Alþýðublaðið - 11.08.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.08.1959, Blaðsíða 4
Ctgeíaiiu njjyoutlokicurmn. ttltstjórar: BeneaiKi otronUai. lilsli - þórsson .g Helgi Sæmundsson (áb.). Fulltrúi ritsijórnar Sigvaldi Hjáln arsson Fréttastjóri: Björgvin Guðnmndsson. Ritstjórnarsimar: 14901 og 14802 áuglýsingasimi: 14906. Afgreiðsiusími: 14900. - Aðsetur: Albýðu ‘Uisið r>rentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgata s—10 Hver sigrar? HARÐAR deilur standa nú milli kommúnista, framsóknar og íhaldsins um aukningu skipastóls- ins. Þykist hver flokkur um sig hafa gert allra flokka mest til að kaupa fiskiskip, en telur jafn- framt, að hinir hafi þar svikið þjóðina. Landsfólk- ið býður nú í ofvæni eftir úrslitum þessara átaka, svo að ljóst verði, hverjir eru hetjur uppbygging- arinnar og hverjir svikarar og valmenni. (Það er annars fróðlegt að íhuga eflingu togaraflotans síðan stríðsgróðanum lauk. Að- eins tvisvar sinnum hefur, síðan þá, verið gert átak til að kaupa nýja togara. Hið fyrra var í tíð ríkisstjórnar Stefáns Jóhanns Stefánssonar, og tilkynnti Emil Jónsson, þáverandi sjávar- útvegsmálaráðherra, kaup 10 nýrra togara á. sjó mannadaginn 1949. Síðan kom stjórnartímabil framsóknar og íhaldsins og í sjö ár var enginn togari keyptur. Næst tók við vinstri stjórnin og lofaði 12 togurum, Lúðvík tilkynnti hvað eftir annað, að málið væri komið í höfn, en enginn togari var keyptur. Loks kom bráðabirgða- stjóm Alþýðuflokksins, og Emil Jónsson, for- sætis- og sjávarútvegsmálaráðherra, tilkynnti á sjómannadaginn kaup 8 nýrra togara. Þetta er sagan — sannleikurinn um togarakaupin.) Það verður fróðlegt að lesa framhaldið. Hver skyldi reynast mesti togarakaupaflokkur þjóðar- innar: framsókn, kommar eða íhaldið? Anderson brenndur VESTMANNAEYINGAR gerðu það sér til skemmtunar um helgina að brenna mynd af And- erson, hinum brezka flotaforingja, sem stjórnað hefur ofbeldi Breta í íslenzkri landhelgi síðan í fyrrahaust. Hefur það án efa verið gert í tilefni þess, að Anderson sendi kaldar kveðjur í okkar garð, Islendinga, er hann hvarf héðan. Það er eðlilegt, að íslendinga langi til að svala tiMinningum sínum í þessu alvarlega máli. En þeir mega ekki gera það á neinn þann hátt, að skaðað geti málstað okkar út á við. Að þessu sinni var of langt gengið. Það tíðkast nokkuð að brenna menn eða hengja í eftirlíkingum, og þykir bera vott um frekar lágt siðferðisstig, enda algengast 1 löndum, sem við íslendingar þykjumst vafalaust langt yfir hafnir hvað menningu og siðgæði snert- ir. Það er ósennilegt, að heimsblöðin hafi tekið eftir eða sagt frá þeirri köldu kveðju Andersons, sem íslendingar reiddust. En það er jafn líklegt, að blöðin smjatti á þeirri fregn, að íslendingar séu farnir að gefa tilfinningum sínum útrás á þann hátt, áð brenna myndir ajndstæðinga. Þetta er gamla sagan: Lýgin kemst norður á Langanes, áð ur en sannleikurinn nær Elliðaám. Hin ýkta mynd berst út um heiminn og skaðar mannorð þjóðar- innar og málstað hennar. Þetta atvik hefði, eins og grjótkastið á sendiráðið, ekki átt að koma fyrir. Auglýsingasími blaðsins er 14906 ÞRÓUNIN í efnahagsmál- ■um að undanförnu gefur til- efni til bjartsýni, sagði Dag Hammarskjöld framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna í ræðu, sem hann hélt, þegar umræðurnar um efnahags- ástandið 1 heiminum hófust á þingi Efnahags- og félagsmála ráðsins í Genf á dögunum. Hann benti á hiðbættaástand, sem efnahagsskýrsla Samein- uðu þjóðanna fyrir 1958 leiðir í ljós. og lagði áherzlu á, að sama þróun í framleiðslu og eftirspurn hefði átt sér stað á þessu ári. Heimurinn ræður í dag yfir miklu meira mótstöðuafli gegn kreppum en hann átti á fjórða tug aldarinnar, sagði Hammarskjöld, en hann benti jafnframt á, að þekking okk- ar á efnahagsöflunum í heim- inum væri enn svo takmörk- uð, að við gætum ekki með neinni vissu sagt til um það, hvort koma kynnu nýir og enn alvarlegri afturkippir en þeir, sem við hefðum þegar haft kynni af. ÚTÞENSLA OG JAFNVÆGI. Hammarskjöld lagði á það áherzlu, að vel mætti tengja viðleitnina til útþenslu þeirri viðleitni, að skapa efnahags- legt jafnvægi, og hann varaði iðnaðarlöndin við því að keppa að efnahagsjafnvægi á kostnað útþenslunnar. Umræðurnar snérust að verulegu leyti um vandamál vanþróaðra landsvæða, og þá fyrst og fremst um lækkandi verð á hráefnum og hækkandi verð á innfluttum framleiðslu- vörum. Meðal þeirra tillagna, sem fram komu, var tillaga um að gera ráðstafanir til að koma á jafnvægi í verðlagi, önnur um að flytja nýjar teg- undir jurta til vanþróaðra landsvæða til að gera land- búnað þeirra margbreytilegri og girða fyrir, að þau yrðu um of háð einni tegund uppskeru, enn önnur um að koma á fót nýjum iðngreinum og loks til- laga um að gera viðskiptasátt- mála, sem tækju ýmis yfir all- an heiminn eða stór svæði hans. Rússar lögðu fram tillögu um að gera allan heiminn að einu markaðssvæði og vísuðu til fyrri tillagna sinna um að koma á fót svæðisbundnum Dag Hammarskjöld viðskiptasamtökum, er hefðu þetta að takmarki. Hollend- ingar lögðu til, að gerðar yrðu langdrægar efnahagsáætlanir fyrir heiminn í heild fyrir til- stilli Sameinuðu þjóðanna. Belgíumenn lögðu til, að á- kveðinn hundraðshluti af tekjuaukningu heimsins yrði notaður til fjárfestingar í van- þróuðum löndum. Matvæla- og landbúnaðarstofnun S.Þ. (FAO)) lagði fram tillögu um að iðnaðarlöndin takmörkuðu framleiðslu sína á útflutnings- vörum til markaða í vanþró- uðum löndum. ÞRÓUN ÁÁKVEÐNUM SVÆÐUM. Forstjórar nefndanna, sem hafa með höndum efnahags- samvinnu á ákveðnum svæð- um í heiminum bentu á ýmis athyglisverð atriði. Efnahagsnefnd Evrópu benti á, að gerðar hefðu verið tals- verðar fjárfestingar.í Austur- Evrópu, og að ný útþenslualda væri í uppsiglingu í Vestur- Evrópu. Efnahagsnéfnd Asíu bendir á, að eftir afturkippinn, sem varð 1958, hafi þróunin orðið mjög hagstæð á þessu ári. Hins vegar sýni íbúar þessa svæðis æ meiri óþolinmæði — þeir biðji ekki um ölmusu, en vilji fá jafnvægi í hráefna- markaðinn. Efnahagsnefnd Mið- og Suð- ur-Ameríku hefur áhyggjur af framtíðarbróuninni. Búizt er við, að tala íbúanna á þessu svæði tvöfaldist á næstu 20 árum. Lágmarkshraði hinnar efnahagslegu útþenslu verður að nema 2,7 prósent árlegri tekjuaukningu, og þetta verð- ur ekki gert nema með víð- tækum ráðs öfunum, sem m. a. fela í sér breytingar í skipu- lagningu efnahagslífsins. Efnahagsnefnd Afríku legg- ur áherzlu á, að afturkippur- inn í efnahagslífinu nýlega, hafi haft minni áhrif á Afríku en búizt var við. Iðnaðarlönd- in hafa grætt á lækkuðu hrá- efnaverði, en hafa þrátt fyrir það ekki getað aukið fjárfest- ingu sína í Afríku. Geðverndar- ráðsfefna í Helsinki WHO — alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin — hélt dagana 24. júní til 3. júlí ráðstefnu í Helsinki, þar sem rætt var um geðverndarmál. Ráðstefn- una sóttu um 60 fulltrúar frá 26 Evrópulöndum. Tilefni ráðstefnunnar var meðal annars hin sívaxandi útbreiðsla tauga- og geðsjúk- dóma. Um tvær milljónir af íbúum Evrópu éru nú undir læknishendi í taugaveiklunar- deildum sjúkrahúsa. Næst á eftir kvefi er taugaveiklun al- gengasti sjúkdómur í iðnað- inum. Ráðstefnan ræddi árangur- inn af nýjustu aðferðum í með ferð slíkra sjúkdóma, og jafn- framt var rætt um þær or- sakir, sem liggja til grundvall- ar hinni auknu taugaveiklun nútímamanna. Fulltrúarnir voru á einu máli um ákveðnar meginlínur í sambandi við meðferð geð- sjúkdóma: betri hjúkrun til að ná skjótari árangri; betri menntunarskilyrði fyrir tauga veikluð börn til að koma í veg fyrir, að þau verði viðloðandi sjúkrahús eða geðverndar- stofnanir alla ævi; skjótari greining geðsjúkdóma með samvinnu lækna, kennara, dómara, lögreglu og starfs- manna opinberra hjálparstofn ana; betri aðbúð og umönnun á stofnunum fyrir börn og gamalmenni; aukinn skilning almennings á eðli taugaveikl- unar og loks auknar rann- sóknir. í DANMÖRKU verður hald- ið námskeið dagana 26. júlí til 25. ágúst með þátttöku 16 ríkja frá Afríku, Asíu, Mið- og Suður-Ameríku. Námskeið- ið fjallar um vandamál sam- vinnustefnunnar og er undir- búið af dönsku stjórninni í samvinnu við Sameinuðu þjóð irnar, Alþjóðavinnumálastofn- unina (ILO) og Matvæla- og landbúnaðarstofnunina, FAO. VAR’ÐMENN ur gæzluliði Sameinuðu þjóðanna á vopna- hléslínunni milli ísraels og Jórdaníu. Síðan árið 1956 hef- ur verið þarna stöðugur vörður. Hinir 5500 hermenn, sem eru í gæzluliði SÞ, eru frá Brazilíu, Kanada, Danmörku, Indlandi, Júgóslavíu, Noregi og Svíþjóð. 4 H. ágúst 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.