Alþýðublaðið - 02.09.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.09.1959, Blaðsíða 3
' ísl. íþréffameim Framhald af 0. síð’u. m. voru eftir bætti Kállevágh við sig og ætlaði að reyna að hrista Kristleif af sér en það tókst ekki. Síðustu 100 m. var keppnin geysihörð, en Krist- leifur var harðari og seig fram- úr og var 1—2 m. á undan í markið. Mér gekk hálfilla í ®00 m. og varð að hleypa Dan- anum og Pólverjanum framúr á endasprettinum. Keppnin í boohlaupinu var skemmtileg, Okkur tókst að sigra pólsku sveitina, en Svíarnir sigruðu með yfirburðum. Tímar 42,3 — 43,5 og 43,7. — Svavar. SARPSBORG, 26. ág. (Frétta- foréf frá Svavari Markússyni). Sama sagan endurtók sig í 1000 m. hér og í 1500 m. í Osló, enginn vildi taka forystuna. Ég var hálfþreyttur og þungur og ekki í keppnisskapi og varð fjórði á lélegum tíma. Það bætti nú ekki úr að ég mis- Skildi tímaseðilinn og varð að fara í hlaupið án þess að mýkja mig upp. Sigurvegari varð Þjóðverjinn Paul Schmidt á 2:26,2 mín., Stamnes annar á 2:26,6, Helland þriðji á 2:27,2 Og ég fjórði á 2:30,1 mín. Keppnin var hörð í 3000 m. hlaupinu eins og úrslitin gefa til kynna. Englendingarnir Gilligan og Merrimann ásamt Þjóðverjanum Watschke skipt- ust á um að hafa forystuna og BÍðan komu Hamarsland og Kristleifur. Fyrri 1500 m. voru hlaupnir á 4 mín. og 9 sek. Svona hélzt röðin þar til um 300 m. voru eftir, en þó tók Gilligan ógurlegan sprett og Hamarsland fylgdi. Hinir dróg ust heldur aftur úr. Kristleifur lokaðist inni og komst ekki framúr hinum fyrr en um 100 m. voru eftir í mark og dró þá heldur á en hitt. Ég er ekki frá því, að hann hefði getað fylgt Hamarsland og Gilligan, ef hann hefði ekki látið loka sig inni. Kristleifur var ekki þreyttur eftir hlaupið, en fann orlítið til í fætinum. Brautir eru mjög góðar hér f Sarpsborg og taldar betri en á Bislet. Vindur var töluverður er mótið fór fram eða um 3 yindstig. Mynd þessi var tekin á Eskifirði í sumar, er bátaflotinn beið löndunar. Viðfal við Arnþór Jensen, pönfun- arfélagsstjóra á Eskifirði. f DAG fara tveir verkfræð- ingar til Eskifjarðair til þess að athuga síldarbræðsluna þar, — svo og möguleikana á því að reisa þar nýja verksmiðju. Er talið nauðsynlegt að koma upp nýjum síldarbræðslum á Aust- urlandi og hefur Eskifjc'irður m. a. komið til tals í því sam- bandi. Stjórn . Hraðfrystihúss Eski- fjarðar hefur rætt þetta mái og samþykkt >að athuga möguleik- ana á smíði nýrrar verksmiðju á Eskifirði. Hefur formaður sjórnarinnar Arnþór .Tensen, dvalist í Reykjavík undanfama daga til þess að athuga þessi mál. Átti Alþýðublaðið stutt viö tal við hann 1 gær. 1 i I / 'iiiini Fimnt togarar Framhald af 1. síðu. Btjórnin vildi láta smíða fjóra jiýja togara (auk Hafnarfjarð- arskipsins) á árinu 1960 og aðra fjóra 1961. Var þar með vikið frá þeirri stefnu vinstristjórn- j arinnar að láta smíða 15 í einu, en þá stefnu tókst, sem kunn- Ugt er, ekki að framkvæma. | Telur núverandi ríkisstjórn farsælla, að togarakaup séu jafnari, færri skip í einu, en aldrei margra ára hlé á togara- ikaupum. AÐFARANOTT 31. júlí sl. var stolið báti frá varnarliðinu við Drag- hálsvatn. Báturinn er 14 fet á lengd og er úr alúmín- íum. Er hann því mjög léttur og meðfærilegur. Báturinn er merktur Alumacraft Boat Compa- ny, Minneapolis, Minne- sota U.S.A. Biður rannsóknarlög- reglan þá, sem hafa orðið varir við þennan bát, að gefa upplýsingar. AUKA ÞARF OG ENDJ.JR- BÆTA VERKSMIÐJURNAR 1 Arnþór sagði, að það hefði komið greinilega í ljós í sumar, að brýna nauðsyn bæri til að i auka og endurbæta verksmiðju kost síldarbræðslanna á Aust- urlanidi, bæði með því að endur bæta verksmiðjurnar sjálfar og auka þróarpláss þeirra. Þá sagði Arnþói' ennfremur, að taka þyrfti upp notkun kem iskra efna til Þess að síldin geymdist lengur óskemmd í þrónum. Hefur notkun slíkra efnu aukizt mjög erlendis, sér- staklega hjá Norðmönnum. 3000 MÁLA VERKSMIÐJA Á ESKIFIRÐI. Á Eskifirði er lítil bræðsia, sem getur brætt um 800 mál til jafnaðar á sólarhring. Þró- arfiléss er fyrir 3000 má] síld- ar. Arnþór sagði, að reisa þvrfti 3000 mála verksmiðju á Eski- firði, það teldist viðunandi lausn. Á Norðfirði er 2500 ‘ná:a verksm’ðja, en afköst hénnar í sumar hafa ekki 'reynst nema 1200—2000 mál. Á Fáskrúðsfirði er sams kon- ar verksmiðja og á Eskifir ði og þyrft. einnig verulega 'auknngu þar. Á Vopnafirði er 2500 mája verksmiðja, sem vinnur 3000 mál á sólarhring og hefnr bræðslan því gengið mjög vel þar. Á Seyðisfirði er aðflutt verksmiðja, sem bræðir um 2500 mál á sólarhring. Það ó- happ vildi til í sumar, að það kviknaði í verksmiðjunni. Fyr- ir sérstakan dugnað fram- kvæmdastjórans, Einars Magn- ússonar tókst þó fljótlega að koma verksmiðjunni í gang aft- ur þrátt fyrir brunann. Á Revð arfirði er engin síldarbræðsla. Sagði Arnþór, að þiátt fyrir þessar verksmiðjur væri hvergi nærri nægur verksmiðjukost- ur eystra. Arnþór sagði, að í sumar hefðu fjölmargir skipstjórar mælt með.því, að ný síldarverk smiðja yrði staðsett á Eskifirði. Reyndist það svo í ágústmán- uði, að þá var oft stytzt fyrir bátana að fara inn til Eskifiarð ai'. Arnþór sagði einnig, að eins og göngur síldarinnar hefðu verið í sumar, og undanfarin sumur, væri nauðsynlegt, að fá síldarbræðslu sunnan Gerpis. Á næstunni verða aðstæður allar á Eskifirði athugaðar vel með tilliti til þess að reisa þar nýja síldarverksmðju. Að Þeirri athugun lokinni má vænta frek ari fregna um það hvort reist verður ný verksmiðja þar eða ekki, sagðj, Arnþór. Kvaðst hann hafa rætt málið við sjáv- arútvegsmálaráðherra og fjár- málaráðherra í sambandi við ríkisábyrgðir og vænta beztu fyrirgreiðslu áf hálfu þess op- inbera, í þessu nauðsynjamáli þjóðarinnar. Arnþór sagði, að í sumar hefði aðeins starfað ein sölt- unarstöð á Eskifirði, en með auknum verksmiðjukosti, og þar af leiðandi frekara að- streymi síldarskipa, væri æski- legt 'að upp risi önnur söltun- arstöð, svo gera mætti afla skip anna sem verðmætastan. Samtalið við Arnþór gat ekki orðið lengra, því hann hafði í mörgu að sinnast, og flýgur heim í dag með verkfræðing- ana. Jeits Otto Krag Hann hafði um langt skeið ver- ið starfandi jafnaðarmaður og þótti með efnilegústu yngri mönnum flokksins. Hann var aðeins 33 ára, þegar Hans Hed- toft forsætisráðherra gerði hann að ráðherra, einum hinna yngstu í sögu Danmei'kur. — Síðar varð hann fulltrúi fyrir efnahagsmál í Washington, þá aftur ráðherra og loks gerði H. C. Hansen hann að utanrikis- ráðherra. Þykir Krag einn af færustu stjórnmálamönnum og efnahagsmálasérfræðingum Dana. Krag notaði daginn í gær til að skreppa úr bænum, þótt ekki væri veðrið sem bezt, og í gærkvöldi var honum haldið kvöldverðarboð í danska- sendi- ráðinu, Þar sem hann býr. Fékk hann þar tækifæri til að kvnn- ast allmörgum íslendingum, sem hinn danski ambassador, Knuth greifi, bauð til fagnað- arins. Heildsölubirgðir. I. Brynjólfsson & Kvaran. FuBHrúaráSsfundur í kvöld Kjörin verður uppstillingarnefnd. FULLTRÚARÁÐ Alþýðuflokksins í Reykjavík heldur fund í kvöld kl. 8,30 í Alþýðuhúsinu v»Ö Hverfisgötu kl. 8,30. Kjörnar verða nefndir vegna væntanlegra alþingis- kosninga. Einnig mun Gvlfi Þ. Cislnson menntamálaráð- herra ræða nýja kjördæmasklpun og ný kosningalög. Afþýðublaðið — 2. siept. 1959 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.