Alþýðublaðið

Dato
  • forrige månedaugust 1959næste måned
    mationtofr
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Alþýðublaðið - 18.08.1959, Side 5

Alþýðublaðið - 18.08.1959, Side 5
ALLAR HELZTU fiskveiði- þjóðirnar leggja nú kapp á að smíða stærri skip en áður, búin alls konar tækjum til að ná meiri afla, og sum þannig útbúin, að þau gjörvinna afl- ann um borð (verksmiðju- skip). — Nýir fiskibankar eru leitaðir uppi, þegar heima- miðin ganga til þurrðar. S'egja má, að Norður-At- lantshafið, heimsálfanna á milli, sé nú orðið vettvangur fiskveiðiþjóða Evrópu og fleiri þjóða. þ.e.a.s. þar sem hægt er að beita hinum velútbúnu veiðarfærum nútímafiski- mannsins. Óðum gengur nú á ýmsar fisktegundir hér í norðurhöf- um. Fiskibankar, sem voru gullkistur fyrir nokkrum ár- um, eru nú að mestu eyddir. Samanber Halamiðin og fleiri og fleiri. Mokfiski þekkist nú ekki lengur hér við land á venju- legum togaramiðum. íslenzku togararnir (nýsköpunartogar- .arnir) stinga ekki út trolli hér á heimamiðum, ef möguleiki er til að komast á f jarlæg mið. Nýfundnalandsbankana o g miðin við Grænland, þar sem enn er tiltölulega fljótt verið að fá afla, einkum karfa, En þó er það nú svo, að vissir staðir, sem voru góðir til aflafanga fyrir fáum árum, eru nú óðum að eyðast og tæmast af gófiski eins og t.d. Halamiðin. Þegar við loks virðum fyrir okkur aflaföng- íslenzku tog- aranna s.l. tvö ár, má með fullum sanni ’segja, að ef ekki hefðu fundizt miðin við Ný- fundnaland :fyrir ísl. skip- in, er mjög líklegt, að til dæm is s.l. ár hefði orðið hörm- ungaár fyrir íslenzka togara- flotann almennt. Það voru karfaveiðiferðirnar frá mið- sumri. og fram á vetur, sem algerlega björguðu afkom- unni. Nú í ár hafa þessi aflabrögð reynst snöggtum lélegri en s.l. ár, skipin lengur að fá afla, hafa freistazt til að vera of lengi að veiðum og fengið svo mörg þeirra, að hluta til eða jafnvel allan aflann dæmdan í mjölvinnslu. Er hér alveg sjáanlegt hvert stefnir: Það er að hin stór- virku tæki er.u að tæma nytja- fiskinn hér í norðurhöfum, og á ég þar sérstaklega við þorsk og karfa. Hvert fara stóru togararnir til veiða, þegar bankarnir við Grænland eru búnir, þegar stóru og víðáttumiklu bank- arnir norður af Nýfundna- landi eru búnir? Ekki sækja þeir stóran og fljótfenginn afla á íslands- miðin. Hvað er þá til ráða fyrir þá þjóð, sem að mestu þarf að treysta á sjávaraflann eins og við íslendingar? Ég býst við að mörgum fari líkt og mér, að erfitt verði um svör. Þau eru of dýr skip í rekstri, stóru togararnir, þegar þau þurfa að fara 4—5 daga sigl- ingu hvora leið á fiskimiðin til að sækja 100—200 lestir af nýjum fiski til að vinna hér í frystihúsunum heima. Erum við þá ekki komnir að því, sem aðrar þjóðir, Rúss- ar, Spánverjar og fleiri ir gera, það er að gjörnýta fiskinn um borð, flak.a fisk- inn og hraðfrysta, mala úr- gang allan í mjöl og gera ferðirnar eins langar og arð- bærar, eins og allur útbúnað- ur og rúm leyfir? Þá má aftur segja, að 650 ■—1000 lesta togarr/r séu of litlir. En erum við þá á réttri braut. að vera nú að smíða marga togara, sem sýnt er, að verða of dýrir í rekstri, til að sækja 100—200 lestir af ís- vörðum fiski, 4—5 daga sigl- ingu frá heimahöfn? . Yæri joá ekki betra að stíga sporið fullt og stækka skipin enn, allt að -um helming, og nota þau sem verksmiðjuskip? Ég veit, að hér er komið inn á viðkvæmt mál, þar sem er atvinna alls þess fjölda fólks, sem vinnur { hinum ýmsu hraðfrystihúsum. En ekki dugir að hafa að- ferð strútsins og stinga höfð- inu í sandinn til þess að sjá ekki staðreyndirnar, sem eru þessar, að aflinn á þessi stóru skip fer minnkandi ár frá ári og útgerð þeirra verður erfið- ari með ári hverju, og þá einn- ig það, að sjómenn á hinum smærri skipum bera meira úr býtum í ársþénustu en á hin- um stóru og velútþúnu út- hafsförum. Og verður þá ekki erfitt að. fá mannskap á tog- ara þessa, þegar svona er kom ið? Mér verður ef til vill brigzl- að um svartsýni, þegar ég nú læt skoðun mína í ljós, að ég held, að við ættum ekki að byggja fleiri togara í bili og láta nú sjá í fá ár hverju fram vindur með aflabrögð, nema þá gera tilraun með verksmiðjuskip, sem ég tel sjálfsagt að gera nú strax. En þá munu einhverjir segja eigum við ekki að auka við flotann meira en orðið er? Ég vil ekkert aftaka um það, en á það benda, að ennþá flytjum við út stóran hluta af útflutningsvörum okkar, okkar, se:vi hálfunna eða lítt unna vöru. Það má t.d. benda á, að lost- ætasti fiskurinn, Norðurlands síldin, er flutt út að mestu óunnin. Hún er flutt út sem saltsíld eða unnin í mjöl og lýsi. Til dæmis má benda á, að Norðmenn hafa á fyrsta árs- fjórðungi yfirstandandi árs flutt út : niðursuðuvörur að magni til ca. 6000 lestir. Ég hef ekki verðmætið, en það munu vera tugmilljónir í norskum krónum. En við, fiskveiðiþjóðin, sem nær ein- göngu lifir af sjávarfangi, við höfum flutt út í fyrstu 6 mán- uði 1959 115 lestir fyrir ‘SV2 milljón íslenzkra króna. Þetta er okkur til vansæmdar. Hví höfum við íslendingar orðið þarna eftirbátar frænda okkar,' Norðmanna? Til þess liggja margar or- sakir, en verða ekki raktajr hér. Fyrir meir en tveim tugurn ára var samþykkt á aðalfundi Síldarútvegsnefndar norður á Siglufirði, með einróma sam- þykki fjölda síldarsaltenda, að vinna að stofnun og starf- rækslu síldarverksmi’ðju, sem, ynni síld 1 dósir til útflutn- ings. Ekkert hefur enn um það málið heyrzt. Nokkrar smáverksmiðjur hafa verið starfræktar mest fyrir innlendan markað. Ein hin afkastamesta hjá Fiskiðju veri ríkisins, :gat lítið starfað vegna fjárskorts aðallega, en var nú að sögn dr. Jakobs Sig- urðssonar, komin á góðan veg bæði að framleiða og koma hinni fullunnu vöru í verð. Væntanlega láta hinir nýju eigendtir verða þar framhald á og meira en það. Því nefni ég niðursuðuið'n- aðinn fyrst til fullnýtingar sjávarafla, að ég tel að áöur en tugmilljónir eru lagðar i aukin skipakaup erlendis fra, þá verði háppadrýgra að veita fé til framkvæmda, sem vinna meira ur hinum ýmsu tegund- um sjávaraflans en nú er gert. íslenzka síldin er sælgæti, sem alls staðar og alltaf er i heiðri höfð, hjá þeim er hafa kynnzt ágæti hennar, einkan- lega Norðurlandssíldin. Síld sú, sem Danir, Svíar og Norðmenn veira í sínum heimamiðum er hégómi á móti okkar ágætu íslandssíld. Það má vel vera að verja verði fé fyrst í stað £ auglýs- ingar til að útbreiða sölu á Íslandssíldinni, t.d. sem full- unnum dósamat á borðið hvar sem er í veröldinni. Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna hefur sýnt frábærah dugnað í því, að koma íslenzk- um freðfiski til vegs og virð- inga^ víða um b„eim, bæði með dugmiklum sölumönnum og auglýsingaherferðum, er haíá skapað stórkostlegan markað í ýmsum löndum, og er þar sjáifsagt enn margt óunnið. Mér er ekki kunnugt um sölu- aðferð SÍS, en sjálfsagt hafa þeir þar, ekki látið sitt eftir liggja. Það var mikið lán þjóðar- innar fyrst og fremst, að eign- Framhald á 10. síðu ;Fyrir ofan fyrirsögnina eru menn á reknetjaveiðum, til vinstri á síðunni línu- veiði, en að neðan síld- arstúikur við söltun. Alþýðublaðið — 18. ágúst 1959 5

x

Alþýðublaðið

Værktype:
Samling:
Gegnir:
ISSN:
1021-8203
Sprog:
Årgange:
79
Eksemplarer:
21941
Udgivet:
1919-1998
Tilgængelig indtil :
02.10.1998
Udgivelsessted:
Udgiver:
Alþýðuflokkurinn (1919-1998)
Nøgleord:
Beskrivelse:
Dagblað, gefið út af jafnaðarmönnum
Tillæg:

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar: 173. Tölublað (18.08.1959)
https://timarit.is/issue/134275

Link til denne side: 5
https://timarit.is/page/1991523

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

173. Tölublað (18.08.1959)

Handlinger: