Alþýðublaðið - 28.07.1959, Qupperneq 10

Alþýðublaðið - 28.07.1959, Qupperneq 10
EINN af eftirminnilegustu dögum í lífi mínu var sumar- dagurinn fyrsti, hinn 23. apríl 1959, en bá var kirkja Óháða safnaðarins 'vígð og helguð, Guði til dýrðar og söfnuðinum til andlegrar uppbyggingar. Það er ekki ætlun mín að skrifa Iangt mál um bá helgu athöfn. Það hefur þegar verið gert. Þó get ég ekki látið hjá líða að færa öllum beim, sem stuðluðu að því, að dagurinn verður mér ógleymanlegur, mitt hiartans þakklæti, og get ég fullyrt, að söfnuður vor tekur undir það með mér. Það var ógleymanleg stund, er biskup íslands, herra Ás- mundur Guðmundsson, og prest ur safnaðarins, séra Emil Björnsson, lýstu báðir samtím- is blessun Guðs frá helgum stað yfir allan þann mann- fjölda, er þarna var saman kominn, og líta hina tignu gesti, sem heiðruðp okkur með ná- vist sinni þennan dag, forseta íslands, herra Ásgeir Ásgeirs- son og frú hans, Dóru Þórhalls- dóttur, vígslubiskup séra Bjarna Jónsson og frú ásamt fjórum prestvígðum mönnum, er voru vígsluvottar. Öllum þessum vinum vorum vil ég í nafni safnaðarins votta virðingu og þakklæti og bið þeim blessunar Guðs. Nú kann einhver að hugsa, sem les þessar línur: Er þetta annað og meira en gengur og gerist. þegar kirkjur eru vígð- ar? Ég svara því óhikað ját- andi, það er það í mínum aug- um. Er ég skyggnist inn í lið- inn tíma og lít yfir farinn vge, sé ég, að fyrir rúmum 8 árum áttum vér engan samastað fyr- ir starfsemi vora, þá áttu refir greni en vér ekkert hæli, en nú er sá tími hjá liðinn með Guðs hjálp og góðra manna. í þessu sambandi minnist ég orðá séra Hallgríms Pétursson- ar: Án Guðs náðar er allt vort traust — óstöðugt, veikt og hjálparlaust. Mér verður hugsað til þess, er vér nokkrir menn, sem stofnað höfðu þennan söfnuð, gengum á fund Emils Björns- sonar þeirra erinda að biðja hann um að gerast prestur vor og hann lýsti fyrir oss þeim erfiðleikum, sem á veginum myndu verða. En vér treystum Guði og vér treystum fólkinu og knúðum á og.fengum þétta svar: „Ef ykkur er alvara, vin- ir mínir, bá skal ég verða við bón ykkar. Tökum þá höndum saman og byrjum að starfa í Jesú nafni“. Qg f hans nafni hefur hann í það minnsta starf að fram á þennan dag og mun gera framvegis. Þegar á allt þetta er litið og vér höfum nú á þessum stutta tíma náð settu marki og kirkja vor er vígð til allra andlegra afnofa. þá má enginn lá mér það, þótt þessi vígsluathöfn sé annað og meira í mínum aug- um en hversdagslegur atburð- ur, og ég þykist þess fullviss, að hún hefpr snert hjörtu vor allra í þessum fámenna söfn- uði, sem segja má, að sé eins og eitt samhent heimili. Þegar vér, eldra fólkið, sem staðið höfum í eldinum, ef ég má svö að orði komast, föllum frá, þá treysti ég æskunni, þeim árgöngum, sem fæðast og ferm- ast inn í þennan söfnuð, til að halda markinu uppi, já, láta það aldrei falla, með þessi orð í huga: „Ef Drottinn byggir ekki húsið, erfiða smiðirnir til ónýtis“. Um leið og ég skil við þenn- an kafla máls míns, er mér bæði ljúft og skylt að þakka borgarstj óranum í Reykjavík, hr. Gunnari Thoroddsen og nefnd þeirri, sem úthlutar fjár- framlögum bæjarsjóðs til kirkjubygginga, þann ágæta stuðning, sem vér höfum notið. Einnig vil ég þakka öllu utan safnaðarfólki, sem styrkt hef- ur oss með gjöfum. Guð bless- ar glaðan gjafara. Þá kem ég áð öðrum þætti þessara hugleiðinga minna. Laugardaginn 2. maí s. 1. var, að tilhlutan prests og safnaðar- formanns, haldin hátíðarsam- koma í hinni nývígðu kirkju. Hófst hún með sálmasöng, en að því búnu flutti formaður safnaðarins, Andrés Andrésson, ávarp, ennfremur María Maack forstöðukona. Þá rakti safnað- arprestur í stórum dráttum byggingarsögu þirkjunnar og minntist hinna mörgu bæði lífs og Iiðinna, sem lagt höfðu fram fé og vinnu til að hrinda verk- inu áfram. Hann þakkaði með fögrum orðum þé fórnfýsi og dugnað, sem menn höfðu sýnt, þar til áfanganum var náð. Því næst söng Einar Sturluson, ó- perusöngvari einsöng og að lok um var sunginn tvísöngur. Öll var athöfn þessi hin ánægju- legasta. Að henni lokinni var öllum kirkjugestum boðið til kaffi- drykkju í félagsheimilinu Kirkjubæ, en kvenfélagskonur veittu af mikilli rausn. Oss öllum til mikillar á- nægju var séra Árelíus Níels- son gestur vor þetta kvöld og sannarlega aufúsugestur. Hann flutti við þetta tækifæri eina af sínum snjöllu ræðum, sem ég man lengur en aðeins á með an hún er flutt. Hún var í senn þrungin lifandi andagift og þrótti. Hann lagði a. það*á- herzlu, að hér mætti ekki stað- Ur nema, margt væri enn ó- leyst, og verkefni óþrjótandi. Að lokum bað hann oss til handa blessunar Guðs. Vér þökkum honum 'hjartanlega fyrir komuna og hans góðu óskir og biðjum þess, að Lang- holtskirkja megi sem fyrst rísa af grunni, svo að söfnuður hans og þjóðin öll, fái notið hæfileika hans og andagiftar til fulls. Að síðustu flutti séra Emil Björnsson nokkur þakkarorð. Eg get ekki skilist svo við þetta mál að ég minnist ekki á Aðventsöfnuðinn í Reykjavík. Vér í Óháða söfnuðinum minn- umst hans með mikilli virð- ingu og stöndum í óborgaðri þakkarskuld við hann. Vér lágum særðir við veginn á sín- um tíma, en þá var það sem Samverjinn kom, tók oss upp á sinn eigin eik og flutti oss í sinn helgidóm. Þar dvöldum vér j helgri ró og friði á vorum tilbeiðslustundum. Þeir um- gengust oss sem bræður sína, enda eiga allir að vera eitt í Jesú Kristi. Guð blessi Aðvent- söfnuðinn og starf hans. Þá kem ég að þriðja atrið- inu í þessu rabbi Jjnínu og nú ávarpa ég ykkur, kæru safn- aðarsystkini, eldri sem yngri. Það hefur verið ákveðið að múr húða kirkjuna utan í sumar, það er næsti áfanginn. Þið mun , ið, að séra Árelíus sagði eitt- hvað á þessa leið í sinni snjöllu ræðu: Þetta átak ykkar er eins og mað.pr líti á borg, sem stend ur á fjalli. Vinir mínir, eldri og yngri. Látum þessi uppörf- unarorð rætast að fullu. Vér getum eþki litið á kirkjuna sem borg nerna hún sé í full- i um skrúða á fjallinu. Klæð- laus má hún ekki vera undir veturinn. Því er það einlæg ósk mín, að þið bregðist vel j við, ef til ykkar yrði leitað í i því augnamiði, svo ekki þurfi að taka lán til að koma verk- inu í góða höfn. Þið hafið sýnt fórnfýsi fram á þennan dag og svo mun verða enn. Þetta má að vissu leyti kalla lokaátakið og á að vera vort metnaðarmál, eldri sem yngri, jafnt nýfermd- um ungmennum og áttræðum öldungum. Allir eitt í Drottins nafni. Ég vil taka það fram, að um þetta, sem ég nú hefi sagt hér að framan og helzt mætti kalla rabb um daginn og veginn, er við engan annan að sakast en sjálfan mig, og bið ég ykkur vélvirðingar á því. Að lokum þetta: Lofið Guð, sem leysti úr dróma. Lofið Guð, sem frelsar sál. Lofið Guð, lát enduróma. upp til hæða þakkar-mál. Lofið Guð, sem lífið gaf. Lofið G.uð um byggð. og haf. Lofið Guð nú klukkur kalla Krists að borði alla, alla. ísleikur Þorsteinsson, Lokastíg 10. Framhald af 4. sí6u. bjóst ekki við að Reykjavík væri svo nýtízkuleg borg og að menningin væri svona mikil á íslandi. — Og hvernig varðst þú milljónamæringur, góði minn? spurði félagi okkar á íslenzku. „Ég eignaðist ásamt föður mínum timburversmiðju á vesturströndinni árið 1893 með tvær hendur tómar auðvitað“, sagði hann, eins og hann skildi spurninguna og teldi hana sjálf sagða. „Við feðgarnir byrjuð- um með litla myllu fyrir alda- mótin og við hana starfaði ég þangað til árið 1954 að sonur minn tók við. Þá keypti ég fyr- ir konuna mína búgarð í Was- hington fylki, og þar búum við þegar við erum heima, en við ferðumst mikið upp á síð- kastið. — Skyldi .hann ekki vilja kaupa Gripsholm? spyr félagi okkar með miklum alvörusvip. „Já, það er gott að búa um borð í Gripsholm", segir hann, og enda þótt hann ekki skilji íslenzku er líklegt, að milljóna ■mæringurinn gæti keypt Grips holm og sennilega jafn ríkur eftir sem áður. Framhald af 5. síðu. að ganga til Þurrðar. Tókst þá samkomulag milli allra þjóða, sem hvalveiðar stunduðu þar syðra, um heildartakmörkun veiðanna og nákvæmar reglur til verndar stofninum. Sam- kv-æmt þessu samkomulagi hefur verið veitt um skeið, en nú hafa risið upp deiiur og horfir illa /.m skipulag veið- anna — og björgun hvai- stofnsins. Þeir, sem líta á þessi mál í heild: hina . nýju veiðitækni, hin nýju verksmiðjuskip, hin- ;ar nýju fiskveiðiþjóðir — hljóta að skilja, að málið verð ur ,að leysast í heild með sam- komulagi um heildarveiði og tryggingu á tilveru fiskvéiði- þjóða, se mhafa veiðarnar að aöalatvinnu. Ég lýsi þessum sjónarmið- um algerlega án tegnsla við landhelgismál okkar. Það mál munum við sækja til sigurs, og sigur okkar mun stuðla að ve-rndun fiskistofnanna. En þeir, sem af þróngsýni og ill- vilja berjast gegn 12 mílna liskveiðitákmörkum nú, eiga eftir að sjá, að þeirra eig:n hagur, ekki síður .en annarra, er ekki aðeins 12 mílna vernd un, heldur miklu víðtækari í áðstafanir, eins og ég hef hér lýst. Það .er of mikið í húfi til að hægt sé að Þ.ola, að fiski- miðum sé eytt. á skömmum tíma með taumlausri sam- keppni. J, SKlPAUTC.tRB RIKISINS Esja fer-til Vestmannaeyja í sam- bandi við þjóðhátíðina þar. — Verður farið frá Reykjavík kl. 14 fimmtudaginn 6. ágúst og komið til Eyja um kvöldið. — Verður .farið þaðan aftur kl. 2 aðfaranótt sunnudags 9..ágúst og komið til Reykjavíkur kl. ll. árd. Farpöntunum veitt mót- taka á fimmtudaginn og farmið ar afgreiddir jafnhliða, eftir því sem ástæður leyfa. Fólk sem kaupir far fram og til baka með hóteldvöl- í skipinu í Vestm.- eyjum situr fyrfr fari. Nánari upplýsingar í skrifstofunni. Sifreiðasalan og EeSgan Inaéffssfræti 9 Sími 19092 og 1896« Kynnið yður hið stóra 6r val sem við höfum af alla konar bifreiðum. Stórt og rúmgott sýningarsvæði. og leigan ~ Sími 19092 og 18966 INGCLF5 CAFE; Opnar daglega kl. 8,30 árdegis. ALMENNAR VEITINGAR allan daginn. Ódýr og vistlegur matsölustaður. Reymið viðskSptin. Engéifs-Café. r fyrirliggjandi. Kr. Þorvaldsson & Co, lieildveyzlun Ingólfssitræti 12. — Sími 24478. Konan mín, rnóðir okkar og tengdamóðir, EYRÚN JAKOBSDÓTTIR, •andað.st 25. þ. m. að hsimili sínu. Austurgötu 34, Hafnarfirði. Þorsteinn Bjarnason, börn og tengdabörn. Maðurinn minn HALLDÓR VILHJÁLMSSON Smáratúni 14. S-elfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju, nlðvikudaginn 29. þ. m. Iiúskveðja fer fram frá heimili hins látna kl. 13,30. Sigríður Björnsdóttir og börn. Maðurinn minn, AXEL IIELGASON, lézt af slysförum 17. júlf s. 1. Útför hans fer fram imiðvikudaginn 29. júlí kl. 2 frá Fossvogskapellu, Athöfitnni verður útvarpað. Sonja B. Helgason. IQ 28. júlí 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.