Alþýðublaðið - 02.09.1959, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 02.09.1959, Blaðsíða 12
Fregn til Alþýðublaðsins. STYKKISHÓLMI í gær. MIKILL eldsvoði varð bér í nótt, þegar Hótel Sigurðar Skúlasonar brann til kaidra kola á tveim klukkustundum. Sái-alitlu varð bjargað úr hús- inu og lagði slökkviliðið áherzlu á að verja nærliggjandi hús fyrir eldinum. Það var kl. 2,10 í nótt, að slökkviliðið var kvatt að hótel- inu. Var húsið, sem er stórt timburhús á þrem hæðum, al- élda, er að var komið. Þrír menn voru í hótelinu, er eld- urinn kom upp: eigandinn Sig- urður Skúlason og synir hans tveir, þriggja og fimmtán ára. Björguðust þeir út af efri hæð á kaðli. 'Sem fyrr segir fékk slökkvi- liðið ekki við neitt ráðið og reyndi því fyrst og fremst að verja næstu hús. Næsta hús er svokallað Kúld-hús og var allt lauslegt borið út úr bví í ör- yggisskyni. Tókst að verja hús- ið með vatni, en nokkrar rúður sprungu þó. Brann hótelið til kaldra kola og var fallið eftir röskar tvær klukkustundir. — Þakka menn hagstæðri vindátt og hægum vindi, að tókst að verja önnur hús fyrir eldinum. Gistihús Sigurðar Skúlason- ar var reist árið 1916 sem verzl- unarhús af Árna P. Jónssyni, kaupmanni. Verzlaði hann þar til 1923, en þ.á var húsið gert að vörugeymslu. Þegar gamla hótelið hér brann árið 1924, var húsið stækkað og breytt, og haf inn í því hótelrekstur árið 1927. Síðan hafa verið gerðar veru- legar breytingar á því. Síðan 1927 hafa níu sinnum orðið eig- endaskipti að. hótelinu, en það hefur alltaf verið rekið sem hótel á þessum tíma. Þetta var eina hótelið hér og því bagalegt að missa það. Húsið mun hafa verið vel vátryggt. Um eldsupptök er ekki kunnugt, en gizkað á, að þau hafi stafað út frá rafmagni. — Á.Á, — Stúlka mei- ALLHARÐUR árekstur varð í gær eftir hádegið við gatnamót Miklubrautar og Suðurlands- brautar. Stúlka, sem ók annari bif- reiðinni, Guðbjörn Einarsdótt- ir, Reykjalundi, slasaðist. Fékk hún skurð á enni og hnéskel brotnaði. Hún var flutt á Slysavarðstofuna. 40. árg. — Miðvikudagur 2. september 1959 — 186. tbl. ELDFLAUGAR Kaupmannahöfn, 1. sept. (Reuter). DANIR hafa fallizt á tilboð Bandaríkjamanna um að fá „Hornest John“ eldflaugar fyr- ir aðra herdeild. Tilboði um fleiri hersveitir orustuþota til að styrkja varn- ir Danmerkur innan Atlants- hafsbandalagsins hefur einnig verið tekið, sagði talsmaður ríkisstjórnarinnar í kvöld. Bæði flugskeyti og orustuþol- ur vei'ða afehn* á næsta ári. Fyrstu „Honest John“ eld- • flaugarnar verða afhentar síðar í haust. Hótelið, sem brann, sést hér á miðri myndinni. Yfirheyrslur í allan gærdag í r rynjars Olafssonar YFIRHEYRSLUR f máli Brynjars Ólafssonar hófust hjá bæjarfógetanum á Akra- nesi kl. 10 í gærmorgun. Fjall- aði fulltrúi bæjarfógeta, Val- garður Kristjánsson, um mál- ið og stóðu yfirheyrslur yfir allan daginn. Ákærði sagðist gera sér Ijóst, að hann hafi hlotið að vinna þennan verknað, en ekki muna eftir því. Þórhallur Sæmundsson, bæjarfógeti, tjáði blaðinu, að Brynjar yrði sendur til Reykja víkur nú í vikunni til geðheil- brigðisrannsóknar. Hefði hann verið úrskurðaður í gæzluvarð hald í nokkrar vikur og yrði sennilega geymdur í Reykja- vík, þar sem fangahúsið á Akranesi er ekki traust og ekkj hentugt til að geyma fanga um lengri tíma. Að yfirheyrslum og geð- heilbrigðisrannsókn loknum, verður málið sent til Dóms- málaráðuneytisins, sem tekur ákvörðun um málshöfðun gegn ákærða. Mun þessi mála- tilbúnaður taka alllangan tíma og dóms því ekki að vænta á næstunni. LONDON, 1. sept. (REUTER). Bretar kölluðu Eisenhower for- seta „Ike frænda“ fyrir nokkr- um dögum. Eftir að hann nú befur dvalið 5 daga í Bretlandi; er forsetinn orðinn svo vinsæll, og kominn i slíkt álit, að hann 1 gæti líklega orðið forsætisráð-. herra í Bretlandi. Nýja Dehli, 1. sept. (Reuter). NEHRU forsætisráðherra Indlands og Ayub forsætisráð- herra Pakistan ræddust við í hálfa aðra klukkustund í dag. Fundnr þeirra er í Nýju Dehli en þeir ráðherrarnir hafa ekki hitzt síðan Ayub tók völdin í Pakistan í friðsamlegri bylt- ingu í október s. 1. Til þessa hefur sambúð Indversku ríkj- anna ekki verið góð en tilefni vifræðnanna nú eru „nálar- stungur“ Kínverja á landamær um Indlands og Tíbet. Ayub og Nehru ákváðu að halda ráð- herarfund inann skamms og ræða ásælni Kínverja. Ayub ræddi við frettamenn er hann hélt áfram til Austur- Pakistan, að atburðirnir í Tíb- et og Afganistan væru alvar- legir. Sérstaklega benti ahnn á að hinar miklu vegafram- kvæmdir í Afganistan gerðu auðvelt fyiir um herflutninga þar að landamærum Pakistan. Undanfarnar vikur hefur það orðið æ greinilegr, að Afganist- n er að komast undir áhrif Sov- étríkjanna í ríkum mæli. Rúss- ar veita Afganistan hernaðar- aðstoð, aðstoð við vegagerð og oííuleit og selur því vélar. Ayub kvað hættuna frá Afganistah vera jafnmikla fy-rir Pakistan og ástandið í Tíbet er fyrir Ind- land. í Nýju Dehli er tálið að skammtt muni að bíða varnar- sáttmála Indlands og .Pakistans Nehru hefur að vísu borið á rnóti þeim fregnum, en aðgerð- ir kínverskr'a komúnista á landamærunum hafa sennilega breytt viðhorfi hans til þess máls. Orðrómur géngur um það $ Nýju Dehli, að Krishna Menon, varnarmálaráðherra Indlands, hafi þégar sagt af sér eða sé í þann veginn að láta áf störfum. Var spurzt fyrir um þennan orðróm í indverská þinginu í dag. Varð Ménon sjálfur fyrir svörum og fór undan. í flæm- ingi. Kv'að hann Nehru mundu annast þetta mál. Talið er að ósætt Menons við yfirmenn hersins geti. valdið afsögn hans. Er hann. talinrs, hafa brotið hlutleysi hersins í pólitískum efnum og .skipað vini sína ög stuðningsmenn f háar stöður í hernum án tillits til hæfni eða starfsaldurs. 297 hva HVALVEIÐARNAR hafa geng- ið illa í sumar, enda slæm tíð liamlað veiðum, sagði Loftur Bjarnason útgerðarmaður í við- tali við Alþýðublaðið. Til þessa hafa 297 hvalir veiðzt, en á sama tíma í fyrra voru þeir orðnir 400. Vertíðin í sumar hófst 25. maí eða um svipað leyti og síðast- liðið ár. í fyrra var hins vegar eitt bezta veiðiveður, sem kom- ið hefur í áratugi, enda veidd- ust þá 507 hvalir, og lauk ver- tíðinni ekki fyrr en seinast í september. Hvenær veiðunum lýkur í ár, fer eftir veðri og aflabrögðum næstu vikurnar. Jafnmargir hvalveiðibátar stunda vpiðarnar nú og áður eða fjórir að tölu. Starfa alls um 130 manns að útgerðinni, áhafnir og landmenn. Hvalurinn er misjafn að gæð- um. en yfirleitt svipaður hvað' það snertir og í fyrra. Ekki er hægt að segja neitt ákveðið um verðmæti aflans að svo síöddu. E. R. Quesada, flugmálastjóri Bandaríkjanna, kom í gær, á- samt fylgdarliði sínu, í lieimsókn til íslands. Hér verður hann í tvo dagaj Agnar Kocfoed-Ha^en, flugmálastjóri íslands, tók hér á Reykjavíkurflugvelli á móti hinum ameríska starfs- bróður sínum. j Einkaskeyti til Alþýðublaðsins, STOKKHÓLMI í gærkvöldi. A ALÞJÓÐLEGU frjálsíþrótta- móti hér í kvöld sigraði Hilm- ar Þorbjörnsson í 100 m hlaupi á 10,9 sek., en annar vatið Sví- inn Jacobsson á 11 sek. Dan Waern setti sænskt met í 3000 m. hlaupi á 7:59,6 mín., gamla metið átti Gunder Hagg 8:01,2 mín. Kristleifur Guð- björnsson varð níundi á 8:34,0 mín. Keppnin í 1500 m. hlaupinu var mjög hörð og skemmtileg, en þar sigraði Sten Johnsson, Svíþjóð, á 3:49,2 mín., en annar vaið Svavar Markússon 3:49,8 mín. þriðji Landberger 3:50,0 og fjórði Gottfridsson 3:50,2 mín. Svavar fór fram úr Þjóð- verjanum og Gottfridsson á endasprettinum. Bezti tími hans í ár. Ingi Þorsteinsson varð 8. í 110 m. grind á 16 sek. og Hörður Haraldsson fjórði í 400 m. á 49,5 sek. Jonsson, Sví- þjóð, sigraði á 47,9 sek. Ekki var keppt í stangar- stökki og sleggjukasti. Krist- leifur og Svavar eiu væntan- lartíf* Vmim q mnrönn €1 TVT

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.