Alþýðublaðið - 16.08.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 16.08.1959, Blaðsíða 5
 Á AÐ DR'EKKJA heiðri Reykjavíkur í einu tjörninni, sem til er í bæjarlandinu, með öðrum orðum sökkva tilvon- andi ráðhússbyggingu ofan í þessa einu tjörn, sem er það fegursta og heilbrigðasta, sem Reykjavík getur hlotnazt? En sínum. augum lítur hver á silfrið, og svo er um svæðið fyrir sunnan Alþingishúsið og Dómkirkjuna. Þar mega ekki undir neinum kringumstæð- um koma nýjar byggingar, enda ekki ástæða til Þess, því nóg er landrýmið. Það sætir undrun, að húsameistari Reykjavíkur skuli vera búinn að ganga með þá flugu í koll- inum um árabil, virðist ekk- ert orðinn vitarir með aldrin- um og má það merkilegt vera, því reynslan er skóli. Um mann, sem búinn er að vera húsameistari Reykjavíkur- bæjar í svo mörg ár sem Ein- ar Sveinsson sætir undrun að hann skuli ekki vera búinn að kynna sér til hlítar fagran stað fyrir ráðhús bæjárins, því það var úr mörgu að velja. Fyrirhyggjulaust er búið að eyðileggja flesta staði, sem tiltækilegir voru, með alls konar kumböldum, áður en nokkuð er skipulagt. Að klessa ráðhúsinu sunn- an við Vonarstræti og sulla því út í þessa einu tjörn, sem er mesta yndi yngri kynslóð- arinnar á veturna, og með fuglalíf sitt að sumrinu til 1— NIEiI'. Það hefði átt að vera foúið að hreinsa burt allar byggingar sunnan Vonar- strætis, hús Eiríks Hjaltested, Iðnó og gamla Iðsnkólann. Einnig burt með Kirkjuhvol og Templarahúsið, stækka A1 þingisgarðinn út að Vonar- stræti með lágri girðingu og puntgarð sunnan við kirkjuna. Þessar tvær byggingar, Þjóð- kirkjan og Alþingishúsið, láta ekki mikið yfir sér, en þetta eru virðulegar byggingar, og þær eigum við að varðveita og láta þær njóta sín á þess- um fagra stað með því dásam- lega útsýni, sem er að líta suður um Tjörnina með öllu sínu fuglalífi. Nú vill svo vel til, að það er til dásamlega fagur staður, sem Reykjavíkurbær hefur keypt, og áður var í einka- eign. Þessi staður er Héðins- höfði. Það var engin tilviljun að franski konsúllinn valdi sér þenna stað, útlendingar eru næmir fyrir fegurð landsins. Þarna sér yfir hafið, dásam- legasta sólarlag, sem hægt er að hugsa sér, þá Snæfellsjök- ull og allur Snæfellsnessf j all- garðurinn, Akrafjall, Esjan, !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ a ■ a j Hvernig vceri að i reisa ráðhúsið : !. ... ! : á Héðinshöfða? \ sundin og allur Mosfellsdal- urinn. Nóg um það. Svo kemur annað til sög- unnar í þessu sambandi, það er stækkun hafnarinnar. Hugsum okkur þegar búið verður að gera garð úr Örfir- isey að Engey, og svo garð úr Engey að austan á móti garði úr Lauganestanga að sunnan. Yrði þá innsiglingin austan frá inn í höfnina og þá mUndi ráðhússbyggingin blasa við er skipin sigla inn höfnina með varninginn heim. Það á vel við að ráðhúsið blasi við innsiglingu, því á hafið er sótt gullið til lífsframfæris. Mætti ég leyfa mér að spyrja hvort háttvirt bæjarstjórn og bæj- arráð með húsameistara Rvík ur í broddi fylkingar vilji ekki athuga gaumgæfilega Héðinshöfðalóðina? Hún er nógu stór og ekki þarf að vanta bílastæði, það má fylla upp ótakmarkað til sjávar og fagran garð má gera sunnan við slotíð. En ef húsameistari bæjarins vill endilega halda sig við að setja Ráðhúsið í tjörn, þá er ekki langt undan í Fúlutjörn, það er búið að þurrka hana upp! Allt á að vera í miðbænum, en hvar er miðbærinn? Hef- ur hann ekki þokazt austur á bóginn? Jú, vissulega, það verður ekki langt frá vegi að Héðinshöfði verði í miðbæn- um. Svo ermú eitt til dæmi.s, að Reykjavíkurbær er nýbú- inn að byggja myndarlega skrifstofubyggingu og er hún á næstu grösum við þennan umrædda stað. Nú mun hr. Einari Sveinssyni finnast lág reist hús sunnan við Héðins- höfðá, en því er til að svara, að húsin við Borgartún eru bráðabirgðahús og þau eiga að fara í burtu er þess gerist þörf. Það er innan handar fyrir bæinn að láta flytja þau í burtu. Það gæti verið athug- andi að selja leigjendum hús- anna þau fyrir lítið og bærinn legði til lóðir undir þau, t. d. fyrir ofan Elliðaár uppi á Jörfa. Þar er mikið landrými við hitaveitulögnina og gott með frárennsli. Þessi hús eru byggð á tréstólpum svo það ætti að vera auðvelt að koma þeim í burtu. Ég vona af heilum hug að bæjarstjórn og bæjarráð skoði sig vel um, áður en þeir taka fasta ákvörðun um að þræla Ráðhúsinu ofan í Tjörn ina og gera gamla bæinn að viðundri. Höfum það hugfast, að ekki á saman það gamla og hið nýja. Við eigum að varð- veita það forna. Lýðveldið er ungt og það sem var veglegt áður en það var stofnað, verð- um við að varðveita af fremsta megni. Tökum til dæmis Kirkjustræti; við megum ekki láta Sam,bandið gleypa það allt. Það þarf að stækka Al- þingishúsið, svo að það verði í samræmi við fjölgun þing- manna. Það ætti að vera nóg lóð vestur frá þinghúsinu og nóg af listrænum mönnum til að samræma viðbyggingu á- samt hækkun. Það er tákn- rænt að svo skuli til vilja, að einmitt mestu og tveir beztu forsvarsmenn þjóðarinnar skuli standa vörð um þinghúsi ið, en þeir fiytu sín þó betur ef byggingin næði lengra vestur Kirkjustræti. Það er vandi að velja stað fyrir Ráðhússbyggingu. Reykjavík, 25. 7. 1959. Sveinbjörn Kristjánsson. EKKI veit ég, sem þessar línur rita, hvort nokkuð þýðir að minnast á það, sem þó er oftar um- ræðuefni á meðal fólks en margt annað, næst á eftir síld- inni og veðurfarinu, að í raun og veru er höfuðborgin byggð fyrir bíla en ekki menn. Þetta kunna að þvkja ýkjur, og sum- ir vilja ef til vill segja, að hún sé ekki heldur byggð fyr- Bréf ir bíla, en fyrir hvað er hún byggð bá? Það er vandaverk að hemja skipulagið innan hæfilegra takmarka, og það er vanda- verk að velja ráðhúsinu stað, eins og mjög hefur verið um ritað upo á síðkastið, og það er líka vandaverk að koma fyr ir Öllum bifreiðunum, sem til eru í bænum, en um hinn vandann hefur lítið verið sinnt, að því er virðist, hvar gangandi vegfarendur eiga að (Framhald á 10. síðu.) HELSINGFORS - Fimmtán ára leit að kirkjuklukkun- um í Kuusamo er nú lokið — í þýzkum kirkjugarði. Þær voru orðnar gamlar kirkjuklukkurnar og dálæ.ti þorpsbúá. Su stærri var 500 kg, gjöf frá Karli XI. Svía- konungi 1698,-hin var gjöf frá Friðriki konungi 1721. En styrjöld lýtur engri hefðhelgi. í september 1944 yfirgáfu þorpsbúar hús sín og heimili, enda þýzkur her á næstu grösum. — Fólkið tók allt með sér, sem það mátti, en kirkjuklukkurnar voru of þungar. Þær voru eftir í kirkjuturninum. Enginn b.jóst við að sjá þær aftur. Það v^r stríð og koparinn dýrmætur. — En finnskur foringi mæltist til þess við Þjóðverjana að fela klukkurnar. Þorpið var lagt í rústir. Þegar fólkið fór að tínast þangað aftur í febrúar 1945 var rústirnar einar eftir af kirkjunni og klukkurnar hvergi finnanlegar. Þeirra var leitað víða í grenndinni, en árangurslaust. Árin liðu. Þýzkir menn, sem gegnt höfðu herþjón- ustu í Finnlandi fóru að koma þangað aftur sem skemmtiferðamenn. Nú hafði kirkjan verið endurreist á rústum hinnar gömlu og nýj- ar klukkur voru í turninum, gefnar af sænsku borginni Umeá. En séra Antti Pouk- kula sóknarprestinn dreymdi enn um að finna gömlu klukk urnar. Dag nokkurn kom þýzkur maður til þorpsins, fyrrver- andi ofursti. Hann hitti prest og það hann leyfis að leggja blóm á grafir þýzkra her- manna þar í kirkjugarðinum. Gat hann þess, að þýzkur hermaður hefði sagt sér, að klukkurnar væru grafnar í kirkjugarðinum. En leitin varð enn árangurslaus. Samt var haldið áfram að kanna þýzka hermannagrafreiti, og loks fundúst klukkurnar. Þær höfðu verið jarðaðar með þýzkum hermanni. Óg nú verða þær settar í turn hinnar nýju kirkju X Kuusamo AlþýðublaðiS — 16. ágúst 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.