Alþýðublaðið - 18.07.1959, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 18.07.1959, Qupperneq 9
( iÞréttir Q Islandsmótið. Ármannsmótið: Krisfleifur seffi mef í 2000 m. Keflvlkingar ruðu Val með 3:2 '5^' ÍBK átti síðari hálfleik. Segja má að fyrri hálfleik- urinn hafi verið alljafn, þótt IBK ætti snarpari sóknarlotur. En báðir áttu marktækifæri, sem nýtast hefðu átt til að skora úr fleiri en eitt mark í viðbót við þau tvö sem hvor um sig gerði. I síðari hálf- leiknum voru hins vegar ÍBK- liðar miklum mun harðsnúnari. Hallaði þá óspart á Val með köflum, svo telja verður það heppni, að þeir sluppu með að- eins eitt mark. Þegar í byrjun skapaði Páll útherji sér gott færi, eftir að hafa leikið mjög laglega á þrjá varnarleikmenn Vals, og stóð svo fyrir miðju marki í stuttu skotfæri, en skaut yfir. Þá átti Högni ekki síður „opið færi“ nokkru síð- ar, eftir að há sending að marki hafði hrokkið yfir Gunnlaug, og Högni, sem fylgdi fast á eftir, komst inn fyrir hann, og skaut á mannlaust markið, en beint í aðra stöng- ina og hrökk knöttufinn út og Gunnlaugur náði honum þá. Það var ekki fyrr en á 35. mínútu, sem ÍBK skoraði sig- urmarkið, sem tryggði því bæði stigin. Það var Haukur Ja- kobsson. sem það gerði. Fálm- andi varnaraðgerðir tveggja mótherja dugðu lítt, en hann renndi knettinum í markið á milli þeirra. í þessum hálfleik tókst Valsmönnum ekki að skapa neina verulega hættu uppi við mark mótherjanna, þó þeir kæmust í færi við það. Skot áttu þeir að vísu, en allt- of lin. Flestar sóknaraðgerðir þeirra gufuðu upp í pati og ringulreið, áður en til skots kæmi, sem einhver veigur var í. ■Jc Keflvíkingar sýndu góðan leik. Lið ÍBK átti nú sinn bezta leik síðan bað lék við Akurnes- inga á heimavelli í vor. Er stutt var liðið á leikinn varð það fyrir því óhappi að' missa annan bakvörðinn út af, Hörð Guðmundsson, en hann snérist um hnéið. Varamaðurinn, Garð ar, sem inn kom, jafnaðist ekki á við hann. Hafsteinn mið- herji lék nú miklu betur en gegn Þrótti á dögunum, og gætti hann þess vel að láta spyrnur sínar nýtast sem bezt, en spyrna ekki eitthvað út í bláinn, eins og hann gerði þá. Hann var traustasti maður ÍBK í leiknum. Páll Jónsson hefur ekki átt betri leik en þennan. Hann var bæði fljót- ur og áræðinn og gætti vel stöðu sinnar og var Valsvörn- inni hinn erfiðasti. Högni mið- herji hefur þann góða kost, þó á skorti knattmeðferðina, að fylgja fast eftir sókninni hverju sinni, og skapa með því mikla hættu fyrir framan markið, auk þess sem hann á til góð skot, þó illa skeikaði fyrir opnu markinu mannlausu, eins og fyrr segir. Yfirleitt má segja, að lið ÍBK hafi ekki dregið af sér, hver leikmaður gerði eins og hann gat, og barizt af dugn- aði. Knattspyrnan krefst líka baráttu og ósérhlífni, ef ein- hver árangur á að nást. Án snerpu og vilja verður leikur- inn máttlaust, nauðaómerkilegt og tilgangslaust fálm. í liði Vals voru tveir leik- menn sem sýndu tilþrif, það voru þeir Gunnar Gunnarsson og Björgvin Daníelsson, þeir sýndu báðir oft vasklega fram- göngu svo að ef samherjar þeirra aðrir, hver á sínu sviði. hefð,u haft skap þeirra og bar- áttuhug hefðu leikslokin senni lega orðið önnur. Halldór Sig- urðsson dæmdi leikinn, og hefði að ósekju mátt sýna meira húsbóndavald. EB. A.-Þjóðverjar sigruðu Noreg (a), KEFLVÍKINGAR (IBK) sigr- aði Val í Islandsmótinu s. 1. fimmtudagskvöld á grasvellin- jim í Ytri-Njarðvík. Skoraði ÍBK 3 mörlc gegn 2. Eftir fyrri hálfleikinn var staðan jöfn 2:2, en seint í síðari hálf- leiknum skoraði ÍBK sigur- markið. Völlurinn var háll eftir rign- ingu, en uppstytta var meðan leikurinn fór fram. Hafði völl- nrinn verið nýsleginn, en ein- kennileg tilhögun var það, að láta Ijána liggja á víð og dreif um hann, í stað þess að raka hana saman og fjarlægja. Ekki drógu þessar hráblautu hey- -dreifar úr hálkunni, sem vissu- lega var ærin. Enda duttu leik- menn óspart, og kvað meira að því í liði Valsmanna, sem af því má draga þá ályktun, að þeir hafi ekki verið of vel bún- ir til fótanna, hvað takka á skónum snertir. Áhorfendur voru allmargir og þeirra á með al ýmsir aðkomandi, en auðvit- að flestir úr heimahögum og létu þeir óspart gleði sína í ljós, yfir sigrinum að leikslok- um, svo sem vonlegt var. Staða ÍBK-liðsins í íslandsmót- inu, serri ekki var goð fyrir, aðeins 1 stig, vænkaðist all- verulega við þennan sigur. Það vann líka af kappi og dugnaði allan leiktímann og átti oft góð tilþrif. ★ Stutt yfirlit. Það voru þeir Högni mið- herji og Páll útherji í liði ÍBK, sem áttu fyrstu marktækifær- in í leiknum, annar á 4. og hinn á 5. mínútu, en skutu báðir yfir. Eftir þessar sóknarlotur tóku Valsmenn við og næstu tíu mínútur sóttu þeir veru- lega á. og áttu góð tækifæri. Var þessi kafli leiksins sá bezti af Vals hálfu. Matti átti fast skot rétt utan við stöng, og Björgvin skot á mark, sem Heimir varði vel. Loks átti Gunnar gott skot, sem hann skoraði úr, eftir sendingu frá Björgvin. Var hvort tveggja, sending og skotið, ágætt. Er hér var komið leiknum voru 16 mínútur liðnar. Aðeins tveim mínútum síð- ar jafnaði Högni fyrir ÍBK, eftir hraða sókn og skoraði með góðu skoti. Gunnlaugur hefði átt, með úthlaupi á réttu augna bliki, að takast að verjast þessu marki. Á 22. mínútu á Kristján útherji Vals góða sendingu fyr- ir markið, Gunnar er frír í opnu færi en skeikar skotfim- in á hálum knettinum, sem snérist út fyrir endamörk af fæti hans. Aftur er Valur í sókn. Gunnar sendir háan bolta inn að markinu, Haf- steinn „kiksar“ og Matti skýt- ur, en yfir. Þá á Högni skömmu síðar fast skot í stöng. Og aft- ur eru ÍBK-liðar í sókn, en hún leysist upp á vítateig. Er 38 mínútur eru af leik, skorar Gunnar aftur fyrir Val, með hörkuskoti eftir að knötturinn hafði hrokkið af tá eins mót- herjans og til hans, nýtti Gunn ar þetta tækifæri mjög vel, en sú sigurdýrð stóð ekki lengi, því aðeins 2 mínútum síðar jafnar Páll Jónsson útherji, fyrir ÍBK, með ágætu og snöggu skoti. en Noregur (b) i'Ba 2 - I DÁSAMLEGU sumarveðri, á ágætum brautum að viðstödd um 11 þúsund áhorfendum hófst landskeppni Norðmanna gegn Austur-Þýzkalandi og Danmörku á Bislet í fyrra- kvöld. A-liðið keppi gegn Þjóð- verjum, en B-liðið gegn Dön- um. Að fyrri degi loknum var staðan sú, að A-Þjóðverjar höfðu 22 stig yfir, 64:42, en Norðmenn 24 yfir Dani. Keppni Norðmanna og A- Þjóðverja vakti að vonum meiri athygli, enda margir fræknir kappar í báðum liðum. Sett voru tvö ný þýzk met, Manfred Ninze í þrístökki, náði 15,52 m og Friedric Janke í 5000 m hlaupi, hljóp á 13:46,8 mín., sem er bezti heimstíipirin í ár. Norðmennirriir veittu Þjóðverj um mjög harða keppni í mörg- um greinum og í þeirri fyrstu, 11 m grind, kom norskur sigur, Tor Olsen, 14,5 sek., Þjóðverj- inn Huebner varð annar á sama tíma. Carl Fr. Bunæs, N, sigraði glæsilega í 100 m hlaupinu á Dani í frjálsum 10,4 sek. Seidler, Þ, varð annar á 10,5, en Björn Nilsen þriðji á 10,6.1 hástökkýsigraði Gunther Lein, 2,04 m, en Thorkildsen varð annar með 1,98 m. Þjóð- verjar unnu tvöfaldan sigur í hindrunarhlaupi, en Norð- menn sigruðu í 4X100 m boð- hlaupi. í keppni Dana Og Norð- manna sigruðu þeir fyrrnefndu aðeins í þrem greinum, Mad- sen í 100 m 4.10,8, Benny Sten- der 1 800 m, 1:52,1 og Ilaus Gad í spjóti með 65,74 m. í GÆRKVÖLDI lauk keppn- inni á Bislet og mörg frábær afrek voru unnin. í 1500 m. hlaupi sigraði Valentin, A-Þ., á 3:39,3 mín., sem er þýzkt met og bezti heimstíminn í ár. Ann ar varð Sigried Hermann á 3: 41,2 mín. Sleggjukastkeppnin fór þann .ig að Niebisch, A-Þ., sigraði á nýju þýzku meti 62,77 m., Krogh varð annar 61,41. Bu- næs sigraði í 200 m. á 21,3, Framhald á 2. síðu. SIÐARI hluti afmælismóts Ármianns, sem fram fór á Mela- vellinum í fyrrakvöld, -gekk betur en sá fyrri. Það var alltaf einhver grein í gangi og tilkynn ingar um tíma, kast- og stökk- lengdir komu sæmilega fljótt, en betur má ef duga skal. ÁGÆTT MET. KRISTLEIFS Auglýst var á fyrra degi móts ins, að Kristleifur Guðbjörns- son, ein okkar stærsta stjarna nú, ætlaði að reyna að setja met í 2000 m hlaupi seinni daginn og þó að veður væri alls ekki KRISTLEIFUR — á nú met á 4 vegalendum gott, tókst það. Um keppni var auðvitað ekki að ræða, en gam- an hefði verið að sjá hann og Svavar, fyrrverandi methafa, þreyta kapp á þessari vega- lengd. Tími Kristleifs var 5:27,0, en hið gamla met Svav- ars var 5:29,2 mín. Hlaup Kristleifs var jafnt og gott og endaspretturinn fram- úrskarandi. Eins og áður hefur verið getið um hér á síðunni vantar þennan unga hlaupara ckkar ekkert nema keppni og gott veður til að ná tímum á heimsmælikvarða, en það tæki- færi gefst í næsta mánuði. YFIRBURÐIR GESTANNA Finnsku íþróttamennirnir sýndu gífurlega yfirburði í sínum greinum, 200 m og sleggjukasti. Borje Strand, varð langfyrstur og hljóp á 22,0 sek., en okkar beztu rnenn voru ekki með af ýms- um ástæðum. Sleggjukastar- inn Rorppu sýndi ágæta tækni og öryggi og snúningur og út- kast eins og hjá meistara. Ekki kæmi á óvart, þó að hann næði 60 m markinu á þessu sumri, en finnska met- ið á Hoffren, 60,77 m. Þórður náði góðum árangri á okkar mælikvarða og sama má segja um Einar Ingimundarson. AÐRAR GREINAR Stangarstökkið var allgott. Valbjörn fór yfir 4,20 m og var nálægt því að vippa sér yfir 4,35 m í fyrstu tilraun, ,en það var ekki gott að stökkva að þessu sinni. Keppni var Sýndu þessir ungu piltar ágæt skemmtileg í 100 m hlaupi drengja og þátttaka allgóð. tilþrif. Ingvar Þorvaldsson er stöð- ugt að bæta sig í þrístökkinu og náði nú sínum bezta árangri í greininni. Hann stekkur allvel, en síðasta stökkið ep nokkuð slappt. Okkrr gamli gíóði Huseby sigrar nú með yfirburðum x kúlu eins o^ áður, en hann er ekki góður í fæti og því ekki að búast víð betri árangri, Björgvin hefur aldrei varpað kúlu svona langt og á fyrri deginum kastaði hann kringl- unni yfir 40 m. Keppnin í grindahlaupinu var spenn- andi, en sigri Ingimars var aldrei ógnað. NÆSTA MÓT Næsta frjálsíþtróttamót verð- ur 21. og 22. júlí, þá verður háð tugþraut Reykjavíkurmótsins, ásamt 10 km Og 3000 m hindr- unarhlaupi. Sömu daga fer fram' Drengjameistaramót ís- lands. Bæði mótin verða háð á Laugardalsvellinum. \ HELZTU ÚRSLIT: * 400 m. grindahlaup: Ingimar Jónsson, KA, 59,7 Hjörtur Bergsteinsson, Á, 60,2 Kúluvarp: Gunnar Huseby, KR, 14,72 Hallgrímur Jónsson, Á, 14,15 Ágúst Ásgrímsson, HSH, 14,12 Björgvin Hóim, ÍR, 13,54 200 m. hlaup: Borje Strand, Finnl., 22,0 Þorkell St. Ellertsson, Á, 23,8 Unnar Jónsson, HSK, 23,9 Konráð Ólafsson, KR, 24,6 200 m. hlaup: Kristl. Guðbjörnnss. KR, 5:27,0 (Met). Reynir Þorsteinsson, KR, 6:07,6 Steinar Erlendsson, FH, 6:44,8 100 m. hlaup drengja: Lárus Lárusson, ÍR, 12,1 Birgir Jónssom ^KR, 12,2 Kristján Eyjólfsson, ÍR, 12,2 Ingólfur Árnason, Á, 12,7 Stangarstökk: Valbjörn Þorláksson, ÍR, 4,20 Heiðar Georgsson, ÍR, 3,80 Valgarð Sigurðsson, ÍR, 3,80 Sleggjukast: Kalevi Horppu, Finnl., 57,39 Þórður B. Sigurðsson KR, 50,08 Framhald á 2. síðu. Valið í för til Færeyja ÁKVEÐIÐ er að þessir aðil- ar taki þátt í Færeyjaferðinni á vegum Knattspyrnusarnbands íslands 25. júlí til 5. ágúst n. k. Ragnar Lárusson, varaform. KSÍ, fararstjóri. Páll Ó. Páls- son, varamaður í stjórn KSÍ. Alfiæð Alfreðsson, foi'm. í- þróttabandalags ísfirðinga cg Karl Guðmundsson, þjálfari KSÍ. LEIKMENN. Gunnlaugur Hjálmarsson, Val, Þórður Ásgeirsson, Þrótti, Ein- ar Sigurðsson, Í.B.H., Helgi Hannesson, Í.A., Hörður Guð- mundsson, Í.B.K., Magnús Snæ björnsson, Val, Guðmundur Guðmundsson, Í.B.K., Ragnar Jóhannsson, Fram, Ingvar Elí- asson, Í.A., Guðmundur Ósk- arsson, Fram, Högni Gunn- laugsson, Í.B.K., Björn Helga- son, Í.B.Í., Baldur Scheving, Fram, Grétar Sigurðsson, Fram, Gísli Sigurðsson, Í.A., Guðmundur Sigurðsson, Í.A. (Frá K.S.Í.). Alþýðublaðið — 18. júlí 1959 §

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.