Alþýðublaðið - 27.06.1959, Blaðsíða 3
UNDANFARNAR vikur'
hefur þess gætt mjög, að land-
helgismálið væri dregið inn í
kosningabaráttuna. Ég tel
þetta illa farið. Landhelgis-
málið á að vera hafið yfir dæg
urmálabaráttuna. Til þessara
umræðna hefur hins vegar ver
ið stofnað með þeim hætti af
hálfu Alþýðubandalagsins að
ekki verður hjá því komizt að
svör komi á móti.
1. Þegar Hermann Jónas-
son myndaði ríkisstjórn sína
í júlí 1956 var því lýst yfir,
að stjórnin leggði áherzlu á
stækkun íslenzku landhelginn-
ar og að hún myndi beita sér
fyrir framgangi þess máls.
Ekki var að því vikið í stefnu
yfirlýsingunni, hversu mikið
fiskveiðimörkin skyldu færð
út, né hvenær á starfstíma
stjórnarinnar það skyldi gert.
2. Áður en V-stjórnin var
mynduð höfðu aðrar ríkis-
stjórnir unnið að því að leggja
grundvöll að útfærslu fisk-
veiðilögsögu við ísland. Merk-
asta sporið í þá átt var stigið
árið 1948, er Alþingi setti lög,
er heimiluðu’ að færa fisk-
veiðimörkin út með reglugerð
allt að mörkum landgrunns-
ins. Þessa heimild var þó ekki
unnt að nota að neinu gagni
fyrst í stað. íslendingar voru
bundnir til ársins 1951 af
samningi við Breta um þriggja
mílna landhelgi auk þess sem
menn voru yfirleitt á einu
máli um, að undirbyggja
þyrfti á alþjóðavettvangi rétt-
argrundvöll til útfærslu. ís-
lendingar notuðu fyrsta tæki-
færi til að losna við samning-
inn við Breta og árið 1949
fengu þeir samþykkta ályktun
á þingi Sameinuðu þjóðanna
um, að alþjóðalaganefnd
skyldi undirbúa tillögur að al-
þjóðlegum reglum um víðáttu
fiskveiðilögsögu. Þar með var
baráttan.hafin af íslands hálfu
•fyrir því að fá alþjóðlegan
grundvöll undir víðáttumeiri
fiskveiðilögsögu,. en til þessa
hafði verið almennt viður-
kennd.
3. Á meðanr alþjóðalaganefnd
in vann starf sitt.gafst íslend-
ingum hins vegar tækifæri til
að stíga fyrsta skrefið í út-
færslu fiskveiðilögsögunnar.
Þetta gerðist, þegar dómur
gekk í Haag í deilumáli Norð-
manna og Breta um fiskveiði-
mörk við Noreg árið 1952. Á
grundvelli þess dóms breyttu
íslendingar fiskveiðilögsögu
sinni úr þrenrur mílum í fjór-
ar og lokuðu fjörðUm og fló-
um. Við útgáfu landhelgis-
reglugerðarinnar 1952 gengu
íslendingar eins langt og Haag
dómurinn frekast leyfði, að
beztu manna yfirsýn. Þeir
treystust hins vegar e'kki að
ganga Iengra.
Kúgunartilraun Breta
1952.
Ýmsar þjóðir urðu til að
mótmæla útfærslunni 1952 og
Bretar lögðu löndunarbann á.
íslenzkan fisk í Englandi í því
skyni, að kúga íslendinga til
undanhalds. Allar tilraunir
íslendinga til að fá þessu lönd-
unarbanni aflétt reyndust: ár-
angurslausar og stoðaði ekki,
þótt íslendingar væru fúsir
til að láta alþjóðadómstólinn
í Haag úrskurða um réttmæti
útfærslunnar. Þegar ríkis-
stjórn Hermanns Jónassonar
var mynduð stóð landhelgis-
málið því þannig, að löndun-
arbann hvíldi á íslenzkum
fiski í Englandi, vegna út-
færslunnar í 4 mílur, og ís-
lendingar unnu að því á al-
þjóðavettvangi, að fá settar
reglur um frekari útfærslu
f iskveiðilögsögu.
Alþýðubandalagið
vildi ekki létta af lönd-
unarbanni.
4. Fyrstu afskipti fyrrver-
andi stjórnar af landhelgis-
málinu voru, að reyna að fá
löndunarbanninu í Bretlandi
aflétt. Stjórnin átti þess kost
haustið 1956, að fá þessu.af-r
létt, án þess að íslendingar
færðu fyrir það nokkrar fórn-
ir. Það var samróma álit Al-
þýðuflokksins og Framsókn-
arf lokksins, að miklu máli
skiptbað fá þessu banni aflétt,
Fiskmarkaðurinn í Englandi
var íslendingum þá að vísu
ekki eins þýðingarmikill og
áður hafði verið, en hins veg-
ar var það nauðsynlegur und-
anfari frekari aðgerða í land-
helgismálinu, að losna við.
deiluna um fjórar mílurnar og
fá þær viðurkenndar í verki,
Svo undarlega sem það kann
að hljóma, þá snérist Alþýðu-
bandalagið harkalega gegn
því, að löndunarbanninu yrði
aflétt með samkomulagi án
allra fórna af íslands hálfu.
Ðeilunni við Breta vildu Al-
þýðubandalagsmenn ekki
missa af. Alþýðuflokkurinn og
stefnu, er haldin skyldi í Genf
snemma á árinu 1958. Á önd-
verðu ári 1957 var því vinstri-
stjórninni sá vandi á höndum
að ákveða, hvort bíða skyldi
með útfærslu fiskveiðilögsögu
við ísland eftir ráðstefnu
þeirri, sem allur heimurinn,
að íslandi einu undanskildu,
hafði ákveðið að fjalla skyldi
Guðmundur f. Guðmundsson
um málið í byrjun næsta árs
eða hvort hafa skyldi þessa
ályktun að engu og færa út
strax.
Kákstillaga Lúðvíks í
júní 1957.
Fyrrverarldi sjávarútvegs-
málaráðherra, Lúðvík Jóseps-
son, lagði tillögur sínar um
þetta efni fyrir ríkisstjórnina
í júnímánuði 1957. Hann vildi
ekki bíða. Hann vildi gefa út
nýja reglugerð í júní- eða júlí-
grunnlínum þannig, að grunn-
línupunktum væri fækkað og
í þriðja lagi vildi hann friða
á þremur stöðum við landið
nokkra mánuði úr ári. Þessir
þrír staðir voru út af Faxa-
flóa, Vestfjörðum og fyrir
Austurlandi. Breidd svæðanna
voru 12—15 mílur. Þessar að-
gerðir voru hugsaðar sem
bráðabirgðalausn. — Tillaga
Lúðvíks Jósepssonar frá 21.
júní 1957 hljóðar svo orðrétt
í niðurlagi:
„Með sérstöku tilliti til þess,
að umrædd alþjóðaráðstefna
er framundan um víðáttu
Iandhelginnar, þá tel ég rétt
að fara að þessu sinni þá leið,
sem meðfylgjandi uppdrátt-
ur sýnir, en hún byggir á
breyttri grunnlínu og tíma-
bundinni útfærslu á þrem-
ur stöðum við. landið. MeS
þessari leið breytum við ekki
f jögurra. mílna reglunni að
þessu sinni, en náum hins
vegar þeirri stækkun á frið-
unarsvæðinu, sem mestu
máli skiptir.“
Tímabundin friðun
stórhættuleg rétt fyrir
Genfarráðstefnu.
Tillaga Lúðvíks Jósepsson-
ar var gaumgæfilega athuguð
og rædd innan Alþýðuflokks-
ins. Við Alþýðuflokksmenn
voru Lúðvík Jósepssyni ósam-
mála um, að með hans tillögu
væri náð þeirri stækkun á
friðunarsvæðinu, sem mestu
máli skipti. Við töldum, að á
meðan ekki væri hreyft við
fjórum mílunum væri út-
færslan kák. Alveg sérstak-
að afstýra því
Framsóknarflokkurinn létu
þessa afstöðu Alþýðubanda-
lagsins ekki á sig fá. Það
heyrði undir ráðuneyti þess-
ara flokka að komast að sam-
komulagi um afléttingu lönd-
unarbannsins og Alþýðubanda
lagsráðherrarnir gátu ekki
stöðvað það. Þessi aðstaða var
notuð og löndunarbanninu af-
létt. Þjóðviljinn og Alþýðu-
bandalagsmenn brugðust illa
við og sökuðu meðráðherra
sína um svik og fórnir á lands
réttindum. Senn eru liðin þrjú
ár síðan löndunarbanninu var
aflétt .og í engu hefur þess orð
ið vart, að neinu hafi verið
fórnað af íslands hálfu.
5. Alþjóðalaganefnd Sam-
einuðu þjóðanna skilaði áliti
sínu og tillögum um réttar-
reglur á hafinu sumarið 1955
og þing Sameinuðu þjóðanna
afgreiddi málið þánnig í árs-
byrjun 1957, að samþykkt var
með öllum greiddum atkvæð-
um gegn atkvæði íslands, að
vísa málinu til sérstakrar ráð-
mánuði 1957 um útfærslu, er
koma skyldi til framkvæmda
1. október það ár, tæpum 5
mánuðum áður en Genfarráð-
stefnan átti að hefjast, Síðan
þetta gerðist hefur Þjóðvilj-
inn skrifað mikið um land-
helgismálið, Alþýðubandalag-
ið hefur gefið út um það heil
rit og margar ræður hafa ver-
ið fluttar um málið af banda-
lagsins hálfu. Alþýðubanda-
lagið heldur því mjög á lofti,
að það hafi viljað færa friðun-
armörkin út sumarið 1957, en
ég hef hvergi séð þess getið
opinberlega, hversu mikið
þeir vildu færa út. Skriffinn-
ar Alþýðubandalagsins fara í
kringum það' atriði eins og
kettir í kringum heitan graut
og um efni tillagna Lúðvíks
Jósepssonar ríkir grafarþögn.
En hvernig voru þá þessar til-
lögur? Ég hef þær hér fyrir
framan mig. í fyrsta lagi vildi
hann halda fjórum mílum frá
grunnlínum óbreyttum. í öðru
lagi vildi hann breyta vissum
lega töldum við stórhættulegt,
rétt fyrir Genfarráðstefnuna,
,að ráðast í breytingu grunnT
lína og tímabundna friðun tak
markaðra svæða, án þess að
breyta fjögurramíina fisk-
veiðilögsögunni, þar eð það
yrði túlkað sem yfirlýsing af
íslands hálfu um, að það sætti
sig í verki við fjórar mílur.
og teldi sig ekki hafa rétt
til frekari aðgerða. Um-
fram allt lögðum við þó á-
herzlu á, að allur heimurinn,
að íslandi undanskildu, hafði
nýlega samþykkt að fresta á-
kvörðunum í landhelgismál-
inu og halda um það ráðstefnu
eftir fáa mánuði. Útfærsluað-
gerðir af okkar hálfu, þegar
svo stóð á, hefðu vakið óvild
og fordæmingu í garð íslands
um allan heim, óvild, sem
stofnað hefði landhelgismál-
inu í bráða hættu. Erkifjend-
um okkar í landhelgismálinu,
Bretum, hefði tvímælalaust
reynzt leikur einn að fá fjölda
þjóða til samstöðu við sig um
virka andstöðu við frarn-
kvæmd útfærslunnar. Slíki:
hefði ekki aðeins gert tiHögu.
Lúðvíks Jósepssonar ófram-
kvæmanlega, heldur einnig’
svipt okkur möguleikanum til
frekari aðgerða í landhelgis-
málinu í nánustu framtíð, Við’
Íslendingar höfum fullgild
rök fyrir nauðsyn verndunar
fiskimiða okkar, en við höf-
um ekki bolmagn til að neita
öilum heiminum um að bíða
í sex mánuði á meðan þess er
freistað að leysa alþjóðlegt
vandamál.
Tillaga Lúðvíks Jósepsson-
ar sumarið 1957 var. því allt
í senn ófullnægjandi kák,
hættuleg hagsmunum íslands
þar eð hægt var að mistúlka,
hana íslandi til tjóns, til þess
fallin að afla íslandi al-
mennra óvinsælda og fordæm
ingar á erlendum vettvangi og
stofnaði landhelgismálinn
sjálfu í ófyrirsjáanlega hættu.
Framsóknarflokkurinrd
reyndist andstæður tillögu
Lúðvíks eins og Albýðuflokk-
urinn. Þaðj kostaði nokkuð
harðræðj að afstýra þessu
frumhlaupi, en það tókst.
Gamla reglan um 3 .og
4 mfiur Ieið undir lok.
6. Genfarráðstefnan var
síðan haldin í byrjun ársins
1958. Nægilegur meirihluti
fékkst bar ekki fyrir 12 mílna
fiskveiðilögsögu. Engu að
síður náðist þar mikilvægur
árangur. Nýjar og okkur hag-
kvæmari reglur voru settar
um grunnlínur og gamla regl-
an um þriggja og fjögurra
mílua fiskveiðilögsögu leið
endanleffa undir lok. Mikill
meirihluti mannkynsins
reyndist. fylgjandi tólf mílna-
fiskveiðilögsögu. Með Genf-
arráðstefnunni háfði. bví ekki
aðeins unnizt það, að enginn
heldur þvf fram lengur að
briggja eða fjögurra mílna
lögsaga sé alþióðalög, heldur
var nú einnig fenginn sá
grundvöllur fvrir .12 mílun-
. um, sem íslendingar höfðu
barizt fvrir.síðan 1949 og sem
. þeir nú gátu bygst aðgerðir
sínar á. í lok Genfarráðstefn-
unnar ákváðu íslendingar bví
ágreiningslaust útfærslu fisk-
veiðilögsögu í 12 mílur.
Togaraútsrerðarmenn
tókii höndnm saman.
Þegar erlendir andstæðing-
- ar okkar í landhelgismálinu
sáu hvað fara gerði í lok Genf
arráðstefnunnar stofnuðu þejr
• til samtaka gegn okkur undir
forustu Breta. Togaraútgerð-
armenn frá flestum þeim lönd
um, sem stunda togveiðar við
ísland. voni' aðilar að þessum
samtökum. Þeir héldu með sér
fundi og frá a.m.k. einum.
þeirra hefur verið skýrt op-
inberlega. Hann var haldinn
í Haag og þátttakendur voru
meðal annarra Bretar, Frakk-
ar, HoIIendingar, Belgar, V,-
Þjóðverjar og Spánverjar. Á
þessum fundi var staðfest að
samkomulag hefði orðið um
það að standa saman um að
. hafa væntanlega útfærslu fisk
veiðilögsögu við ísland að
engu, að.togarar þessara þjóða
Framhald á 6. síðu.
AlþýðublaðiS — 27. júnf 1959 $