Alþýðublaðið - 24.07.1959, Blaðsíða 12
'!
Xv.v:
ílilil
|||ÍffS;
'U'-Mm,
>. ;<S V
■ ■
1 flugfreyjan
eoasttí)
40. árg. — Föstudagur 24. júlí 1959 — 155. tbl.
r m r
FYRIR tæplega 3300 ár-
um bjó úti í Egyptalandi
drottning að nafni Nefer-
titi. Hún var gift kóngi,
sem hét Amenhoteps, og
þar sem hún þótti kvenna
fríðust, lét hann gera af
henni brjóstmynd þá, sem
við'birtum hér efra. En
tilefnið er það, að tæpum
3300 árum eftir að Nefer-
titi hin fagra gaf upp önd-
ina, rakst blaðaljósmynd-
ari suður í Rómaborg á
flugfreyju, sem heitir
Annie Labzine og er ekki
einungis nauðalík drottn-
ingu heldur gæti verið
tvífari hennar. — Berið
bara saman myndirnar og
sjáið hvort við segjum
ekki satt.
SMMiWWIWIMWWMWWWt
.Fljúgandi disJrar'
yfir Ermarsundi.
DOVER, 23. júlí (Reuter). —■
„Fíjugandi diskúr“ (Hover-
craft) mun á morgun reyna að
fljúga yfir Ermarsund frá Do-
ver til Calais, ef veður leyfir.
Talið er hugsanlegt, að þessir
„fljúgandi diskar“ geti komið í
stað ferjanna yfir Ermarsund.
Búist er við, að ferðin á morg-
un muni taka um 50 mínútur.
BÆJARFULLTRÚARNIR frá
Kaupmannahöfn, sem hér hafa
dvalizt í boði bæjarstjórnar
Reykjavíkur, héldu heimleiðis
í gær eftir ánægjulega heim-
sókn, að því er þeir tjáðu í
blaðasamtali. Þeir eru Sigvard
Helberg, forseti bæjarstjórnar-
innar, tveir borgarstjórar af
fimm, Weiköpf og Dahl og bæj-
arráðsmennirnir Börge Jen-
sen, Ejner Kristensen og Flem-
ming Groth og borgarritari
Aksel Rasmussen. Gestirnir
hafa komið að Gullfossi og
Geysi og sátu boð félagsmála-
ráðherra og forsetahjónanna
að Bessastöðum og hafa auk
dægradvala rætt við bæjaryf-
irvöld sameiginleg vandamál
stórborganna, sem eru þrátt
fyrir stærðarmun í meginatrið-
um hin sömu.
Eitt vandamálanna er þó
ekki jafn erfitt viðfangs í Höfn
og hér, en það eru skólabygg-
ingar vegna þess aS barnafjöl-
skyldurnar flytjast til úr mið-
borginni í nýju íbúðarhverfin
í útborgunum. Barnafjöldinn í
Stór-Kaupmannahöfn var í há-
marki árið 1955, en nú eru þau
nokkrum þúsundum færri held
ur en áður.
Stór-Kaupmannahöfn stend-
ur á 570 ferkílómetra svæði,
sem er skipt í 22 sjálfstæð sveit
arfélög með samtals 1,3 mill-
jónir íbúa. í bæjarstjórninni
eru 55 fulltrúar, sem eru kosn-
ir til fjögurra ára. Þar af eru
nú 29 Alþýðuflokksmenn, 14 í-
haldsmenn, 3 kommúnistar, 3
radikalir, 3 vinstriflokksmenn,
2 úr flokki Aksels Larsens og
einn fyrir Réttarsambandið. Af
bæjarstjórnarfulltrúum eru 14
konur.
f bæjarráði eru yfirborgar-
stjóri, 5 borgarstjórar og fimm
bæjarráðsmenn, sem eru kosn-
ir til 8 ára í senn.
Fulltrúar bæjarstjórnarinn-
ar í Höfn eru mjög ánægðir
með komuna hingað og biðja
blaðið að færa Reykvíkingum
beztu kveðjur og árnaðaróskir
frá íbúum Kaupmannahafnar.
BiaSallð sigraði
B-landslið, 3:2.
BLAÐALIÐ sigraði B-lands-
liðið, sem fara á til Færeyja, á
Laugardalsleikvanginum í gær
kvöldi með þremur mörkum
gegn tveimur. f hálfleik stóðu
leikar 1:1.
MARTIN Lucas hefur verið
útnefndur „postullegur heim-
sækjandi“ á Norðurlöndum.
Embættissvæði hans nær yf-
ir Danmörku, Noreg, Svíþjóð,
Finnland og ísland, en á þessu
svæði búa 61.500 kaþólskir, en
heildaríbúafjöldinn er nálega
20 milljónir.
Erlendar fréttastofur setja
þetta í samband við endur-
reisn erkibiskupsstóls fyrir
Norðurlöndin. Mánudaginn 23.
júní tók Jóhannes páfi 23. á
móti erkibiskupnum í einkaá-
heyrn.
Martin Lucas er fæddur 16.
okt. 1895 j Haarlem í Hollandi.
Hann tók prestsvígslu 1924 og
er meðlimur í trúboðsreglunni
„Societas verbi divine“. Hann
stprfaði fyrst á hinu hollenzka
starfssvæði reglunnar og var
yfirmaður hennar þar í nokk-
ur ár. 1945 var hann tignaður
erkibiskup af Adulis og yfir-
maður trúboðsins í Suður-Af-
ríku þar til 1957, að hann varð
fulltrúi páfa á Indlandi.
400 tonn af karfa
til Patreksfjarðar
Fregn til Alþýðublaðsins. •
til Patireksfjarðar í gsérmorgun
TOGARINN Gylfi kom inra
með 400 tonn af karfa af Ný-
fundnalandsmiðurn. Eór aflinn
hvorttveggja í vinnslu í fyrsti-
húsi og í bræðslu. Var karfinn
að hluta skemmdur og er talið
að skemmdin stafi aí því að tog
arinn var nokkurn tíma i reiði-
leysi áður en hann komst í fisk
inn eða þá af'Því, að sjórinn'sé
heitur um of. Á.P.
PATREKSFIRÐI í gær.
„LIST um landið“ var hér í
gærkvöldi og var vel tekj? -aí
áheyrendum. Stefán Islandi
söng við undirleik Fritz Weissh
appel og Andrés Björnsson las
upp. Steingrímur Sigfússón
orgelleikari ávarpaði gestina og
þakkaði þeim fyrir komuna.
Fregn til Alþýðublaðsins.
SKAKIÐ fyrir vestan geng-
ur vel og er nánast uppgripa-
afli inni á Fjörðum, þar sem
fiskur hefur ekki sézt um
imargra ára skeið. Frá Patreks-
firði munu vera gerðir út flest-
Sr bátar á handfæraveiðarnar
cða milli 20 og 30 bátar, trilluv ,
og smærri dekkbátar. Hafa'
menn dregið allt að tonni á færi
á einum og sama sólarhring, og
hafa bátar komið með nær 600
kíló inn eftir ferðina. Fiskur
hefur gengið inn á firði yneira
en menn muna eftir síðustu ár
og þakka menn það útfærslu
fiskveiðitakmarkanna. — Tvö
frystihús á Patreksfirði vinna
úr aflanum.
fyrir sláftuvé!
Fregn til Alþýðublaðsins.
HVAMMSTANGA í gær.
ÞAÐ slys vildi til um síðustu
helgi á bænum að Litlahvammi
í Miðfirði, að drengur héðan af
Hvammstanga varð fyrir sláttu
vél, sem er aftan á traktor.
Hlaut drengurinn mikil
meiðsli Handleggsbrotnaði
hann, lærbrotnaði og hlaut
fleiri meiðsli. Einkum var fót-
urinn illa leikinn fyrir neðan
hné, Var hann fluttur suður
með sjúkraflugvél Björns Páls
B.G.
f DAG fer 2. flokkur KR í
keppnisferð til Danmerkur, —
Flokkurinn fer með Dronning
Alexandrine og kemur til Dan
merkur 28. þ. m. KR-ingarnir
sigruðu með yfirburðum í ís-
landsmóti 2. flokks, er lauk sl.
þriðjudagskvöld og einnig unnu
þeir Reykjavíkurmótið.
Meðfylgjandi mynd er af 2.
flokki KR, sem vann íslands-
mótið, og þjálfaranum Óla B.
Jónssyni. Þórólfur Beck og
Örn Steinsen eru þó ekki með
í þessari för, heldur íara utan
Guðmannsson. Keppnisförin er
á vegum danska félagsins Bag-
sværd IF, og er þetta í 5. skipt-
ið, sem það tekur á móti flokki
frá KR.
FJÓRIR LEIKIR
Flokkurinn leikur tvo leiki í
Kaupmannahöfn. Fyrri leikur-
inn verður í Lyngby 30. júlí
gegn úrvalsliði frá Sjálandi, en
hinn síðari 1. ágúst gegn Bag-
sværd, sem er efst unglingaliða
á Sjálandi.
Frá Höfn verður haldið til
sonar.
með meistaraflokki á næstunni.
Taka Þátt í ferðinni 18 leik-
menn og 4 far.arstjórar, en þeir
eru Sigurður Halldórsson, for-
maður Knattspyrnudeildar KR,
Haraldur Guðmundsson, Ólaf-
ur Kristmannsson og Sigurgeir
Berlínar og leiknir þar tveir
leikir á ve.gum félagsins Blau-
Weiss í Vestur-Berlín. Flokk-
urinn kemur síðan aftur til
Hafnar 8. ágúst, heldur samdæg
urs heim með Gullfossi og kem
ur til Reykjavíkur 13. ágúst.