Alþýðublaðið - 01.07.1959, Side 10

Alþýðublaðið - 01.07.1959, Side 10
MINNING Þérður Geirsson „Látlaust fas og falslaust hjarta, — finnst ei annað betra skraut — meg þessu réð harm skrúði skarta. Skýrt var yfirbragðið bjarta, hið ytra þar hins innra naut.“ ÞANNIG ORTI eitt af þjóð- skáldum vorum eftir látinn vin. Þórður Geirsson var einnig látlaus í fasi og falslaus í hjarta — gæddur andlegu og líkamlegu þreki — góðgjarn og geðstilltur og vildi á engu níðast, sem honum var tiltrú- að. — Ég býst við að þessir eðlis kostir hafi komið að góðu haldi í 35 ára lögregluþjóns- starfi hér í borg. —■ Mér er ekki kunnugt um, að hann hafi átt neinn óvildarmann, svo vinsæll var hann og vel þokkaður. Hann va-r glæsileg- ur maður, bæði á velli og í sjón, en þó bar af, hve svip- ur hans var Ijúfmannlegur og drengilegur. Fæddur var Þórður 4. ágúst 1877 að Bjarnastöðum í Gríms nesi, sonur hjónanna, sem þá hjuggu þar, Guðrúnar Jóns- dóttur og Geirs ívarssonar, duglegra og myndarlegra hjóna. Var Guðrún ljósmóðir í héraðinu og orðlögð fyrir raungæði og myndarskap. Þau hjón áttu 14 bÖrn, 6 þeirra dóu í æsku, en 8 komust til fullorðinsára. Lifa nú eftir 3 þeirra, Jóna, Geirþrúður og Guðmann. en látin voru á und an Þórði Margrét, ívar, Guð- rún og Katrín. Öll þessi syst- kin voru gædd mikilli starfs- orku og starfsgleði. Til 8 ára aldurs var Þórður hjá foreldrum sínum.en fórþá í fós+ur til Guðmundar Jóns- sonar bónda að Hömrum í Grímsnesi og konu hans Helgu Einarsdóttur. — Árið 1892 reistu foreldrar mínir bú að Hömrum og réðst Þórður til þeirra, þá nýlega fermdur. Um svipað leyti réðst þangað ung stúlka og mannvænleg, Björg Arnþórsdóttir. Þessi ung- menni dvöldu hjá foreldrum mínum þar til þau stofnuðu sitt eigið heimili í Reykjavík vorið 1901. Þau giftust í Brautarholtskirkju á Kjalar- nesi 30. nóv. árið 1900. Þá höfðu foreldrar mínir flutt að Hofi á Kjalamesi og var þetta þeirra sóknarkirkja. Fyrstu búsjraparárin hér í Reykjavík stundaði Þórður sjómennsku á þilskipum. Einn ig var hann hér kafari um margra ára skeið. Árið 1908 gerðist hann starfsmaður lög- reglunnar — fyrstu árin næt- urvörður, en nokkru síðar tók hann við almennum löggæzlu- störfum á götum borgarinnar og við höfnina. Á þeim árum voru launin lág, og meðan hann gegndi næturvörzlu var dagssvefn- inn ekki all'taf langur. Hann vann þá oft hálfan daginn eða meir tíl að geta séð heimili sínu farborða svo vel sem hon um líkaði. — Þau hjónin eign uðust. 6 börn, sem öll komust til fullorðinsára. Þrír synir þeirra eru látnir, bráðefnileg- ir og duglegir menn: Geir, Björgvin og Guðmundur, sem * r onn var skipstjóri á b/v Venusi. Eftir lifa Gyða, gift Hinrik Ágústssyni prentsmiðjustjóra, Sigurþór, kvæntur Elínborgu Ólafsdóttur, og Guðrún, ógift, sem alla tíð hefur búið með foreldrum sínum. Björg og Þórður áttu bæði á efri árum sínum við langvarandi van- heilsu að stríða og reyndi þá mjög á þolgæði og ástúð Guð- rúnar, sem hvergi brást, þótt sjálf væri hún ekki alltaf heilsuhraust. áíðasta æviárið lá Þórður rúmfastur í Landakotsspítala og andaðist þar 22. júní sl. — Sjúkdóm sinn bar hann með hógværð og stillingu og kvart- aði aldrei, og andlegu þreki hélt hann til dauðadags. Þau hjónin áttu indælt heimili. Húsmóðirin var stjórn söm, reglusöm, skyldurækin og mjög vel verki farin. Þórð- ur var og hinn ágætasti heim- ilisfaðir, sem vel kunni að meta störf konu sinnar og mannkosti. Svo innileg og traust var vinátta þeirra hjóna við for- eldra mína og okkur systkin, að hvergi bar þar skugga á til hinztu stundar. Ég kveð þennan tryggðavin með hjartans þökkum og bið honum allrar blessunar á landi lifenda. Guðrún Sigurðardóttir. Hvað vilja brezkir Framhald af 5. síðu. orkuvopna meðan allar aðrar þjóðir eigi gnægðir slíkra vopna. Enginn trúir því að þessi formúla ráði bót á öllum vanda, en Verkamannaflokk- urinn er þeirrar skoðunar, að Bretar eigi að taka forustuna varðandi afvopnun. Hannei (Framhald á 10. síðul meirihluta,“ segja menn. Já, það er skömm að því. En hér voru menn að verkL sem gætu unnið hvaða verk sem væri vegna pólitísks haturs. *— Og vil ég um leið enn taka fram, að hér á ég alls ekki við þann, sem fékk 27 atkvæði kommúnista og Framsóknarmanna — og þó all- miklu fleiri, sér til stuðnings. EN KOSNINGUNUM er lok- ið. Ný kosningabarátta er að hefjast_ Þessu slotar ekki fyrr en í haust. Hannes á hominu. POISKA ZEGLUGA MORSKA POLISH STEAMSHIP COMPANY Frá og með 23. júní hófust ferðir til og frá: GDYNIA SZCZECIN REYKJAVÍK Skip koma einnig við í : VENTSPILS KAUPMANNAHÖFN GAUTABORG RIGA ef nægir flutningar fást. Austurstræti 12. — Símar: 15544 og 35028 Umboðsmaður fyrir Polska Zegluga Morska. Baldursgöfu 8. Höfum til sölu flestar gerðir bíla og landbúnaðar- véla, bæði notað og nýtt. — Unnt að fá góð tæki með mjög hagstæðum kjörum. Reynið viðskiptin. Sími: 2-31-36. ís. kr. b(ll fvrir í happdræffi Alþýöuflokksins INCDLFS CAFE Opnar daglega kl. 8,30 árd. Almennar veitingar allan daginn. Ódýr og vistlegur matsölustaður. Réynið viðskiptin. INGÓLFS-CAFÉ •■^•^•■^•^•^•^•^•^•■^■•^•^•^•^•^•^•jr*. 10 1. júlí 1959 — Alþýðublaðið fc-i íar. ; >

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.