Alþýðublaðið - 02.09.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 02.09.1959, Blaðsíða 11
■piiiiiiiiiiimmiiiimiiimimimimmiiiiiiiiiiiiiiiiii 11. dagur nmmmimmmimiimmmmmmimmimiiiiiiiiM* ekkert heyrt frá honum, er það?“ „Nei, það hef ég ekki“. Hún snéri sér undan og þótt- ist vera að horfa á gesti, sem einmitt í þessu komu inn á barinp. „Og þú ei’t sár yfir að hann skuli ekki hafa látið til sín heyra?“ Hún leit aftur á hann. „Því skyldi ég vera sár? Hann var ekki einu sinni vinur minn, aðeins kunningi". „Ég held nú samt að þú hafir álitið hann vin þinn. Finst þér ekki furðulegt að hann skuli ekki hafa reynt að ná í þig?“ Glösin voru látin á borðið og Linda varð trufluninni feg- in. „Ég ætlaði að tala við þig um morgundaginn11, sagði Davíð. „Ef eitt eða annað kæmi fyrir við landamærin að Aust- ur-Berlín — ef eitthvað kæmi fyrir og þú yrðir stoppuð þar •— ja, þá er ég hræddur um að ég geti ekki hjálpað þér.“ Hún leit fyrirlitlega á hann. „Eigið þér við að þér látið eins og þér þekkið mig ekki, ef ég á í einhverjum erfiðleikum? Ætlið þér kann- ske líka að neita því að ég sé meðlimur leikflokks yðar?“ „Það má vel vera að ég verði að gera það“, svaraði hann rólegur. Hún sá hve andlit hans var orðið hörkulegt og ósjálfrátt skyldi hún að hann vildi ekki þurfa að segja henni þetta. „Það er svo margt sem er þýðingarmeira en að koma þér inn á austur-svæðið, Linda“, sagði hann loks lágt. „Ég get aðeins sagt það, að komi eitthvað fyrir þig, þá hryggir það mig mjög.“ Hann virtist meina þetta alvarlega, en hún vildi ekki skilja það. Hún varð að komast þangað. „Þér eruð ekki beint heið- ursmaður“, sagði hún hæðn- islega. „Ég má ekki vera það, þeg- ar um jafn þýðingarmikið mál er að ræða og nú. Ég verð líka að hugsa .um alla hina úr flokknum. Ef ég rífst við yf- irvöldin verða hin líka að hætta við að fara til Austur- Berlínar og ég verð að minn- ast þess að þau lifa á þessu“. „En þau gætu fengið eitt- hvað að gera annars staðar“. „Og þér finnst að til þess að þú komist yfir landamær- in, eigi ég að hætta á að hin verði að leita sér að annarri atvinnu?“ „Þú lætur mig virðast svo eigingjarna“, sagði hún og roðnaði afsakandi. „En skilzt yður ekki að England þarfn- ast heila föður míns? Kann- ske er um líf eða dauða að ræða“. Hann yppti öxlum. „En hvaða not hafa Rússar af hon- um dauðum?11 Það fór kuldahrollur um hana. „Það veit ég ekki, en neiti hann að vinna með þeim vilja þeir kannske held- ur að hann sé dáinn. Það væri kannske þrátt fyrir allt það bezta fyrir bá. Á stríðstímum — og þetta minnir ekki svo lítið á stríðstíma — eyði- leggja menn allt til að það falli ekki í hendur óvinar- ins“. Hann yppti aftur öxlum. „Nú dramatíserarðu um of, Linda“. Hún varð svo reið að hún sló í borðið með krepptum hnefanum. „Allt í lagi, þá dramatísera ég of mikið. Og þá veit ég að þér ætlið ekki að hjálpa mér ef ég verð stöðvuð við landamærin. Ég tek því. Ég ætti víst að vera yður þakklát fyrir að yður datt í hug að reyna að hjálpa mér yfir landamærin11. Hún tók glasið sitt og drakk út. „Og nú fer ég upp til mín og tek burt eitthvað af þessari viðurstyggilegu stríðsmáln- ingu. Það getur verið að ég líti út eins og „glamourgirl“, eins og þér voruð svo vinsam- legur að segja að ég gerði, en ég vil ekki líta þannig út. Það skemmtir mér ekki að alltof margir hafa horft á mig síð- astliðnar tíu mínútur. En ég þakka yður fyrir allt sem þér hafið og munuð gera fyrir mig, herra Holden“. „Segðu líka takk fyrir sjússinn“, lagði Davíð til. „Ó, þér!“ Hún hefði glöð lamið hann. í stað þess ýtti hún stólnum hranalega frá borðinu, stóð upp og hljóp við fót út af barnum og upp til sín. Þar varpaði hún sér á rúm- ið og snökkti hátt. Hana sveið undan augnaháralitnum, tárin runnu niður kinnar hennar og bjuggu til rákir og rendur í púðrið og litinn. Það "var barið að dyrum. Hún stóð á fætur og þreif- aði sig til dyra. Kannske var það herra Sell eða skilaboð frá lögreglunni. Já, kannske voru það fréttir um að faðir hennar hefði komist undan. Hún opnaði dyrnar. Davíð Holden stóð fyrir utan. Hún hefði getað veinað af vonbrigðum, en hún var mál- laus. Hann brosti. Það bros hefði brætt hverj, kvenhjarta annað en Lindu. „Því eltið þér mig hingað upp?“ spurði hún rám. „Ég elti þig ekki. Það er meira en kortér síðan við skildum í .barnum. Ég varð að borga reikninginn. Það hefði áreiðanlega verið riddara- legra hefði ég hlaupið á eftir þér og látið reikninginn eiga sig, en kannske hefði þjónin- um ekki fundist það sama. En hvað er að andlitsfarðanum?-1 „Ekkert. Ég — ég er að taka hann af mér“. Og ef þú trúir mér ekki eða ert að minnsta kosti svo kurteis að láta sem þú trúir mér, þá skal ég láta verða af því að slá þig utanundir, hugsaði hún. „Ég skal seigja Andi’é að það þurfi fekki að mála þig svona mikið og að augnahár in á þér séu svo dökk að þú þurfi ekki augnabrúna- svertu“. „Komstu bara hingað upp til að segja mér þetta?“ spurði hún i 11. Stríðnislegt brosið á and- listi hans hvarf og andlitið varð höirkulagt. „Ég ætlaði aðeins að segja þér að mér þóttli Miðmljagt að hryggja þið“, sagði hann alvariega. „En ég gat ekki sagt annað en það sem ég sagði og það veiztu vel Linda. Þú veizt líka að ég vil gera allt sem í mínu valdi stendur til að hjálpa þér og geri það fús- ilega“. „Takk.“ Hún var ekki ieng ur reið. „Þakka“, sagði hún aftur og vissi að hún vildi ekki reiðast honum. „Við förum snemma í fyrramálið, svo þú ættir að reyna áð sofa eins mikið og iunnt er“, isagði hann vin- gj arnlega. „Ég er hræddur um að það verði erfiður dag- ur fyrir okkur öll“. Hann rétti henni hendina. „Gangi þér vel Linda“. Hún rétti honum hendina og hann þrýsti hana fast, svo fór hann. Þegar hún var bú- in að loka dyrunum langaði (hana ekld lengur til að gráta. Hún var hamingjusamari en hún hafið verið síðan faðir hennar hvarf. GftAMimiB „Dísa, komdu. Þú átt að fara í bað.“ flugvélarnan Flugfélag íslands h.f.: Millilandaflug: Gullfaxi fer til G.lasgow og Kaupm.h. kl. 08.00 í dag. Væntanlegur aft- ur til Rvk kl. 22.40 í kvöld. Hrímfaxi fer til Glasgow og Kaupm.h. kl. 08.00 í fyrra- málið. — Innanlandsffug; í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Egils- staða, Hellu, Hornafjarðar, Húsavíkur, ísafjarðar, Siglu- f jarðar og Vestm.eyja. (2 ferð ir). — Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (3 ferð- ir), Egilsstaða, ísafjarðar, — Kópaskers, Patreksíjarðar, — Vestm.eyja (2 ferðir) og Þórs hafnar. Loftleiðir h.f.: Edda er væntanleg frá Hamborg, Kaunm.h. og Gauta borg aðfaranótt fimmtudags. Fer til New York eftir skamma viðdvöl. Leiguflug- vélin er væntanleg frá New York kl. 8,15 1 fyrramálið. ■— Fer til Gautaborgar, Kaupm.- hafnar og Hamborgar kl. 9,45 — Saga er væntanleg frá New York kl. 10.15 í fyrramálið. Fer til Oslo og Stafangurs kl. 9.45. Sklpln: Skipaútgerð ríkisins: Hekla kom til Rvk í morg- un frá Norðurlöndum. Esja er á Vestfjörðum á suðurleið. Herðubreið er væntanleg til Rvk í dag að austan úr hring- ferð. Skjaldbreið fer frá Ak- ureyri í dag á vesturleið. — Þyrill er á Austfjörðum. — Skaftfellingur fór frá Rvk í gær til Vestm.eyja. Eimskipafélag íslands h.f.: Dettifoss fer frá Leningrad 2.9. til Helsingfors og aftur til Leningrad og Rvk. Fjall- foss kom til Ryk 1.9. frá Hull. Goðafoss fer frá Akranesi í kvöld 1.9. til Keflavíkur, — Vestm.eyja og Rvk. Gullfoss fer frá Leith í dag 1.9. til Kaupm.h. ÉSiarfoss fer vænt anlega frá Riga 1.9. il Ham- borgar. Reykjafoss kom til Rvk 25.8. frá New York. — Selfoss hefur væntanlega far ið frá Riga 31.8. til VentspiJs, Gdynia, Rostock og Gautab. Ti-öllafoss er í Hamborg. — Tungufoss fer frá Rvk kl. 22. 00 í kvöld 1.9. til Bíldudals, Akureyrar, Siglufjarðar og Ísaíjarðar. INNHEIMT-A LÖG FRÆ.Q/STÖRF -T Bifreiðar til sýnis og sölu daglega. ávallt xnikið úrval. Bíla og búvélasalan Baldurgötu 8. Sími 23136. INGÓLÍ5 Opnar daglega kl. 8,30 árdegis. ALMENNAR VEITINGAR allan daginn. Ódýr og vistlegur matsölustaður. Reynið viðsHptin. Ingólfs-Café. Láfið okkur aðstoða yður við kaup og sölu bifreiðarinnar Úrvalið er hjá okkur. Aðstoð við Kalkofsveg og Laugaveg 92. Sími 15812 og 10650. Húselgendur. önnumst allskonar vatnc- og hitalagnir. HITAL&GNIK kJt Símar 33712 — 35444. Iðnskóllnn í Hafnarfirði. Innrifyii í skólann fyrir allt skólaárið 1959—1960, fer fram í skrifstofu skólans, dagana 3.—5. sept. kl. 18—20 daglega. Skólagjald kr. 400.00 greiðist við innritun. Námskeið í íslenzku og reikningi til undirbún- ings inntökuprófs í 1. bekk hefst 16. sept. kl. 20.00. — Námckeiðsgjald kr. 200.00 fyrir hvora námsgreiri^ greiðist við innritun. Inntökupróf hefjast 28. sept. kl. 20. Skólastjóri, Alþýðublaðið 2. siept. 1959 11

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.