Alþýðublaðið - 27.06.1959, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 27.06.1959, Blaðsíða 7
Framihald af 8. síðu. þúsund krónur í banka fvrir árslok 1939 og látið þær standa óhreyfðar síðan. Um síSast liðin áramót voru þær með vöxtum og vaxtavöxtum orðnar 2.139.33 kr. En raun- verulegt verðmæti þessara þúsund króna, ef miðað er við breytingar á framfærsluvísi- tölu eingöngu, er nú orðið að- eins 270.54 kr. Sá, sem hafði sparað þúsund krónur 1939 og ætlað að geyma þær, sjálf- um sér til aukins öryggis og þjóðarheildinni til mikils gagns, má því nú, tuttugu ár- um síðar, sætta sig við það, að ekki aðeins allir vextir hafi verið af honum teknir, heldur næstum þrír fjórðu hlutar hofuðstólsins líka. Þjóðfélagið hefur ekki aðeins neitað að veita honum nokkra umbun fýrir það, að hafa sparað eitt þúsund krónur af tekjum sín- um á árunum fyrir stríð — Það var talsverður peningur í þá daga — nei, þar á ofan hefur það beinlínis refsað hönum með því að ræna hann næstum þremur fjórðu hlut- um þess, sem hann ætlaði að geyma. Réttarríki þolir það ekki, að bófar brjótist inn í hýbýli manna og hafi á brott nieð sér meginhluta t.d. hús- gágnanna. En í þjóðfélaginu íslenzka hefur það verið látið viðgangast, að verðbólgan hafi læðst inn x banka og sþarisjóði og einkafjárhirzlur almennings og'svipt lögmæta eigendur réttmætum eignum sínum ekki aðeins þeim sjálf- um til tjóns, heldur einnig þjóðféiaginu í heild til skaða. Þvingun til sparnaSar. Undir þessum kringúmstæð um er sannarlega ekki undar- legt, þótt almenningur hafi ekki verið fús til þess að spára af frjálsum vilja. Þess vegna hefur ríkisvaldið neyðzt til þess að þvinga fram sparn- að með ýmsu móti, méð alls konar valdboði, höftum og reglugerðum. Ýmislegt af þeim opinberu ráðstöfunum, sem almenningur hefur með réttu unað illa á undanförn- um ■ tveim áratugum, af því að mönnum hefur fundizt hið opinbera ganga óþarflega nærri einstaklingnum, hefur exnmitt, þegar öllu er á botn- inn hvolft, átt rót síha að rekja til þess, að ríkj og bæj- arfélög- hafa talið sig verða að- þvinga fram þann sparnað, sem ekki varð með eðlilegum hætti. Ef við ráðum niðurlög- um verðbólgunnar, þá er engr inn vafi á því, að frjáis snarn- aður mun stóraukast frá því sem nú er, og þá skapast um leið- traustur grundvöllur fyr- ir því. að banka- og gjaldeyr- isviðskipti verði heilbrigðari og frjálsari og hið opinbera géti látið af ýmis konar eft- irliti og afskiptum, sem í raun og’ veru hafa átt að þvinga ménn til þess að gera það, sem eðlilegt var að menn gerðu ekki af frjálsum vilja. Greinileg aukning sparnaður vegna stöðv- unar dýrtíðar. Ekki aðeins þeir sem starfa á 'viðskiptasviðinu, heldur all- ur almenningur, er miklu næmari á veðrabrigði á sviði efnahagsmála en margúr myndi halda. Sem dæmi .um þetta má nefna, að sú stöðvun dýrtíðarhjólsins, sem ríkis- stjórnin beitti sér fyrir í byrj- un þessa árs, hefur þegar haft greinileg áhrif á söfnun spari- fjár. Næstum þrisvar- sinnum meira sparifé var lagt inn í banka á fyrstu mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra. Þá er ég og sannfærður um, að hin farsæla lausn, sem varð á vinnudeilum þeim, sem efnt var til í vor,' eykur mjög trú alls almennings á það og von hans um, að hú sé öllum loksins að verða ljóst, að verð- bólgubáhð verður að slökkva að fullu. Þá mun þjóðin aftur fá trú á íslenzka krónu. En traustur og heilbrigður gjald- miðill, ósvikinn og1 öruggur, er ein meginforsendan varan- legrar velmegunar og Vaxandi framfara. þessara mála í heild má með engu móti vera þannig, að það hvetji eða freisti til misbeit- ingar á þessu skæða vopni. • Það er hlutverk og raunar skylda verkalýðshreyfingar- innar sjálfrar og samtaka at- vinnurekenda að koma á þeirri skipan, er geri slíkt ó- hugsandi. Því mundi alþjóð á- reiðanlega fagna. Skattamálin ýEnn eitt langar mig til þess að nefna, sem nauðsynlega þarf að breyta hér á landi, en það er skipan skattamálanna. Á valdatíma fyrrverandi rík- isstjórnar var gerð veruleg lagfæring á skattakerfinu að því er snertir skattgreiðslur félaga. En að því er snertir einstaklinga er bæði skatta- og útsvarskerfið beinlínis frá- leitt. Hér er stighækkun skatta og útsvara svo ör og mikil, að stór fjöldi launa- manna verður hér að greiða skatt og útsvar eftir reglum, sem gilda ættu fyrst og fremst um gróðamyndun. Og við þetta bætist svo, að hinir háu skatt- og útsvarsstigar gilda í raun og veru fyrst og fremst — að ég ’ekki segi eingöngu um fólk í föstu starfi. Við svo búið má alls ekki lengur standa. Beini tekjuskatturinn til ríkissjóðs er nú ekki nema áttundi hluti af öllum rekstr- artekjum ríkisins, og tekju- skattar og tekjuútsvör eru ekki nema þriðjungur af heild artekjum ríkis og sveitarfé- lága. Hins vegar mun enginn hluti tekna ríkis og sveitar- félaga vera kostnaðarsamari í innheimtu en einmitt tekju- skatturinn og útsvörin. Ég hef því fyrir löngu öðlast bjargfasta sannfæringu fyrir því, að tími kákendurbóta á skattlöggjöfinni á að taka enda. Réttlætinu verður ekki fullnægt nema.með því að af- nema tekjuskattinn og helzt tekjuútsvörin líka. Það er úr- elt skoðun, að beinir tekju- skattar hljóti að vera eða séu láglaunafólki hagkvæmari en óbeinir skattar, þ. e,- innflutn- ingsgjöld og framteiðslu- og söluskattar. Þegar þessi skoð- un var að mótast fyrir næst- um heilli öld. var varla nokk- urt ráð tiltækt til tekjujöfn- unar hinum tekiulægri í vil apnað en stiahækkandi tekju- skattar. Nú eru önnur inrræði • miklu árangursríkari, og næg- ir þar að vitna tii hinna miklu möguleika á fiölmörgum svið um félagsmálalöggjafarinnar, auk þess sem hið oninbera hef ur nú ýmiss konar bein áhrif á mvndun kaungjalds Qg þar með tekjuskintingu í landinu, svo að minni ástæða er til þess að revna að breyta henni með skattalöggiöf. Það er brýnt hagsmunamál launa- manna sérstaklega. að gagn- ger breyting verði gerð á skatta- og útsvarslöggjöfinni. En ég held. að það sé líka orð- in þjóðhagsleg nauðsyn, því Samningar verkalýðs- félaga og vinnuveitenda Hið þi’iðja, sem ég ætla að minnast á, er skipulagið, sem nú er á samningum verkalýðs félaga og atvinnurekenda um kaup og kjör. Við erum í þess um efnum langt á eftir ná- grannaþjóðum okkar. Þar eru yfirleitt gerðir víðtækir heild- arsamningar milli stórra sam- banda og þá venjulega til tals vert lengri tíma en hér á sér stað. Þetta er báðum aðilum í hag og þjóðfélaginu í heild. Vinnufriðurinn verður traust- ari, atvinna öruggari og grund völlur framleiðslunnar trygg- ari. Við búum hins vegar enn við bá skipan, að hvert stétt- arfélag, hversu lítið sem það er, semur fyrir sig. Þess vegna gætir heildarsjónarmiða bæði verkalýðshreyfingarinnar og, samtaka atvinnurekenda yf- ’ irleitt allt of lítið við samn- ingana, samningsaðstaða hvor ugs- er eins sterk og hún gæti- verið, en hætt er við, að hver oti sínum tota, heildinni til tjóns. Afleiðingin getur orðið sú, að í sömu atvinugreininni verði margár vinnustöðvanir á sama árinu, þjóðarheildinni til mikils skaða. Mjög fámenn- ir hópar hafa aðstöðu til þess að stöðva framleiðslu, sem er milljóna tuga virði á mánuði og svipta hundruð manna at- vinnu. Er þess skemmst að minnast, er 35 mjólkurfræð- ingar boðuðu verkfall, sem svipt hefði 70.000 Reykvík- inga.. rnjólk, stefnt í voða fyr- ir bændur verðmætum, sem nema 700.000 kr. á dag ög- gert nokkur hundruð mamia atvinnulausa, Sem betur fer varð ekki úr þessu verkfalli, og eiga. mjólkurfræðingar þakkir skildar fyrir að Kafá horfið frá vinnustöðvunihni. En . þetta dæmi og raunas- að mig grunar. að kerfið komi mör.g önnur, sem gerzt hafa undanfarin ár, sýna glögglega, að skipulag þessara mála verð ur að breytast. Núverandi skipun samrýmist hvorki hags munum verkalýðshreyfingar- innar sjálfrar, atvinnurek- enda né þjóðarheildarinnar. Frjáls samningsréttur um kaup og kjör er einn af horn- steinum lýðræðisskipulags. Honum má aldrei raska. En rétturinn til verkfalls og vinnustöðvunar er svo biturt vopn, að því verður að beita varlega og eftir vandlega sömdum reglum. Skipulag i veg fyrir, að dugnaður af- burðamanna njóti sín eins og skyldi. Verkefni næstu stjómar Þeirrar meirihlutastjórnar, sem að sjálfsögðu tekur við völdum úr höndum ttúver- andi ríkisstjórnar, bíða mörg verkefni og stór. En stærst þeirra er tvímælalaust að skera örugglega fyrir rætur verðbólgumeinsins. Það er margbrotin aðgerð. Hún hlýt- ur að. taka til starfsemi bank- anna og opinlberra f járfesting- arsjóða og fjármálastefnu rík- isjóðs og bæjar- og sveitar- sjóða. Um leið verður að taka allt útflutningsbóta- og nið- urgreiðslukerfið til endurskoð unar. Það er ekki skoðun mín, að skynsamlegt væri að af- nema allar útflutningsbætur og niðurgreiðslur. Á vissum sviðum og á vissum tímum eiga þær fullan rétt á sér. En er okkur ekki öllum jafnljóst, ef við tölum af hispurslausri hreinskilni, að það er skolla- leikur og ekkert annað, að burðast með margbrotið kerfi útflutningsbóta, niður- greiðslna og. innflutnings- gjalda, sem tekur til alls, sem flutt er inn í landið og út úr því og meginhluta þess, sem framleitt er í landinu sjálfu, kerfi, sem er orðið svo um- fangsmikið og margbrotið, að það veltir árlega næstum þriðjungi hærri fjárhæð en ríkissjóðurinn? í skollaleik er ávallt hætt við, að menn reki sig' á og fái kúlú á ennið. Það er einmitt það, sem hætta er á að hendi þjóðina, meðan hún býr við þetta víðtæka og flókna kerfi. En um leið og við reynum að tryggja af- komu i útflutningsatvinnuveg- anna og atvinnuöryggi og góð kjör þess fólks, sem við þá starfar, með einfaldari og brotaminni ráðum en nú er beittr með úrræðum, sem hvetja til afkastaaukningar, en freista ekki til undan- bragða, þá ber brýna nauð- syn til þess að koma heilbrigð ari háttum á ýmsa þætti við- skiptalífsins en hér hafa tíðk- ast. Það er auðvitað fráleitt, að ástandið í banka- og láns- f jármálunum skuli vera þann- ig, að menn, sem óska láns- fjár til arðbærra og bjóðnýtra framkvæmda og bjóða marg- faldar tryggingar fyrir ör- yggi lánsins, skuli samt oft ganga bónleiðir til búðar. Skipulagi Iánveitinga til í- búðabygginga er og mjög á- bótavant. Og ástandið í gjald- eyris- og innflutnings- og fjárfestingarmálunum er langt frá því að vera viðun- andi. Svo að segja allur gjald eyrir er hér í raun og veru skammtaður, annað hvort af tveim gjaldeyrisbönkum eða Innflutningsskrifstofunni, og hún skammtar fjárfestingar- leyfi. Svo víðtæk skömmtun- arstarfsemi getur aldrei bless ast til lengdar, jafnvel þótt hinir hæfustu og beztu menn fjalli um hana. í kjölfar henn ar hlýtur alltaf að sigla mis- rétti, tafir, skriffinnska. jafn- vel spilling. Þegar gjaldeyris- leyfi og fjárfestingarleyfi reynast mikilla peninga virði, þá er eitthvað meira en lxtið bogið við kerfið. Á þessu öllu þarf að verða gagnger breyt- ing. Og svo hefur þetta kerfi allt kallað á heilan herskara af alls .konar eftirlitsmönnum og stjórum á ýmsum sviðum. Yfirbygging þessa litla þjóð félags hefur vaxið um of. í stað eðlilegs aðhalds hefur verið tilhneiging til ofstjórn- ar, og þá er oft skammt til ó- stjórnar. Hugarfarsbreytmg r>í>u?Ssv«les9C. Á sviði atvinnu- og við-; skiptamála er því mörg verk að vinna. En það vil ég um leið undirstrika og leggja sér- staka áherzlu á að allar end- urbætur á efnahagskerfinu sjálfu verða unnar fyrir gýg, ef ekki verður jafnframt nokk ur hugarfarsbreyting, bæði hjá stjórnmálamönnum og þjóðinni sjálfri. Engin kerfis- breyting dugar, ef hún er ekki studd auknum þegnskap og vaxandi ábyrgðartilfinningu. Þjóðin hefur nú um nokkurt skeið vanið sig á að eyða meiru árlega en hún hefur aflað. Þetta verður að hætta. Við höfum haldið of langt út á upnbóta- og styrkjabraut- ina. í kjölfar þess hefur siglt annarlegt og óheilbrigt hug- árfar hjá stéttum og einstakl- ingum. Sumir eru farnir að hugsa jafnmikið urn uppbæt- urnar og styrkina og fram- leiðsluna sjálfa. Stjórnmála- menn hafa látið freistast til þess að reyna að afla sér fylg is með því að höfða til þrengstu sérhagsmuna bæði hyggðarlaga, stétta og jafn- vel einstaklinga. Ábyrgðartil- finning gagnvart haífsmunum heildarinnar hefur ekki setið í fyrirrúmi. f- tvö og hálft ár sat ég í ríkisstjórn, sem Framsóknar- flokkurinn og Albýðubanda- lagið áttu aðild að. Ég hika ekki við að segja, að ástæðan til þess, að það samstarf sundr aðist, var annars vegar algert vilja- eða getuleysi Alþýðu- bandalagsins til þess að taka ábyrga, raunhæfa og þjóð- holla afstöðu til hinna þýð- ingarmestu þjóðmála og ein- sýn og alröng villutrú þeirra á, að það, sem mestu máli skipti, sé krónutala kaupsins, og svo hins vegar ráðríki Framsóknarflokksins í sam- skiptum við aðra flokka og ó- bilgirni hans í kröfum sínum vegna hagsmuna beirra, sem bann telur umbjóðendur sína, jafnvel þröngra sérhagsmuna. Það hugarfar, sem hér var að baki, verður að breytast. 1 stað einsýni og stöðugs iillits til sérhagsmuna, verður að koma víðsýni og aukið tillit ■til hagsmUna heildai'innar. Treystum verðgildi gjaldmiðilsms. Við verðum nú í haust að koma þeirri skinan á efna- hagsmál okkar, að örugg fram þróun og vaxandi velmegun sé tryggð. f því skvni verðum við að gera verðgildi gjald- miðilsins traust. Við verðum að sneiða hjá hvoru tveggja,- stjórnleysi. sem veldur óvissu og handahófi í atvinnu- og viðskiptalífinu. og ofstjórn, sem lamar heilbrigt framtak og lifandi hugkvæmni. En allt, sem við gerum til endurbóta á málum okkar, verður að vera gert í þeim anda. að við gerum meiri kröfur til sjálfra okkar en annarra, að við í stað þess að þiggja uppbætur og - stvíki. er freista ókkar til þess að- iina sókmna í lífsbar- áttunni,. þá bætum við hvert annað upv í aulcnu samstarfi og styrkjum- hvert annað -til vaxandi- átaka fvrir sameig- inlega hagsmuni heildarinnar. Góðir áheyrendur! Ég ætla ekki að ljúka máli mínu með því að lofa ykkur neinu fyrir hönd flokks míns — öðru en því að reyna að stuðla að því, að sérhver vandi, sem að steðj ar, verði leystur af heiðarleife og góðgirni og með hag sem flestra fyrir augum. Ég yona, að Alþýðuflofefeur- inn þeri gæfu.iil þess að eiga þátt í slíkri þróun mála. Ef árangurinn verður góður, vona ég, að flokkurinn hljóti aukið traust og njóti vaxandi fylgis. En mest er þó um það vert, að góður og réttur tnál- staður sigri, þjóðinni í h«jldi til heilla og hamingju. Það vona ég að verði. Alþýðublaðið — 27. júní 1959 f

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.