Alþýðublaðið - 23.07.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 23.07.1959, Blaðsíða 11
Reneé Shann: 13. dagur hingað í dag, sagði ég aðeins já, af hví að ég vonaðist til að hitta yður“. Það var furðulegt, hvað mér leið miklu betur eftir þessi orð hans. Hér var mað- ur, .sem leizt vel á mig! Ég vonaði að Steve .sæi það og skildi að ég gat leikið sama leikinn og hann. Það var auð- velt að gera Steve afbrýði- saman hér áður fyrr, jafnvel þó hann hefði enga ástæðu til þess. En þegar við vorum í boði og ég talaði sérlega lengi við eða dansaði lengi við ein- hvern mann, talaði hann lengi um það. Ég fann að Steve var far- inn að horfa á okkur og ég veitti herra Hassell enn meiri •athygli, Ég var allt í einu orð- in hugrökk. Ég skemmti mér vel og komst í gott skap. Já, ég varð fjörug og kát eins og ég hafði verið áður en Kit Harker kom til sögunnar. Þannig vildi ég alltaf vera. „Bjúggust þér við að hóttá mig hér?“ spurði ég og kikti á hann yfir glasbrúninni á glas| númer tvö. „Ég vonaðist eftir því. Ég borðaði hér í vi'kunni sem leið og þá sagði Carolne mér að foreldrar yðar byggju hérna rétt hjá og að þér yrðuð þar um jólin“. „Já, við gerum það á hverju ári. Hjá mínum foreldrum í- dag og Steves á morgun“. „Það hlýtur að vera skemmtilegt. Mér hefur alltaf fundist svo^ ömurleg ættingja- laus jól. Ég méssti foreldra mína, þegar ég var lítill og ég sakna þeirra mest um jólin“. „Það skil ég vel“. sagði ég hægt. Ég velti því fyrir mér, hvort hann sakaðt konunnar sinnar líka og hve mörg jól þau hefðu haldið sitt í hvoru lagi. „En þér eigið areiðanlega marga vini. Farið þér ekki oft í böð?“ „Nei. Ég þekki vitanlega marga, en flestir eru kunningj ar en ekki vinir. Og ég hef of mikið að gera til að fara út að skemmta mér“. „Ég hef oft velt því fyrir mér, -hvernig það er að fara út að skemmta sér. Það er (eiins með mig ég héf alltof mikið að gera“. Þetta var athugasfemd, sem ég hefði ekki sagt fyrir viku. Það gat Verið að ,hann tæki það sem up'pörvun um að bjóða mér út. en það kærði ég mig ekki um núna. „Fárið þið hjónin ekkp mik- ið út?“ „Við og við“. Ég hló stutt- lega — „Við erum búin að vera gift í fimm ár“. „Hvaða máli skiptir það?“ (,Hv»eit'brauðlsdagarn1i:r 5 eru liðnir“. ,,Ég skil“. Ég hafði saft of mikið. Ég ætlaðl efeki að gera það og ég óskaði að ég hefði ekki gert það. Ég vildi ekki að herra Hassell skildi að við Steve vorum ekki hamingjusöm. Ég var ákveðin í að dylja alla þess. (jjarol ne hafði verið sú eina sem vissi það og nú hafði herra Hassell bæzt við. Ég hristi höfuð ð. „Ég tala of mikið í kvöld“. „Þér hafið ekkert sagt mér, sem ég ekki vissó. Ég hef allt sem við yður við kemur á til- finningunní. Er þetta eitthvað alvarlegt?“ „Það vona ég að iekki sé“. „Það vona ég líka — yðar vegna“. Ég brosti til hans og fór að tala ákaft um éitthvað annað. Steve kom til okkar. „Ffnnst þér ekki að við ætt um að fara heim Jenny?“ „Ég leit undrandi á klukk- una, sem var farin að ganga níu. „Ég hafði ekki hugmynd um að klukkan væri svona margt, Jú, vtð skulum koma“. Við kvöddum og ég leit í augun á herra Hassell, þegar við tókumst í hfendur. „Það vona ég líka“. „Hver í andskotanum var þetta?“ spurði Steve þegar við gengum heim. „Herra Richard Hassel. Hann er þekktur skurðlækn- iir“. „Hvernig þekkir þú hann?“ „Ég kynntist honum á skrif stofunni. Ég hef unnið fýrir hann“. „Hann hfe'lsaði þér eins o.g hann þekkti þig vel“. „Er það ekki skrítið,“ muldr aðii égl „Mér finnjst einmitt að ég hafi alltaf þekkt hann“. 6RAHHARHSR „Ef þetta er mamma Jettu Jatta Iygin!“ þá er Steve nam staðar og starði á mig. „Hvað hefurðu drukkið mik ið?“ þrjú. Þetta var gott vín, „Tvö glös. Eða kannske fannst þér ekki?“ „Annað hvort er það vín- andinn eða herra HasSell, sem hefur rokið þér svona til höf ■uðs“. „Kannske hvort tveggja“, Við gengum áfram. Það var dásamlegt að vera úti. Ég fann að ég var rjóð í kinnum og lagði kaldar hendurnar við þær augnablik. Ég sagði sjálfri mér að ég væri ekfy lengur óhamingjusöm. Mér leið bet- ur en mér hafði gert síðan já, síðan — Ég held að Kit megi fá Steve og hann hana ef hann vill, hugsaa(_ ég. Mér er alveg eama. Ég skal gera þeim auð- ýelt fyrir. Ffann gat fengið skilnað. iSkilnað. Kannske hafði vín 'ið svifið á mig. Orðið gerði mig ódrukkna á ný. Ódrukkna og hrædda og ég var fekki leng ur í góðu skappi, því ég skyldi að í fyrsta skipti hafði ég hugs að um sktlnað, lok hjónabands okkar. Ég leit á Steve og í birt- unni frá götuljósinu sá ég að hann starði beint fram skuggalegur á svip. Hann leit ekki út eins og maður, sem er að fara heim úr skemmti- legu boði. Kannske honum hafi lfetðst? Kannske kunni hann ekki vel við Caroline og fjölskyldu hennar? „Ég verð að segja það að mér fannst þú sýna of miklá athygli á þessum manni“ sagði hann allt í einu. Þú talaðir ekki við neinn annan“. „Neí, það gerði ég víst ekki. Var þér ekki sama?“ „Mér fannst þú haga þér „Ég held að enginn hafi tek illa og ókurteisislega“. ið eft'ir því. Og fyrst mér tókst að ná í fallegasta manninn í samsætinu, þá er það ekkert skrítið að ég vildi ekki sleppa honum aftur“. „Hve oft hefur þú hitt hann?“ ,JÉg hef ajðeins 'hitt hánn þrisvar sinnu!m“. „Ég býst við að hann ætli að hitta þ:g aftur“. „Það vona ég“. Hann tók fast um hand- legg minn. „Hvað í andskotánum á þetta að þýða? Ertu að reyna -að gera mig afbrýðisaman?“ Ég fagnaði sigri, því ég Vssi að hann var afbrýðisamur. en svo minntist ég Kit Harker. „Ég get ekfc; skilið hvers- vegna þú vilt vera einn um að skemmta þér eilítið“, sagði ég léttilega. „Ég hugsa þó lekki éingöngu um aðra konu, þegar þú ert nálægt“. „Þú hefur sennilega gleymt tmatarboðinu í vleirksmiðj- unni“. „Láttu ekki eins og asm“. „Mér ler alveg sama hvað skeður meðan ég er viðstödd. Það sem. mig skiftir mestu máli er það, sem skeður, þeg- ar ég er hverg, nærri“. Hann snarstopppaði. „Ég hélt að við hefðum orð- ið sammála imi að tala ekki um þetta um jólin“. „Jólin eru að verða búin”. „Morgundagurinn er eftir“. „Vertu fekki hræddur! Ég skal haga mér vel heima hjá bér“. „Þau tækju það sér hræði- lega nærri ef þau héldu að eitthvað væif, ekki eins og það ætti að vera milli okkar“. Ég var honum sammála. Fjölskylda Steves var vönd áð virðingu sinn/i. Hann átti ívær giftar systur, trúlofaðan bróð- ur, en ég gat vel hugsað mér að eitthvað kæmi fyrir yngstu systur hans Msíisie. En það var enginn vafi á því að þau tækju það sér öll, nema Maysie, mjög nærri ef eitthvað kæmi fyrir okkar hjónaband. Og öll sök.n félli á mig, hugsaði ég biturt. Samkvæmt þeirra skoð un hafði Steve tfekið upp fyr- ir sig, þegar hann gifHist og það fannst þeim ekki rétt. Þess vegna höfðu þau alltaf verið hlédræg við niig og ég var viss um að þau hófðu hvorki trúað því né haldið að við yrðum samingjusöm. „Guð niinn góður“, sagði áð. „Getur þetta virkilega íkomið fyrir okkur?“ „Hvað?“ „Þetta á milli okkar Steve. Við hljótum að vera bjáluð. M.ð eigum þó son!“ Nei það mátti lekkert koma fyrir okkar hjónaband! Það gat ekki skeð neitt. Hjón, sem áttu barn urðu að halda sam an. Þau gátu freistast til að fara hvort sína ldið, þau gátu rifist, verið ósátt, já meira að segja haldið að þau værui hætt að elskast, en allt slíkt urðu þau að yfirvinna. Hvað sem það kostacþ máttum við ekki skilja. „Stfeve, viltu segja upp vinnunni? Viltu gera það fyr- ir mig?“ „BlSurðu um þetta í al- vöru?“ „Já“. .............. „Þú ert brjáluð. Slíkar stöður eru ekki á hverju strái. Ég fengi hvergi annars- staðar 200 þúsund á ári“. „Við þurfum ekki 200 þús und“. „Ekk| það? Ég get vel hugs að mér að nota peningana“. „Ég vil heldur hafa minna .og viera ánægð“. „Ástin mín, láttu ekki eins og bjáni. Hvers vegna í fjáran um ætárðu ekki að vera ham ingjusöm?“ „Ég vildi óska að þú hættir að kalla mig bjána og segja áð ég sé vitlaust. Og þú veizt vel hvers vegna ég er ekki hamingjusöm“. iSteve andvarpaði. „Þetta samtal ér ekki til neins“. Ég stakk höndunum í kápu vasana, glöð yfir að við vor- um að komast hefm. Hann opnaði dyrnar og ég læddist upp til Nickys. Ég mætti móð- ur minni í dyrunum. „Ég var að líta 'inn til hans Jenny. Hann hefur verið svo órólegur. Það hefur svo margt skeð hjá honum í dag. Hann er alveg eins og þú þegar þú varst lítil. Á jólum og afmæl um var ekki hægt að fá þig til að hátta“. Ég læddist varlega ánn í her bergið. Ég sá strax að Nicky svaf ekki vel. Ekki eins og hann var vanur að sofa. Hann spriklagj mikið og ég stóð ikyrr og horfði á hann. Eg vissi hve hjálparvana hann var, hversu háður hann var okkur Steve. Mig langaði svo mifcið til að vernda hann giegn öllu illu. Ég vildi gjarnan veita honum öryggi. Öryggi, sem ég Lífil saga Frámhald af 5. síðu. ættum að fela nýskipuðum biskupi að innleiða þakkar- gjörðardag á haustin í öllum vorum söfnuðum og kirkjum — og leggja þá almennt fram okkar fórn til kristindóms og líknarmála, en biskup ráðstaif aði fénu með aðstoð kjörinn- ar nefndar eða kirkjuráðs. Þarfirnar kalla alls staðar að, innanlands og utan, og þakk- lætið til Guðs og samhyggð kærleikans til meðbræðra vorra, er andi sem söfnuðum vorum mætti aukast til muna. í haust er tækifærið til að byrja — og þess vegna hef ég sagt söguna um Villa Edel- weiss. flugvéiarisars Flugfélag íslands. Millilandaflug: Miliilanda- flugvélin Hrímfaxi fer til Glasgow og Kaupmannahafn- ar kl. 8 í dag. Væntanleg aft- ur til Reykjavíkur kl. 22.40 í kvöld. Flugvélin fer til Glas- gow og Kaupmannahafriar kl. 8 í fyrramálið. Innanlands- flug: í dag er áætlað að fljúga til'Akureyrar (3 ferðir), Eg- ilsstaða, ísafjarðrtr, Kópa- skers, Patreksfjarðar, Vest- mannaeyja (2 ferðir) og Þórs hafnar. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Egilsstaða, Fagur- hólsmýrar, Flateyrar, Hólma víkur, Hornafjarðar, ísafjarð ar, Kirkjubæjarklausturs, Vestmannaeyja (2 ferðir) og Þingeyrar. Skipln; \ Ríkisskip. Hekla fer frá Reykjavík á laugardag til Norðurlanda. Esja er á Vestfjörðum á suð- urleið. Herðubreið er á Aust- fjörðum á suðurleið. Skjald- breið er á Breiðafjarðarhöfn- um á leið til Vestfjarða. Þyr- ill er á leið frá Reykiavík til Bergen. Helgi Helgason fer frá Reykjavík á morgun til Vestmannaeyja. Eimskipafélag íslands h.f.: Dettifoss kom til Flekke- fjord 21.7. fer þaðan til Berg- en og íslands. Fjallfoss kom til Hamborgar 18.7. fer það- an til Rostock, Gdansk og Rvk. Goðafoss fer frá Rvk kl. 22.00 í kvöld 22.7. til New; Vork. Gullfoss fór frá Leitri 21.7. til tKaupmannahafnar Lagarfoss fer frá New York 22.7. til Rvk. Reykjafoss fer frá Raufarhöfn í dag 22.7. tli Húsavíkur. Siglufjarðar og Rvk. Selfoss fór frá Gauta=, borg 21.7. 'til Rvk. Trollafoss fer frá Húll 22.7. til Ant- werpen, Rotterdam, Hamborg ar og Rvk. Tungufoss fór frá Akureyri 21.7. til Þórshafn- ar, Dalvíkur, Ólafsfjarðar, —> Súgandafjarðar, Patreksfj. og Rvk. Skipadeild S.Í.S.: Hvassafell fer á morgun frá Riga áleiðis til íslands. — — Arnarfell fer í dag frá Gdansk áleiðis til Kalmar, —< Norrköping, Ventspils og Len, ingrad. Jökulfell fer á morg- un frá Hamborg áleiðis til Fraserburgh og ísiands. Dls- arfell fer i dag frá Keflvík áleiðis til Norður- og Austur- iandshafna. Litlafell fór í gær frá Rvk áleiðis til V jpna fjarðar, Þórshaínar, Reyðar- fjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Helgafel Ifór 18. þ. m. frá Lrnba álelðis til Boston 1 Eng lrndi. Hamrafel fór i gæi frá Hafnarfirði áleiðis cil Batum, i Alþýðublaðið ~ 23. júU 1959 JJ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.