Alþýðublaðið - 23.07.1959, Blaðsíða 2
VEÐRIÐ: S og SV gola. -
Skúrir, en bjart á milli.
BENZÍNAFGREIÐSLUR í
Reykjavík eru opnar í júlí-
mánuði sem hér segir; virka
daga kl. 7.30—23. Sunnu-
daga kl. 9.30—11.30 og ^3
•—23.
☆
3LISTASAFN Einars Jónssön
ar, að Hnitbjörgum, er opið
daglega kl. 1.30—3.30.
☆
I3ÆJARBÓKASAFN; Lokað
vegna sumarleyfa il þriðju-
dagsins 4. ágúst.
'A'
KÓPAVOGSKIRKJA: Sjálf-
boðáliðar, sem vildu vinna
við Kópavogskirkju, eru
beðnir að gjöra svo vel að
gefa sig fram við verkstjór-
ann á staðnum næstu daga.
Byggingarnefndin.
UTVARPIÐ í DAG: — 20.30
Erindi með tónleikum: —
Sumar í Björgvin. — 20.55
Tónleikar: Atriði úr óper-
unni „Hollendingurinn
fljúgandi — eftir Wagner.
.21.30 Útvarpssagan: ,,Far-
andsalinn“ 14. 22.10 Kvöld-
Bagan: ,,Tólfkóngavit“ II.
22.30 Sinfónískir tónleikar.
(plötur). 23.20 Dagskrár-
iok.
☆
DAGSKRÁ alþingis: •— Nd.
stjórnarskrárbreyting, frv.
BIUINN
Miniiingarorð:
Sími 18-8-33
Hef kaupendur að:
Volvo Station ’55.
Staðgreiðsla.
Volkswagen ’59.
Staðgreiðsla.
Tii sölu:
Fiat 1400 ’57
lítið keyrður.
Taunus ’58
tveggja dyra, lítur mjög
vel út.
Chevrolet Bel-Air
í fyrsta flokks standi.
Fontiac ’55.
Góðir greiðsluskilpiálai'.
Dodge ’55, rnlinni gerð.
Skipti á eldri gerð koma
til grtjina.
Varðarhúsinu
Sími 18-8-33.
Oska eflir
að kaupa ógangfæran 4ra
l manna bíl eða lítinn sendi-
iferðabíl. Tilboð með upp-
lýsingum sendist til afgr.
iblaðsins, merkt „Bíll.“
GÍSLI Ragnar Guðmunds-
son, bókbindari, lézt hér í
bænum þann 14. júlí s. 1. og
var útför hahs gerð frá Dóm
kirkjunni 20. júlí að við-
stöddu fjölmenni.
Gísli R. Guðmundsson var
fæddur í Gíslaholti hér í
vesturbænum þann 20. fe-
brúar 1897 og voru foreldr-
ar hans Stefanía Gísladóttir
og Guðmundur Bergþórsson.
Þegar Gísli var 7 ára gam
all missti hann móður sína,
fen amma hans í móðurætt,
Rannveg Jónsdóttir. gekk
honum í móðurstað. Hefur
þessi ástvinamissir verið
miW 1 reynsla fyrir hinn
smáa, sviiphreina pilt, sem
svo grátt hafði verið ltvkinn
af lífsörlögunum þá er hann
var 2ja ára, að segja má að
honum haf verið meinuð eðli
leg þáttaka í lífinu. — En
hann áttr stillingu og stefnu
festu, sem entist honum allt
lífið.
Er Gísli var 18 ára aðaldri,
hóf hann nám í bókbandi og
lauk því á tiisWddum tíma.
Áður mun hann hafa reynt
við skásmíðar, að því er hann
sjálfur sagði mér. en líkams-
kraftarnir reyndust ekki
nægjanlegir Á1 þeirra starfa.
Bókbandsiðn stundaði
hann til ársins 1926, len réðst
þá til Kaff brennslu O. John
son & Kaaber. Starfaði hann
þar til ársins 1942 eða 1943,
er hann hóf aftur vinnu \dð
íbókband í Félagsbókbandinu
og var við það til dauðadags.
Þegar ég man fyrst eftir
þessum vini mínum, þá bjó
hann hjá ömmu sinni; í fjöl-
skyldu móðursystur sinnar,
Þorbjargar Gísladóttur og Er
lends Guðmundssonar, sjó-
manns, sem látinn er fyrir
allmörgum árum.
Það var ekki hátt til lofts
iné vítt 111 vegg.ja í venjuieg-
um skilningi, á því heimili,
frekar en öðrum alþýðuheim
ilum þeirra tíma, en þar
ríkti ástríki og samheldni og
frábær snytimennska. Þa.rna
naut Gís3|; þeirrar umhyggju
sem til fyrirmyndar er.
Þetta-kunni Gísli að meta
og þakka og leit hann alla tíð
á þetta heirWili sem sitt, og
var þar meira og minna, þótt
hann síðar byggji annarsstað
ar-,
Ég sendi þessari fjölskyldu
og öllum systkinum og ást-
vinum Gísla, mínar beztu
samúðarkveðjur, og þá sér-
staklega frú Þorbjörgu Gísla
dóttur, sem nú er háöldruð,
um leið og ég samgleðst þeim
yfir því, að helstríð Gísla
varð ekki lengra en raun er
á.
Gísli R. Guðmundsson var
maður vandaður og stilltur
svo af bar. Aldrei var ég vár
við neina beiskju hjá honum
út í lífið, en hlédrægni háðl
honum aftur á móti svo ■
mjög, að segja má að hann
hafi helzt viljað vera þar
sem minnst á bærl. Hann
fór oft einförum um bæinn
og lá þá leið hans löngum um
höfnina og með sjó fram.
Var hann á slíkri gönguför,
þegar fundum okkar bar síð
ast saman. Ekkj datt mér þá
í hug, að ég ætti lefcki eftir að
sjá hann aftur þótt það
leyndi sér ekki að hann var
fahhn áð heilsu.
Hugur .Gísla beindist
mjög að sjónum, og fylgdist
hann vel með öllu því sem
að sjómennsku lýtur. Hefur
þar að sjálfsögðu gætt áhrifa
frá uppeldi hans í vesturbæn
um og frá hefmili Erlends
Guðmundssonar, Sem var sjó
maður ásamt tveim sonum
sonum sínum.
Gísli fylgdist vel með í
þjóðfélagsmálum og unni
heilbhgðu félagsstarfa. Hann
hneigðist að hugsjónum lýð
ræðisjafnaðarstefnunnar og
Gísli R. Guðmundsson.
fylgd| Alþýðuflokknum að
imálum alla tíð.
Hygg ég áð fátt lýsi betur
þessum þætti í'lífi Gísla R.
Guðmundssonar, en atvik
eitt ifer kom fyh r í félagsskap
bókbindara, en formaður
Bókbindarafélagsins, Guð-
gefr Jónsson, segir frá því í
minningargrein um Gísla.
Stjórn félagsins hugkvæmd-
ist að leggja rfiður félagið óg
lagði fram tillögu þár um.
Skyldu þeir sem samþykktu
skrifa „já“ rflð nafn sitt, hin
ir ,,nei“.
Það var aðeins einn félags
maður sem skhfaði ,,nei“,
Gísli R. Guðmundsson þá 25
ára.
Hann var ekki hár í loft
inu þá frekar en síðar á lífs
leiðinrli; en hann var það
sem meira er um vert, —
heill og sannur.
Þegar ég nú minrfist þessa
vinar míns, þá kom í hug-
ann margar ljúfar minning-
umar um liðnar stundir. Ég
kynntist honum þegar ég var
lítill drengur og þá tókst
strax nieð okkur vinátta,
þrátt fyrir töluverðan aldurs
mVsmun, sem ætíð hélzt, þótt
samvieruÉstundum fækfcaði
hin síðari ár.
Efir á að hyggja. held ég
þó, að mest og bezt háfi ég
fcynnst Gísla R. Guðmunds-
syrv í faðmi íslenzkra fjalla,
vatna og skóga, en þar dvöld
um við tíðum saman, m. a.
í sumarleyfum í 8 ár sam-
fleytt. Á slíkum stöðum naitt
þessi prúði og vandaði mað
ur sín vel. —•
Ég kveð þennan vin minn
með trega. Að eiga slikan
mann fyrir félaga og vin, er
mifcils virði hverjum einum.
Þrau(tseigja, góðrfild og
staðffesta var hans aðals-
imerki.
Matthías Guðmundsson.
Sæfari 550 —
Guðbjörg GK 650 —
Hafnfirðingur 600 tn.
Hringur 700 mál
Askur 800 ■—
Hilmir 600 —
Júlíus Björnsson 670 —
Örn Arnarson 400 —
Böðvar 600 tn.
Baldur 400 —
Jón Kjartansson 700 mál
Jón Finnsson 800 —
Muninn II. 500 —
Hannes Hafstein 550 —
Pétur Jónsson 500 —
Garðar 500 —
-Sigrún 850 —
Muninn 700 —
Húní 1000 tn.
Kambaröst 700 mái
Sæfaxi NK 800 —
Hafrenningur 800 —
Sjöfn VE 500 —
Keilir AK 750 —
Tálknfirðingur 650 —
Von KE 800 —
Reynir VE 1000 —
Sjöstjarnan VE 500 —
Svanur KE 600 —
Nortni 450 —
Heimir 700 —
Sig. Bjarnason 1300 —
Friðbert Guðmundss. 550 —
Bergur VE 650 —•
Hrafn Sveinbjarnars. 500 ■—
Svanur RE 400 —
Gissur hvíti 700 —
Jökull 800 tn.
Skipaskagi 800 mál
Baldvin Þorvaldsson 550 —
Stella 450 —
Hugrún VE 300 —
Þráinn 450 —
Mímir 350 —
Áskell 400 —
Frigg 350 —
Sindri 650 —
Svala 200 tn.
Reykjanes 350 —
Stefnir 250 —
Steinunn gamla 500 mál
Helguvík 500 —
Bergur NK 600 —
Ásgeir 600 —
Revnir RE 600 tn.
Tjöldur VE 200 —
Gulltoppur 200 —
Sunnutindur 600 —
Gunnar SU 300 —
Helga Re 1000 mál
Gjafar 520 —
Vörður 800 —
Kap 150 tn.
Svanur SH 150 —
Erlingur III. 650 —
Ásbjörn AH 450 —
Eftirtalin fimm skip löndúðu á Vöpnáfirði sl. sólarhring:
Gullfaxi 350 mál
Snæfugl 240 —
Glófaxi 380 —
Hráfnkell 320 —
Goðaborg 400 —
Framhald af 1. síðu.
r.æða, sem sérfræðingár verða
að ko_mast til botns í. Því tapið
er mikið er svona fer. Sjómenn
irnir fá mun minrii hlut fyrir
veiðiförina. Útgerðn fær aðeins
eina krónu fyrir kílóið, sem ffer
til mjölvinnslu, en kr. 1.85 fyr-
ir kílóið, sem fer til flökunar.
Enn þá meira verður tapið; eigi
útgerðin sitt eigið frysthús, því
uppbætur tapast, hagnaður af
vinnslunni ög auk þess úrgang-
urinn, sem seldur er til mjöl-
vinnslu.
Mest verður þó tapið þegar
tillit er tekið til 'mismunarins á
útflutningsverðmætum kárfa-
flakanna og fiskimjölsins.
Ýmsar 'ástæour hafa heyrzt
nefndar í sambandi við ástæð-
una tii þess a ðsvo hefur farið,
t. d. að sjórinn sé heitari á leið
togaranna en áður, að aflinn sé
ekki nægilega ísaður, að togar-
arnir séu lengur á veiðum ea
áður.
En eitt er víst. Það verður
að finna ástæðuna — og það eii
hlutverk sérfræðinganna.
Agúsf kom
meS 313
fonn karfa
TOGARINN Ágúst landaði f
gær í Hafnarfirði 313 tonnuns
af kayfa og fór það allt f
bræðslu. SíðuStu daga hafa
Gerpir og Vöttur komið með
karfa í bræðslu og væntanleg-
ir eru Siglufjarðartogararnil'
báðir með karfa í þessári vikus
jafnvel Röðull líka. Júní koms
með karfa til vinnslu um helg-
ina oo má af þessu ráða, að
miklar annir eru í Hafnarfirðf
þessa dagana.
Framhald af 9. síðu.
Páll Eiríksson, FH, 43,20
Helgi Hólm, ÍR, 42,20 m.
Kúluvarp:
Þorvaldur Jónasson, KE, 11,00
Kristján Eyjólfsson, ÍR, 10,26
Steindór Guðjónsson, ÍR, 10,11
Jón Ö. Þormóðsson, 9,97 m. i
ATþinc
Framhald af 1. síðu.
Rafnar með 22 atkvæðum, erf
Ásgeir Bjarnason fékk 13, Síð-
ari varaforseti var kjörinn
Steindór Steindórsson með 22
atkvæðum, en Halldór E. Sig-
urðsson féfck 13. Skrifarar neðri
deildar voru endurkosnir Magijj
ús Jónsson og Páll Þorsteins-
son. (
1
NEFNDAKOSNINGAR í
f kjörbréfanefnd sameinaðg
þings -voru kosnir: Þorvaldus
Garðar Kristjánsson, Steindór
Steindórsson, Gunnar Jóhanns-
sQn, Gísli Guðmundsson og Ól-
afur Jóhannesson. í fjárveit-
inganefnd: Magnús Jónssons
Kjartan J. Jóhannsson, Sigurð
Ur Óli Ólafsson, Matthías Mat-
hieseíi, Karl Guðjónsson, Steinj
dór Steindórsson, Halldór Ás-
grímsson, Karl Kristjánsson og
Halldór E. Sigurðsson. í utan-
ríkismálanefnd: Ólafur Thorst
Bjarni Benediktsson, Björn Ól-
afsson, Finnbogi R. Váidimars-
son, Emil Jónsson, Hermann
Jónasson og Þórarinn Þórarins-
son. Varamenn í'Utanríkismála:
nefnd: Gunnar Thoroddsen, Jó-
hann Hafstein, Sigurður Bjarngi
son, Einar Olgeirsson, Gylfi Þ.
Gíslasön, Gísli Guðmundsson
og Eysteinn Jónsson.
ÓkyrrS í brezka
bílaifaaiunm.
OXFORD, 21. júlí (REUT-
ER). Verkföll voru gerð í tveim
brezkum bílaverksmiðjum I
dag. Þau ná til um 10 00'/ staxf3
manna.
Óttast er, að verkfallsaldanj
breiðist til annarra bílasmiðja,
2 23. júlí 1959 — Alþýðubiaðið