Alþýðublaðið - 24.07.1959, Page 11

Alþýðublaðið - 24.07.1959, Page 11
Reneé Shmm hafði sjálf vaífl ð upp við. Það var réttur hans eins og hvers einasta barns. Ég heyrði mannamál af ann arri hæð og læddist út, lokaði dyrunum á efflir mér og fór niður. Við fengum kl-'if;t (barð og fjölskyldan spurði hvernig við hefðum skemmt okkur hjá Caroline. „Var skemmtilegt fólk þar?“' spunl. Angela frænka mín. „Myndarlegur skiírðlækn- ir“, svaraði Steve. „Þau Jenny sátu allan tímann úti f horni“. „Við vorum alls ekki úti í horni“, sagði ég reið. „Það var gott að þú skemmt ir iþér“, sagði móðir mín glað- lega. Þegar við stóðum frá borð um geispaði ég hátt og ó- þvingað. „Ég er of þreytt ti.l að skemimta mér“, sagði ég. „Ég eetla að fara að hátta. Móðir mín leit rannsakandi á mig þegar ég bouð góða mótt. Ég var alls ekki. viss um að ég hefðf. blekkt hana. Mér fannst augu hennar margsinn is spurja mig: „Hvað er að Jenny?“ Ég gekk hratt upp stigann. Ég vildi hátta mig áður en Steve kænfli. Ég klæddi mig úr og læddist aftur inn til Nic- ky. Hann svaf enn óvært. Hann var áileiðanlega búinn að borða yfir siig af sælgæti. Hann opnaði augun og leit á mig. „Mamma, mér er illt“. „Elsku vinur, er það? Aum ingja Mcky!“ „Ég held ég þurfj að kasta upp“. Ég varð alltaf óttasleginn, þegar eitthvað var að Nicky og ég lagði höndina á enni hans. Það var heitt, len ekki óeðlilega heitt. „Vlltu gefa mér vatn?“ Ég sótti vatn og þegar hann var búinn að drekka það til- kynnti hann að hann væri hættur við að kosta upp. „Það er gott“. „Mér er heldur ekk’,; illt lengur“. Mér létti. „Mig langar svo til að sofa hjá þér, mamma“. Ég hikaði. Ég vildi líka að hann hefði gert það í stað Steves. En það samþykkti Steve aldrei. Það var rúni inni í barnaherberginu, sem ég hafði átf, alveg eins og Nicky svaf í barnarúminu mínu. Ég fór fram á gang og í lín- skápnum fann ég það sem ég þurfti. Ég kom inn með fangið fullt af teppum og lökum og Nicky horfði undrandi á mig. „Ætlarðu að sofa hjá mér?“ „Já. ástin mín“. „En gaman, mamma“. Ég lokaði dyrunum fram á ganginn, slökkti ljósið og lagðist út af. Skömmu seinna heyrði ég að mamma og Ang- ela frænka komu upp og ég bað guð um áð láta mömmu ekki kíkia inn oe sjá mig. Ég þoldi ekki að tala við hana núna, ég gat ekki sannfært hana um að allt væri í lagi ef hún S’oyrði. En enginn kom og ég lá kyrr og hlustaði. Stóra klukkan í forstofunni sló ellefu, svo hálf tólf. Pabbi og Steve höfðu áreiðanlega fengið sér eitt glas áður en þeir- færu að hátta. Ég heyrði á rólegum andardrætti Nickys að hann var sofnaður. Loks heyrði ég fótatak í stiganum og raddir segja góða nótt. Ég beið. Nú fór Steve inn í her- bergi okkar, svo heyrði ég fótatak hans og dyrnar voru opnaðar varlega. „Jenny?“ Ég settist upp í rúminu. „Já, ég er hér, Steve. Nic- ky var svo óvær. Hann sagði að sér væri illt og að hann þyrfti að kasta upp“. „Kastaði hann upp?“ „Nei, en ég bjóst við að það væri betra að ég svæfi inni hjá honum í nótt.“ „Ég skil“. Ég sá að hann gekk að rúm inu og leit á Nicky. „Hann sefur rólega núna“, „Sem betur fer“. „Líður bér vel?“ „Já, þakka þér fyrir“. „Hefurðu nóg ofan á þér?“ „Já, þakka þér fyrir“. „Nú, jæja, góða nótt þá“. Hann hikaði augnablik og ég geri ráð fyrir að hann hafi velt því fyrir sér hvort hann 6RANHABNIR „Hvers vegna í ósköpunum verð ég að segja meiningu mína, þegar ég veit, að þú móðgast, ef þú heyrir hana?“ ættj að kyssa mig góða nótt. Ég vonaði að hann gerði það ekki. Ég treysti ekki sjálfri mér. Ég myndi áreiðanlega gefast upp, leggja hendurnar um hálsinn á honum og segja að ég þyldi þetta ekki lengur. Tárin brunnu bak við aukna- lokin á mér og ég barðist við ekkann. „Góða nótt, Jenny“. _ „Góða nótt, Steve“. ______ Dyrnar lokuðust. Nú gat ég loks grátið og Steve heyrði ekki til mín. Ég gróf höfuðið niður í koddann og hágrét. Ég var viss um að nú var allt búið. Við gátum ekki haldið áfram svona, saman en samt svo fjarlæg. Ég gat það að minnsta kosti ekki, ekki einu sinni Nicky vegna. Steve gat sjálfsagt hugsað sér að lifa lífinu eins áfram. Hann vildi víst að við byggjum saman, Nickys vegna. En áður en um langt Iði yrðum við hvort öðru ókunn. Kit Harker ætti hann. Hann yrði oftar og oft -ar hjá hlenni. Fleiri og fleiri ikvöld sæti ég ein heima og hann yrð( bara heima þegar hann skammaðist sín fyrir að vera það ekki. Svo færi hann að fara að heiman á nóttinni, „Ég þarf að fara á brott í V-ð skiptaerindum Jenny.“ Og ég segði að það væri allt í lagi, en ég vissi að víðskipti væru það ekki. Sumar konur gátu lifað þannig. Ég þekkti konur, sem gerðu það, en ég var ekkj ein þeirra. Ég braut heil anum um hvað kæmi næst og hvort okkar ætti upptökin. Sennilega yrði það ég. Fyrr eða seinna bæði ég hann um að velja. „Þú verður að velja á rrllli okkar Kit. Ekki get- urðu haft okkur báðar!“ Eða kannske s'egði ég það ekki heldúr færi bara að heiman. Ég gat komið Nicky fyrir hjá Vinkonu minni Patsy, sem rak barnaheim- ili, þar til ákveðið var að við skQdum. Við Steve gátum heimsótt hann til skiptis. En nú varð ég að hætta að gráta og ég velti mér á hlið- ina. Hugsa^ ég þetta í al- vöru? Reyndi ég að þvinga sjálfa mig til að viðurkenna að ég yrði kannske að I fa án Steves? Datt mér virkilega í hug að senda Nicky frá mér? ÍÉg hlaut að vera ’geggjuð. Maður átti ekki að leggja svona o hugsa á nóttinn; þá var allt svo ömui’legt og dökkt. Ég velti því fyrir mér, hvort Steve svæfi eða hvort hann hefði sömu vandamál og ég. Kvieið hann líka fyrir framtíð nni? Var hann líka óhamingjusamur? Eða hlakk aði hann til að hitta Kit aft- ur? Kannske strax á morg- un, þegar við kæmum frá foreldrum hans? Ég hugsaði um hvort hann hugsaðj það sama og ég, að þetta var eina nóttin síðan við giftumst, að imdantekn- um tímanum, sem ég lá á sæng, sem við höfðum ekki sofið í sama herbergi. 9. Ég tók strax eftir því að eins og alltaf hafði verið mik ið fyKr okkur haft. Vinalega litla húsið við vinalegu litlu götuna ljómaði. Nýfægðir gluggarnir gljóðu og gluggatjöldin voru nýþvegin. Öll fjölskylda 'Steves var þar Mamma hans og pabbi, giftu systurnar tvær með menn og börn, bróðirinn, Mayse, öll stóðu fyrir utan dyrnar til að bjóða okkur velkom- in. „Ó, Steve en hvað þetta er fallegur bíll“. „En Steve þú hefur ekki sagt okkur frá honum“. „Steve, sonur minn, ég er hreilinn af þér“, sagði móðir hans með tárvot augu. Hún leit á mig og brosti. „Ertu ekki hreilíln • af honum Jenny? Ný staða og nýr ibíll“. Ég minntist þess hverju ég hafði lofað Steve að láta eins og ekkert hefði í skohst og svaraði að vitanlega væri ég það. Maysie leit tortryggin - á m';g._ ;,Ég bjóst við að þú værir vön fólki með góða stöðu qg fína bíla, Jenny”! Ég fann að ég roðnaði. Þetta var svo líkt Maysie, en mér fannst þetta óþarfi. Hún var tvítug, sæt. ljóshærð og frökk og gjörólík hinum í fjölskyldunni. Ég var viss um að hún hafði aldriei gert minnstu tilraun t!l að skilja mig. En hún var eftirlætis- sysir Steve og einmftt núna hékk hún í handlegg hans. „Þú verður að bjóða okkur í bíltúr í dag, Steve“. „Áreiðanlega. En ég get ekki tekið alla með. Mamma og pabbi ganga fyrir“. „Auðvltað gerum við það“, sagði faðir hans, sem var jafn stoltur yfir syninum og móð irin. „Vísaðu Jenny og Nicky upp í gestaherbergð, Flo“, sagði hún við systur Steves. „Ég er viss um að þau vilja laga sig til“. Hún var að leggja af stað fram í eldhúsið, en left á mig og sagði afsakandi: „Ég er hrædd um að þú fáir ekkert fínt í dag Jenny. Það er bara kaldur matur, en við erum svo mörg að ég treysti mér ekki flil að hafa heitan mat“. Þannig var það alltaf, þeg ar ’ ég heimsótti fjölskvldu Steves. Móðir hns var alltaf eins og ég væri yflrmaður hennar, sífiellt að afsaka allt. Mér leiddist það og það var al ger óþarfi. Mér þótti vænt um þau eins og þau voru. Oft öfundað( ég þau af ó- brotnum venjum þeirra. Þetta var fjölskylda Steves og ég elskaði þau af því að ég elskaði hann. Af því að ég elskaði hann — Guð minn, var ég búin að gleyma öllu, sem skeð hafði?“ Nicky, sem venjulega var hreinasti engill, þegar hann var annarsstaðar en heima hjá sér valdi þennan dag til að vera súr og fýldur. Hann iðað| á stólnum og kvaðst ekki vera svangur. Ég hefði gíetað slegið hann, því amma hans hafði sérstaklega steikt hana honum kjúkling og lag að grænmef.sjafning og það lá við að ég missti stjórn á mér. þegar hann ýtti diskn- um frá sér og gargaði að mat urinn væaj; vondur, „Nicky, hagaðu þér vel“. Nicky leit fjandsamlega á okkur öll. Og svo sagði hann einmitt það, sem hann mátti ekki_ segja: „Ég vildi að ég væri hjá ömmu May, því þar kann ég vel við rrfig. Hún á miklu fínna hús en þetta“. „Hann er eyðilagður á dekri, það er það sem 'að er“, sagði Maysie, sem ekki þoldi börn. „Dékurbarn og leíð- indapúki“. Ég blóðroðnaði. „Ég er hrædd um að hann sé yfir sig þreyttur í dag“. „Hann hefur sennilega skemmt sér svona vel hjá ríka fólklnu“. „Maysie, þegiðu“, sagði tengdaimóðir mín hátt. Nicky urraði af ref ði. Steve ýtti stólnum sínum snöggt frá borðinu, gekk kringum það og tók Nicky upp og sagðtst vera búinn að fá nóg af slíkri hiegðun. „Hvað ætlarðu að gera við hann Steve?“ spurði ég strax. „Ég fer með hann upp í svefnherbergi og þar getur flugvélarnan Loftleiðir. 1 Saga er væntanleg frá London og Glasgow kl. 19 í dag. Fer til New York kl. 20.30. Leiguvélin er væntan- leg frá Hamborg, Kaup- mannahöfn og Gauaborg ki. 21 í dag. Fer til New York kl. 22.30. Hekla er væntanleg frá New York kl. 10.15 í fyrra- málið. Fer til Amsterdam og Luxemborgar kl. 11.45. Flugfélag íslands. Millilandaflug: Millilanda- flugvélin Hrímfaxi fer til Glasgow og Kaupmannahafn ar kl. 8 í dag. Væntanleg aft- ur til Reykjavíkur kl. 22.40 í kvöld. Flugvélin fer til Osló- ar, Kaupmannahafnar og Hamborgar kl. 10 í fyrramál ið. Millilandaflugvélin Gull- faxi fer til Glasgow og Kaup- mannahafnar kl. 8 í fyrra- málið. Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akur- eyrar (2 ferðir), Egilsstaða, Fagurhólsmýrar, Flateyrar, Hólmavíkur, Hornafjarðar, ísafjarðar, Kirkjubæjar- klausturs, Vestmannaeyja (2 ferðir) og Þingeyrar. Á morg un er áætlað að fljúga til Ak- ureyrar (2 ferðir), Blöndu- óss, Egilsstaða, Húsavíkur, ísafjarðar, Sauðárkróks, Skógasands og Vestmanna- eyja (2 ferðir). Skiplns Ríkisskip. Hekla fer frá Reykjavík á hádegi á morgun til Norður- landa. Esja er væntanleg til Reykjavíkur í dag að vestan úr hringferð. Herðubreið er á Austfjörðum á suðurleið. Skjaldbreið er á Vestfjörð- um. Þyrill er á leið frá Rvík til Bergen. Helgi Helgason fer frá Reykjavík í dag fiil Vestmannaeyja. Eimskip. Dettjfoss fór frá Flekke- fjord 22/7 tiÞBergen og ís- lands. Fjallfoss kom til Ham- borgar 18/7, fer þaðan til Rostock, Gdansk og Reykja- víkur. Goðafoss fór frá Rvik 22/7 til New York. Gullfoss kom til Kaupmannahafnar í gærmorgun frá Leith. Lagar- foss fór frá New York í gær til Reykjavíkur. Reykjafoss fór frá Raufarhöfn í gær til Húsavíkur, Siglufjarðar og Reykjavíkur. Selfoss fór frá Gautaborg 21/7 til Reykja- víkur. Tröllafoss fór frá Hull 22/7 til Antwerpen, Rotter- dam, Hamborgar, Leith og Reykjavíkur. Tungufoss fór frá Ólafsfirði í gær til Súg- andafjarðar, Patreksfjarðar og Reykjavíkur. Alþýðublaðið — 24. júlí 1959 Jjj,

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.