Alþýðublaðið - 06.08.1959, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.08.1959, Blaðsíða 2
VÉÐftlÐ: Rigning um land allt. ★ ☆ OSTASAFN Einars Jónsson ar, að Hnitbjörgum, er opið daglega kl. 1.30—3.30. ' ^ MINJASAFN bæjarins. Safn deildin Skúlatúni 2 er opin daglega kl. 2—4. Árbæjar- safn. Opið daglega frá kl. 2 —6. B'áðar safndeildir eru lokaðar á mánudögum. 't ÁKVEÐIÐ er að aðalfundur Ljósmæðrafélags íslands verði haldinn þriðjudaginn 8. september nkv í Tjarnar- kaffi í Reykjavík kl. 13.30. Kosið verður í stjórn til næstu þriggja ára. Fjöl- ménnið. Stjórnin. ☆ FRIÐRIK ÓLAFSSON skák- meistari teflir fjöltefli í Skátaheimilinu í kvöld kl. 8. Takið með ykkur töfl. Æskulýðsráðið. ☆ ÚTVARPIÐ í DAG: —- 12.50 —14.00 „Á frívaktinni!‘. — 15.00 Miðdegisútvarp. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Lok franskrar skútualdar á íslandi (Magni Guðmunds- son hagfræðingur). 21.00 íslenzk tónlist: Lög eftir Sigvalda Kaldalóns. 21.30 Útvarpssagan: „Farandssal- inn“ 17. 22.00 Fréttir. 22.10 Kvöldsagan: „Tólfkónga- vit“ eftir Guðmund Frið- : jónsson; VIII. — 22.30 Sin- fónískir tónleikar (plötur). 23.05 Dagskrárlok. ★ BrúSkaup. Nýlega voru gefin saman í .hjónaband í Austur-Þýzka- landi Þorsteinn Friðjónsson stud. chem. við Karl-Marx háskólann í Leipzig og ung- frú Waliy Dreher. ☆ Kirkjuritið er nýkcliið út. Það flytur m. a. ræður biskupa við vígslu og afsögn, ávarp for- seta íslands á prestastefnunni síðustu, yfirlitsskýrslu bisk- ups, minningargrein um sr. Helga Konráðsson, pistla sr. Gunnars Árnasonar ásamt fl. ☆ Frá skrifstofu borgarlæknis. Farsóttir í Reykjavík vik- nna 19.—25. júlí 1959 sam- kvæmt skýrslum 33 (35) starfandi lækna. Hálsbólga 57 (59). Kvefsótt 93 (104). Iðra- kvef 25 (15). Inflúenza 2 (4). Kveflungnabólga 4 (4). Munnangur 2 (2). Hlaupa- ibóla 1 (1). Ristill 1 (0). Láfið okkur aðstoða yður við kaup og ;ölu bifreiðarinnar. 'Urvalið er hjá okkur. við Kalkofsveg og Laugaveg 92. I Sími 15812 og 10650. .......................... Keflavíkurflu Framhald af 1. síðu. inni, meðan verið var að setja á hana eldsneyti og búa hana undir áframhaldandi flug. Nokkru síðar lenti önnur risaþota af sömu gerð frá bandaríska flughernum, og var það einkaflugvél Nixons. Ut úr henni steig hin spengi- lega og fallega varáforsetafrú, Pat Nixon, sem gekk á milli barnasjúkrahúsa og gaf sæl- gæti, meðan maður hennar reifst við Krústjov í Sovét- ferðinni. Þar var einnig Mil- ton Eisenhower, bróðir for- setans, og hinn smávaxni en skarplegi Riekover aðmíráll, sá sem byggði fyrsta kjarn- orkukafbátinn. Pritchard her foringi og Soulen, fyrsti sendi ráðsritari Ameríkumanna hér krotaði nafn sitt á dollaraseðla fyrir flugmennina. Sama mót- tökunefnd heilsaði nú og vara- forsetinn hélt af stað í áttina til hinnar flugvélarinnar, því með lienpi ætlaði hann _að fljúga lokasprettinn til Washington. Nixon er pólitíkus fram í fingurgóma og gekk fram og aftur á flugbrautinni með ut- rétta hönd og þeilsaði hverj- um, semi til náðist, klappaði óbreyttum jafnt sem offurst- um, enda hafa þeir allir jafn- an atkvæðisrétt. Hver og einn fékk innilegt bros og margir vingjarnleg orð, r\tt eins og hann hefði þekkt þá hálfa æv ina. Svona vinna menn at- kvæði í Ameríkunni — en mestan tíma fengu þó blaða- mennirnir. Bandarískir stjóm málamenn vanrækja þá aldr- éi. Einn kornungur soldáti sýndi á eftir vini sínum hægri hönd- ina á sér, sem Nixon hafði tekið í, og sagði spaugilega: Ég held ég þvoi hana aldrei framar. skrámu í ferðnni. Pólverji kastaði til varaforsetans rós og hitti hann óvart í höfuðið, þar sem þyrnir skrámaði enni Nixons. Það var ekki að heyra að varaforsetanum hafi mis- líkað — þvett á móti. Meðan Nixon vár að taka í allar hendur, sem hann náði í, sumir telja að hann hafi á 30 mínútum tekið í hendina á 2— 300 manns, ráfuðu tugir hinna amerísku bláðamanna um völl- inn og stungu sér inn í tollfríu búðina, Þar sem embættismönn um táldist til, að þeir mundu, áður en yfir lauk, nálega aliir hafa komið. )' Svo var kvatt og' veifað, vara forsetinn hvarf með frú sína inn í þotuna, síðustu blaðamenn irnir tóku til fótanna til að verða ekki strandaglópár, hurcí um þotanna var lokað, bílar, prammar og vélar þokuðust frá og-riokkru síðar heyrðust fyrstu drunur þrýstihreyflanna. Um tvöleytið tók blaðamannavéliu sig á loft og nokkru síðar vara- forsetaþotan — og hurfu báðar með svarta stróka aftan úr sér suðvestur í háloftin. ^ EINS OG 45 DAGAR, EN EKKI 15, SAGÐI EISENHOWER Hinn broshýri háskólaforseti, Milton Eisenhower, sem hefur orðið einn vinsælasti diplómat- iski sendimaður bróður síns, forsetans, gaf sig mjög að ungu kynslóðinni, þ?gar hann ráfaði um flugvöllinn. Hann hópaði umhverfis sig smástrákum varn arliðsmanna, sem voru að virða fyrir sér gestina og flugurnar. Þeim sagði Eisenhower brot af ferðasögunni, og þótti drengj- um firn mikil, að hann hefði þá um morguninn verið í Varsjá. Hinn uglulegi kjarnorkuaðmír- áll hlustaði á samtalið og sagði aðspurður, að kj^rnorkuísbrjót ur Rússanna, Lenin, væri ágæt ur. Frú Nixon ásamt fleiri ráðamönnum þeirra, heilsuðu gestunum, en varaforsetafrúin greip bros- andi í hattinn til að hann fyki ekki af henni, því kul var í heiðinni. Stigu þessir gestir upp í bifreiðar og óku um flugvöllinn, gerðu að garnni sínu við smástráka, sem heils- uðu stórmenninu 'kumpána- lega, og karlmenn skutust inn í tollfrjálsu búðina. BROSTI OG HEíLSAM EINS OG FRAMBJÓÐANDI Þegar Nixon loks hafði lokið samtölum sínum við blaðamenn og birtist í framdyrum risaþot- unnar, var hann umkringdur fögrum grænklæ;ddumflugfreyj um.-Var aragrúi Ij ósmyndavéla á lofti, er hann stóð þarna og Eisenhower sagði frétta- manni Alþýðublaðsins, að ferðin hefði verið hin ágæt- asta og viðtökur fullkomlega vinsamlegar og virðulegar. En ferðin hefur verið þreyt- andi, bætti hann, við, eins og 45 dagar væru, en eru aðeins 15. ^ NIXON SÆRÐUR AF RÓS Blaðafulltrúi Nixons í ferð- inni, Klein, gaf nánari upplýs- ingar um síðustu dagana í Pól- landi, þar sem hann kvað mót- tökur hafa verið stórkostlegar. Mikill manngrúi hefði verið meðfram leið Nixons, er hann hélt út á flugvöllinn í Varsjá í gærmorgun. Skömmu fyrir brottförina fékk Nixon mjög vingjarnelga orðsendingu frá Wyshinsky kardínála, sem þakkaði Ameríkumönnum stuðning og velvild í garð pólsku kirkjunnar. Kíein sagði, pð Nixon hefði aðeins orðið fyrir einni Kosníngalögisi Framhalrt ai 1. síðu. lit þeirra er svohljóðandi: Nefndin hefur athugað frum- varpið ýtarlega. Átti hún jafn- framt fimm sameiginlega fundi með stjórnarskrárnefnd efri deildar. Að sjáifsögðu bar sér- staklega að íhuga þær breyting ar, sem óhjákvæmilega mundi léiða af stjórnarskrárbreytingu þeirri, sem þingið hefur .nú til meðferðar. I frv. var ekki gert ráð fyrir þeim beytingum, sem hlaut að leiða af þeirri breyt- ingu á 31. gr. stjórnarskrárinn- ar, sem samþykkt var á síðasta þingi og allt bendir til, að nú verði samþykkt, að felid er nið- ur heimild flokka að hafa lands- lista í kjöri við alþingiskosn- ingar. Mjög víða þarf að leið- rétta frv. af þessum sökum. Var ur það fullt samkomulag innan st j órnarskrárnef ndanna. Enn fremur voru ýmis eldri ákvæði kosningalaganna, sem fullt samkomulag var um að leiðrétta. Stjórnarskrárnefnd stenduaj einróma að slíkum breytingar-s tillögum, sem fluttar eru á sér« stöku þingskjali. Hins vegar hefur orðið ágreiii ingur innan nefndarinnar ura afstöðu til frumvarpsins í heildj sem . leiðir af ágreining þing- flokkanna um kjörclæmabreyt-- inguna, sem tekin er upp í 5« gr. frumvarpsins. Tveir nefndarmanna mumj því skila sérstöku nefndaráliti. Undirritaður meiri hl. nefnd- arinnar lr,7gur til, að frv. verði samþykkt með þeim breyting- artiilögum, sem áður. er vísað til, nefndarmenn hafa þó ó< bundnar hendur um einstakau breytingartillögur og áskilja sér jafnframt rétt til að flytjá eða fylgja öðruni breytingartil- lögum. { Rok var á flugvellimum og hattarnir nærri foknir af frúnum, 2 6. ágúst 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.