Alþýðublaðið - 01.07.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.07.1959, Blaðsíða 4
 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjórar: Benedikt Grön- dal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). Full- trúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálmarsson. Fréttastjóri: Björg- vin Guðmundsson. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Aug- lýsingasími; 14906_ Afgreiðslusími: 14900. — Aðsetur: Al- þýðuhúsið. Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisg. 8—10. Kjördœmamálið KJÖRDÆMAMÁLIÐ var til lykta leitt í kosningunum um helgina. Reyndust 72.7% kjós- enda með kjördæmabreytingunni, en 27.3% á móti henni. Tíminn játar þessa staðreynd í rit- stjómargrein sinni í gær og segir: „Úrslit þing- kosninganna á sunnudaginn bera þess ljósan svip, að kjósendur hafa ekki í þeim tekið nægilega af- stöðu til kjördæmamálsins.“ Samt vann Fram- sóknarflokkurinn tvö ný þingsæti og jók atkvæða- tölu sína verulega í sumum kjördæmum. En Tím- inn þakkar það ekki kj^rdæmamálijnu éins og ætla mætti. Nú segir hann, að önnur mál hafi einnig orðið honum til framdráttar (í kosning- unum. Fyrir kjördag taldi hann hins vegar því sem næst stjórnarskrárbrot, ef einhverjum dytti í hug að kjósa um annað en kjördæmamálið. \ Þessar ályktanir Tímans munu í meginat- riðum réttar. Framsóknarmönnum veittist auð- veldara að vinna kjördæmi, þar sem þeir áttu ekki þingmenn fyrir, en halda sumum hinum, þar sem þeir áttu sigri að fagna í samvinnu við Alþýðuflokkinn í síðustu kosningum. Atkvæða- aukning þeirra er hlutfallslega miklu meiri í þéttbýlinu en dreifbýlinu. Reykvíkingar kusu Þórarin Þórarinsson á þing vegna kjördæmamáls ins, en það dugði hins vegar ekki Sigurvin Ein- syni og Eiríki Þorsteinssyni til áframhaldandi þingmennsku. Þannig eru áhrif kjördæmamáls- ins í kosningunum nokkuð á aðra lund en við mátti búast. Fólkið í dreifbýlinu unir kjördæma- hreytingunni miklu betur en Framsóknarmenn- imir, sem tekið hafa sér bólfestu í þéttbýlinu. En margir bæjarbúar hafa að þessu sinni kosið með Framsóknarflokknum í minningarskyni við , sett sína og átthaga úti á landi. Hitt er annað mál, hversu Framsóknarflokknum helzt á þeim atkvæðum í framtíðinni. Það mim reynslan sýna. Kjördæm,abreytingin er raunvqrulega kom-< in til sögunnar, og samkvæmt henni verður kos- ið í haust. Hún markar tímamót í íslenzkum stjómmálum. Fólkið í landinu nýtur meira jafn- réttis eftir en áður í vali stjórnmálaflokka og þingfulltrúa. Kosningarnar um helgina urðu í fjölmörgum kjördæmum einvígi milli Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokksins. Þau viðhorf breytast með nýju kjördæmaskipuninni. í haust verður um það kosið, hvernig landinu skuli stjórn- að næstu fjögur árin og hversu íslendingar leysa vandamál sín og tryggja atvinnuvegi sína og af- komu. Þá verður af allri þjóðinni etir því innt, hvað stjórnmálaflokkarnir hafi til þessara mála að leggja. Lö|fræðingur óskast til starfa í skrifstofu borgarstjóra. Laun samkvæmt 7. flokki launasamþykktar bæjarins. . Umsóknum skal skilað til skrifstofunnar eigi síðar en 6. júlí næstk. Skrifstofa borgarstjórans í Reykjavík, 30. júní 1959. Skuggi Perons yfir Argenfinu S, )TJORNARKREPPXJNNI í Argentínu er enn ekki lokið, enda þótt nokkuð hafi dregið úr átökum þar eftir að Fron- dizi forseti endurskipulagði stjórnina. Ekkert verður um það sagt, hvernig málum þar lýkur, en ljóst er, að Frondizi er stöðugt að tapa fylgi þeirra, sem tryggðu honum meiri- hluta í síðustu forsetakosn- ingum. Úrslitavöldin í land- inu færast æ meir til þeirra afla, sem harðast börðust gegn Frondizi fyrstu árin eftir að Peron einræðisherra landsins var rekinn úr landi. stjórnarandstaðan heldur fram. Það, sem mestu máli skiptir er, að honum hefur reynzt ómögulegt að lyfta arf- inum eftir Peron og stjórnar- aðgerðir hans. Peron skildi við efnahag Argentínu í kalda koli. Til að ráða bót á vand- anum í bili greip Frondizi til margs konar hrossalækninga, m.a. verðhækkana á neyzlu- vörum, sem kemur harðast Bi Fi "rONDIZI var kjörinn for- seti á þeim forsendum, að hann væri „vinstri11 maður, en stuðningsmenn hans meira að segja telja hann fylgja „hægri“ stefnu (gæsalappirn- ar eru til að vara fólk við að Argentínumenn leggja annan skilning í hægri stefnu og vinstri en Evrópumenn). Það voru vinstri menn, sem voru tryggustu stuðningsmenn Per- ons og verkalýðurinn var tryggur þessum landflótta ein- ræðisherra, sem oft á tíðum notaði fasistiskar aðferðir í viðskiptum sínum við póli- tíska andstæðinga. niður á hinum lægst launuðu. Óeirðirnar síðustu daga stafa af nýjum ’aðgerðum á þessu sviði, og auk þess er unnið að því að víkja tif hlið- ar ýmsum peronistum, sem enn eru í þýðingarmiklum embættum í landinu. E, 5: ) TEFNUBREYTING Fron- dizi stafar hvorki af „svikum“ við fylgismenn sína eða vegna pressu frá hernum og útlend- um lánadrottnum eins og -INS OG FYRR segir var efnahagslífið í Argentínu í rústum, er Peron fór frá. Var neyzlan miklu meiri en fjár- hagur landsins stóð undir. Kjör almennings höfðu að vísu batnað mjög undir stjórn Perons, enda stóð hann með Peron. En þegar Peron var hrakinn frá völdum var svo komið, að verðbólga át jafn- harðan upp hin hækkuðu laun og kaupgetan minnkaði stöð- ugt. Iráðabirgðastjórn- IN, sem sett var á laggirnar eftir fall Perons, undir for- ustu Aramburu hershöfðingja, tókst ekki að bjarga landinu úr fjárhagslegu öngþveiti. Þegar Frondizi tók við 1957 olli samdrátturinn í efnahags- lífi Bandaríkjanna ýmsum erfiðleikum í Argentínu. Fron dizi er sjálfur hagfræðingur og stefna hans olli þegar í stað árekstrum við verkalýðshreyf inguna undir forystu peron- ista og kommúnista. Þegar kunnugt varð um áætlanir Frondizi á efnahagssviðinu svöruðu verkamenn með alls- herjarverkfalli. Það var brot- ið á bak aftur með hervaldi. AæTLUN Frondizi gengur út á, að nauðsynlegt sé að minnka neyzluna til þess að fært verði að byggja upp fram leiðslu landsins. Einkum legg- ur hann áherzlu á aukningu útflutningsframleiðslunnar og niðurskurð á innflutningi. Enda var þetta eitt af skilyrð- unum fyrir lánum frá Banda- ríkiunum. Aðgerðir Frondizi hafa kom ið hart niður. Laun hafa stað- ið í stað, en verðlag hækkað um 50 af hundraði á einu ári, og verð á sumum matvörum hefur jafnvel tv— og þrefald- azt. Það er því hætta á, að Frondizi takist ekki að halda völdum, nema í krafti hersis og logreglunnar, nema því að- eins ag honum takist að friða almenning. H a n n e s h o r n n u ★ Að kosningum lokn- um. ★ Fagur og góður kosningadagur. ★ Það, sem kom mér á óvart. ★ Blint hatur Iokar fyrir dómgreindina. svo góðu veðri á kosningadag- inn. Fólkið var prúðbúið, notaði Iítið framboðnar bifreiðir, vildi heldur ganga í góða veðrinu — og ég tók éftir því, að það var enginn hraði á því, það gekk í hægðum sínum ,rólegt og því lá ekkert á. Þegar ég fékk loksins frí til að kjósa furðaði mig á því hvað sóknin að kjörstaðn- um var hæg, áttaði mig ekki á því í fyrstu að það stafaði af því hvað kjörstaðirnir voru margir. EN ÞÁTTTAKAN sýndi það, að fólk hafði sótt kjörstaðina í stríðum straumum þó að þröng væri sjaldan eða aldrei við þá. Mér fannst að svona ættu kosn- ingar að fara fram í höfuðstaðn um, yfirleitt alls staðar, en vafa- samt er að svo hafi verið — og mun æðibunugangur hafa sést á mörgum utan Reykjavíkur. Skýtur það nokk\ð skökku við, því að samkvæmt því, sem skóla stjórinn á Eiðum hefur sagt og Þóroddur á Sandi undirstrikað, er hér og á Suðurnesjum laus- ingjalýður, sem hættulegt_er að láta hafa jafnmikinn rétt til á- hrifa á landsmál og aðra lands- menn. YFIRGNÆFANDI meirihluti þjóðarinnar hefur nú lýst yfir stuðningi sínum við breyting- una á kjördæmaskipuninni_ Nú mun alþingi koma saman, ganga að fullu frá málinu, kosningalög verða gerð, alþingi rofið — og nýjar kosn>-'ar fara fram í septemberlok eða októberlok, en í byrjun október er ekki hægt að kjósa vegna anna fólks í sveit um landsins, því að þó að kjós- endur hafi nú lýst sig fylgjandi jöfnuði á kosningarréttinum, þá telja' þeir að alveg eins sé nauð synlegt að fólk í sveitum kjósi eins og það, sem býr í þéttbýl- inu. MÉR KOM FÁTT Á ÓVART við úrslitin. Ég hélt þó ekki að Framsókn mundj vinna á í þétt- býlinu og ég hélt að hún myndi bæta miklu meiru við sig í strjálbýlinu. Það eina, sem mér kom alveg á óvart yoru úrslitin í Hafnarfirði. Það er bezt að hafa sem fæst orð um þau. Þar réði ekki heilbrigð skynsemi eða ábyrgðartilfinning, heldur glóru laust pólitískt hatur. !§g er hér ekki á neinn hátt að ásaka pilt- inn, sem kosinn var. Hann gerði ekki annað en skyldu sína að safna atkvæðum fyrir flokk sinn og vinna fyrir hann. EN AÐ TVEIR ÁÐRIR flokk- ar skuli með samningum bak við tjöldin kjósa hann til þess eins að freista þess að koma í veg fyrir að Alþýðuflokkurinn fengi nokkurn mann á þing, ségir sína sögu_ Þarna var mikill munur á mönnum. Amþr þrautreyndur starfsmaður þjóðarinnar, sem tók á sig eitt erfiðasta hlutverk, sem þjóðin hefur nokkru sinni lagt nokkrum manni á herðar og leysti það af framsýni og þreki. Hinn er óreyndur maður, óskrif að blað, sem enn hefur ekki haft tækifæri til að sýna hvað í hon- um býr. „ÞAÐ ER SKÖMM AÐ ÞVÍ, að Emil Jónsson skyldi ekki verða kosinn með yfirgnæfandi Framhald á 10. síðu. Hjartans þakkir til hinna fjölmörgu vina nær og fjær, sem vottuðu okkur samúð og ógleymanlega vinsemd við andlát og útför séra Jóhanns Kr. Briem’. Guð blessi ykkur öll, Ingibjörg Briem, Camilla og Ólöf Briem, Sigríður og Steindór Briem, Soffía og Sigurður Briem, Elín St. Briem, Jón G. Briem. 4 1. júlí 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.