Alþýðublaðið - 25.06.1959, Qupperneq 6
£»AÐ eru til vísindamenn,
sem halda því fram í blá-
kaldri alvöru, að í hafdjúp-
unum búi risavaxin sæ-
skrímsli og gamlar sögu-
sagnir af slíkum fyrirbær-
um séu áreiðanlega byggðar
á reynslu sjómanna í þessum
efnum.
í djúpum stóru hafanna
grúfir stöðugt myrkur. —
Vatnið er þar við frostmark
og þrýstingurinn er mörg
hundruð tonn á kvaðrat-
sentimeter. í þessari myrku
veröld, sem menn vita
minna um en yfirborð mán-
ans, álíta sumir vísindamenn
að risavaxin sæskrímsli búi,
sem enginn viti hið minnsta
um.
Á hafrannsóknarráðstefnu
sem haldin var í Kaliforn-
íu í maímánuði s. 1., var
skýrt frá rannsóknum, sem
leiddu í Ijós, að smádýr, —
sem náðst höfðu úr 10.000
metra dýpi, væru miklu
stærri en dýr sem lifðu nær
yfirborði sjávar. Af þessu
drógu viðkomandi vísinda-
menn þá kenningu, að því
neðar sem drægi í hafdjúp-
unum, þess stórbrotnara
væri dýralífið þar.
Þessi kenning fékk óvænt
an stuðning, þegar einn vís-
indamaður skýrði frá því,
að fundizt hefðu álsungar,
sem væru 50 sinnum stærri
en menn hafa áður vitað
um. Þessir risavöxnu ungar
voru mældir í fetum, en
venjulega eru álsungar
mældir í tommum. Álsung-
arnir fundust í Kyrrahafi
aðeins á 100 metra dýpi, en
fullvaxinn áll af þessari teg
und hefur aldrei fundizt. —
Menn geta sagt sér það sjálf
ir, að áll, sem á svona stóra
unga, hlýtur að vera meira
en lítið langur sjálfur.
Ástæðan til þess að haf-
djúpin hafa ekki verið rann-
sökuð betur hingað til er sú,
hversu erfitt er að nú upp
dýrum, sem lifa svona djúpt
— Útbúnaður til þessa hefur
ekki verið búinn til, og vís-
indamenn telja, að ekki sé
heppilegt að leggja í þann
kostnað. Eini möguleikinn
að þeirra dómi er að reyna
að komast niður á meiri
dýpi, en hingað til hefur ver
ið hægt, og rannsaka þessi
risavöxnu sæskrímsli, — ef
þau lifa þar.
☆
JU KORTAFRAMLEIÐ-
ANDI í Chicago hefur
sent á markaðinn kort
með svohljóðandi texta: —
Til hamingju með skilnað-
inn!
☆
INNBROTSÞJÓFUR í
Denver í Bandaríkjun-
um reyndi heila nótt að
Heimsmet í píanóleik
FRÚ MARIE ASHTON
frá Englandf er að nálg-
ast metið, þegar um út-
hald í píanóleik er að
ræða. Gamla metið er
132 tímar og eigandi þess
er þýzkur. Þegar myndin
var tekin hafði frúin leik
ið samfleytt í 121 stund
á píanó (auðvitað ein-
göngu Chopin) og var
ekki aldeilis á því að
hætta. Öðru hvoru hafði
hún að vísu fengið sér
blund, en spilaði eins og
herforingi sinn Chopin á
meðan. Frúin hefur
hjúkrunarkonu hjá sér,
sem fylgist rækilega með
líðan keppandans.
opna peningaskáp án nokk
urs árangurs. Þegar hann
fór skildi hann eftir miða,
þar sem hann hafði skrifað
eftirfarandi: „Þetta hefur
verið hræðileg nótt. Svei
mér þá, ef ég verð ekki heið
arlegur upp frá þessu.“
Kvikmynd
utn Churchill?
ORSON WELLES hefur
lengi haft í hyggju að gera
kvikmynd um ævi Churc-
hills, en gamli maðurinn hef
ur alltaf hrist höfuðið og
neitað harðlega að gefa sam
þykki sitt. — En það eru
fleiri seigir og þolinmóðir
en Churchill — til dæmis
Orson Welles. Hann lýsti
því yfir nýlega í bla'ðasam-
tali, að hann skyldi ekki
hætta fyrr en hann fengi
Churchill til þess að sam-
þykkja töku myndarinnar.
Nú er hann byrjaður að und
irbúa myndina og ætlar
ekki að fara á fund fórnar-
dýrsins, fyrr en hann hefur
sýnishorn upp á vasann.
— Og þið skuluð sjá til,
segir hinn þrautreyndi leik-
stjóri. Þá lætur gamli mað-
urinn undan.
Blaðamaðurinn, sem er
brezk/r, geifii þessa athuga-
semd við ofangreind um-
Leopold fyrrverandi konungur, Albert prins, Liliane de Rethy prinsessa og Boudou
in Belgíukonungur. Tekst Boudouin að slíta sig undan áhrifavaldi Leopolds og
Liliane?
mæli:
— Orson Welles þekkir
auðsjáanlega ekki Church-
ill!
ALMENNINGUR í Hol-
landi og Belgíu er sáróá-
nægður með þjóðhöfðingja
sína og gagnrýni á þá hefur
mátt lesa víða í blöðum þar
að undanförnu. Við höfum
áður skýrt frá óánægju Hol-
Iendinga yfir því, að Júlí-
ana Hollandsdrottning
skyldi veita áheyrn spek-
ingnum Adamski, sem seg-
ist hafa komið til tunglsins
og ýmislegt fleira, — sem
mönnum þykir kynlegur
fróðlsikur.
í Belgíu þykir mönnum
ráðríki Leopolds fyrrver-
andi konungs og konu hans,
Liiiane de Rethy oijjið nær
óþolandi. — Le/poíd liefur
aldrei vinsæll verið og þótt-
ust Belgar því heppnir, er
hann sagði af sér konung-
dömi fyrir átta árum til þess
að giftast Liliane, og Bou-
doum tók við völdum. En á-
nægjan dofnaði fljóct. Leo-
pom var leyft að búa áfram
í konungshöllinni og þar hef
v.r hann verið húsbóndi síð-
an. Þykir mönnum afsögn
hans lítils virð, því að Bou-
dounttái engu ráðið og Leo-
pold sé í rauninni konung-
ur enn þ/.
Gagnrýnin á Leopold náði
hámarki í síðustu viku. —
Ástæðan er væntanleg gift-
ign Alberts prins og Paolu
Ruff prinsessu af Ítalíu, 1.
júlí. Vígslan á að fara fram
í Róm og mun páfinn sjálf-.
ur framkvæma hana. Belg-
íska stjórnin hefur ekki
komið nálægt þessu máli.
Leopold hefur ráðið því upp
á eigin spýtur.
Árásirnar á Leopold út af
þessu máli urðu að síðustu
svo heiftugar, að hann sá
sig aeyddan til þess að gefa
þá yfirlýsingu, að hann
mundi flytjast úr höllinni.
Menn gera sér því góSar
vomr um, að Boudouin fái
loksms 'tækifæri til þess að
sýna hvað í honum býr. —
Surrnr óttast að hann geti
ekki slitið sig frá áhrifa-
valdi Leopolds þótt þeir búi
ekki undír sama þaki — og
kannski ekki síður áhrifa-
valdi Liliane, sem hefur alið
hann upp eins og smákrakka
undanfarin ár.
í RÓM eru enn til 100
hestvagnar, sem fara óskap-
lega í taugarnar á umferðar-
lögreglu borgarinnar. Þrátt
fyrir mótmæli hennar hefur
stjórn bæjarins í hyggju, að
fjölga hestvögnunum upp -í
200. Væntanlegir Olympíu-
leikar valda þeirri ókvörð-
un. Gamlir hestvagnar eru
nefnilega sérlega vinsælir af
ferðamönnum, — ekki sízt
þegar um er að ræða oíur-
litla ökuferð um rústir borg
arinnar í mánaskini. Það
finnst þeim dýrleg róman-
tík. — Menn leggja.því sam
an tvo og tvo og eru sann-
færðir um, að þegar fólk
fer að streyma til Rómar á
Olympíuleikana 1960 —■ þá
verði gömlu hestarnir hin
bezta tekjulind. Allt fyrir
gestina, segir bæjarstjórn-
in, og umferðarlögreglan
verður að láta sér þetta
lynda.
LEIKARARNIR Char-
les Laughton og kona
hans, Elsa Lanchester
hafa verð gift í 30 ár og
lifað í hamingjusömu hjóna
bandi. Þetta þykir sjaldgæft
um leikara og þess vegna
spurðu menn Laughton að
því í veizlunni, hvernig
hann hefði farið að þessu.
Hann svaraði: Við erum
hamingjusöm af því að við
berum bæði virðingu fyrir
veikleikum hvors annars!
- - : ’ - a J..-
☆
■^ AMERÍSKUR hjóna-
bandsmiðlari sagði ný-
lega, að hinir stöðugt vax-
andi frítímar eiginmanns-
ins væru sórhættulegir fyrir
hjónaböndin. Hjón væru sí-
fellt í vandræðum með, —
hvernig þau geti varið öll-
um þessum tómstundum. Og
auðvitað er endirinn alltaf
sá, að þau verða dauðleið
hvort á öðru, skilja — og
gifta sig aftur á augabragði
og skilja og þannig enda-
laust, þar til þeim veitist
loksins hvíld í dauðanum!
Marina Lund oj
dönsku mymlinn
f ÞESSARI vik
fólk, sem á einhV'
riðið við jbvikrr
Berlínar til þess s
þátt í 9. alþjóða lí
hátíðinni. Á hátíð
sýndar myndir :
að úr veröldinni,
löndunum fyrir a
tjald.
Bandaríkjamen
þrjár myndir á h
Sú, sem mestar
TÝNDI
GIMSTEINNINN.
LÖGREGLUÞJÓNNINN
reynir að lýsa yfir svæðið
með luktinni sinni, — en
hvergi sést haus né sporður
af bílstjóranum. Þeir koma
auga á bílinn, en í honum er
enginn. Skyldi maðurinn
vera drukknaður eða skyldi
hann hafa bo
straumnum? Nei,
þannig varið. H
komizt heill á hú
felur sig nú bak
brúarstólpunum
g 25. júní 1959 — Alþýðublaðið