Alþýðublaðið - 03.09.1959, Síða 4

Alþýðublaðið - 03.09.1959, Síða 4
Útgefandi: AlþýSuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ingólfur Kristjánsson. — Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). — Fulitrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björg- vin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýs- ingasími 14 906. — ASsetur: AlþýSuhúsið. — PrentsmiSja AlþýSublaSsins, Hverfisgata 8—10. Samstaða er styrkur FUNDUR utanríkisráðherra Norðurlandanna hefst hér í Reykjavík í dag, og verður meginverk efni hans að undirbúa samstöðu þessara ríkja á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í haust. Hafa slíkir fundir verið haldnir um nokkurt áraskeið og borið ágætan árangur. Samvinna Norðurland- anna á undanförnum allsherjarþingum hefur ver ið hin bezta, og áreiðanlega verður svo í fram- tíðinni. . ' Ekki er því að neita, að viðhorf efnahags- mála og stjórnmála eru naumast öll hin sömu hjá Norðurlandaþjóðunum fimm. í því efni kem ur eðlilega einhver sérstaða til greina. En Norð- urlöndin eru svo tengd vegna frændsemi þjóð- anna, svipaðrar sögu og sameiginlegrar menn- ingar, að samvinna þeirra er í senn auðveld og sjálfsögð. Og samstaðan tryggir þeim eftirtekt og álit í alþjóðasamtökum. Sambúð þessara þjóða er til fyrirmyndar, og þær hafa skipað mál um sínum svo vel, að heimsathygli hefur vakið, þó að Norðurlöndin séu hvert um sig smáríki. Og svo eiga þau áhrifamiklum og viðurkenndum forustumönnum á að skipa. Allt veldur þetta því, að Norðurlandaþjóðirnar fara með virðu- legt hlutverk í alþjóðastjórnmálum vorra tíma. íslendingar eru norræn þjóð— og vilja alltaf vera. Að því hníga öll rök uppruna, sögu og menn ingar. Og þess vegna er íslendingum norræn sam- vinna mikið og einlægt áhugaefni. Utanríkisráð- herrar hinna Norðurlandanna munu sannfærast um þessa afstöðu okkar. Þeir eru hjartanlega vel- komnir hingað. Við vitum og munum, að þeir hafa iðulega komið drengilega til liðs við íslenzkan mál stað á alþjóðavettvangi, ekki sízt í landhelgisdeil- unni við Breta. En umfram allt eru þeir velkomn- ir hingað af því að þeir eru fulltrúar nágranna- þjóðanna, sem við erum skyldastir og teljum okkur tengdasta sögulega og menningarlega. Og íslend- ingar vilja gera sitt til að efla samvinnu Norður- landanna, svo að árangur hennar geti orðið sem mestur og beztur — einnig á vettvangi alþjóðamál- anna. Alþýðublaðið býður norrænu utanríkisráðherr ana velkomna til fundarins hér í Reykjavík. Frá bðmaskólum Reykjavíkur Kennsla hefst laugardag 5. sept. n.k. í barna skólum Reykjavíkur. 9 ára börn komi kl. 9 f.h. 8 ára börn komi kl. 10 f. h. 7 ára börn komi kl. 11 f. h. Fræðslustjórinn í Reykjavík. FLÓKNASTA vandamál kalda stríðsins er nú á svið sett í hinum röku frumskóg- um Suður-austur-Asíu kon- ungdæmisins Laos. Erfitt er að ná í áreiðanlegar upplýs- ingar frá bardögum þar, en fréttamenn þar telja að ekki beri að vanmeta þá hættu, sem stafi af starfsemi komm- únista í landinu undir for- ustu Pathet Lao-hreyfingar- innar. Átökin í Laos hófust um miðjan júlí og í fyrstu áleit ríkisstjórnin að uppreisnar- menn væru óhemju fjölmenn- ir, en beztu heimildir telja nú, ,að þeir séu ekki nema ör- fá þúsund, skipulagðir í 6— 15 skæruliðahópa, sem eiga hægt með að ferðast um fjalla héruðin á rigningartímabil- inu. Skæruliðarnir eru flestir af Thai og Meo-ættflokkun- um, en það eru þjóðflokkar, sem stunda hrísgrjónarækt í fjallahéruðunum og hafa oft- ast verið settir útundan af stjórnendum Laos. Uppreisnarmenn eru varla taldir fleiri en 2400 og af þeim hafa vart nema rúm- lega eitt þúsund tekið þátt í reglulegum átökum. Flestir sigrar þeirra hafa verið unnir með velheppnuðu taugastríði og einangruðum árásum á af- skekktar herna,ðarbækistöðv- ar. Taugastríð þeirra hefur vakið skelfingu í sumum hér- uðum landsins og margir hafa misst trú á að konungdæmið geti bjargað þeim frá yfirráð- um kommúnista. lega fyrir alþjóðlegum dóm- stóli. Bent er á, að erfitt sé að þekkja að Thai-menn úr Itaos og Vietnam. Stjórnin getur einnig bent á, að bar- dagar hafa fyrst blossað upp við landamæri Norður-Viet- nam og sú staðreynd hefur sannfært marga um að komm únistastjórnin þar eigj ríkast- an þátt í að efla skæruliða til uppreisnar. Þeir hafa líka notað sér hina 1500 kílómetra löngu landamæralínu, sem Laos á að Vietnam til þess að fara fram og aftur milli land- s TJÓRNIN í Laos hefur sak- að stjórn kommúnista í Norð- ur-Vietnam um að aðstoða uppreisnarmenn og útvega þeim vopn og liðstyrk. Kveðst stjórnarherinn hafa handtek- ið Vietnambúa £ hópi skæru- liða. Ekki er talið, að stjórn- in geti lagt fram sannfærandi sannanir fyrir þessum ákær- um, sem teknar yrðu alvar- anna án þess að Vietnamstjórn hafi hindrað þá á nokkurn hátt. Sterkasta sönnunargagn Laosstjórnar varðandi hlut- deild Vietnam í starfsemi skæruliðanna er í sambandi við vopnabúnað þeirra. Hún bendir á að þegar Pathet Lao hófu uppreisnina hafi þeir hlotið að fá vopn annað hvort frá Norður-Vietnam eða Ca- ches, en hvort tveggja er ó- löglegt samkvæmt vopnahlés- sáttmálanum, sem gerður var í Genf 1954. Þá hefur ekki linnt áróðri í Hanoi-útvarpinu (Hanoi er höfuðborg N orður-Vietnam) fyrir málstað Pathet Lao. Pathet Lao var stofnað að undirlagi kommúnistaflokks- ins í Norður-Vietnam árið 1949 eftir að andfranska hreyf ingin Lao Issara var leyst upp. Suphannuvong prins og aðrir Hannes á h o r n i n u ★ Það er glæpur í hverju staupi. ★ Vanvita maður á sæng urstokk. ★ StEjðreyndirnar hlasa við. ★ Leita að gleði — finna glæp. ENN EITT HÖGG. Dauða- drukkinn, kornung'ur maður sit- ur sljór og vanvita á sængur- stokk sjúkrar og vanvita konu. Ilún er látin, hefur verið kyrkt og blá fingraför sjást á hálsi hennar. Ungi maðurinn virðist ekki vita sitt rjúkandi ráð, hann man óljóst, rámar í að hann hafi farið inn í þetta herbergi, ekki þó til þess að gera vesalingnum mein, en verkin sýna merkin, konan hefur verið kyrkt — og ungi maðurinn merktur ævi- langt. STADREYNDIRNAR um af- leiðingar áfengisneyzlunnar dynja á manni. Það er glæpur í hverju staupi, Á botninum er snákurinn, sem breytir heila- frumunum, slítur úr sambandi, tengir vitlaust, rekur vitið burt — og vekur glæpinn: Skot 1 Hveragerði. Banastunga í Hlíð- unum, tveir menn barðir í Þing- holtsstræti svo að þeir biðu aldr- ei bætur, stúlka limlest til bana í bifreiðaslysi — allt af völdum ölæðis, — og þó er aðeins fátt eitt talið. UNGI MAÐURINN á Akra- nesi vissi það að í staupum hans á umliðnum árum hafa verið glæpafræ. Hann vissi það full- komlega. En hann mun ekki hafa trúað því. Svona mikið þurfti til að opna augu hans. Nú situr hann bugaður til fulls, eyðilagður maður. Þetta er hörmulegt. Hvers vegna? Fyrst og fremst vegna þess, að manni hrýs hugur við þeirri blindu sem menn geta verið haldnir. Þeir J vita hvað þeir eiga á hættu. ■— Þeir vita að um leið og þeir bera staupið að vörum sér, eru þeir að kalla til síh glæpinn og eyði- legginguna. f FYRRADAG las ég i Readers Digest um áfengis- og eiturlyfja- neyzlu og áhrif hennar á glæpi. Þrír fjórðuxallrax giæpa eru frámdir- undir áhrifum. áfengis- og eiturlyfja. Við hér þurfum engan prósentuútreikning. Stað- reyndirnar blasa við. Megiiíþörri foringjar Lao Issara fóru þá til Hanoi. Suphannuvong er ekki sagður vera flokksbund- inn kommúnisti en kona hans, sem er frá Vietnam, var virk- ur þátttakandi í baráttu kommúnista í Vietnam. Sap- hannuvong og flestir aðrir vinstri leiðtogar í Laos eru nú fangelsaðir og starfsemi Pethet Laos virðist ekki hafa beðið neinn hnekki þótt svo til allir hinir opinberu for- ingjar hreyfingarinnar séu í fangelsi. Vekur það ýmsar grunsemdir um hverjir séu hinir eiginlegu foringjar upp- reisnarinnar og Pathet Lao. En KOMMÚNISTAR £ Norð- ur-Vietnam standa ekki einir að baki atburðanna £ Laos. Pekingstjórnin kemur þar við sögu. Kínverskir kommúnist- ar eru óánægðir með fyrirhug- aða fundi Eisenhowers og Krústovs og athafnir þeirra í Asíu síðustu vikurnar bera þess vitni að þeir vilji sýna umheiminu^p að þeir séu fær- ir um að fara sínu fram án fyrirskipana frá Moskvu. Hins vegar var þeim gert létt fyrir um undirróðurinn £ Laos. Skæruliðar kommúnista og hálfkommúnista í Laos hættu skæruhernaðinum 1957 í trausti þess, að þeir fengju að taka þátt í eðlilegu pólitísku lífi landsins. En stjórn Sana- nikone, sem kom til valda fyr- ir ári síðan, þrengdi kosti stjórnarandstöðunnar, þar til starfsemi hennar var nær því bönnuð, og stjórnin gerði starf semi hinnar alþjóðlegu eftir- Framhald á 11. síðu. allra afbrota, og öll þau stærstu og hörmulegustu, eni framin undir álirifum áfengis. Er þetta ekki lexía fyrir menn? Þarf frek ar vitnanna við? Bezta vörnin gegn glæpum og afbrotum ei að snerta ekki áfengi. NÝLEGA hlustaði ég á umræð ur, eða smáerindi, í útvarpihu um áfengi og neyzlu þess. Mér þykir vænt um þau, en ég er ó- sammála. Hann er ■ stórgáfaður maður og mér hefur líkað margt vel í fari hans, þó að ég hafi ekki oft verið honum sammála. Hann fletti sjálfur frá sér skyrt- unni í útvarpinu og sýndi á. sér bert brjóstið. Þess vegna verður hann að hafa það að ég minnist ! á þetta. FULLYRÐINGAR hans voru sjálfsvörn hans, vörn gegn þeim , ásökunum og ávítunum, sem ; sækja hann sjálfan heim. Þær I áttu ekki erindi til hlustenda. | Hugarstríð á að heyja í einrúmi. Og þó. ef til vill, hgfur hann hugsað ssm svo: Með því að ég með mína reynslu af viðskipt- um við Bakkus konung, ráðlegg ungum mönnum að kpmast í kynni við þennan d.iöflakóng, verður aðvörunin sterkari en ef ég varaði þá við því. Og þaö má vera./ ÞAÐ er glæpur í hverju staupi Það er sjúkleiki að geta ekki fundið gleði án áfengis. Ef menn ráðleggja.að kynnast Bakkusi til þess að:.finna gleði, hvers vegna ráðleggja þeir þá ekki að kvnn- ast haschis, kokain og opíum? Hannes á horninu. 1 4 3. sept. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.