Alþýðublaðið - 19.08.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.08.1959, Blaðsíða 4
 ETtgetanui AipyouiloKKurinn. Kltstjórar: Benedlkt Gröndai, Glsn . þórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjam arsson. Fréttastjori Björgvin Guðmundsson. Ritstjórnarsímar; 1490J >» tmsi áuglýsingasím!: 14906. Afgreiöslusími: 14900. - Aðsetur: Albtt«« húsið orentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgata S—10 m Naudsynleg kynning- arstarfsemi ERLENDIR blaðamenn hafa fjölmennt hing- að í sumar. Blaðamenn frá Bretlandi og Norður- löndum haí'a þegar dvalizt hér, nú eru hér blaða- menn frá Vestur-Þýzkalandi, og á næstunni koma svo blaðamenn frá Bandaríkjunum. Gefst þessum gestum kostur á að kynnast landi og þjóð og sér í lagi atvinnuháttum okkar íslendinga. Og hér er vissulega um nauðsynlega kynningarstarfsemi að ræða. .. Það er auðvitað ekkert leyndarmál, að lögð er áherzla á að koma á framfæri við erlendu hlaða mennina sjónarmiðum íslendinga í deilunni við Breta vegna stækkunar landhelginnar. Hjá því verður ekki komizt, og þessi aðferð er mjög á- hrifarík jafnframt þeirri upplýsingastarfsemi í landhelgismálinu, sem felst í útgáfu rita og hækl inga á vegum stjórnarvaldanna. Málstaður Is- lendinga er alls ekki eins kunnur almenningi erlendis og vera þyrfti. Allt of fáir gera sér ljóst, hver er sérstaða íslands varðandi fiskiveið amar og að stækkun landhelginnar er blátt á- fram lífsnauðsyn oltkar. Þann sannleika þurfum við að útbreiða sem mest og hezt. Hann er öflug- asti stuðningur okkar í deilunni við Breta. Hver er svo árangurinn? Hann reynist sann- arlega mikill og góður. Erlendu blaðamennirnir skrifa kappsamlega um íslandsferðina og béra okk ur yfirleitt vel söguna. Slíkt er mikils virði. Til dæmis má benda á, að greinar Kingsleys Martins í New Statesman vekja jafnan æma athygli. Hann er víðfrægur fyrir að skrifa einarðlega um stjóm- mál, koma þekkingu á framfæri við lesendur sína og gagnrýna brezku valdhafana miskunnarlaust, ef honum finnst ástæða til. Bretar og áhugamenn um stjómmál hlusta á slíkan mann, þegar hann ræðir landhelgisdeil una. Og það gerir hann á sjálfstæðan og persónu legan hátt eins og við mátti húast. Dvölin á ís- landi gerir honum fært að kryf ja málið til mergj ar. Og svo er einnig um hina erlendu blaða- mennina, þó að jafnokar Kingsleys Martins séu raunar vandfundnir. Þessari starfsemi þarf að halda áfram. ís- lendingar verða að koma sjónarmiðum sínum og viðhorfum á framfæri við umheiminn, ekki sízt nú, þegar við eigum í harðri deilu vegna lífsbar- áttu okkar, sem voldugt stórveldi misskilur og rangtúlkar. Heimsóknir erlendu blaðamannanna mega sín mikils í þessu efni. Þær koma íslandi og málefnum þess á framfæri við umheiminn. óskast að Samvinnuskólanum, Bifröst. Upplýsingar gefur skólastjórinn í síma 17080 kl. 14—17 í dag og á morgun. Samvmsiuskólinn, Bifröst. órökræn. Úr því að Tíbet er hluti af Kína, þá er sjálf- stjórn fyrir Tíbet kínverskt innanríkismál. 0 FBELDI Kínverja í Tíbet hefur vakið mikla ólgu í Ind- landi og gert að engu trú Ind- verja á að afstaða Nehrus tryggði friðsamlega sambúð Indverja og Kínverja. At- burðirnir í Tíbet hafa gert að engu trú manna á að komm- únistar í Kína hyggðust ekki beita valdi í Tíbet og einnig hafa þeir leitt til þess að Kína og Indland hafa færzt nær hvort öðru landfræðilega séð. Landamæri þeirra hafa reynd ar alltaf legið saman, en þeg- ar kommúnistar tóku völdin í Kína hófu þeir þegar í stað hinar gömlu heimsvaldakröf- ur um yfirráð í Tíbet. Bretar hafa alltaf viðurkennt rétt- mæti þessara krafa og sama gerðu Indverjar er þeir fengu fullveldi árið 1949. En í reynd var Tíbet alltaf óháð^ ríki þar eð Kínverjar höfðu aldrei bolmagn til þess að fara þar með raunveruleg yf- irráð. Tíbet var alltaf óháð ríki milli Indlands og Kína og Indverjar höfðu jafnan menn ingarleg og viðskiptaleg sam- bönd við Tíbet. Það var ætl- un Nehrus að ástandið yrði þannig áfram og hann taldi að málið væri leyst með því að viðurkenna að Kínverjar hefðu æðstu völd í Tíbet en Tíbetingar nytu bó sjálf- ræðis. Þegar Sjú En Lai kom í op- inbera heimsókn til Indlands 1955 taldi Nehru að Kínverj- ar hefðu fallist á þessa skoð- un sína. Þá sagði Sjú En Lai í ræðu: — Tíbet er ekki kín- versk hjálenda. Tíbet er hluti af kínverska ríkinu og nýtur sjálfstjórnar. Þar af leiðir að við munum fara með það sem sjálfstætt svæði og veitum því fulla sjálfstjórn. N Ú VIRÐIST liggja ljóst fyrir að Kínverjar hafa lagt aðra merkingu í orðið sjálf- stjórn en Indverjar. Nehru taldi það merkja að Indverj- ar mundu áfram njóta sömu afstöðu og áður í Tíbet og að kínverskt herlið yrði ekki staðsett við indversk landa- mæri. . Innan þess ramma góðrar sambúðar, sem Nehru hefur alltaf viljað tryggja.við Kín- verja, reyndi hann að ná sam- komulagi um stöðu Tibet ’við Pekingstjórnina. Álit kín- versku kommúnistastjórnar- innar á þessari viðleitni Neh- rus er að finna í opinberri fréttatilkynningu kínversku stjórnarinnar sem gefin var út fyrir skömmu. Þar stend- ur m. a.: — Sumir aðilar við- urkenna yfirráð Kínverja yf- ir Tíbet en vilja samt sem áð- ur, að Tíbet njóti sjáhstjórn- ar. Þessi kenning er furðulega EHRU vf”-ður nú að þola að vera kabaður heimsvayla- sinni í kín’i°nskum blöðum. Indverjar í Tíbet eru sviptir sínum gömlu réttindum í land inu og fjölmennt kínverskt herlið er á landamærum Ind- lands og Tíbet. Þetta dæmi um veldi og makt Kínverja hefur enn einu sinni gert vandamálið um landamæri Kína og Indlands aðkallándi. ’ Alveg eins og réttarstaða Tí- bet hefur verið óklár, þá hafa landamæri Indlands og Kína verið óákveðin um aldaraðir og veit raunar enginn hvern« ig landamæri þessara ríkja liggja í hinum óbyggðu fjalla- héruðum Himalaya. Á kín- verskum kortum eru stórir hlutar af Kasmír, Assam, og ríkjunum Nepal og Bútan sýndir innan landamæra Kína. Þessi kortagerð Kín- ver.ia hefur enn sem komið er ekki vakið teljandi deilur, en þegar kínverskt herlið er komið að landamærum Ind- lands fer málið að vandast. . Nú vekja landamærakröfur Kínverja óhug í Indlandi. í ljósi þessara staðreynda verð- ur skiljanle^t hversu Nehru var fagnað í þinginu er hann lýsti því yfir að landamæri Indlands væru McMahon-lín- an svonefnda. Þessi landa- mæri voru ákveðin árið 1914 með samningi milli Tíbet og Indlands. Fulltrúar Kínverja viðurkenndu þessi landamæri, en kínverska ríkisstjórnin neitaði síðar að staðfesta þau. Þetta á þó ekki við um landa- mæri Tíbet og Indlands held- ur landamæri Tíbet og Kína. Þessar deilur geta risið hvenær sem er og eiga sinn þátt í að auka áhyggjur Ind- verja út af hinum volduga nágranna í austri. ^EISLUNIN. sem á undan- förnum árum hefur valdið yf- irvöldum og sérfræðingum á ýmsum sviðum áhyggjum, er farin að gera sérfræðinga í mjólkurframleiðslu órólega. Geislavirk efni, sem eitra andrúmsloftið og jarðveginn, eiga greiðan aðgang að mjólk- inni. Sérstaklega er efnið Strontium 90 hættulegt, því það helzt geislavirkt lengur en önnur svipuð efni og hef- ur mjög skaðleg áhrif á bein- in, einkum hjá börnum, sem nærast mest á mjólk. Sérfræðingar á þessu sviði fylgjast náið með þróuninni, að því er sérstök nefnd mjólk- ursérfræðinga segir. Hún var sett á laggirnar af Alþjóða- heilbrigðismálastofnuninni (WHO), Matvæla- og land- búnaðarstofnuninni (FAO) og Barnahjálp Sameinuðu þjóð- anna (ÚNICEF). Þessi nefnd hefur nýlega lokið ráðstefnu þar sem rætt var um hinar ýmsu orsakir mjólkurskemmda — gerla og smálífverur. af ýmsum teg- undum, geislun, skordýraeit- ur sem hefur áhrif á kúafóð- ur og ýmis lyf, sem koma. í veg. fyxir sjúkdóma í kúm. Var,;aérstaklega yarað við hví ■ að nota lyf án strangasta eft- irlits. Margt fólk hefur nefni- lega ofnæmi fyrir ákveðnum lyfjum, og það verður veikt þegar það drekkur mjólk úr kúm, sem fengið hafa þessi lyf. Ennfremur er nauðsyn- legt að gæta fyllstu varúðar við notkun nokkurra nýrra tegunda skordýraeiturs, sem notað er í fjósum og mjólkur- búum. Auk þessa ræddi nefndin nýjar’ aðferðir við geymslu mjólkur og möguleikana á að geyma mjólk í löndum þar sem loftslag er heitt. Var lögð sérstök áherzla á geril- sneyðingu sem gerir mönnum kleift að flyfja mjólk í heit- um löndum án kælitækja. Þetta var önnur ráðstefna nefndarinnar. Sú fyrri var haldin árið 1956 og var þá rætt um sjálfa mjólkina, en á seinni ráðstefnunni var einn- ig rætt um mjólkurflutninga, geymslu á þurrmjólk og m j ólkuraf urðum. □ MAÐUR, sem vó 112 ’ kg.; var nýlega hand- tékinn í apóteki í Los Ang- élés,’ eii þarhafði hann fram "íð:innbrát og.stoHð -r- inegr- unarpillum! 4 19. ágúst 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.