Alþýðublaðið - 14.05.1959, Page 4
5B
f'
’ik'
í
Útgefandi: AlþýÖuflokkurinn. Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ást-i'
þórsson og Helgi Sæmundsson (áb). Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmars-*
eon. Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. Auglýsingastjóri Pétur Péturs- v?
ion. Ritstjómarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslu-^
■fmi: 14900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Prentsmiðja Alþýðubl. Hverfisg. 8—10 J
n
4?
Wi
i
Fór í jólaköttinn I’
t
FRAMSÓKNAHMENN reyndu í eldhúsdags-'
umræðunum á alþingi að saka Alþýðuflokkinn um
að hafa svikið umbótabandalag flokkanna frá síð-
ustu kosningum. Fátt mun þó fráleitara. Hér er um
að ræða algerlega tilbúna sakargift og tilefnis-,,
lausa. «
Samstarf Alþýðuflokksins og Framsóknar-^
flokksins sumarið 1956 var gagnkvæm kosningaT
samvinna, en vitaskuld störfuðu báðir flokkarn-';
ir sjálfstætt eftir sem áður. Alþýðuflokkur-h
inn brást þessari samvinnu á engan hátt með^
stjórnarmyndun sinni ^ lok s(ðasta árs. Hún
kom til sögunnar eftir að ráðuneyti Hermanns,(
Jónassonar hafði sagt af sér án þess að sú ákvörð*
un væri borin undir Alþýðuflokkinn og gegn því
ráði hans, að ágreiningsmálið kæmi til úrskurð-
ar alþingisö Framsóknarflokkurinn leit þannig
ekki á bandalagið við jafnaðarmenn frá 1956
sem framtíðarskipulag. Auk þess hafði hann tek
ið upp samstarf við kommunista gegn Alþýðu-
flokknum í verkalýðsfélögunum, en það
samsvarar því, ef
Alþýðuflokkurinn hefði efnt til samfylkingar
við andstæðinga Framsóknarflokksins í sam-
vimnuhreyfingunni. Framsóknarflokkurinn átti
þess vegna valið. Og hann hefur enga ástæðu til
að áfellast Alþýðuflokkinn nema síður sé.
Málsvarar Framsóknarflokksins gefa einnig í
skyn, að sumir þingmenn Alþýðuflokksins haf i ver
ið kosnir 1956 af því að atkvæði Framsóknar-
manna í hlutaðeigandi kjördæmum muni hafa ráð
ið úrslitum. Og þess vegna á helmingurinn af þing
mönnum Alþýðuflokksins að vera siðferðilega
skuldbundinn Framsóknarflokknum og pólitík
hans.
Þessi ályktun fær ekki staðizt. Auðvitað
voru tveir þingmenn Alþýðuflokksins að minnsta
kosti kjörnir vpgna samstarfsins við Framsókn-
arflokkinn 1956, en það breytir engu í þessu
efni. Fjórir af þingmönnum Framsóknarflokks-
ins voru á sama hátt kosnir með fulltingi A1
þýðuflokksins. En Alþýðuflokkurinn lítur að
sjálfsögðu á þá sem fulltrúa Framsóknarflokks-
ins og telur sig engan íhlutunarrétt eiga um af-
stöðu þeirra og atkvæði. Hér hallar því ekki á
Framsóknarflokkinn.
Framsóknarflokkurinn fór í jólaköttinn á Þor-
láksmessu af því a hann gafst upp við að stjórna
landinu og hafði ekki upp á að bjóða þau mál-
efni, sem nafn væri gefandi. Og getur nokkur láð
Alþýðuflokknum að fylgja ekki Framsóknarflokkn
um út í allsleysið, vonbrigðin og gremjuna?
Málverkasýning
IX. kynslóðir amerískrar myndlistar.
Yfirlitssýning á amerískri myndlist í Listasafni rík-
isins við Hringbraut.
Opin allan daginn frá kl. 10—10.
Aðgangur ókeypis.
ÆffiíeMHKíMSl)
HVALREKI
ÞaÐ eru liðnar sex vikur
síðan hval rak á land nálægt
smá fiskibæ á vesturströnd
Afríku. Innfæddir flykktust
þegar í stað á hvalfjöruna
en ekki til þess að hagnýta
sér rekann eins og menn á
norðlægari breiddargráðum
hafa vanizt um 1000 ár, held-
ur til þess að undrast stærð
og mikilleik þessarar glæsi-
legu skepnu. Meðal þeirra,
sem fyrst komu á staðinn var
opinber embættismaður
stjórnarinnar í Ghana. „Þenn-
an hval verður að fjarlægja
strax“, sagði embættismað-
urinn, en almenningur var
ekki á því. Það er trú fiski-
manna á þessum slóðum, að
hvalreki boði góða veiði og
því beri að jarða viðkomandi
hval með allri pragt og virð-
ingu. Töfraprestar og galdra-
konur hófu ævafornar helgi-
athafnir utan um hvalskepn-
una, og fiskimenn tóku sér
frí til þess að geta tekið þátt
í hátíðinni. Hvalurinn liggur
þarna enn, illþefjandi hulinn
pálmablöðum, tákn þess að
þótt Afríka sé á framfara-
skeiði lifir enn hjátrú hins
frumstæða skógarmanns.
MeÐAL þeirra, sem fyrst-
ir komu á hvalfjöruna var
sjálfur Kvame Nkrumah, for-
sætisráðherra Ghana. Hann
er það slyngur að honum dett-
OG HJATRU
ur ekki í hug að amast við
hjátrú þegna sinna’ og nógu
mannlegur til að vera örlítið
hjátrúarfullur líka. Fylgis-
menn hans eru meira að segja
önríum kafnir við að gera
hann að eins konar þjóðsagna
persónu. Götur eru skírðar
eftir honum, styttur reistar
af honum og blöðin sleppa
engu tækifæri til þess að veg-
sama hann og lofa. Hann er
kallaður skapari þjóðarinnar,
maður örlagann eða í stuttu
máli Afríkumaðurinn og er
þar átt við að hann sameini
allt, sem mikilfenglegt og göf
ugt er í fari Afríkubúa.
MeNNTAMENN í Ghana
eru lítt hrifnir af þessum á-
trúnaði á Nkrumah en almenn
ingur er hrifinn af honum.
Menntamenn telja að hann
hafi gengið fram hjá þeim við
val manna í æðstu stöður en
sett illa menntaða og óhæfa
menn í ábyrgðarstöður. Að-
eins einn ráðherra Nkrumah
hefur fengið orð fyrir að vera
ágætlega hæfur til starfa, en
það er fjármálaráðherrann K.
A. Gbedemah. Af öðrum ráð-
herrum má nefna innanríkis-
ráðherrann Korbo Edusei,
sem vakið hefur athygli fyr-
ir ofstæki og árásir sínar á
stjórnarandstæðinga. Edusei
kemur hlægilega fyrir og er
vart skiljanlegt hvernig slík-
ur maður var gerður að ráð-
herra.
STJÓRNARandstæðingar í
Ghana telja að þess sé ekki
langt að bíða að öll þessi
stj órnarbygging, sem Nkru-
mah hefur verið að hrófla
upp, hrynji í rúst. Útlending-
ar í Ghana eru flestir á ann-
arri skoðun. Þeir telja víst að
einsflokkskerfið, sem Nkru-
mah stefnir að, muni komast
á og hann muni verða við
völd um langan aldur.
ÁðiLAR á Vesturlöndum
hafa margt út á einræðis-
herraaðfarir Nkrumah að
setja en flestir eru þeirrar
skoðunar að hann búi yfir
ýmsum kostum. Fyrst og
fremst er það greinilegt að
hann er hlynntur Vesturveld-
unum og það er skammt síð-
an hann tók upp stjórnmála-
samband við Sovétríkin. Nú
bíður hann aðeins eftir aðstoð
frá austri eða vestri, — þeim
sem betur býður.
Hannes
á h o r n i n u
★ Lóðirnar eru opnaðar.
★ Nýr svipur á borginni.
★ Óhugnanleg hróp á göt-
unum.
★ Hræðileg vá fyrir dyr-
um.
LENGI voru girðingar taldar
mikil nauðsyn í Reykjavík og
allir, sem gátu, létu girða kring-
um lóðir sínar. Þegar tímar
liðu og efnahagur manna batn-
aði fóru þeir að steypa ramm-
gera garða um þær. Allt var
gert til þess að einangra lóð-
irnar, enda, eftir því sem garð-
rækt óx, þótti nauðsynlegt að
verja gróðurinn fyrir skepnum
og krökkum.
ÉG MAN að eitt sinn neyddist
einn af virðuiegustu borgurum
bæjarins til að láta festa með
steinsteypu oddhvöss glerbrot
ofan á garðveggi sína. Ég skri-f-
aði þá um þetta, og borgarinn
hringdi til mín sárreiður. Hann
sagði: „Ef þú getur sagt mér,
hvernig ég á að fara að því að
verja garðinn minn með öðrum
hætti, þá skal ég fara að þínum
ráðum“. — En ég gat ekki sagt
honum það.
NÚ ER farið að bera á því, að
menn rífa niður girðingar og
veggi meðfram fjölförnum um-
ferðagötum, og opna þar með
lóðir sínar og garða. Þetta var
gert við Hringbrautina, gengt
flugvellinum og þetta var gert
fyrir framan nokkur hús við Suð
urgötu. Þetta er menningarlegra
— skemmtilegra og fegurra. —
Að líkindum fer þetta 1 vöxt. —
Ég ók í gær fram hjá Elliheim-
ilinu og sá þá Gísla Sigurbjörns
son forstjóra og nokkra verka-
rnenn. Hann var að segja þeim
fyrir verkum og þeir voru að
rífa burtu girðinguna, meðfram
Hringbraut.
ELLIHEIMILIÐ og hinn fagri
garður þess fá bæði nýjan svip
við opnun lóðarinnar. Ég vil
þakka Gísla fyrir þetta framtak,
eins og svo fjölda mörg 0nnj.tr,
sem liann hefur ráðizt í og gef-
izt hafa vel. En öllum er það
ljóst, að nú verður treyst á veg-
farendurna. Lóðirnar og garð-
arnir eru opnuð í trausti þess,
að almenningur gangi vel um, að
ekkert verði skemmt og engu
spillt. Það er verið að sýna fólki
það, að menn treysta fegurðar-
skyni þess — og menningu. Nú
bíðum við og sjáum hvað setur.
OFT HÖFUM við Reykvíking-
ar heyrt óhugnanleg hróp blaða-
saia. Þeir hrópa upp þær fréttir
úr blöðunum, sem þeir halda að
fólk fýsi helst að lesa. En aldrei
hef ég heyrt óhugnanlegri hróp
en á þriðjudagsmorguninn. Gam
all maður gekk eftir Austur-
stræti og kallaði í sífellu. „Nýj-
ustu blöðin. Ungar stúlkur í
klónum á eiturlyf jamöngurum".
Og þetta endurtók hann í sí-
fellu. Ég er ekki að ásaka hann,
— og heldur ekki blöðin.
EN HÉR er hroðalegt fyrir-
brigði á ferðinni. Undanfarna
mánuði hefur verið uppi þrálát-
ur orð-rómur um- það, að eitur-
lyf séu höfð um hönd í Reykja-
vík. Lögreglan mun hafa rann-
sakað málið — og ekki getað
upplýst það. — Nú virðist sönn-
unin fengin. Tvær stúlkur hafa
fundist liggjandi eins og hundar
úti á götu undir svæfandi áhrif-
um eiturly-fja — og maður hef-
ur fundist einnig undir áhrifum
slikra lyfja. Samkvæmt fréttum
blaðanna er hægt að rekja slóð-
ina í braggahverfi í Kamp-Knox
— og til erlendra hermanna.
AF ÞESSU ti-lefni vil ég segja
þe-tta. Niðurlæging einstaklinga,
heimila, barna og fullorðinna,
vegna helvízkrar áfengisfýsnar-
innar nægir. Ef til viðbótar kem
ur útbreidd eiturlyfjanautn þá
er mælirinn fullur. Ég fullyrði
það, að ef eiturlyf fara að fást
hér í Reykjavík, þá er slí-k vá
fyrir dyrum að við höfum ekki
séð hana svartari. Ástandið hjá
svo mörgu æskufólki er þannig,
að það er vonsvikið og lífsþreytt.
Þess vegna leitar það ,,svölunar“
og gleiymsku í áfenginu, en eit-
urlyfin eru áhrifameiri. Litla'r
líkur eru til þes-s, að sá, sem
eiturlyf hefur náð tökum á,
geti losnað úr klóm þess.
ALMENNINGUR væntir þess,
-að slóðin verði ra-kin á enda. Að
ekki sé tekið á þessum málum
,með nein-um silkihönzkum, að
rannsóknarlögreglan verði búin
þeim gögnum sem til þarf að
hún geti farið sínu fram óhindr-
uð. -— Þetta er lífsnauðsyn, því
að voði er bersýnilega fyrir dyr-
um.
Hannes á horninu.
Vinsælar ferm-
ingargjafir
viðleguútbúnaðwr
Skíðaúíbúnaður
Veiðisfengur
SPORT
Sími 13-508
4 14. maí 1959 — Alþýðublaðið