Alþýðublaðið - 03.09.1959, Síða 5

Alþýðublaðið - 03.09.1959, Síða 5
EINS og öllum má ljóst vera, þá er Framsóknarflokk- urinn í fyrstu byggður upp sem bændaflokkur og þangað hefur hann sótt fylgi sitt að meginhluta. Sökum úreltrar kjördæmaskipunar hefur flokkurinn um áratugi haft meiri völd í landsmálum en kjörfylgi hefur svarað, og þannig hefur hann getað reist sér mjög sterkt flokksvígi, annars vegar gegnum mis- notkunar á samvinnuhreyf- ingunni, hins vegar með mis- notkun sinni á ríkisvaldinu. S AM VINNUHRE YFIN GIN. Hún hófst hér í landi á veg- um bænda og varð að ágætri félagshreyfingu fyrir alúð þeirra og atfylgi. Þar sem samvinnuhreyfingin og Fram- sóknarflokkurinn voru í upp- hafi hvort tveggja fyrst og fremst bændasamtök, var ekki óeðlilegt, að þar yrði ná- ið samband milli. Enda varð svo. Og meðan Sjálfstæðis- flokkurinn í tíð Björns heit- ins Kristjánssonar, stórkaup- manns, hataðist við samvinnu hreyfinguna sem heitast, var Framsóknarflokkurinn víg- reifur forsvarsmaður hennar innan alþingis og utan, enda verkalýðshreyfingin þá enn í frumbernsku hér á landi og tæpast farin að skilja ágæti samvinnuhreyfingarinnar svo sem seinna og því ekki vand- anum vaxin þá að vera- mál- svari þessarar félagsmála- systur sinnar. Nú er löngu komið svo, að menn í öllum flokkum og stéttum viðurkenna og meta samvinnustefnuna, bæði t. d. í verzlunarmálum og atvinnu- rekstri ýmiss konar, og um það er hvergi deilt. að hún sé merkileg félagsmálastefna, sem sjálfsagt sé að gefa oln- bogarúm í þjóðfélaginu á jafnréttisgrundvelli við önn- ur verzlunar- og atvinnu- rekstrarform. — Einlægir samvinnumenn, sem trúa á á- gæti stefnunnar, telja slíkt jafnrétíi eitt nægilegt, svo að hún geti sýnt og sannað yfir- burði sína. En Adam var ekki lengi í paradís og Framsóknarflokk- urinn var ekki lengi óeigin- gjarn málsvari samvinnu- hreyfingarinnar. Hann fór að líta á kaupfélögin og Samband ið sem flokkslega eign og breytti þeim smátt og smátt í höfuðvjgi flokksins: Menn voru valdir í ábyrgðárstöður eftir flokkslit fyrst og fremst, ekki hæfni. Þetta gekk átaka- laust þegar í upphafi, af því að bændur höfðu í upphafi meirihluta bæði í kaupfélög- unum og Framsóknarflokkn- um. Síðan lét svo flokkurinn þessa flokkslegu ábyrgðar- menn vinna markvisst að því, að starfsfólkið væri að meiri- hluta Framsóknarmenn. — Þetta gilti jafnt um kaupfé- lögin og SÍS. Og þegar þetta var allt fallið í falsið, þá var tekið að mjólka kúna í flokks- sjóðinn — gegnum auglýsing- ar í Tímann og Dag — SÍS og kaupfélögin voru látin greiða — með auglýsingum — áróð- ur Framsóknarflokksins fyrir sjálfum sér. Flokksvélin var fullsmíðuð. Auðvitað hefur þessi vél snþizt misjafnlega auðveld- lega fyrir Framsóknarflokk- inn. Alltaf hafa verið tann- hjól í henni, sem ekki hafa verið hrifin af svo grófri flokksnýtingu á félagshreyf- ingu, ,sem öllum almenningi á að vera til hagsbóta, hvar í flokki sem menn standa og hvaða stétt, sem þeir heyra til. En hvað hefur hugsjón mátt sín gegn hinni kaldrifj- uðu valdahyggju? Lítið sem ekki. RÍKISVALDIÐ. Flokksvígi sitt í samvinnu- hreyfingunni hefur Fram- sóknarflokkurinn svo dyggi- lega stutt með völdum þeim, sem hann hefur lengi haft í stjórn landsins. Hefur fyrr- verandi fjármálaráðherra um fjölda ára, Eysteinn Jónsson, verið þar dyggur lærisveinn lærimeistara síns, Jónasar Jónssonar, sem áður hafði flokksnýtt ríkisvald óhugnan legast hér á landi. Flokksnýt- ingu sinni beitti Jónas mest gegnum kennarastöðuveiting- ar, svo sem frægt varð, en Eysteinn gegnum skattstjórn, toll og stöður í fjármálaráðu- neytinu. Er á öllum þessum stöðum svo þrautútfærð flokksnýting, að með eindæm- um mun, auk þess sem hvergi hefur verið beitt ofboðslegri óskammfeilni með myndun ó- þarfa embætta —■ af sjálfum sparnaðarpostulanum Ey- steini Jónssyni! TVÍEYKINU BEITT FYRIR. Um allmörg ár hefur þetta tvíeyki gengið fyrir vagni Framsóknarflokksins: Kaup- félagsvaldið á hverjum stað, stutt annars vegar af bænda- fvlgi Framsóknarflokksins og hins vegar af launuðu mála- liði flokksins í helztu atvinnu stöðum félagsins, og ríkis- launað hirðlið flokksins, margs konar manngerðir, sem dregizt hafa að valdasegli flokksins vegna aðstöðunnar. BETUR OG BETUR TAMIÐ, FASTAR OG FASTAR KNÚIÐ. Segja má, að þetta tvíeyki hafi um undanfarin ár verið þrauttamið æ betur í flokks- aktygin og knúið æ fastar og fastar fram. Hafi einhverjir verið með gangtregðu, hefur þeim fyrst verið sagt á rósa- máli, að ætlazt væri til, að þeir ynnu starfsins vegna fyr- ir ,,guð og föðurlandið", það er Framsóknarflokkinn og samvinnuhreyfinguna, „sem væri í rauninni eitt og hið sama“. Og hafi mjúkraddað rósamál ekki dugað, þá hefur verið ýjað að atvinnumissi, og loks orðið snöggt um ýmsa í starfi, sem ekki hafá látið skipast, nema þeir væru veru- legir menn 4 borði, sem ekki væri þorað við, en þá hefur verið reynt að einangra þá sem mest. Þetta kom hvað heiftugast fram við vorkosningarnar síð- ustu, enda mun Framsóknar- flokkurinn hafa litið svo á, að hann væri að beriast fyrir lífi sínu að vissu marki. Sjálfsagt er að taka fram, að vitrari menn Framsóknar- flokksins í valdastöðum beittu ekki atvinnukúgun og hótun- um um atvinnumissi, þar gengu fram fyrir skjöldu hvatvísari menn og minni að vitsmunum, svo sem kunn dæmi eru um. En hinir vitr- ari valdamenn vissu um ósóm ann og létu hann úiðgangast, og því hljóta þeir að gjalda ábyrgðar að verulegu leyti. ALVARLEGAR HORFUR. Á nýafstöðnu sumarþingi gerði Lúðvík Jósefsson, al- þingismaður — og fleiri — að umræðuefni grófa skoð- anakúgun kaupfélagsvalds og SÍSvalds við vörkosni'ngarnar, og satt bezt að segja höfðu allir andstöðuflokkar Fram- sóknarflokksins mjög af þessu WWWWWMWWWWWWWWWWWWMMMMWIWWIMMMWWWWWWMWWWWWVWWWM ENGIN þjóð hefur kunn- að þó list að deila og dirottna betur en Bretar. Þessi stjórn regla hefur verið höfuðvopn þeirra til að ná og halda þeim ráðum í heiminum, — sem þeir hafa haft síðustu 200 ár. I land'helgismálinu hafa kommúnistar tekið sé>r það hlutverk að -ganga erinda Bretans með Því að halda uppi stöðuguin deilum um máiið innanlands og gera sí- felldar tilraunir til að draga málið inn í flokkapólitík. Fyrir kosningar fóru kommúnisteir um land allt og sendu út ritlinga ipeð þann boðskap, að enginn hafi gert neitt í landhelgismál- inu, nema Lúðvík og flokkur hans, en allir aðrir sitji á svikráðum við þjóðina. Kosn ingaúrslitin voru glöggt merki þess, að þjóðin neitaði að lilusta á þessa sundrunar- sinfóníu. í sambandi við síðustu ár- ásiir Þjóðviljans á Alþýðu- blaðið og Alþýðuflokkinn í landhelgismálinu, er óhjá- kvæmilegt að rif ja upp nokk ur atriði: 1) Árið Í957 vildi Lúðvík Jósefsson ólmur færa út „á takmörkuðum svæð- um takmarkaðan tíma úr áirinu“. Ef hann hefði fen-gið þessu ráðið, hefði hann gereyðilagt baráttu íslendinga með vanhugs- aðri kákaðgerð. Alþýðu- flokkurinn liindraði þetta — þannig að íslendingar gátu með góða aðstöðu liagnýtt sér tækifærið til 12 mílna útfærslu eftir Genfarfundinn. 2) Eft’ir Genfarfudninn vildi Lúðvík færa út á stund- inni. Ef það hefði verið gert, mundu Bretar ekki standa einir gegn okkur, heldur með þeim 3—5 þjóðir. Alþýðuflokkuriun fékk því ráðið, að nokkr- ar vikuir voru notaðar íil að vinna fyrir málið er- lendis með þeim árangri, að allar þjóðir nema Bret ar viðurkenndu 12 míl- urnar í veirki. 3) Kommúnistar eru vafa- laust einlægir stuðnings- menn 12 mílna landhelg- innar, eins og aðrir lands- menn. En sífelld sundr- ungarstarfsemi þeirra stafsir af því, að þeir hafa viðbótarsjónarmið í mál- inu. Þeir vilja nota Iand- helgisbaráttuna til að rjúfa öll tengsl íslend- inga við hinar frjálsu þjóðir, einangra okkur í fjandskap við þæir og knýja okkur á þann bátt í bandalag við kommún- istaríkin. Þetta vilj 95% ísienzku þjóðarinnar ekki — heldur vinna landhelg- ismálið á alþjóðlegum vettvangi og halda stöðu sinni í hinum frjálsa. heimi. Það er vissulega ekki nema ein þjóð, Bret- ar, sem fjandskapast við okkur í landhelgismálinu, og flestar eða allar hin- ar fcrrdæma þá fyrir of- beldið við fslendinga. Álþýðublaðiðl hefur í meira en ár beint eindregn- um áskorunum til Þjóðvilj- ans um að láta af þessum hnífsstungum í bak annarra blaða og flokka í Indhelgis- málinu. Þetta skaðar þjóðina — gleður Bretann. Alþýðu- blaðið gaf út sitt hátíðarblað á eins árs afmælinu án þess að i.’áðast á einn eða neinn innanlands — í anda samein- ingar og samstarfs allrar þjóðarinnar. Enn skorum við á komm- únista: ^lættið þessum þjóð- hættulega leik! Reynið einu sinni að vinna eins og heið- arlegir íslendingar en ekki leppar erlendra, pólitískifa afla! að segja. Hér á Akureyri munu þeir t. d. allir hafa skjal fastar sannanir fyrir beitingu atvinnurekendavalds vissra manna á snærum KEA og SÍS til að hafa áhrif á atkvæða- greiðslu starfsmanna sinna. Eru það vissulega mjög a'J- varlegir hlutir, ef ágætir kaupfélagsmenn og samvinnu menn, hvar í flokki sem þeir standa, mega ekki að lýðræð- islegum hætti mynda sér og hafa pólitískar skoðanir, held- ur sé heimtað af þeim með frekju, að þeir kjósi Fram- sóknarfiokkinn, eigi þeir að halda starfi. Minnir þetta ó- hugnanlega á skoðanakúgun og flokksharðstjórn eins og hún var sögð skuggalegust í kommúnistaflokknum áður fyrr. Sem betur fer, hrinda allir dugmeiri kjósendur svona á- reið af sér, en að þessu eru þó mikil Jeiðindi og augljós er harðstjórnarhneigðin. í BLINDGÖTU. Vegna breyttrar kjördæma- skipunar í meira jafnréttis- horf er valdaaðstaða Fram- sóknarflokksins nú ekki jafn. sterk og fyrr. Sökum fram- komu flokksins í vor munu og aðrir flokkar ekki gin- keyptir fyrir samstarfi við hann um stjórn landsins nema hann breyti um stefnu og samvinnuhætti. Flokkurinn er þannig síaddur í blindgötu. Að vissu marki landsmálalega séð hefur hann fyrst og fremst rekið bændapólitík, þótt deila megi um hagfelld- leik hennar fyrir bændur. Af þessum sökum má búast við, að málalið flokksins £ bæjunum hlaupi nokkuð af garða, þegar þrengist á jöt- unni vegna minnkandi töðu í flokkshlöðunni. Enn kann og svo að fara, ef flokksnýting Framsóknarflokksins á kaup- félögunum og SÍS minnkar ekki. að samtök rísi upp að rjúfa þann múr. Slík átök gætu valdið samvinnuhreyf- ingunni tjóni, sem enginn óskaði eftir, en væri alger- lega á ábyrgð þeirra, sem með ofbeldi sínu kallaði á átökin. Framsóknarflokkurinn ætti því að hugsa sig vel um í bhndgötu sinni. Vilji hann umbjóðendum. sínum allt hið bezta, sem trúa verður, getur hann eklri setið kyrr í öngstræti sínu. Hann á ekki og má ekki einangra þann fjölmenna hóp bænda, sem kýs hann, frá samvinnu við aðrar stéttir, frá sam- vinnu við aðra flokka. Bænd- unum er líýsnauðsyn góð sam- vinna við hið vimiandi fólk við sjávarsíðuna. Þeir og það eiga samleið, ef rétt er á mál- um haldið. Og Framsóknarflokkurinn má ekki iðka þann ljóta leik, að rífa samvinnuhreyfinguna niður innanfrá, eins og hann. hefur gert með atferli sínu undanfarið. , féla»gsmálahreyf- ingu, sem hann á blómaskeiði sínu vanil mjög að á myndar- legan hátt að byggja upp. DAUÐI EÐA LÍF? Auðvitað verður Framsókn- arflokkurinn enn um sinn allsterkur stjórnmálaflokkur í landinu, þótt hann berjist í sinni blindgötu áfram, en dauðann ber hann í sér og það veit hann raunar sjálfuiv Eini vegurinn til langs lífs er að ganga heils hugar til samstarfs við jafnaðarstefn- una, um frjálslynda, róttæka Framhald á 2. síðu. '4 Aíþýðublaðið — 3. sept. 1959 £

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.