Alþýðublaðið - 11.08.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 11.08.1959, Blaðsíða 11
Reneé Shann „Nicky, spurðu ekki svona mikið,“ sagði frú Connor og ég skildi, að hún vissi að hver.iu stefndi. Hún rétti höndina til Nic- kys. „Komdu með mér, mamma er þreytt og getur ekki talað meira við þig.“ Mig kenndi til, þegar hann fór án þess að biðja um að fá að vera hjá mér. Þótti honum jafn vænt um mig og áður en frú Connor kom til okkar? Var hann jafn háður mér? Þurfti hánn jafnmikið á mér að halda? Svarið lá í augum uppi, Ni hy komst vel af án mín. Ekki kannski lengi, en að minnsta kosti stutta stund. En var það ekki það sem ég vildi? Ég rétti höndina eftir símanum og bað um síma- núme Patsyjar. Ég hafði ekki séð hana lengi, en okkur fannst alltaf báðum, að við saejumst á hverjum degi. „Halló, Jenny,“ sagði hún. „Það var gaman að þú skildir hringja. Ég var einmitt að hugsa um, hvernig þú hefðir það.“ „Ég hef það gott^þakka þér fyrir. Steve er búinn að fá nýja stöðu. Hann er yfirteikn- ari núna. Finnst þér það ekki fínt.“ „Meira en áður. En Patsy,“ sagði ég hratt/ „heldurðu að þú getir tekið Nicky fyrir mig um tíma, ef ég þarf þess með?“ „Vitanlega. Gjarnan. Það eru bara fimm börn hjá mér núna. Þau eru öll á aldur við hann, svo það gengur allt vel. Hvenær viltu áð hartn komi?“ „Það veit ég ekki almenni- lega. Ég hringi og segi þér það seinna. Þakka þér kærlega f.yrir, Patsy.“ Eftir að ég hafði lagt sím- ann á lá ég um stund með hendurnar undir hnakkanum og starði út um gluggann. Þetta var fyrsta skrefið. Mig kenndi til, Nicky vegna, en hvað gat ég gert? Ég sá enga aðra leið! Ég kom of seint á skrifstof- una um morguninn. Caroline greip framm í fyrir mér með- an- ég var að afsaka mig og sagði: „Þetta er óþarfi, Jenny. Richard er búinn að hringja og hann sagði mér að þið hefð- uð verið veðurteppt vegna þoku. En hvað er eiginlega að þér?“ Ég reyndi að segja, að það væri ekkert að rhér, en orðin stóðu föst í hálsinum á mér og ég lagði höfuðið fram á skrifborðið og grét. Caroline kom strax til mín og lagði höndina á titrandi axlir mín- ar. „Elsku vina, hvað er að? Þetta er svo ólíkt þér.“ Ég reyndi að jafna mig. „Hafið þið Steve rifizt?“ spurði hún. „Já, þetta var síðasta rifr- ildið!“ Já, hugsaði ég, nú var ekk- ert fleira að rífast um. Allt sem segja þurfti var þegar sagt. Annaðhvort hætti hann við Kit eða ég færi. „Hvað skeði?“ Ég sagði henni það allt. Að minnsta kosti allt um Steve, en bara sumt um Richard. „Hafði Steve á réttu að standa, þegar hann sagði, að þú elskaðir Richard?“ Ég leit á hana. „Satt að segja veit ég það ekki, Caroline. Ef svo er getur hann sjálfum sér um kennt. Þetta hefði aldrei skeð, éf Steve hefði ékki —“. Ég brast aftur í grát. „Þú ert bara þreytt,“ sagði Caroline blíðlega. „Hvað ertu búin að sofa lengi í nótt?“ „Ég fór ekki að sofa fyrr en klukkan fimm og frú Conn- or færði mér te í rúmið klukk- an siö eins og venjulega.“ „Ég skal panta kaffi, þá vaknarðu." Caroline ráðlagði mér aftur að fara að heiman meðan við drukkum kaffið. Ég sagði henni frá Nicky og að honum myndi líða vel hjá Patsy. En svo streymdu tárin á ný, þeg- ar ég sagði henni að ég héldi að honum þætti ekki vænt um mig lengur. „Nú verðurðu að reyna að jafna þig,“ sagði Caroline skynsamlega, „annars kafn- arðu í sjálfsmeðaumkvun og það hjálpar þér ekkert.“ Ég skildi, að það var rétt, sem hún sagði, og skammað- ist mín, „Þetta er rétt hjá þér. Nic- „Má maður ekki eiga sitt einkalíf, ekki einu sinni í munninum“. ky dýrkar mig, það veit ég vel. En hann dýrkar frú Conn or líka. Það, sem að er, er að ég er afbrýðisöm.“ „Afbrýðisemin virðist leika stórt hlutverk í þínu lífi sem stendur og sömuleiðis í Stev- es ef því er að skipta“. „Ég held að hann sé ekki afbrýðisamur. Hann reyndi bára að skella skuldinni á mig“. „Vertu ekki svona heimsk, Jenny! Hefði hann ekki verið afbrýðisamur, hefði hann leg- ið í heitu rúminu og sofið klukkan fimm að morgni“. Ég viðurkenndi að þetta var rétt. „En nú er víst kominn tími til að fara að vinna“, sagði ég, þegar við vorum búnar að drekka. „Ef þú treystir þér til“. „Ég hef gott af því“. Og ég var niðursokkin í vinnu mína allan daginn. Einu sinni hringdi Richard og tafði mig og bauð mér í há- degismat. En ég afþakkaði og sagðist helzt ekki vilja hitta hann í dag. Hann varð von- svikinn, en ég gat ekkert ann- að gert. Klukkan á mínútunni fimm sendi Caroline mig heim. „Og svo skaltu vera heima ámorgun, ef þú ert .þreytt eða þið Steve rífist aftur“. „Ég verð hvorki þreytt né rífst við Steve“. „Gott hjá þér“. Ég kom heim áður en átti að baða Nicky. Ég varð yfir mig hrifin þegar hann þaut á móti mér og ég greip hann á loft og þrýsti honum að mér. „Þykir þér vænt um mömmu?“ „Já. þú ert bezta konan í heiminum!“ Hann sagði þetta við og við eins og svo margt nnnað fal- legt og dýrmætt. Já, Caro- line hafði á réttu að standa. Þó allt væri svart, þá hafði ég þó Nicky. „Á ég að baða þig í dag?“ Ég baðaði hann og gaf hon- um kvöldmatinn í rúmið og lét sem ég sæi ekki augna- ráðið, sém frú Connor sendi mér. Nú var hún afbrýðisöm! Hún var farin að gera sig of heimakomna hér. Nicky var þó barnið mitt! Henni yrði illa við að ég sendi Nicky til Patsyjar. Steve kom líka snemma heim. Ég heyrði hann stinga lyklinum í skrána og fór að velta því fyrir mér hvað skeði í kvöld. Ég leit útund- an blaðinu, þegar hann kom inn í stofuna. „Halló“, sagði ég í til- raunaskyni. „Halló“, hann settist í stól- inn sinn. „Það virðist ætla að verða þoka aftur í kvöld. Það er dimmt yfir“. „Mér líst vel á þetta aftur“, sagði ég stutt í spuna. „Fyrirgefðu að ég . efaðist um að þú segðir sitt“. Svo var ekki meira sagt fyrr en frú Connor kom inn með matinn. „Ég vil ekki mikið“, sagði ég. „Ég er ekki svöng“. „Fékkstu gott jð borða í hádegisverð?“ „Yið Caroline fengum okk- ur bara bx-auðsneið“. Aftur varð smáþögn. Loks orkaði ég þetta ekki lengur. Og það gerði hann vízt ekki heldur, því við töluðum bæði um leið. En hans orð voru þýðing- armeiri! „Heyrðu mig, Jenny. Ég get víst eins sagt þér það strax, að frá og með næstu viku verð ég þrjá til fjóra daga í viku í nýju verksmiðj- unni“. Ég lagði hnífinn og gaffal- inn frá mér og hendurnar á mér skulfu svo að það glamr- aði í diskinum. „Ég skil“. ,,f guðanna bænum láttu þér ekki detta í hug að ég ætli þangað með Kit!“ „Er það ekki rétt?“ „Að minnsta kosti veit ég ekki til þess“. „En hvað bú ert saklaus!11 Ég hló vi,ð. „Og hvað bú held- ur að ég sé vitlaus“. Hann leit á mig. „Jenny, byrjaðu nú ekki á þessu aftur“. Ég greip andann á loft. Nei, það var það sem ég sízt vildi, og við lukum við matinn án þess að tala eitt orð í viðbót. Innra með mér ólgaði reiðin. Hvað var eiginlega að ske? Hélt Steve virkilega að Kit færi ekki með? Auðvitað elti hún hann! Mér fannst senni- legra áð hann lygi að mér og það sýndi að hverju stefndi. Áður en hann kynntist Kit hafði mér aldrei komið til hugar að efast um það, sem hann sagði. Við settumst við arininn og frú Connor kom með kaffið. Ég hellti í bollana og hugsaði um það, sem ihér hafði dottið í hug. „Steve!“ Hann leit þreytulega á mig. „Já?“ „Hvað verður það lengi, sem þú verður að fara svona í hverri viku?“ „Það veit ég ekki. Það fer eftir því hvað mér gengur' vel að koma öllu í rétt horf þar“. „Er ekki fallegt þar?“ „Ekki á þessum hluta árs“. „En það fer að vora“. Ég hallaði mér að honum. „Má ég koma með-þér? Ég þarfn- ast tilbreytingar og við —- okkur hefur komið svo illa saman upp á síðkastið. Kann- ske gengur það þetur ef við förum saman og búum á skemmtilegu hóteli þar —“ „Elsku vina,“ greip hann fram í fyrir mér. „Þar er ekk- • erþ skemmtilegt hótel“. Ég neitaði að taka þetta sem svar. Ég vildi ekki gefast . upp ennþá. Ég vissi ekki hvers ; vegna ég gerði síðustu til- raun, Því þetta var síðasta til- raun. „Það er eitt rétt fyrir utan bæinn. Ein vinkona mín bjó þar einu sinni. Það er á að gizka kílómeters akstur þang- að. Hún sagði mér að það væri fallegt þar, cV allt væri fyrsta flokks“. Steíve hrukkaði ennið. „Og hvað á að verða um Nicky?“ „Hann hefur það gott hjá frú Connor. Við verðum jú. ekki lengi í burtu“. „Og Caroline og skrifstof- an?“ „Hún gefur mér frí. Hún veit að mér hefur ekki liðið vel upp á síðkastið.“ Ég kreppti hnefana. Hann hlaut að skilja að þetta var síðasta tilraun, Og ég vissi nú að ég vildi að hann tæki mig með. Við gátum orðið hamingjusöm á ný ef hann gerði það. Ég myndi gleyma Richard. Ef við hættum að hittast núna, gæti ég það. En ef ekki þá —. „Steve, finnst þér þetta ekki góð hugmynd?“ Steve hrærði í kaffibollan- um sínum. Þá þurfti hann ekki að horfa á mig. „Nei, eiginlega ekki. Það hefði litið öðru vísi út að sum- arlagi. Ég hef mikið að gera og þér leiðist baj|i‘. Um stund vissi ég ekkt hvort ég gæti mælt orð. „Með öðrum orðum ég væri fyrir þér“, s.agði ég loks. „f guðanna bænum —“ „Það er augljóst mál“. „Eins og ég er búinn að segja þér — þú ert alltaf viss um að þú hafir rétt fyrir þér“. „Leyfðu mér þá að koma með“. „Nei. Ég vil þig ekki með. Ég fer þangað til að vinna!“ Ég hélt niðri í mér andan- um. Nú gat ég ekki stjórnað mér lengur, ég gat það' ekki! Og ég vildi það heldur ekki. Við rifumst aldrei framar. Ég vildi ekki vera hjá honum lengur! „Ef þú ætlar að verða að heiman meirihluta vikunnar, Steve/ fer ég að heiman!“ Hann starði á mig. „Þú með allar þínar hótan- ir og úrslitakosti!“ „Ég fer, Steve!“ -„Og Nicky?“ flugvélarnarj Flugfélag íslands h.f.: Millilandaflug: Gullfaxi fer til Glasgow og Kaupm.h. kl. 08.00 í dag. Væntanlegur til Rvk kl. 22.40 í kvöld. — Hrímfaxi fer til Glasgow og Kaupm.h. kl. 08.00 í fyrramál ið. — Innanlandsflug: f dag er áætlað að fljúga til Akur- eyrar (3 ferðir), Blönduóss, Egilsstaða, Flateyrar, ísafj., Sauðárkróks, Vestm.eyja (2 ferðir) og Þingeyrar. — Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Eg- ilsstaða, Hellu, Hornafjarðar, Húsavíkur, ísafjarðar, Siglu- fjarðar, og Vestmanngeyja (2 ferðir). Loftleiðir h.f.: Leiguflugvélin er væntan- leg frá Stafangri og Oslo kl. 19 í dag. Fer til New York kl. 20.30. Saga er væntanleg frá London og Glasgow kl. 21 í dag. Fer til New York kl. 22.30. Hekla er væntanleg frá New York kl. 8.15 í fyrra- málið. Fer til Oslo og Staf- angurs kl. 9.45. Skipln: 1 Skipaútgerð ríkisins: Hekla er í Bergen á leið til Kaupm.hafnar. Esja er á Aust fjörðum á suðurleið. Skjald- breið ko mtil Rvk í gær frá Vestfjörðum. Þyirll er á leið frá Austfjörðum til Eyjafj.- hafna. Skaftfellingur fer frá Rvk í kvöld t'il' Vestm.eyja. Baldur fer frá Rvk í dag til Sands, Gilsfjarðar- Og Hvammsfjarðarhafna. Skipadeild S.Í.S.: Hvasafell er í Borgarnesi Arnarfell er í Rvk. Jökulfell lestar á Norðurlandshöfnum. Dísarfell fór 8. þ. m. frá Riga áleiðis til Hornafjarðar. Litlafell er í olíuflutningum f Faxaflóa. Helgafell er í Stett- m. Hamráfell fór 6. þ. m. frá Bctum áleiðis til íslands. Alþýðublaðið — 11. ágúst 1959 H

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.