Alþýðublaðið - 02.09.1959, Síða 10

Alþýðublaðið - 02.09.1959, Síða 10
i.fc-L ’ ★ EFTIR sigur Vals yfir Akur- nesingum í síðustu viku, voru margir, sem bjuggust við skemmtilegum og jöfnum leik milli gömlu keppinautanna, KR og Vals. Það fór samt á annan veg, því að KR hafði betur í öllum listum knatt- spyrnunnar og sigraði auðveld- lega með 6 mörkum gegn engu. Lið Vals var ósamstillt og allar aðgerðir, bæði til varnar og sóknar fumkenndar og út í bláinn. Var töluverður munur á getu liðsins nú eða gegn Ak- umesíngum á miðvikudaginn. KR átti góðan leik, sum upp- hlaupin voru mjög falleg og enduðu oft með ágætu skoti eða skalla, eins og vera ber í knattspyrnu. Framlínan var nokkuð jafngóð með Þórólf sem bezta mann, Gunnar Guð- mannsson átti einnig góðan leik. Garðar var drjúgur eins og oft áður og hann átti stóran þátt í mörgum upphlaupum KR. FYRRI HÁLFLEIKUR. Það voru ekki nema 3 mín- útur liðnar af leiknum, þegar Gunnar Guðmannsson er í dauðafæri fyrir miðju marki Vals og sendir knöttinn hægt og kurteislega í markið, án þess að Gunnlaugur reyndi að verja. Leikurinn var nokkuð þóf- kenndur næstu mínúturnar, það var tvívegis hætta við Vals markið á 21. mín., en allt bjargaðist. Fimm mínútum síð- ar er Sveinn Jónsson frír með knöttinn nokkra metra frá marki Vals eftir sendingu frá Helga Jóns, en Gunnlaugur var á verði og bjargaði glæsilega. FALLEG MÖRK. Á 36. mínútu eru KR-ingar í sókn, Garðar gefur knöttinn út á hægri kant til Sveins Jónssonar, sem spyrnir fyrir markið og þar er Ellert og skallar óverjandi í mark Vals, mjög fallega gert! Aðeins þrem mínútum síðar er Ellert með knöttinn á miðjum vall- arhelmingi Vals sendir hann út á kant til Arnar, sem gefur fallega fyrir til Sveins, sem skorar með glæsilegum skalla. Fjórða mark KR í fyrri hálf- leik kom á 44. mínútu, Garðar gefur knöttinn yfir á vinstri kant til Gunnars, sem sendir löngu færi — Gunnlaugur nær til knattarins, en missir hann í netið og 4:0 er staðreynd. SEINNI HÁLFLEIKUR. Síðari hálfleikur var ekki eins skemmtilegur og sá fyrri, enda útséð hver úrslit yrðu og vaxandi rigning gerði völlinn sleipan og því erfitt að sýna góða knattspyrnu. Á 4. mín. er dæmt horn á KR, sem ekkert varð úr — mín útu síðar er Sveinn í færi en knötturinn lenti öfugu megin við stöngina. KR-ingar eru nú látlaust í sókn og á 6. mínútu hleypur Þórólfur með knöttinn upp hægri kantinn, virðist ætla að gefa hann fyrir — Gunn- laugur hleypur út til að grípa inn í, en þá skiptir Þórólfur um skoðun og sendir knöttinn í markið bak við Gunnlaug, sem átti enga möguleika að verja, mjög laglega gert. Sjötta og síðasta mark KR í leiknum var einnig snoturlega gert, Gunnar Guðmanns er með knöttinn fyrir opnu Vals- markinu, Gunnlaugur hleypur á móti honum, en þá vippar Gunnar knettinum yfir Gunn- laug og hann rúllar rólega í markið. Rétt áður en þetta mark kom hafði Gunnlaugur bjargað marki með úthlaupi. Valsliðið átti nokkur tæki- færi á síðustu mínútum leiks- ins, m. a. bjargaði Heimir með yfirsiætti, það var ágætt skot frá Gunnari Gunnarssyni. Dómari var Magnús Péturs- son. Hann dæmdi yfirleitt af myndugleik, en örlítilli óná- kvæmni af og til og það sama má segja um línuverðina. X+Y. Unglingamélið Framhald af 9. síðu. Kristján Eyjólfsson, ÍR, 6,21 Ingólfur Hermannss., ÍBA, 5,86 Jón Ö. Þormóðsson. ÍR, 5,57 Steindór GuðjónsSon, ÍR, 5,47 400 m. hlaup: Grétar Þorsteinsson, Á, 51,7 Gylfi Gunnarsson, KR. _ 52,6 Þorkell St. Ellertsson, Á. 53,5 Ólafur Adolphsson, KR, 58,0 200 m, hlaup: Grétar Þorsteinsson, Á, 23,8 Þorkell St. Ellertsspn. Á, 24,6 Ómar Ragnarsson. ÍR, 25,2 Bragi Garðarsson, KR, 26,1 Þorvarður Björnsson, KR, 26,8 Þorvaldur Ólafsson, ÍR, 28,2 Stangarstökk: Ingólfur Hermannss., ÍBA, 3,20 Tveir knatfspyrnukappieikir Framhald af 9. síðu. I hann áfram til Þórólfs, en leikjum í I. deildinni, en ÍA hef-1 hann skýtur þrumuskoti af all- ir 9 stig og á einn leik eftir, við Þrótt. iwttwnTf UMWMMMWWWMWMMteW Lauen 7955 sl. ÞÝZKI grindahlaupariun Lauer setti þýzkt met í tug þraut á þýzka meisatramót inu um helgina. — Hann hlaut 7955 stig, sem er frá- bært afrek. Afrek hans voru: 10,2 — 7,22 — 1,83 —14,28 — 48,5 — 13,8 — 36,88 — 3,09 — 56,32 — 4:34,6. WMMMMWWWWMWWWW Páll Eiríksson, FH, 3,20 Gunnar Karlsson, FH, . 3,10 Steindór Guðjónsson. ÍR, 2,90 Kringlukast: Jóhannes Sæmundss., KR, 36,15 Grétar Ólafsson, ÍBK, 34,35 Kristján Stefánsson, FH, 34,14 Arthúi' Ólafsson, UMSK, 33,68 Ólafur Unnst.ss.. Umf. Ö. 33,55 Jón Þ. Ólafsson, ÍR, 32,85 3000 m. hlaup: Helgi Hólm, ÍR, 10:14.2 Jón úlíussJon. Á; __ 10:14,8 Erl. Sigurþ.ss.. Umf. Ö, 11:26,4 400 m. grindahlaup: Gylfi Gunnarsson,- KR, 61,3 Bragi Garðarsson, KR, 74,1 800 m. hlaup: Guðm. Þorsteinss., ÍBA, 2:07,1 Helgi Hólm. ÍR, 2:17,5 Jón Júlíusson, Á, 2:22,0 Þorvarður' Björnss., KR, 2:31,8 Sleggjukast: Jóhannes Sæmundss. KR, 42,65 Jón Ö. Þormóðsson. ÍR, 30,40 Þorvaldur Jónasson, KR, 29,55 Steindór Guðjónsson, ÍR, 28,60 Kristján Eyjólfsson ÍR, 28,37 Þrístökk: Ólafur Unnst.ss.. Umf. Ö, 13,92 Þorvaldur Jónasson, KR, 13,56 Kristján Eyjólfsson, ÍR, 13,01 Kristján Stefánsson, FH, 12.92 Ingólfur Ingólfss., UMSK, 12,41 Jón Ö. Þormóðsson, ÍR, 11,85 1500 m. hindrunarhlaup: Helgi Hólnv ÍR, 4:55,2 (Drengjamet). 4x100 m. boðhlaup: Sveit ÍR 47,4 (Kristján E., Helgi H. Steindór G.. Ómar). Sveit Ármanns, 48,0 Sveit KR, 48,5 Sveit FH. 48,7 1000 m. boðhlaup: Sveit Ármanns, 2:12,6 (Gylfi Hjálmarss.., Jón Júl, Þorkell Steinar, Grétar). Sveit ÍR, 2:15,0 Sveit KR 2:16,8 Sveit FH, 2:18,8 Sveit UMSK, 2:19,0 R.Ciiai KOLDU ,CiiaL búðingarnir ERU BRAGÐGÖÐIR MATREIÐSLAN AUÐVELD Fjórar bragðtegundir: Súkkulaði Vanillu Karamellu Hindberja Til aplu 1 flestum matvöruverzlunum landsins. Fuíltrúaráð Alþýðuflokksins í Reykjavík. Fundur verður í Fulltrúaráði Alþýðuflokksins í Reykjavík í Aþýðuhúsinu (niðri) ki. 8,30 í kvöld. Fundarefni: 1. Kjör nefnda vegna komandi aiþingiskosninga. 2. Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra ræðir nýja kjördæmaskipan — breytt kosningalög. Fulltrúar! Mætið vel og stundvíslega! Stjórnin. ÝMI Stórkostleg verðlœkkun aðeins þessa viku MUNIÐ hagkvæmust kaupin meðan úrvalið er mest. 10 2. sept. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.