Alþýðublaðið - 27.06.1959, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 27.06.1959, Blaðsíða 1
Ernil Jónsson flytur ræðu á flokksþingi Alþýðu- flokksins síðast liðið haust. nmUMMMWUUUHMMMMMmWHMMMMUUWWIHMIW] 40. árg. — Laugardagur 27. júni 1959 — 132. tbl. KOSNINGARNAR 28. júní n. k. eru fyrir ýmsra hluta sakir þýðingarmeiri og at- liyglisverðari en margar aðr- ar alþingiskosningar. Það sem kosið er um er að formi til kjördæmamálið, en það mál getur haft — og mun hafa — örlagaríkar afleiðingar í ís- lenzkri stjórnmálabaráttu í nánustu framtíð. Einn flokk- ur, Framsóknarflokkurinn, hefur um mörg undanfarin ár haft miklu fleiri fulltrúa á Alþingi en honum ber, í hlut- fálli við kjósendatölu sína, í krafti ranglátrar kjördæma- skipunar. Það er náttúrlega kánnski ekki nema mannlegt að þessi flokkur reyni nú, til hins ýtrasta, að halda í þessa forréttindaaðstöðu' sína. En það er vonlaust verk. Þjóðin þolir það ekki til lengdar að eínn sitji yfir annars hlut. Það er líka vonlaust verk að ætla að telja strjálbýliskjör- dæmunum trú um að verið sé að taka af þeim einhvem rétt með þessari breytingu. Það er miklu fremur verið að gefa minnihlutaflokkunum á þess- um stöðum möguleika til að þéirra rödd heyrist ekki síð- ur en þess flokksins, sem flest atkvæði hefur í þessum kjör- daemum, og vissulega eiga þeir rétt á því, að þeirra rödd heyrist líka, ekki síður, ert stærsta flokksins á staðnum. Falskenning Framsóknar- flokksins um að verið sé með þessari breytingu að þurrka út gömlu kjördæmin og áhrif þeirra ,er því svo fjarri veru- leikanum, að þvert á móti er verið með breytingunni að Kommúnistar hafa reynt að setja verðbólgu- hjólið af stað a ný til að skapa það öngþveiíi, er þarf til að sá flokkur geti þrifizt, sagði Emil Jónsson, forsætisraðherra, í ræðu sinni skapa möguleika til þess að þeir, sem á þessum stöðum eru ekki jábræður meirihlut- ans, fái aðstöðu til þess að koma sinni skoðun á fram- færi líka. Kjördæmabreyting- in, sem fyrirhuguð er, er því tvímælalaust til þess fallin fyrst og fremst að strjálbýlis- kjördæmin fái að velja full- trúa í samræmi við heildar- skoðun þessara kjördæma, þannig að enginn einn fái rétt til að túlka vilja þess fólks, sem þar býr, umfram það, sem fólkið sjálft á þessum stöðum vill. Framsókn höfðar til sýslurígs. Rökin, sem ég hef heyrt bor in fram gegn breytingunni, eru næsta haldlítil. Er aðal- lega reynt að höfða til héraðs- metnaðar og sýslurígs, þannig að verði forminu breytt, sé verið að fremja eitthvert fer- legt ranglæti gagnvart hinu gamla kjördæmi. Heldur er það því óljóst í hverju þetta ranglæti er fólgið, og hinu er vandlega leynt og ekki minnst á að réttur fólksins, í þessum fornhelgu stöðum, til að velja sér fulltrúa, er vissulega bet- ur tryggður eftir en áður. Það er aðalatriðið og kjarni máls- ins. En það er líka kosið um fleira en kjördæmamálið í þetta sinn. Sjálfstæðismeim vörðu aðeins falli. Alþýðuflokkurinn hefur nú farið með stjóm landsins síð- asta misserið og allar ríkis- stjórnir fá í öllum kosning- um dóm fyrir verk sín. Því er linnulaust haldið fram af andstæðingum ríkis- stjórnarinnar, að það sé nú raunverulega ekki Alþýðu- flokkurinn sem hafi farið með stjórn landsins þetta tímabil, heldur Sjálfstæðisflokkurinn. Hann sé sá, sem raimverulega hafi haft stjórnartaumana á sinni hendi, þó að honum af einhverjum annarlegum á- stæðum hafi þótt heppilegra að bera Alþýðuflokkinn fyrir sig. Allt er þetta sagt gegn betri vitund. Samkomulag það, sem Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn gerðu um áramótin var um það eitt að Sjálfstæðisflokkurinn sæi um að víkja frá vantrausti ef fram kæmi, á meðan freistað væri að finna lausn á þeim vanda, sem að steðjaði í efna- hagsmálunum og koma fram breytingu á kjördæmaskipun- inni. Annað samkomulag og meira hefur ekki verið gert á milli þessara flokka — og hafa báðir staðið við sitt. Það er því algerlega úr lausu lofti gripið og út í hött — þegar öðru er haldið fram. Sjálf- stæðisflokkurinn eða einstak- ir forystumenn hans hafa enga tilraun gert til þess að taka í sínar hendur, eða hafa áhrif á mál eða afgreiðslu mála, sem undir ríkisstjórn- ina heyra, og ber Alþýðuflokk urinn því einn alla ábyrgð á stjórnarstörfunum þetta tíma- bil. Hins vegar hefur á Al- þingi verið samstarf milli allra flokka um þá lagasetn- ingu, sem þar var stefnt að að ná. Alþ.fl., Sjálfstæðisfl. og Framsóknarflokkur bera á- byrgð á lausn efnahagsmál- anna, og Alþýðufl., Sjálfstæð- isfl. og Alþýðubandalag unnu saman að lausn kjördæma- málsins. Alþýðuflokkurinn hefur ávallt haft þann hátt á, að semja um framgang áhuga- mála sinna við andstæðing- ana, stundum þennan, stund- um hinn, eftir því sem þeir á hverjum tíma voru fáanlegir til. Vitaskuld þýðir ekki slíkt samkomulag milli flokka um lausn ákveðins máls, eða á- kveðinna mála, að einn flokk- ur sé genginn öðrum á hönd, meira og minna fyrir fullt og allt, eins og hinir, sem á móti samkomulaginu eru, burðast oft við að halda fram. j Á þingi Alþýðuflokksins, sem haldið var í Reykjavík s. 1. vetur, var mest áherzla lögð á tvö mál, efnahagsmál- in og kjördæmamálið og skýrt mótuð stefna í báðum að heita mátti með samhljóða samþykki allra þingfulltrúa, Bæði þessi mál voru svo af- greidd á Alþingi í öllum aðal- atriðum samkvæmt þeim lín- um, sem á flokksþinginu voru lagðar, og með aðstoð þeirra flokka, sem ég hef hér greint frá. 17 vísitölustiga hækkun í einu Efnahagsmálin, eða nánar tiltekið, verðbólguþróunin, olli falli fyrrverandi ríkis- stjórnar og er sú saga svo kunn, að óþarft er að rekja Tsvuáudi á I. eflte.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.