Alþýðublaðið - 14.07.1959, Blaðsíða 4
mingin, sem
tftgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gisli J. Ast-
þórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). Bulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálm-
arsson. Fréttastjóri: Björgvin GuSmundsson. Kitstjórnarsimar: 14901 og
149Ö2. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslusími: 14900. — Aðsetur: Alþýðu-
húsið. Prentsmiðja Alþýðubiaðsins. Hverfisgata 8—10.
/
Met í tilœtlunarsemi
TÍMINN túlkar þjóðarviljann í kosningunum
28. júní þannig, að leiðtogar Alþýðuflokksins, Al-
þýðubandalagsins og Sjálfstæðisflokksins eigi að
hætta við kjördæmabreytinguna. Skýring blaðs-
ins er sú, að kosið hafi verið um fleiri mál en kjör-
dæmabreýtjingunaj og þess vegna ssé ekki full-
komlega mark takandi á úrslitum kosninganna!
Þetta er mikill barnaskapur. Framsóknarflokk-
urinn hélt því fram 1 kosningabaráttunni, að það
væri nánast stjórnarskrárbrot að minnast á ann-
að en kjördæmabreytinguna og að hún hlyti að
ráða úrslitum um atkvæði' sérhvers kjósanda.
Þannig reyndi Frgmsóknarflokkurinn aÍ5 verða
sér úti um atkvæði gegn kjördæmabreytingunni
og bað fólk að kjósa með Framsóknarflokknum
í þet'ta eina sinn. Eftir kosningarnar snýr hann
svo við blaðinu og segir, að þetta fái ekki staðizt
af því að margir kjósendur hafi vanrækt að láta
kjördæmabreytinguna eina ráða afstöðu sinni.
Hér er því um stórfurðulegan hringsnúning að
ræða.
Þjóðaiviljinn í kjördæmamálinu kom
glöggt í ljós Við kosningarnar 28. júní. Fylgj-
endur kjördæmabreytingarinnar reyndust 72,8%
kjósenda, og þeir völdu 33 þingmenn. Andstæð-
ingar kjördæmabreytingarinnar voru hins veg-
ar 27,2%, og þeir kusu 19 þingmenn. íslend-
ingar hafa þannig tekið ótvíræða afstöðu í kjör-
dæmamálinu. En þá leggur Tíminn til, að 27,2%
landsmanna ráði fyrir 72,8% þeirra. Slíkt mun
geta kallazt met í tilætlunarsemi.
Framsóknarflokkurinn vildi fyrir kosning-
arnar ráða því, hver væru málefni hinna flokk-
anna. Hann taldi fráleitt, að neitt annað en kjör-
dæmamálið kænii við sögu þeirra. Nú vill hann
svo, eftir kosningarnar, ráða því, að 33 þingmenn
með 72,8% þjóðarinnar að baki sér eigi að lúta
1 auðmjúkri lotningu 19 þingmönnum Framsókn-
arflokksins, sem fengið hafa átkvæði 27,2% lands-
manna. Slíkt er auðvitað að hafa þau endaskipti á
þj óðarviljanum, að minnihluti Framsóknarflokks-
ins verði löggiltur meirihluti í kjördæmamálinu.
Tíminn verður víst að biðja Alþýðuflokkinn,
Alþýðubandalagið og Sjálfstæðisflokkinn að gera
Framsóknarflokkrium einhvern anrian og minni
greiða en þetta. Um þjóðarviljann þarf ekki að
ræða. Hann vita allir.
Skemmfiferðir
fil Grænlands
Ákveðið hefur verið að efna til tveggja flug-
ferða til Grænlands fyrir almenning sunnu-
dagana 19. júlí og 2. ágúst. Flogið verður til
flugvallarins í Ikateq og höfð þar 7 til 8 tíma
viðstaða.
Nánari upplýsingar verða gefnar í skrifsíofu
SÚ EINING, sem de Gaulle
skapaði meðal Frakka í fyrra-
vor virðist úr sögunni. Stjórn
in hefur unnið fyrstu orust-
una við launasamtökin, en
sá sigur getur orðið henni dýr
áður en yfir lýkur. Það, sem
alvarlegast er fyrir stjórnina,
er sú staðreynd, að allir eru
farnir að kvarta. Uppgjafa-
hermenn eru óánægðir með
að laun þeirra hafa verið felld
niður, kaþólskir krefjast þess
að ríkið styrki skóla þeirra,
hinir trúlausu vilja meina að
stjórnin hyggist ausa fé í ka-
þólska, vínyrkjubændur
kvarta yfir baráttu ríkis-
stjómarinnar gegn drykkju-
skap, bændur eru æfir yfir
lágu verðlagi á landbúnaðar-
vörum og neytendur æfir
vegna hins háa verðs á land-
búnaðarvörum. Og herinn
sakar blaðamenn um að draga
allan mátt úr þjóðinni með
því að efast um vísan sigur
Frakka í Alsír og blaðamenn
kvarta yfir afnámi prentfrels-
isins.
Allar þessar kvartanir bein-
ast fyrst og síðast gegn
franska þinginu. En stjórnar-
skráin takmarkar mjög vald
þingsins og auk þess vita all-
ir, að ef stjórnin fer frá, efnir
de Gaulle til nýrra kosninga.
Hið eina, sem hægt er að gera,
er að plaga forsætisráðherr-
ann og ráðgjafa hans með stöð
ugum fyrirspurnum og bæn-
arskrám, og baktjaldamakki.
Jafnvel innan hins fjölmenna
hóps í þinginu, sem styður
Debré, forsætisráðherra, ríkir
óeining. Ástandið er að verða
svipað og á tímum fjórða lýð-
veldisins, og sumir svartsýn-
ismenn eru enn farnir að tala
um að lýðræðið sé í hættu í
Frakklandi. En þær fullyrð-
ingar eiga við veigalítil rök
að styðjast enn sem komið er.
Hinir 200 þingmenn UNR
flokksins, sem kennir sig við
de Gaulle eru sjálfum sér
sundurþykkir innbyrðis. Raun
ar var þeim það eitt sameig-
inlegt í upphafi „að vera með
DE GAULLE
de Gaulle“. Sú kennisetning
hefur mjög tapað gildi. UNR
er samsett af tveimur hópum,
sem í eðli sínu eru óskyldir.
Önnur fylking er undir for-
ustu Soustelle og er fulltrúi
hægri aflanna í flokknum, en
þar eru fremstir í flokki hinir
svonefndu aktivistar í Alsír,
en þeir krefjast skilyrðislausr-
ar sameiningar Alsír og Frakk
lands. Þeir áttu ríkastan þátt
í þeim atburðum, sem leiddu
til valdatöku de Gaulle í fyrra
vor. Uppreisnin 13. maí í Al-
geirsborg var ekki aðeins
gerð til þess að hindra að Al-
sír losnaði úr tengslum við
Frakkland heldur engu síður
til að koma á nýju, einræðis-
kenndu stjórnarfari í Frakk-
landi. Þeir studdu de Gaulle
aðeins að nafninu til og í þess
um tilgangi.
Eins og stendur eru þeir
gramir de Gaulle fyrir að
reka ekki þá pólitík, sem þeir
æskja eftir og gruna hann um
að hafa í huga að semja við
uppreisnarmenn í Alsír. Akt-
ivistarnir eiga sterkustu stuðn
ingsmenn sína meðal hinna
yngri herforingja, sem flestir
hverjir hafa lítið álit á hinum
eldri starfsbræðrum sínum.
Hægri menn innan UNR styðj
ast einkum við þessa menn.
Formaður UNR, Chalan-
don, er foringi hinnar fylk-
ingarinnar í UNR. Fylgis-
menn hans eru hlynntir frjáls
lyndri pólitík í Alsír og vilja
byggja samband landanna á
frjálsum vilja íbúanna og ab-
hliða uppbyggingu í Alsír.
Þeir álíta að hernaðarsigur sé
óhugsanlegur í Alsír og telja
að fyrr eða síðar verði að
semja við uppreisnarmenn.
Þessir menn njóta opinbers
stuðnings de Gaulle.
Dagana 18. og 19. júlí n. k.
verður haldinn landsfundur
UNR og þá verður sennilega
úr því skorið hvor fylkingin
er sterkari og hvort ofan á
verður öfgastefna Soustelle
eða frjálslyndi Chalandon.
Engu verður um það spáð
hvor fylkingin verður sterk-
ari. De Gaulle hefur látið svo
um mælt, að verði UNR
hreinn öfgaflokkur muni hann
rjúfa þing og efna til nýrra
kosninga. Þá verði svo komið
að stjórnin njóti ekki þess
meirihluta, sem nauðsynlegur
er, því verði þjóðin að segja
álit sitt.
Þessi ummæli de Gaulle eru
(Frambald á 10. siðu),
Hannes
á horninu
★ Gert að pólitísku á-|
áróðursefni.
:k Man nú enginn Jóns-
messumót kommún-
ista?
★ Bannið á hermönnum
er ekki nóg.
★ Hvað um íslenzkra
skrílinn?
ALLT ER REYNT að gera að
pólitísku árásarefni. Kommún-
istar gera tilraun til að kenna
andstæðingum sínum . um á-
standiði á Þingvöllum. í sam-
bandi við það er rétt að benda
á það, að um skeið höfðu komm
únistar Jónsmessumót á Þing-
völlum. Svo slæmt var ástandið
í sambandi við þetta mót þeirra,
að það varð að banna þeim að
halda það — og þar með öllum
öðrum. Hefði þó verið skemmti
legt ef hijj ýmsu samtök lands-
manna, hvaða skoðun sem þau
höfðu í stjórnmálum, gætu feng
ið að hafp mót á Þingvöllum.
ÉG ER EKKI ,að halda þvi
fram, að þeir sem stjórnuðu
þessum Jónsmessumótum kom-
múnista, hafi stuðlað beint að
ólifnaði, drykkjuskap. slags-
málum og skemmdarverkum,
sem áttu sér stað, en því er
ekki hægt að neita. að þeir risu
ekki undir ábyrgðinni, sem á
þeim hvíldi. Mótin höfðu svo
slæmar afleiðingar í för með
sér, að það varð að neita þeim
um að halda þau.
ÞÁ ER REYNT að koma
höggi á varnarliðið vegna
þeirra atburða, sem orðið hafa
á Þingvöllum. Vitanlega eiga
hermenn og fylgiþernur þeirra
sína sök á ósómanum, en bað
verður að benda á það, að ekki
voru það hermenn. sem stýrðu
svínaríinu á Þingvöllum þegar
kommúnistar höfðu þar Jóns-
messumót. og enn eru íslenzkir
siðleysingjar f jölmennastir í
hópi þeirra, sem hneykslum
valda. Þetta sést líka á bréfi
séra Jóhanns til mín og það er
fásinna að loka augunum fyrir
því.
EN TILGANGUR kommúnista
og aftaníossa þeirra er auðsær.
Enn er það pólitíkin og ekkert
annað. í þessu máli þurfa allir
íslendingar að sameinast svo að
það skapist strangt almennings-
álit, en það er ekki tilgangur
kommúnista. Þeir gera málið að
árásarefni og hafa uppi, falsað-
an málatilbúning. Það eru þeirra
ær og kýr. Menn sjá í gegnum
þetta. En það má ekki verða til
þess að slakað sé til.
UTANRÍKISRÁÐHERRA hef
ur nú tilkynnt, að hermönnum
verði bannað um sinn að koma
til Þingvalla. Þetta er óhjá-
kvæmileg nauðsyn fyrst ekki er
allt með felldu um heimsóknir
þeirra á helgasta stað þjóðarinn
ar. En það er ekki nóg að banna
hermönnum dvöl þar. Framferði
íslendinga batnar ekki við það.
Og það er engin afsökun fyrir
þá, sem íslenzkir eru og svívirða
Þingvelli með framferði sínu, þó
að hermenn hafi þar uppi ólifn-
að.
LÖGREGLAN hefur nú feng-
ið fyrirskipun um strangara eft-
irlit á Þingvöllum en þar hefur
verið. Þetta eftirlit á ekki að-
eins að miðast dvöl her-
manna þar, heldur -og íslend-
inga. Þeir, sem haga sér á Þing-
völlum eins og skepnur eiga að
flytjast þaðan á brótt og sæta
sektum. Það er hið eina rétta.
ENGINN STAÐUR er eins fag
ur og Þingvellir. Jörðin er mett-
uð sögu og minningum, sem
snerta strengi í hvers manns
brjósti, sem á annað borð hafa
hjarta, sem slær í takt við þjóð-
ina í heild. Við eigum að geta
komið til Þingvalla og dvalið
þar í kyrrð og friði. Þess æskir
fólk. Og það er alveg óþolandi
að gott fólk verði að forðast stað
inn vegna framferðis innlends
og erlends skríls.
Hannes á horninu.
4 14. júlí 1959 — Alþýðublaðið