Alþýðublaðið - 18.08.1959, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 18.08.1959, Qupperneq 6
ÞAÐ líður sennilega ekki á löngu áður en kvikmynd- in um Önnu Frank kemur hingað til lands og verður sýnd í einhverju kvikmynda húsi höfuðstaðarins. Það væri því ekki úr vegi að ræða örlítið um stúlkuna, sem leikur Önnu Frank, en hún á sér dálitla sérstöðu meðal kvikmyndaleik- kvenna. -— Ég er engin leikkona, sagði Millie Perkins, þegar henni var boðið eitthvert eftirsóttasta hlutverk í kvikmynd í seinni tíð. ■ — Ég veit ekki, hvort ég er það núna heldur, sagði hún, þegar hún hafði lokið leik sínum í myndinni. Og hún reyndist sannspá, að minnsta kosti eftir gagn- rýni sumra kvikmyndasér- fræðinga að dæma. Hinsveg ar benda aðrir á, að ekki hafi verið við betru að bú- ast af ósköp venjulegum amerískum táningi. Millie Perkins veit ekki annað um ,Ég er engin leikkona. stríðið en, að á þeim tíma hafi verc-* erfitt að fá tyggi- gúmmí. Hið eina, sem hún hafði til þess að fylla þetta vandasama hlutverk var út- litið. Það var líka þess vegna,. sem kvimyndastjór- inn George Stevens valdi hana úr hópi 10.224 ungra stúlkna. Þessi nýja kvikmynda- stjarna (ef stjörnu skyldi kalla) hefur fengið svipað •uppeldi og milljónir anu- arra táninga í Bandaríkjun- um. Hún er útskrifuð úr menntaskóla þar í landi og hefur hlotið sæmilega menntun, en veit þó sáralít- ið um veröldina hinum meg jn við Atlantshafið. Dagbók Önnu Frank, sem komið hef ur út í fjórum milljónum ein taka á 21 tungumáli, — hafði Millie ekki lesið, þeg- ar hún tók hlutverkið að sér. Hún hafði reyndar heyrt hennar getið, og ein- hver hafði sagt henni, að hún væri „svo sorgleg". — Þess vegna datt henni ekki í hug að lesa hana. Hún var fyrirsæta hjá ljósmyndurum, meðan þús- undir stúlkna sóttu um að fá að Ieika Önnu Frank. Og henni líkaði prýðilega við starfið. Hún sat á veitinga- húsi á Manhattan í New York, ásamt kunningjum sínum, þegar útsendari frá Fox-kvikmyndafélaginu kom að borðinu til hennar og bauð henni að leika Önnu Frank. — Nei, takk, svaraði hún. Ég er engin leikkona. Ég ILAUSU LOFTI ÞAÐ mætti ætla að ein- hver klókur Ijósmyndari hefði verið hér á ferð og gert kúnstir með tækjum sínum. En svo er ekki. Þetta er raunveruleg mynd af stúlkum frá Sydney. Þær eru allar í Tudor-Rudas- akrobatik flokknum og eru þjálfaðar í akrobatik dans í arabiskum stíl. Þær eru á aldrinum 16— 18 ára, en hafa samt æft akrobatik í sex til átta ár. Þær hafa til skamms tíma sýnt listir sýnar á baðstað i Sydney og vakið mikla at- hygli og stóraukið aðsókn- ina að staðnum. Innan skamms munu. þær leggja upp í ferðalag umhverfis hnöttinn og er þeirra hvar- vetna beðið með mikilli eft irvæntingu. vil heldur vera fyrirsæta hjá ljósmyndurum. En þegar hún kom heim til sín og sagði frá þessu, fann faðir hennar lykt af peningum og hætti ekki fyrr en hann gat talið dótt- ur sína á að taka þessu gull- væga tilboði. Hún lét tilleiðast. Eftir reynslukvikmyndina sagði Stevens: — Ég hef aldrei séð eðli- legri manneskju á kvik- myndatjaldinu. Á samri stundu sendi hann neitandi svar við um- sóknum 10.223 stúlkna. — Hann kvaðst hafa fundið sína Önnu Frank, og táning- urinn Millie Perkins, sem aldrei liafði ætlað sér að koma nálægt kvikmyndum og hafði ekki einu sinni leikið smáhlutverk í skóla- Ieik — varð fræg á samri stundu. Hún verður að lík- indum mest umtalaða kvik- myndaleikkona ársins 1959. ★ □ SKOÐANAKÖNNUN í Bandaríkjunum hefur leitt í ljós, að konur með gleraugu eru álitnar gáf- aðri en þær, sem ekki hafa gleraugu. ★ ' □ STRÆTISVAGNA- STJÓRAR í Singapore hótuðu nýlega að láta alla farþega ferðast ókeypis í vögnunum — ef þeir fengju ekki launahækkun. Þetta hafði betri áhrif en nokkurt verkfall. luHmiiuiitiiiiiiuiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiininiitiitiiiiiii UM NÆSTU áramót fæst eins og undan- farin ár vitneskja um það, hvaða maður hafi oftast verið nefndur í heimsfréttunum. Hver sem niðurstaðan verð- ur, er eitt víst: Krúst- jov hlýtur að verða þar ofarlega á blaði. Það er annað í sam- bandi við nafn Krúst- jovs, gem lesendur hafa áreiðanlega tekið eftir. Stafsetningin á því er mjög mismun- andi, svo að ekki sé fastara að orði kveðið. Hér á landi til dæmis skrifar hvert dagblað nafn hans á sinn sér- staka hátt. Væri gam- an að semja lista yfir allar útgáfurnar af þessu umtalaða nafni hér á landi og ef ein- hver lesandi nennir að taka hana saman, mun um við þiggja hana með þökkum. Einn af lesendum norska blaðsins Aktu- ell tók saman skrá yf- ir útgáfurnar þar í landi og hún er svona: Krutsjtsjev ^ Krushchev ^ Krusjtsjov * Khruschev * Khrustsjev * Khrustsjov * Khrusjtsjov -1< Chrustjevs * Krusjtsjev * Krusjsjov * Krustsjov Krustsjev Krusse. Að lokinni upptaln- ingunni spyr lesand- inn: Hvernig í ósköp- unum er rétt stafsetn- ing á nafni þessa bless aða manns? Blaðið svaraði með því að birta hans eigin staf- setningu á því — á rússnesku. Við látum hana . fylgja þessu greinarkorni. , YRIR fjó I kvaddi Baker li tíðlega hún þá fólki m£ dansi í meira e: ár. Samt sem áði enn þá að skemm Hún hafði komiz um, að hún þurfl og meiri peningí að koma í framk takmarki, sem 1 sett sér. 540 kílómetra í óvenjulega fögrr liggur þorpið Mil: býr Josephine Ba manni sínum og ■ börnum, sem þau ið að sér. Börn: mismunandi þjóðf mark söngkonun: láta þau alast u| umhverfi við góð, ur og síðast en e friði og bróðerni Tíunda fósturl indíánadrengur, : Mara. Josephine skemmta í lCarac: því þar yfir, að 1 aði að taka að sér íánadreng og láts ast upp með börn um níu. Fólkinu li á þessa hugmynd allt var gert til koma í veg fyri: kæmi henni í fra Loksins sá-Josep! ánadreng, Mara 1: hann var þá stadd ingjum sínum. Hi indið upp við ætti þeir vísuðu, á Þegar Josephine hennar höfðu æ' varað hana við henni barnið, þv mundi drepa þ: mundi hún taka ú ið og stilla því ú ■— svo að Evróput ist kostur á að sj indíánar væru sk Móðirin varð svo ir þessum óhugna ingum, að hún leii ir réttvísinnar og var tekin föst og s elsi. Eftir tvo henni þó sleppt. Þrátt fyrir þes farir víldi hún é upp. Hún var san: að örlögin vildu, yrði hennar tíun Klagai konuna sina MENN kippa sér ekki upp við sögur af eiginmönnum, sem eru vondir við konurn- ar sínar, — en sennilega er þó eftirfarandi met 1 slíku. í Halmstad í Svíþjóð hef- ur húsmóðir verið dæmd fyrir ölvun við akstur, en málsatvik eru mjög óvenju- leg. Maðurinn hennar neyddi hana til að aka bií- reiðinni. Ættingi þeirra hjóna hafði komið í heim- sókn kvöld nokkurt og öll þrjú sátu þau að sumbli fram eftir nóttu. Þegar gest inn fýsti loksins heim til sín, skipaði eiginmaðurinn konu sinni að aka honum heim. Hún neitaði, en lét þó undan, þegar maðurinn hót- aði henni öllu illu. Um leið og hún lagði af stað með gestinn, fór eiginmaðurinn beinustu leið 1 símann og hringdi til lögreglunnar og sagði þeim að konan sín væri ölvuð við akstur. TÝNDI GIMSTEINNINN ÞEIR opna kistilinn og leynilögreglumennirnir frá Scotland Yard bíða með eft- irvæntingu eftir að sjá hina dýrmætu gimsteina. í daufri birtu rísandi dags glitra og skína hinir fögru steinar. — „Guð sé oss næstur“, segir einn lögreglumannanna, — ,,þeir eru áreiðanlega meira en einnar milljón Þá heyrir Frans hann kannast ve! er kominn bónd ards. „Þessi fél 0 18. ágúst 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.