Alþýðublaðið - 14.05.1959, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 14.05.1959, Blaðsíða 9
( ÍÞróltir •} FYRIR skömmu birtist í blaði þessu grein, sem bar fyr irsögnina: Furðulegt athæfi landsliðsnefndar í körfuknatt leik. Greinarhöfundur, Ingi 5>ór Stefánsson, deilir harð- lega á landsliðsnefnd og tel- ur nefndarmenn hafa valið í landslið eftir kunningsskap og sýnt hlutdrægni, tvískinn- ung og undirferli. Ennfremur kveður hann glappaskot þeirra það mörg, að ekki sé unnt að telja þau upp í stuttri grein, en kemst þó að þeirri niðurstöðu, að þrátt fyrir allt „hafi þeir sloppið sæmilega frá verkefninu11. Landsliðsnefnd unir allvel einkunninni sæmilegt í hinni einu opinberu gagnrýni, sem fram hefur komið á störf hennar, en þykir þó hlýða að gera nokkrar athugasemdir vegna þess, að greinarhöfund- ur veitir sannleikanum litla hlífð. Greinarhöfundur eyðir miklu púðri á Körfuknattleiksráð Reykjavíkur og framkvæmda- stjórn í. S. í. fyrir val á lands- liðsnefnd og leiðum við það hjá okkur, enda ekki í okkar verka hring að svara því. Aðeins eitt af hinum mörgu glappaskotum nefndarinnar tel ur I. Þ. S. það mikilvægt, að gagnrýni sé vert. Það er, að Helga Jóhannssyni, Í.R., sem var valinn í landsliðið í fyrstu skyldi síðar hafnað vegna þéss að hann hefði „um skeið eins og fleiri, legið í flenzunni, sem varð þess valdandi, áð hann gat ekki mætt á nokkrar fyrstu æfingar landsliðsins“. Það sem I. Þ. S. nefnir að liggja í flenz- unni, eins og fleiri, er um það bil þriggja vikna sjúkralega H. Jóh. (fyrst flenzka ög síðar bronchitis). Það, að H. Jóh. hafði af þessum sökum ekki mætt á neinni æfingu lands- liðsins, er fjórar voru eftir, heitir á máli I. Þ. S. að mæta ekki á nokkrar fyrstu æfingar landsliðsins. Þetta eru ástæð- urnar fyrir því, að landsliðs- nefnd í samráði við þjálfara, þótti ekki fært að draga lengur að velja mann í stað Helga. Þess má geta, að í bréfi til landsliðsmanna er það höfuð- skilyrði nefndarinnar fyrir val- inu, að menn mæti á æfingar. Nefndin hafði valið tvo menn, Davíð Helgason Á. og Guð- mund Árnason K.F.R. til æf- inga með landsliðinu, ef forföll yrðu og varð Davíð fyrir val- inu, en gat ekki farið vegna MELAYÖLLUR kepiia í kvöld kl. 8,30 Dómari Halldór Sigurðsson Línuverðir Karl Bergmann og Ragnar Árnason. Nýkomnir með gúmmísólum No. 36—39 Kr. 200.— No. 40—46 Kr. 117, Verzl. Hans Petersen Sími 1-32-13. Krossviður - Einangrunarkork NYKOMIÐ: Furukrossviður 203x80 cmi. Finangrunarkoi'k 1” _ li/2” — 2” Mikil verðlækkun Eikarkrossviður Veggspónn. 2 tegundir WISA-pIötur (plasfhúðaðar) 24455(31^ vinnu sinnar og var þá Guð- mundur valinn. Þar eð I. Þ. S. hefur áhyggjur af því, að hann hafi ekki leikið í stöðu mið- herja, skal þess getið, að hann mun leika þá stöðu, sem hann er vanur, enda eru í landslið- inu fjórir, sem leika eða hafa leikið miðherja: og sá fimmti hefur verið reyndur á æfingum með góðum árangri. I. Þ. S. heldur því fram, að við höfum lagt þá gildru fyrir Helga, að telja hann á að mæta ekki á einni æfingu, og síðan hafnað honum fyrir að mæta ekki. Þessa furðulegu staðhæf- ingu kveðst hann byggja á sím tali annars • nefndarmannsins við Helga og hlýtur þá að styðj ast við upplýsingar Helga, því að ekki leitaði hann til við- komandi nefndarmanns. Er því hýggt á ótraustum grunni, enda vægast sagt farið mjög vill- andi með og kemur annað tveggja til, að Helgi hafi mis- skilið samtalið hrapallega og rangsnúið eða I. Þ. S: fari þar sem í öðru mefnum frjálslega með staðreyndir. Við teljum ekki þörf á að verja ákvörðun okkar og teljum það frekar á- töluefni, hversu lengi dróst að taka ákvörðunina, enda kveðst H. Jóh. hafa búizt við þessu eftir tvær æfingar, en okkur til afbötunar höfum við, að við erum sammála I. Þ. S. um hæfni H. Jóh., þegar hann er heilbrigður og æfður og dróg- um það því í lengstu iög að hafna honum. Við undirritað- ir gerum ekki kröfu til að telj- ast skarpgreindir, en skrambi ætlar I. Þ. S. okkur litla glóru, að finna ekki upp á betri brellu fyrst hann telur okkur hafa verið svo umhugað að losna við H. Jóh. (Þess skal getið, að við smituðum hann ekki, a. m. k. ekki vísvitandi). I. Þ. S. er nokkuð tamt að vitna í álit, undrun og gremju allra leikmanna, þeirra sem íylgjast með körfuknattleik og landsliðsmanna. Hann hlýtur að hafa átt nokkuð annríkt að undanförnu að efna til slíkrar skoðunarkönnunar. Þá, sem kunna að hafa áhyggjur af því, að hjá þessum liðsmönnum, sem I. Þ. S. telur velflesta komna í liðið vegna glappa- skota og kunningsskapar, sé nú hver höndin uppi á móti annarri, viljum við hugga með því, að enginn virðist hafa orð ið var við undrun sína, hvað þá félaga sinna og ríkir þar hin mesta eindrægni. Mætti vera að aðrar niðurstöður skoðunar- könnunar hans hvíli á svipuð- um grundvelli og eftir sitji e. t. v. I. Þ. S. einn, sem að vísu kann að vera nokkuð almrfent undrandi og gramur. Að lokum viljum við taka fram, að við teljum þetta mál útrætt af okkar hálfu og það komið fram, sem við teljum. skipta máli, enda viljum við sneiða hj áþví, að vekja mjög almenn skrif um þetta mál, þar eð við teljum, að önnur stór- mál, sem eru ofarlega á baugi meðal íslenzku þjóðarinnar, svo sem landhelgismálið og kjördæmamálið. kynnu að hverfa í skuggann. Með þökk fyrir birtinguna. Bogi Þorsteinsson (sign) Guðmundur Georgsson (sign) Sambands íslenzkra samvinnufélaga verður haldinn að Bifröst í Borgarfirði dagana 7. og 8. júlf nk. og hefst þriðjudaginn 7. júlí kl.9 ardegis. Dagskrá samkvæmt samþykktum sambandsins. , STJÓRNIN. Félag slóreignskatfs- gjaídenda 2. heldur fund í Tjarnarcafé niðri í kvöld, fimmtudag- inn 14. maí 1959. Fundurinn hefst kl. 20.30. FUNDAREFNI: 1. Formaður greinir frá því, sem gerzt hefur und- anfarið í málurn félagsins og svarar fyrirspurnum. Rædd verður tillaga um að bera 1. nr. 44/1957 ■ um skatt á stóreignir og dóm hæstaréttar frá 29. nóv. sl; undir Manriréttindadómstól Evrópu. Stóreignaskattsgjaldendum er ráðlagt að mæta á fundinum, hvort sem þeir hafa greitt,. hluta af hinum svonefnda stóreignaskatti með fyrírvara eða ekki. Þeir, sem ekki hafa enn gengið í félagið. eru hvattir til að :gera það nú. Félagsstjórniií., um skoðun bifreiða í lögsagnar- umdæmi Kópavogs. i Samkvæmt umferðarlögum tilkynnist hér með, að aðal- skoðun bifreiða fer fram 26. maí ti] 10. júní nk., að báðum dögum meðtöldum, svo sem hér segir: Þriðjudaginn 26. maí Y—1 til Y—100 Miðvikudaginn 27. maí Y—101 — Y—150 1 Fimmtudaginn 28. mai Y—151 — Y—200 Föstudaginn 29. maí Y—201 — Y—250 Þriðjudaginn 2. júnf Y—251 -— Y—300 Miðvikudaginn 3. júní Y—301 — Y—350 Fimmtudaginn 4. júní Y—351 — Y—400 Föstudaginn 5. júní Y—401 — Y.—450 Þriðjudaginn 9. júní Y—451 — Y—500 Miðvikudaginn 10. júní Y—501 — Y—600 Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðir sínar að skrif- stofu minni. Álfhólsvegi 32, og verður skoðun framkvæmd þar daglega kl. 9—12 og kl. 13—16.30. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram full- g'ild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því, að bifreiðaískattuþ og (vátryggf ingariðgjald ökumanna fyrjr árið 1958 séu grieidd, og lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Hafi gjöld þessi ekki verið greidd, verður skoðun ekkí framkvæmd og bifreiðin stöðvuð, þar til gjöldin eru greidd. Vanrækí einhver að koma bif;eið sinni til skoðunhr á rétt- um degij verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferð- arlögum og lögum um bifreiðaskatt og bifreiðin tekin úr um- ferð, hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut éiga að máli. Bæjarfógetinn í Kópavogi, 9. maí 1959. sigurgeir jónsson. Alþýðublaðið — 14. maí 1959 §

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.