Alþýðublaðið - 25.06.1959, Síða 11
umst strax —aftur þagnaði
hgnn.
Lyn leit upp. „Er þaS nú
eitthvað, sem hún hefur fund-
ið upp á ein, Don?“ spurði hún
rólega.
„Ja“, hann var feimnisleg-
ur. „Það er nokkurs konar
samkomulag okkar á milli.
Hún var svo sæt og einmana
í Hollywood. Eins og ég sagði,
mér fannst mér bera að gæta
hennar.“ Hann hikaði ögn áð-
ur en hann hélt áfram:
„Það var semsé eins konar
samkomulag að við giftum
okkur einhvern tíman, ég
minnist ekki að ég hafi nokk-
urn tíman talað um það við
hana, en ég hlýt að hafa sagt
það. Það er erfitt að þegja,
þegar —“
„Þú átt við þegar að kona
sýnir hve mjög hún elskar
þig“, hvíslaði Lyn.
Hann roðnaði. „Ég — ég
býst við að það sé rétt. Mér
finnst að Sis hljóti að elska
mig, þó ég ætti ekki að segja
slíkt. Það er svo — eins og ég
sé að grobba. Og þegar manni
finnst að kona elski mann —
finnst manni —- að maður sé
ábyrgur fyrir velferð henn-
ar“, stamaði hann. „Mann
langar ekki til að særa hana“,
bætti hann við.
Lyn kreppti hnefana. „En
Don“, sagði hún og hallaði
sér að honum. „Þú getur ekki
að því gert að kona elskar þig.
Þú getur ekki borið ábyrgð á
öllum þeim konum, sem verða
ástfangnar af þér“.
Don brosti dauft. „Það er
fallegt af þér að segja það, en
það er della. Konur verða ekki
ástfangnar af mér. það er
bara rómantísk tilfinning af
því að ég er kvikmyndaleik-
ari“.
„Það held ég ekki“, sagði
hún Iágt. „Ég er viss um að
margar konur myndu elska
þig þó bú værir ekki kvik-
myndaleikari“.
„Ég vildi að bú hæidir mér
ekki svona. Ég boli ekki gull-
hamra. Ég hélt að þú værir
vinur minn“. Hann var reiði-
legur.
Hún starði á andlit hans.
„Ég var ekkí að hæla þér. Ég
veit“, hóm héb niðri í sér and
anum, „að það er ekki erfitt
að verða ástfangin af þér“.
Don, sem hafði horft niður
í vatnið, leit upp og horfði
lengi á hana. Hann hafði tek-
ið eftir andstuttri röddinni og
ljómanum í augum hennar og
hann rétti fram hendina og
tók um hennar.
„Ég held að ég skilji hvað
hefur verið að mér undan-
farna daga“, sagði hann lágt.
„Hvers vegna ég hef verið svo
óánægður með hegðun Sis.
Þú ert svo ákveðin og hefur
svo gott vald á þér, Lyn, en
Sis — Sis er eins- og barn. Hún
hefur alltaf fengið allt. Henni
hefur aldrei dottið í hug að
eitthvað sé ófáanlegt. En þú
— bú ert svo jarðnesk“. Hann
þagnaði en sleppti ekki hendi
hennar.
„Þakka þér fyrir þolinmæð-
ina, Lvn“. sagði hann loks.
„Ég get ekki sagt meira núna.
Það er svo margt, sem maður
þarf að hafa tíma til, svo
margt sem maður þarf að gera
unn við siálfan sig. En þakka
þér fyrir. kæra!“ Hann s.leppti
hendi hennar og bað báteig-
andann um að róa til strand-
ar.
10.
Þau lögðu af stað heimleið-
is eftir morgunmatinn. Þau
staðnæmdust við hið fræga
mormóna-musteri í Laie, en
Lvn var svo niðursokkin í
hugsanir sínar að hún sá ekki
né hevrði.
Draumur hennar var allt í
einu orSinn hlutur. sem gat
ræzt. Ted brosti við og við
sínu stríðnislega og hálfhæðn-
islega brosi, en hann virtist
einnis niðursokkinn í sínar
eivin hussanir.
Ted gekk að bílnum með
ökumanninum, en Don dró
Lvn til hliðar. En það, sem
hann sagði voru ekki þau orð,
sem hún helzt vildi heyra.
„Ég hef reynt að tala við
Ted. ep það er sem hann forð-
ist mig“. sagði hann.
„Var það eitthvað sérstakt,
sem bú vildir honum?“
„Já. eiginlega“, hann hrukk
aði ennið og leit niður. „Mér
finnst að bað sé honum að
kenna að Sis hefur breyzt
svona mikið. Hún sagði í gær,
að hún væri hrædd við hann.
Það er að vísu ímyrídun ein,
en ef ég gæti fengið hann til
að róa hana — ég á við, ef
hann seffði henni að hann
hefði fvrirgefið henni, hvað
það nú er sem honum finnst
hún hafa gert honum — þá
gengi þetta allt betur“, end-
aði hann ruglaður.
„Áttu við að ferðalagið
verði skemmtilegra11, sagði
hún dræmt.
„Ekki bara það, en —
hann hikaði og sparkaði í
stein á veffinum. Þau gengu í
áttina að bílnum. Hann stam-
aði ögn. þegar hann hélt á-
fram: „Ég held að hún væri
ekki svona áköf.að giftast mér
strax, ef hún væri ekki hrædd
við hann lengur11.
,,Ó!“ Lvn fór hjá sér. „En
því segir þú henni það ekki,
ef þú vilt ekki kvænast
henni?“ sagði hún hátt.
„Ég hef ekki sagt að ég
vilji ekki kvænast henni“,
sagði hann stuttlega. „Ég sagð
ist ekki vilja kvænast henni
núna á stundinni! Ég verð að
hugsa mig um — það verða
allir“, bætti hann hikandi við.
Þegar þau komu að bílnum
stóð Ted og hélt dyrunurn
opnum. „Hoppaðu inn, Lyn,
nú er röðin komin að niér að
sitja hjá þér. Don getur setið
hjá bílstjóranum“. Hann
brosti eins og hann manaði
hana til að segja að hún vildi
ekki sitja hjá honum. En satt
að segja létti henni. Það er
Maysie Greig:
ofar
ekki alltaf auðvelt að vera ást-
fangin, hugsaði hún. Eitt
augnablikið er maður í sjö-
unda himni og næsta er mað-
ur kominn niður á jörðina
aftur. '
26. dagur
Enginn hafði áhuga á að
sjá fleiri staði. „Við erum öll
svona þreytt af að fara
snemma á fætur“, sagði Lyn
en Don heyrði það ekki, hann
var að tala við bílstjórann.
Ted hallaði sér að henni og
hvíslaði: „Smá ástarþrætur“.
„Vitanlega ekki“.
„Kannske líkar honum ekki
að ég sit hérna hjá þér?“
„Láttu ekki svona! Hvað
kemur það honum við?“
„Það myndi mér koma við
væri ég hann. En smá afbrýð-
issemi drepur engan. Þú mátt
aldrei láta karlmann vita, að
hann sé sá eini, sem þú hugs-
ar um“.
„Og er þetta kennslustund
í stafrófi ástarinnar?“ Hún
var leið á þessu.
„Það ómerkilegasta og ein-
faldasta er oft það sannasta“,
sagði hann. „Hefur þér liðið
vel í dag, Lyn?“ bætti hann
við. Blá augu hans horfðu
rannsakandi á hana.
„Já, það var sniðugt hjá
þér að detta þetta í hug“. Svo
sagði hún ósjálfrátt. „Þú ert
góður við mig, Ted“.
„Já, það er ég víst“, viður-
kenndi hann. Hann var undr-
andi á svip. Svo hló hann
stuttlega. „Og það er ég venju
lega ekki, þegar ég er ást-
fanginn”.
11.
Frank Olsen kom til þeirra
um leið og þau komu inn í
forsalinn. Lyn fannst að hann
hefði beðið þeirra, en hann
var jafn rólegur og áhugalaus
og venjulega.
„Það lá við slysi“, sagði
hann rólega. „Mér fannst eins
gott að ég segði ykkur það.
Ég held ég viti mjög vel hvað
skeði“.
„Um hvaða slys talið þér?“
sagði Don hvasst.
Augnalok Franks sigu því
sem næst yfir syfjuleg augun.
„Það lá við að frú Haverly
drukknaði í morgun", sagði
hann.
„Lá við að Sis drukknaði?“
sagði Don skilningssljór.
„Já, læknirinn varð að gera
lífgunartilraunir. En hún náði
sér. Hún var að synda og svo
sökk hún. Sem betur fór sá
maður það og bjargaði henni“.
„Lá við að Sis drukknaði?“
Don endurtók það eins, og
hann gæti ekki skilið það. „En
hún er synd eins og selur!“
Frank lækkaði röddina unz
hann hvíslaði.
„Hún segir að einhver hafi
komið syndandi í kafi og tekið
um ökla hennar og dregið
hana niður. Það getur að vísu
• •
verið að það hafi verið strák-
ar að leik, en þetta er nokkuð
gróf fyndni. Ef —“. Hann
hikaði og Lyn fann að hún
hélt niðri í sér andanum. „Ef
það er ekki, er þetta morðtil-
raun!“
Þau störðu á hann orðlaus
um stund.
„í guðs nafni, þetta getið
þér ekki sagt!“ sagði Don.
Frank yppti öxlum. „Það
er eina útskýringin".
„En morð? Hver haldið þér
að vildi myrða Sis? Yesaling- |
urinn litli, það er bezt að ég |
fari til hennar. Líður henni
ma?“
„Nei, ekki beint illa, en
þetta var hræðilegt“. Hann
hana og hún er æst á taugum.
Hún hefur spurt mikið um
yður“.
Lyn sá að Don roðnaði, aft-
ur minnti hann hana á óþekk-
an skólastrák.
„Ég fer strax upp. En hvað
þetta var hræðilega!” Hann
hljóp að stiganum.
„Já, já“, sagði Ted hátt.
„Það lítur út fyrir að annar
sé á sömu skoðun og ég“.
Lyn kipptist við. Svo sagði
hún snöggt 0g reiðilega:
„Þetta er ekkert grín, Ted“.
„Var ég að grínast?“ spurði
hann hægt.
„Vitanlega! Og það ekki
skemmtilega. Þú átt ekki að
segja slíkt, fólk gæti misskil-
ið þig“. Hún leit á Frank.
Skyndilega hafði það mikið að
segja að hún sannfærði hann
um að Ted hefði verið að grín-
ast.
„Það er gott að ég hef pott-
þétta fjarvistarsönnun“, sagði
Ted bara. „Þið Don getið bor-
ið vitni um það“.
„Eigum við að fara inn á
barinn og tala um þetta þar?“
stakk Frank Olsen upp á.
Þau eltu hann. Það var sem
hann hefði á sinn rólega hátt
tekið forystuna.
Þau settust við borð, þar
sem þau gátu séð yfir strönd-
ina og bárurnar sem voru
gylltar í sólsetrinu. En þrátt
fyrir fegurðina umhverfis
skalf Lyn.
„Mér þætti gaman að vita,
hvort einhver annar Hefur
jafn mikla ástæðu til að
myrða frú Haverly og þér Mc
Michael?" sagði Frank Olsen
snögglega.
„En Ted var að gera að •
flugvéSarnar;
Flugfélag íslands.
Millilandaflug: Millilanda-
flugvélin Gullfaxi fer til
Glasgow og Kaupmannahafn
ar kl. 8 í dag. Væntanleg
aftur til Reýkjavíkur kl.
22.40 í kvöld. Millilandaflug-
vélin Hrímfaxi fer til Glas-
gow og Kaupmannahafnar
kl. 8 í fyrramálið. Innanlands
flug: í dag er áætlað að fljúga
til Akureyrar (3 ferðir), Eg-
ilsstaða, ísafjarðar, Kópa-
skers, Patréksfjaröar, Vest-
mannaeyja (2 ferðir) og Þórs
hafnar. Á morgun er áætlað
að fljúga til Akureyrar (2
ferðir), Egilsstaða, Fagurhóls
mýrar, Flateyrar, Hólmavík-
ur, Hornafjarðar, ísafjarðar,
Kirkjubæjarklausturs, Vest-
mannaeyja (2 ferðir) og
Þingeyrar.
Loftleiðir.
Edda er væntanleg frá Staf
angri og Osló kl. 21 í dag.
Hún heldur áleiðis til New
York kl. 22.30. Saga er vænt-
anleg frá New York kl. 8.15 í
fyrramálið. Hún heldur á-
leiðis til Osló og Stafangurs
kl. 9.45.
Skipigts
Ríkisskip.
Hekla er í Reykjavík. Esja
er á Austfjörðum á suðurleið.
Herðubreið er á Austfjörðum
á norðurleið. Skjaldbreið er
á Ereiðafjarðarhöfnum. Þyr-
ill er í Faxaflóa. Ms. Baldur
er á Vestfjörðum á suðurleið.
Helgi Helgason fer frá Rvík
á morgun til Vestmannaeyja.
Skipadeild SÍS.
Hvassafell er í Vestmanna-
eyjum. Arnarfell fór 23. þ.
m. frá Karv’nannahöfn áleið
is til Austurlands. Jökulfell
er í Rotterdam. Dísarfell los-
ar á Húnaflóahöfnum Litla-
fell er væntanlegt til Rvíkur
í dag. Helgafell er á Akra-
nesi. Hamrafell fór frá Rvík
23. þ. m. áleiðis til Arúba.
Eimskip.
Dettifoss fór frá Akranesi
í gærkvöldi til Keflavíkur og
Reykjavíkur. Fjallfoss fór frá
Akranesi í gær til Reykjavík
ur Goðaff^s fer frá Hamborg
á morgun til Hull og Reykja-
víkur. Gullfoss fór frá Leith
23/6 til Kaupmannahafnar.
Lagarfoss fór frá Akureyri í
gær til Hólmavíkur, Drangs-
ness, Vestfjarða og Faxaflóa-
hafna og Rvíkur. Reykjafoss
kom til Reykjavíkur 22/6 frá
Hull. Selfoss fer frá Reykja-
vík í dag til Hamborgar og
Riga. Tröllafoss fór frá New.
York í gær til Reykjavíkur.
Tungufoss fór frá Aalborg í
gærmorgun til Fur, Egersund,
Haugesund og íslands.
Drangajökull fer frá Ro-
stock 3/7 til Hamborgar og
Reykjavíkur.
'Á’ í
Saintíðin,
júlíblaðið er komið út, fjöl
breytt og skemmtilegt. í for-
ustugreininni er bent á, að
Kína sé að verða voldugasta
ríki jarðar. Sveinn Sæmunds
son blaðafulltrúi skrifar um
Viscount-flugvélar Flugfélags
íslands. Freyja skrifar fróð-
lega kvennaþætti. Guðmundi
ur Arnlaugsson ritar skák-
þátt og Árni M. Jónssoni
bridgeþátt. Þá er frambalds-
sagan; Hryllilégt hús. Gam-
ansaga: Þegar allt rann út f
sandinn hjá mér. Afmælisspá
dómar fyrir alla, sem fæddir
eru í júlí, vinsælustu dans-
lagatextarnir, draumaráðning
ar, skemmtigetraunir, ásta-
mál, bréfaskóli í íslenzku o.
m. fl. Forsíðumyndin er af
leikurunum Jane Powell og
Edmund Purdom 1 nýrrí
kvikmynd.
6BANNARNIB „Eg leitaði alls ekki að þeim
stærsta, — ég tók bara þann, sem
hafði minnsta gatið.“
skýjum
Alþýðublaðið — 25. júní 1959