Alþýðublaðið - 24.07.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.07.1959, Blaðsíða 4
 Brof á kristnum lögum Utgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjðrar: Benedikt Gröndai, Gísli J. Aat- þðrsson og Helgi Sæmundsson (áb.). Fulltrúi ritstjðrnar: Sigvaldi Hjálm- arsson. Fréttastjðri: Björgvin Guðmundsson. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslusími: 14900. — Aðsetur: AlþýOu- , búsið. Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgata 8—10. | Forsetakjörið á alþingi N TÍMINN þykist vera stórhneykslaður á því, að Alþýðuflokkurinn, Alþýðubandagið og Sjálf- stæðisflokkurinn höfðu samvinnu um forsetakjör- ið á sumarþinginu. Sú fordæming er tilbúin. Ekk- ert er sjálfsagðara en flokkarnir, sem samþykktu kjördæmabreytinguna í vetur og munu staðfesta hana á sumarþinginu, skipti með sér forsetunum og hafi samstarf um nefndakosningar. Eða ætlað- ist Framsóknarflokkurinn kannski til þess að fá alþingisforsetana og tryggja sér þannig, að þófið gæti staðið eins lengi og honum sýndist? I Framsóknarmönnum finnst fara illa á því, | að Alþýðubandalagið kjósi Bjarna Benedikts- son forseta sameinaðs þings og Sjálfstæðisflokk urinn Einar Olgeirsson forseta neðri deildar. Þá ertni tekur enginn alvarlega. Flokkarnir réðu auðvitað hver um sig forsetaefnum sínum, og það vita Framsóknarmenn, enda sæmilega van | ir þessum málum. Sjálfstæðisflokkurinn réði því á sínum tíma, að Bjarni Benediktsson varð | ráðherra í samstjórn hans og Framsóknarflokks | ins, og Framsóknarmenn létu sér dável líka. Og ! uni Framsóknarflokkurinn því illa, að Bjarni Benediktsson er orðinn forseti sumarþingsins, þá ættu Hermann og Eysteinn að láta reiði sína hitna á Birni Pálssyni. Jón Pálmason myndi sennilega hafa orðið forseti sameinaðs þing, ef Björn væri ekki fulltrúi Austur-Húnvetninga á | sumarþinginu. Og varla er meiri raun fyrir Sjálfstæðismenn að kjósa Einar Olgeirsson for seta neðri deildar á sumarþinginu en fyrir Fram sóknarmenn að hafa falið honum þann trúnað um þriggja ára skeið. Alþýðuflokkurinn gerir að I minnsta kosti lítinn greinarmun á því, hvort | hann kýs Einar í þetta starf með Sjálfstæðis- [ flokknum eða Framjsóknarflokknum. En honum er mikið atriði að tryggja störf sumarþingsins og afgreiðslu kjördæmamálsins. Þess vegna fagnar hann samvinnunni um kjör alþingisfor [ setanna. Tíminn hefur nú sama hátt á og hann for- dæmdi í fari Morgunblaðsins, meðan vinstri stjórn in sat að völdum. Slík kjánalæti sæma ekki ábyrg um stjórnmálamönnum. Flokkarnir hér á landi hafa unnið saman til skiptis undanfarin ár og batna hvorki né versna af samanburði í því efni. Sam- vinnu þeirra á hverjum tíma liggja málefni til grundvallar, og svo er enn. Og það ætti Framsókn arflokkurinn að geta skilið, ef hann er ekki bú- inn að æra sig í baráttunni gegn kjördæmabreyt- ingunni. r Medalfellsvafn Stangaveiði í Meðalfellsvatni verður fyrst um sinn aðeins fyrir félagsmenn. í Reyðarvatni og Uxavatni geta allir fengið veiðileyfi sem eru seld í verzl. Veiðimaðurinn, verzl. Sport, H. Petersen. P Skrifstofa S.V.F.R. Bergstaðastræti 12 B. Símti 19525. Opin mánudaga og fimmtudaga kl. 5—6,30. Stangaveiðifélag Reykjavíkur. SVFSt PRESTAFÉLAG íslands hef ur sent þrjátíu brezkum blöð- um, báðumi erkibiskupunum og fjölmörgum prestum skeleggt bréf um landhelgisdeiluna, þar sem segir meðal annars að að- gerðir Breta séu brot á kristn- um lögum, og valdi vantrú á einlægni Breta í því að fylgja liugsjón drengskapar og kristi- legs bræðralags. Við gtiðsþjónustu í Hallgríms kirkju á sunnudaginn var gerði séra Jakob Jónsson, form. Prestafélagsins, heyrinkunnugt efni bréfsins og fer það hér á eftir: Kæru bræður í Kristi! Fyrir hönd hins íslenzka prestafélags sendum vér bréf þetta enskum kennimönnum sem samþjónum vorum í Drottni og prédikurum hins kristna fagnaðarerindis. Kirkjunnar fólk á íslandi hefur fagnað því á liðnum ár- um, að vináttusamband hefur verið milli þjóða vorra. Á síð- ustu mánuðum hefur samband góðvildarinnar rofnað vegna að gerða hinnar brezku ríkisstjórn ar, sem að voru áliti brýtur í iandhelgisdeilunni hið sanna lögmál kristilegs samféiags og kristilegs siðgæðis. Alkunna er, að England er ekki hið eina land, sem and- mælt hefur 12 mílna fiskveiða- takmörkum, en England er eina landið, sem notar hernaðartæki í þeim tilgangi að knýja hið ís- lenzka lýðveldi til að afnema reglur, sem þjóðin öll, án tillits til stjórnmálaskoðana, telur vera í samræmi við alþjóðleg lög, og nauðsynlegar _ til að tryggja framtíðartilveru þjóð- ar vorrar. Aðgerðir Breta geta þá og þegar valdið líftjóni ís- lenzkra og enskra borgara, sem sannarlega ættu ekki að þurfa i að óttast slíka hættu, til viðbót- ar hinum venjulegu hætt.um hafsins. Enda Þótt slíkum sorg- aratburðum verði afstýrt fyrir Guðs náð, mun enn verða hætta á breyttum andlegum viðhorf- um. íslendingar vita, að eigi styður öll hin enska þjóð stj órn sína í máli þessu. Samt mun þetta brot á kristnum lögum og grundvallarreglum valda van- trú á einlægni Breta í því að fylgja hugsjón drengskapar og kristilegs bræðralags. Vér vonum, að þér, þjónar kristinnar kirkju, séuð oss sam mála um hina miklu þýðingu þessa máls. Vér biðjum yður að kynna yður ágreiningsefnin, þar eð vér trúum því, að þegar þér vitið sannleikann, eins og hann er, munuð þér fúsir til að hafa áhrif á almenningsálitið, svo að hin enska þjóð líði eigi lengur hinar skaðlegu aðgerðir ríkisstjórnar yðar, sem nú ríf- ur niður samfélag tveggja kist- inna þjóða. Almáttugur Guð blessi störf yðar, kirkju og land. Jakob Jónsson, prestur, form. Prestafél. ísl. Sigurbjörn Einarsson, biskup íslands, varaform. Prestafél. íslands. Jón Þorvarðsson, prestur, ritari Prestafél. ísl. fH a n n es á h o r n n u ★ Slysið á barninu í Hafn arfirði. ★ Furðuleg fullyrðing A1 þýðublaðsins. ★ Hvaðan kom því heim ildin? ★ Ekki skólagarðarnir heldur Vinnuskóli Reykjavíkur. HRVGGUR Njarffvíkingur skrifar mér á þessa leiff: „Um- komulítið þrettán ára stúlku- barn I Hafnarfirði verður fyrir því hroðalega áfalli aff missa hægri hönd sína og handlegg upp fyrir olnboga við vinnu sína í frystihúsi. Þaff blýtur aff vera þungbært áfall í byrjun æviskeiðs og alltaf. — Hannes minn, ég get ekki orffa bundist út af smáklausu í blaffi okkar daginn eftir slysið. Hún var með yfirskriftinni: „Öryggisútbúnaði var ekki áfátt í frystihúsinu“ og meðal annars sagt, aff öryggis- útbúnaður sé þar talinn fullnægj andi og öryggiseftirlitið líti svo á. HVERJU þjóna slíkar fullyrð- ingar að órannsökuðu máli? Ég lít svo á,> að hafi barnið getað hlotið þessi örkuml við að hrasa á eða við færibandið, þá sé meira en litlu áfátt við örygg- isútbúnaðinn. Er börnum ætlað að vinna.við slík véldrifin tæki? í — Þannig koma fram fjölmarg- ar spurningar í hugskot mitt og ég beini þeim til hinna full- orðnu. Væri ekki meira sæm- andi fyrir Alþýðublaðið að hvetja til aukins eftirlits við svona vélræna vinnu, ekki hvað síst þegar börn eða unglingar eiga í hlut, eða þegja ella?“ ÞETTA er alveg rétt. — Mig furðaði á þessari athugasemd í blaðinu við fréttina. Hvaðan kom því heimildin? Hverju var það að þjóna? Er nú gleymd baráttan fyrir því að draga úr áhættu verkalýðsins? Alþýðu- blaðið hefði átt að krefjast taf- arlausrar nákvæmrar og opin- berrar rannsóknar, ekki aðeins í þessu eina frystihúsi heldur og í öðrum. Það veitir sannarlega ekki af því að rumskað sé við vélaeftirlitinu og öðru eftirliti. Mönnum hættir við að dotta. í VOR, snemma birti ég tvö bréf frá sjómanni á Akranesi út af eftirliti með skipum — og kom þar margt fram ófagurt. — Út af þessum skrifum var rekið upp ramakvein — og jafnvel farið að bera bréfritarann brigslum, algerlega út í loftið og að ástæðulausu. En útkoman varð sú, að menn rumskuðu og mér er kunnugt um, að bréfin báru mikinn árangur, þó að hann sé ekki nógu mikill. VIÐ höfum verið að bíða eftir skýrslu um útbúnað færibands- ins í Hafnarfirði. Skýrslan ætti > að koma frá vélaeftirlitinu, en Baldur Svan- laugsson 50 ára í dag BALDUR Svanlaugsson, bifreiðasmiðameistari, Bjark- argötu 3, Akureyri, — er fimmtugur í dag. Baldur er fæddúr að Ásláksstöðum í Krækiingahlíð, en uppalinn að mestu í Mið-Samtúni sömu sveit. Foreldrar hans voru Svan- laugur ísleifsson og Kristrún Sumarliðadóttir pósts og bónda á Ásláksstöðum. Hann er því af góðu bænda- fólki kominn og uppalinn í sveit. Þótt það hafi ekki allt- af verið svo, Þykir nú orðið fullt eins vænlegt til mann- dóms og þroska að alast upp á góðu sveitaheimili. Baldur var giftur Sigur- laugu Guðmundsdóttur, skip- stjóra. Þau hafa eignast fjög- ur börn: Svanlaugu, Magrfk, Hallgerði og Ásgerði. Þrjú þau fyrst töldu stunda nám við menntaskólann á Akur- eyri, en Ásgerður í Reykja- vík ÖU eru þau einkar efni- leg. Það má því segja að Bald- ur sé mikill lánsmaður hvað það snertir, því að eiga góð og mannvænleig börn, sem all ar líkur benda til að verði hin- ir nýtustu þjóðfélagsborgarar, er meira lán en svo, að metið verði til tímanlegra fjármuna. Baldur Svanlaugsson er alger andstæða við þá samtíðar- menn Gríms Thomsen sem Framhald af 9. síðu. það er þó ekki fullnægjandi. — Hvar eru verkalýðsfélögin? í hvert sinn, sem svona slys eiga sér stað á vinnustað, eiga verka- lýðsfélögin að senda fulltrúa sinn á staðinn og athuga allt. — Er þessu hætt? Það var gert meðan allir starfsmenn verka- lýðsfélaganna störfuðu án þess að fá laun fyrir. — Af því að ég er svolítið tengdur Alþýðublað- inu vil ég biðjast afsökunar á ummælum þess, sem vægast sagt voru alyeg út í loftið. BALDUR Maríusson, verk- stjórj í Skólagörðum Reykjavík- ur kom að máli við mig í gær og sagði: „Það kenndi mikils misskilnings í pistli þínum um sumarleyfi barnanna, sem vinna á vegum Reykjavíkurbæjar. Þar var sagt að börnum, sem starfa hjá skólagörðunum væri gefið sumarleyfi. Þetta er alls ekki rétt. aÞu fara aldrei í sumar- leyfi. Það starfa lijá okkur 187 börn á aldrinum 10—14 ára og það er gefið með þeim. Sumar- leyfi koma ekki til greina enda, eins og sagt var í pistli þínum, alveg ástæðulaus. Skólagarðarn- ir starfa óslitið frá því í byrjun júní og þar til um miðjan sept- ember. HEIMILDARFÓLK þitt -mun eiga við Vinnuskóla Reykjavík- ur. Þar eru börn á aldrinum 14 til 16 ára — og mér er sagt, að þar hafi verið efnt til sumar- leyfa. Þarna mun hafa verið ruglað saman“. Þetta sagði Bald- ur verkstjóri og það mun vera rétt hjá honum, en undarlegir þykja mér þeir foreldrar, sem ekki kunna betri skil á því hvar börn þeirra starfi að svona ruglt ingur skuli geta átt sér stað. — Hins vegar er það eklci mergur- inn málsins, heldur hitt að Vinnu skólinn skuli efna til sumarleyfa í þessari örstuttu sumarvinnu barnanna. Hannes á horninu. J 4 24. júlí 1959 — Alþýðublaffið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.