyrr við umræðurn
ar, verða aðeins í þessu
blaði birtar glefsur héðani
og þaðan úr ræðu hans.
Friðjón sagði m. a.:
„Ræðumenn Alþýðu.
bandalagsins tala mikið umj
gengislækkun og þykjast
vtera henni andvígir. En
barátta þeirra öll gegn efna
hagsaðgerðum ríkisstjóm-
arinnar er sannarlega ekk-
ert annað en barátta fyrir
gegnislækkun. Það er. ekk-
ert annað en gengislækkun
sem á sér stað, þegar dýr-
tíðin vex, vísitalan þýtur
upp og krónurnar verða
verðminni óg verðminni.
Að því stefnir öll þeirra
barátta gegn ríkisstjórn-
inni og með því þykjast
þeir vera að gæta hags-
muna verkalýðsins. Þeir
Sagði Friðjón Skarphéðinsson,
dómsmálaráðherra
að leysa, eða gera tilraun
• til að leys'a, fjögur vanda-
mál.
í fyrsta lagi að semja við
bátasjómenn og útvegs-
menn til þess að bátaflot-
inn gæti lagt úr höfn og
vertíð gæti hafizt á eðli-
leguin tíma. Um þetta var
hafizt handa umsvifalaust.
Samningar tókust og róðr-
ar byrjuðu nokkrum dög-
um eftir áramót. Við þetta
fyrirheit var því fullkom-
lega staðið.
í öðru lagi var því lýst
yfir, að reynt yrði að
stöðva verðbólguskriðuna
sem yfir var skóllin, þegar
ríkisstjórn Hermanns Jón-
assonar baðst lausnar,
Jafnframt var því heitið
að þetta mundi gert án
þess að á yi’ðu lagðir nýir
almennir skattar.“
Ogsíðan:
„Ríkisstjórnin hefur
þannig ekki aðeins stöðvað
verðbólguna, heldur þrýst
henni talsvert til baka.Hún
hefur heldur ekki lagt á al-
menna skatta til þess að
standa undir auknum nið-
urgreiðslum og útflutnings
uppbótum“.
sem undanfarið hafa stutt
þennan flokk ættu að end-
urskoða afstöðu sína í ljósi
þessara staðreynda.
Kommúnistarnir eru í
þessu máli eins og fleirum,
hið neikvæða afl í þjóðfé-^
laginu“.
Um aðgerðir stjórnar-
innar sagði dómsmálaráð-
herra m. a.:
„Þegar ríkisstjórnin tók
við völdum hinn 23. des. s.
1. var því lýst yfir af henn-
ar hálfu, aS hún ætlaði. sér
%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%!%%%%%%%%%% >%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%
neinu stjórnarsamstarfi, sem
ekki tekur kjördæmamálið til
úrlausnar strax. Kjördæma-
málið hefur vei'ið, og er, sá
fleinn í holdi margra manna,
að þeir hafa ekki getað hugs-
að sér neitt samstarf á með-
an það væri óleyst, og aðrir
ekki hugsað sér neitt sam-
starf, sem um leið miðað að
því að fá fram einhverja lausn
á því. Þessum átökum verður
að linna, og þeim linnir ekki
fyrr en sá mikli meirihluti
kjósendanna, sem nú er hlunn
farinn, fær réttarbót nokkra,
sem hann telur að hægt sé að
una við. Þess vegna er það
sú höfuðnauðsyn, sem það es
að þessi lausn fáist. Afstaða
Alþýðuflokksins í þessu máli
kemur engum á óvart. Hann
hefur ávallt verið fylgjandi
hlutfallskosningum, og talið
að með því fýrirkomulagi
einu væri unnt að fá hina
réttlátustu fulltrúaskipun á
Alþingi miðað við vilja kjós-
endanna. Hann var lengi vel
með því að landið yrði eitt
kjördæmi, en hefur nú til sam
komulags gengið inn á fá stóf
kjördæmi, þar sem samkomu-
lagi var ekki hægt að ná urn
hitt, og telur það mikla rétt-
arbót frá því sem nú er, bví
að fullkomið réttlæti náist
tæplega á annan hátt.
Alþýðuflokkurinn leggui?
málin hiklaust og óhræddui?
undir dóm kjósenda. Hann es?
sér þess meðvitandi að hafa
á örlagastundu lagt sitt lóð I
vogarskálina til þess að bægja
frá gífurlegri hættu. Honum
hefur tekizt að gera þetta á
þann hátt, sem ætlað var og
ná þeim árangri, sem til var
stofnað. Hann hefur að vísu
ekki verið einn að verki, held
ur notið samstarfs allra hinna
flokkanna á víxl til afgreiðslil
málanna.
Hann hefur ekki sótzt eftir
að sitja í ríkisstjórn, þvert á
móti, hann gerði það þá fyrsí
þegar aðrir, sem liðfleiri voru
á Alþingi, töldu sig ekki geta
tekið það að sér, og voru
gengnir frá.
Innræti andstæðing- !
anna.
Andstæðingar Alþýðu-
flokksins sumir hugga sig nú
við það, að flokkurinn muní
nú, vegna ranglátrar og úr-
eltrar kjördæmaskipunar,
ekki fá fulltrúa kosna á þing,
þó að hann eigi að baki um
1/6 hluta af þjóðinni. Þeim
verður nú að vísu ekki a3
þeirri von sinni, en- það sýnir,
glöggt innræti þeirra, sem
þannig hugsa og réttlætis-
kennd, að þeir skuli fagna yf-
ir möguleikanum á slíkis
ranglæti.
Starf fyrir íslenzka
alþýðu.
Alþýðuflokkurinn hefur
undanfarna áratugi borið
gæfu til að bera ýms góð mál
fram til sigurs. Hann hefuE
komið fram fjölmörgum hags
munamálum íslenzkrar al-
þýðu, verkamanna, sjómanna,
iðnaðarmanna og millistétta-
fólks, og svo mun hann enri
gera í framtíðinni. Hann hef-
ur engin annarleg erlend sjón-
armið, hann miðar starf sitt
og stefnu við það hvað ís-
lenzkri alþýðu má að gagn!
verða, Alþýðuflokksmenn og
aðrir velunnarar flokksins, ég
skora á ykkur öll að vinna ve!
og dyggilega að sigri flokks-
ins í kosningunum. Látið
hann njóta verka sinna og
veitið honum það kjörfylgl
sem þarf til glæsilegs sigurs. ,
H 27. júní 1959 — Alþýðublaðið