Alþýðublaðið - 27.06.1959, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 27.06.1959, Blaðsíða 6
Rsða Guftmfndar Framhald af 3. síffu. skyldu halda áfram að veiða inn að 4 mílum og að beðið skyldi um herskipavernd við- komandi ríkja að svo miklu leyti, sem togaramenn gætu ekki varizt sjálfir. Fregnir af þessum samtökum bárust til íslands þegar í upphafi. Aug- ljóst var, að hér var mikil hætta á ferðum fyrir fram- kvæmd landhelgismálsins. Al- þýðuflokkurinn lagði á það megináherzlu að fá til um- ráða fáar vikur eða daga til að reyna að koma í veg fyrir þá erfiðleika, sem þarna virt- ust blasa við. Þetta mátti Al- þýðubandalagið ekki heyra nefnt. Það vildi ekkert svig- xúm veita til að freista þess að afstýra árekstrum og erfið- leikum. Þeim Alþýðubanda- lagsmönnum virtist nú sem fyrr illdeilur út af landhelg- ismálinu að skapi. Nokkurn tíma tókst þó að vinna. Árangur ráðherrafund- ar NATO. Ég tók málið upp á ráð- herrafundi Atlantshafsbanda- lagsins í Kaupmannahöfn og síðan var þeim umræðum haldið áfram í aðalstöðvum bandalagsins í París, enda voru þær þjóðir, sem hér áttu hlut að máli meðlimir banda- lagsins. Þessar umræður skulu ekki raktar hér^ en árangur þeirra kom í ljós 1. september 1958 þegar reglu- gerðin kom til framkvæmda. í stað þess að veita botnvörp- ungum Belga, Hollendinga, Frakka, Vestur-Þjóðverja og Spánverja vernd til fiskveiða upp.að fjórum mílum við strendur íslands, eins og út- gerðarmenn þessara landa höfðu krafizt af ríkisstjórnum sínum, , þá lögðu ríkisstjórn- irnar fyrir útgerðarmenn, að halda sig utan tólf mílnanna. Bretar reyndust hér einir und antekning. Það er því stað- reynd að vegna umræðnanna á er-lendum vettvangi í fyrra- sumar, og áhrifa Atlantshafs- bandalagsins yfirgáfu sam- herjar Breta þá og þeir voru einir , um ofbeldisaðgerðirnar 1. september. Kærur og slit stjórn- málasambands. 7. Bretar hafa nú verið einir um það, að beita íslend- inga ofbeldi í fiskveiðiland- helginni í tæpa 10 mánuði og- menn spyrja að vonum, hvaða ráð séu til að knýja þá til und- anhalds. í þessu sambandi hefur verið minnst á þrennt. S'lit stjórnmálasambands við Breta, kæru fyrir Sameinuðu ,-þjóðunum og kæru fyrir At- lantshafsbandalaginu. Allar þessar leiðir ber að athuga og hafa þær verið farnar að veru legu leyti. Alþýðubandalagsmenn krefj ast slita á stjómmálasamband inu við Breta. Þeir viður- kenna þó, að slíkar aðgerðir myndu ekki knýja Breta til undanhalds, en telja að slit stjórnmálasambandsins myndi vekja athygli á ofbeldi Breta erlendis. Þessi leið hefur að nokkru v.erið farin og það hef- ur vakið athygli á málinu. Eins og á stendur myndu al- gjör slit stjórnmálasambands- ins skaða okkur meira en gagna. Alþýðubandalagsménn krefj ast kæru fyrir Sameinuðu þjóðunum. Þar höfum við á- kært Breta. Málið var rætt þar í margar vikur. Niðurstað an var, að ný ráðstefna er á- kveðin á næsta ári. Sjálfstæðismenn tala um kæru fyrir Atlantshafsbanda- laginu. Þegar menn ræða um Atlantshafsbandalagið í þessu sambandi, þá verða þeir að gera sér grein fyrir því, að bandalagið hefur ekki vald til að skipa Bretum burt úr okk- ar fiskveiðilögsögu, frekar en það hefur vald til að skipa okkur að víkja frá tólf mílna fiskveiðilögsögunni. Allt vald bandalagsins liggur í því að ganga á milli og reyna að sætta. Þetta hefur bandalagið reynt. Málið var.þar.til með- ferðar marga mánuði í fyrra. Niðurstaðan varð sú, að banda lagsþjóðir lögðu fyrir botn- vörpuskipaeigendur að halda sig utan tólf mílnanna, allir nema Bretar. Þeir neituðu og buðu upp á samninga. Að taka málið upp nú innan - Atlants- hafsbandalagsins leiddi til þess eins, að Bretar kæmu á ný fram með sín samninga- boð. íslendingar semja hvorki viff Breta né aðrar þjóðir um víðáttu fiskveiðilögsögu við ísland. Þess vegna er þýðing- arlaust að síofna til slíkra orðræðna. Mikill undirTbúningur næstu ráðstefnu S. Þ. Á næsta ári verður haldin ein ráðstefna enn um land- helgismál. íslendingar undir- búa nú þá ráðstefnu af kappi. Ríður á miklu að vel sé til þess undirbúnings vandað og hef- ur ríkisstjórnin kvatt til ráðu- nevtis við sig um þann und- irbúning sérfræðinga og full- trúa allra stjórnmálaflokka. Þá hefur og verið unnið að kynningu málsins á erlendum vettvangi. Voru á s. 1. ári t. d. gefin út um það tvö rit og dreift víða um heim. Þriðja ritið er í prentun. Verða allir íslendingar,. sém því geta yið- komið, að leggjast á eitt í þess ari kynningarstarfsemi. En umfram allt mega .fs- lendingar ekki gleyma því í sambandi við landhelgismálið, að deilan við Breta um 12 mil- urnar er þegar unnin. Hún vannst í fyrra þegar okkur tókst að einangra Breta. Gegn sameinuðum ofbeldisaðgerð- um margra þjóða gat land- helgismálið orðið okkur erf- itt. Einir geta Bretar aldrei unnið þessa deilu. Engin þjóð heldur það út til lengdar að stunda veiðar við ísland und- ir herskipavernd. Reynslan hefur sýnt, að síðan 1. sept- ember.er tólf mílna fiskveiði- lögsagan friðuð fyrir togveið- um að 9/10 hlutum. ' Það.hefur verið styrkur ís- lendinga, að þeir hafa staðið saman sem einn maður um 12 mílna fiskveiðilögsöguna. Án þessarar samstöðu hefði land- helgismálið verið í hættu. ís- lendingar verða að gæta þess vel að láta ekkert verða til að rjúfa þessa samstöðu. Öll aukasjónarmið verða að víkja og hver sú rödd, sem leitast við að sundra íslendingum verður að kveðast niður. Sá íslendingur, sem stofnar til sundrungar x landhelgismál- inu er bandamaður Breta og fjandmaður sinnar eigin þjóð- ar. Stöndum saman, Íslending- ar, í þessu lífshagsmunamáli þjóðarinnar. ayuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin 5 S - 0 I BYRJUN ræffu sinnar á miffvikudags- kvöldið sagði Eriðjón Skarphéðinsson: „Þjóðviljinn hefur undanfarna daga og vik- ur geysað um það á sinn orðprúða hátt, að rangfengið fé hafi runnið til Alþýðuprent- smiðjunnar umj hendur Ingimars Jónssonar. Um margra ára skeið var I. J. stjómarfor- maður Alþýðuprentsmiðjunnar. Til hans greiddu styrktarmenn flokksins framlög og þessu fé skilaði Ingimar Jónsson til prent- smiðjunnar. Þetta er hin einfalda skýring á því.^hvaða fé það var, .sem hann greiddi prentsmiðjunni á þessum árum. — Hanni- bal Valdimarsson hefur nú óskað eftir rann- sókn á þessum málum vegna formennsku sinnar í Alþýðuflokknum árin 1952—1954. Að sjálfsögðu mun ég verða við þelm til- mælum“. MllIVIIIIIIIIIIIIIIffllllIIIIIIIIIIIIIIIIllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIEIIIIIIIIIKlIIIIIIIIIHIIIIllIIIIIIIIIIIUIIIllllllllllllHlllllllllIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIlllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII Ræða Kafrínar Framhald af 4. síðu. nokkru sinni, aS veikja ekki aðstöðu okkar með sundur- Ivndi. verði bættur, mætti auðnast að vinna saman, án pólitískr- ar togstreitu á því sviði einn- daginn, hversu mönnum er mikil alvara, er þeir lýsa van- þóknun sinni á dýrtíðaröld- unni, sem yfir landið hefur geisað. alltof mörg undanfar- in ár. Kosningarnar núna og í haust. munu skera úr iun það. Enginn gleymi kjara- baráttu Alþýðuflokksins Alþýðuflokkurinn er, að mínu áliti, sá stjórnmálaflokk ur, sem átt hefur drýgstan þátt í að móta hugi manna hér á landi í demokratiska átt, án þess að vera öfgastefna. Þeir aðilar, sem fengið hafa kjör sín bætt fyrir hans tilverkn- að, ættu ekki að gleyma því. Mættu sjómenn muna að það var Alþýðuflokkurinn, sem á sínum tíma barðist fyi*- ir vökulögunum og vann sig- ur. Honum eigá þeir að þakka að þeir í dag geta þó lifað mannsæmandi lífi, á móts við það, sem áður var. Lögin um almannatrygg- ingar eru einnig upprunalega verk Alþýðuflokksins, — síð- an hafa ýmis kvennasamtök lagt hönd á plóginn til marg- víslegra endúrbóta á þessum lögum, þó ekki hafi allar þær góðu tillögur enn náð fram að ganga, en slíkt stendur von- andi til bóta. Munu nöfn þpirra kvenna, sem þar hafa gengið bezt fram, vissulega ekki gleymast þeim sem til þekkja. Væri óskandi að þeim, sem af einlægni vilja helga því krafta sína, að hagur hinna bágstöddu í þjóðfélaginu En þó íslenzka trygginga- löggjöfin sé ekki fullkomin, frekar en önnur mannanna verk, þá myndi margur sjúkl- ingurinn, farlama og báéklað fólk, einstæðar mæður og margir fleiri, búa við kröpp kjör, óbærilega erfiða Iífsaf- komu, ef ekki væru þessar félagslegu umbætur komnar á. Alþýðuflokknum má einnig þakka orlofslögin, því að bað var fyrir hans atbeina, að þaú komust á. Manndómur og kjarkur. Núverandi rikisstjórn á vissulega þakkir skildar fyrir manndóm þann og kjark, sem hún hefur sýnt í því að taka efnahagsmálin svo föstum tökum, sem í'aun ber vitni. Fyrst með því að hindra stöðvun bátaflotans, og síðan með frumvarpinu um niður- færslu verðlags og launa, að stíga fyrsta sporið í áttina til stöðvunar verðbólgunnar. Auðvitað getur engin rík- isstjórn komið nokkru því góðu til leiðar í efnahagsmál- um, er varðar allan almenn- ing, ef hann ekki kemur til móts við ráðstafanir hennar og sýnir þegnskap, sanngirni og hófsemi í kröfum. Mun nú bráðlega koma á Má ekki misnota verkfallsréttinn. Er sannarlega illa farið, ef verkfallsrétturinn, — sem raunar er ekki til í Rússlandi, paradís verkalýðsins, — er svo hei'filega misnotaður, að það veki andúð jafnvel þeirra, sem barizt hafa fyrir honum. Stjórnlaus hækkun dýrtíð- , arvísitölunnar getur ekki sam rýmst þjóðarhag almennt, — og allt sem skerðir þjóðarhag, hlýtur að koma grimmi-lega niður á almenningi fyrr eða síðar. Um það ættu allir að geta verið sammála. Er sú saga í'aunar kunnarí en frá þurfi að segja, og þetta vita fáir betur en húsmæðurn ar, en í gegnum þeirra hend- ur rennur megnið af tekjum heimilanna. Ættu kvennasam tökin í landinu að láta sig meira skipta en verið hefur verðlag á vörum og þjónustu, gæðamat vörunnar o. fl. þar að lútandi. Þyrftu Nevtenda- samtökin að geta aukið með- limatölu sína og að sjálfsögðu bæta við konum til starfs og ráðagerða í nefndum er fjöll- uðu um þessi mál. Er norska Neytendaráðið sterkur aðili þar í landi, og gætu okkar neytendasamtök efalaust látið.mildu meira til sín taka með að vernda hags- : muni nevtenda, ef þau væru ■fjölmennaiú. FramJiald af 4. síffu. þýðubandalagsins, en ef þær aðstæður myndast ekki verð- ur stefna Einars og Brynjólfs látin verða ofan á og siglt . undir fána Sósíalistaflokks- ins. — Þeir þvo þá hendur sínar af öllum svikum í kjör- dæmamálinu og Hannibal verður beitt á vonlaust kjör- dæmi í haustkosningunum. — Þetta veit Hannibal, 2. fram- bjóðandi flokksins í Reykja- vík og hefur þess vegna ekki látið sjá sig í kosningabarátt- unni í höfuðstaðnum fyrr en í. kvöld, en róið lífróður úti á landi. —? Þeir, sem telja kjör- dæmamálið þýðingarmikið mál, geta því ekki undir nein- um kringumstæðum kosið Al- þýðubandalagið í sumarkosn- ingunum. Um samstjórn Alþýðubanda lagsins og Framsóknar er. allt meira á huldu. —Hvað ætla þeir að bjóða þjóðinni upp á eftir frammistöðuna s. h haust, — sem ekkert hafa sameiginjegt annað en valda- fýsn, en vonina um völd á nú að byggja á tortímingu Al- þýðuflokksins í framhaldi af samstarfi þeirra í verkalýðs- félögunum. Nei, góðir kjósendur, Al- þýðuflokkurinn hefur ekkert að hræðast. — Hann er betur búinn undir framhaldslíf andatrúarmanna en . aðrir stjórnmálaflokkar, — en hann veit að hann á fyrir höndum langa og stranga jarðneska baráttu sem ábyrgur lýðræð- issinnaður umbótaflokkur fyr ir bættum kjörum alls álmenn ings í landinu fyrir aukinni hagsæld þjóðarinnar, — gegn óþjóðlegum öflum í íslenzk-* um stjórnmálum. — Um það mun þjóðin sjá á sunnudag- inn kemur. Húsmæður og verðandi húsmæður! Þið konur allar, ■sem með kosningarétti ykkar eruð orðnar þátttakendur í .stfiórn landsins. -sýnið í verki að.hið óskið að dýrtíðaraldan verði. stöðvuð.. að snúið verði við, á beirri óheillabraut, sem hún hefur skapað. Þið eruð helmingur þjóðar- innar eða vel það. Á atkvæði ykkar 'ffetur oltið, hvert vera skuli framt.íðarskipulag þess- . ara mála. Viljið þið hækkandi .kröfur off áframhaldandi dýr- tíð, eða an hægt og sígandi verði stefnt til sparnaðar, lækkandí verðs á vörum og þjónustu? Ef .við v.eljum síð- ari kostinn, minnkandi dýr- tíð, þá skulum við kjósa þá stjórn, sem tjáð hefur sig.fúsa til að revna að leysa þann vanda, oe sýnt í verki að henni er full alvara. Kiósendur, allir þér sem notið hafið góðs af störfum og stefnu Alþýðuflokksins, og væntið góðs af honum í fram- tíðinni, — kjósið A-listann! 0 27. júní 1959 — Alþýðublaffið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.