Alþýðublaðið - 05.09.1959, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.09.1959, Blaðsíða 2
laugá VEÐRIÐ: Suðaustanátt og skúrir. i ☆ LISTASAFN Einars Jónsson- ar, Hnitbjörgum, er opiö á . sunnudögum og miðviku- dögum frá kl. 1.30—3,30. ★ MINJASAFN bæjarins. Safn deildin Skúlatúni 2 er opin . daglega kl. 2—4. Árbæjar- safn opið daglega frá kl. 2 —6. Báðar safndeildir eru lokaðar á mánudögum. ☆ ÚTVARPIÐ: — 13.00 Óska- lög sjúklinga. 14.15 ,,Laug- ardagslögin". 19.00 Tóm- stundabáttur barna og ungl inga (Jón Pálsson). 19.30 Tónleikar: Kór og hljóm- sve'it Georgoes Cates flytja lög úr kvikmyndum. 20.00 Prétir. 20.30 Frásögn með tnleikum af kvikmyndum óperunnar „Porgy and Bess“. (Gunnar Eyjólfss, leikari). 20,45 „Dauði Arc- . himedesar11, smásaga eftir Karel Capek (Lárus Pálss.. leibari) 21.00 Victor Her- , ibert: Hundrað ára minn- ing. (Guðm. Jónsson kynn- ir lög eftir tónskáldið). —- 21.30 Leikrit: „Stór börn“, eftir Paul Géraldy í býð- ingu Óskars Ingimundars- sonar. (Leikstjóri: Gísli Halldórsson). 22.00 Frét.tir. 22.05 Danslög. 24.00 Dag- skrárlok. ☆ Messur Bústaðaprestakall: Messar í HáagerðissJfcóla kl. 5. Séra Gunnar Árnason. Laugarneski'fkja: Messa kl. 11 f.h. Séra Garðar Svav- arsson. Elliheimilið: Guðsþjónusta tmeð altarisgöngu kí. 10 ár- degis. Heimilispresturinn. Bandaríkin unna | Framhald af 1. síðu. 400 m. hlaupi á 46,1 sek. Landar hans Ince og Spence voru næstir. O’Bri en varð meistari í kúlu- varpi með 19,04 m, kasti, sem er nýtt mótsmet. — Cólem(an IJSA r.igraði í 3000 m. hindrunairhíaupi á 8:56,4 mín. Ann Flynn sigraði í hástökki kvenna með 1,61 m. og Anne Smith í langstökki 5,70 m. Oerter sigraði í kringlu- kasti með 58,12 m. í»að er einnig keppt í knattspyrnu á leikjunum og þau óvæntu úrslit urðu að Bandaríkin sigruðu Brazilíu með 5:3, mcnk Bandaríkjanna skoruðu, Ed Murphy, Albert Zer- husen. Ekki er vitað, — hvort Brazilía er með sína heztu rnenn, Argentína sigraði USAkmeð 4:1. .Þ B ■ M ■■■■■■■ ■ ■ p ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ a a B B ■ ■ a.B i siaour isianas i nanari mæfir vaxandi sf - sagði Jens Otio Krag í viðtali í gær. Laugavegi 63 ÍSLENZKI málstaðurinn í landhelgismálinu nýtur samúð- ar í Danmörku, sagði Jens Otto Krag, utanríkisráðhtc'ra Dana í viðtali við bíaðamenn í gær. Danir eiga auðvelt með að skilja aðstöðu íslendinga í máli þessu, sagði Krag. Enda eiga þeir að nokkru við sama vanda- mál að stríða við Grænland. Krag sagði í upphafi, að hanr, hefði oft haft í hyggju að koma tii íslands en ekki hefði getað orðið úr því fyrr en nú, er hann hefði komið hingað á utanrík- isráðhei-rafund Norðurland- anna. Kvað hann sér hafa ver- ið það mikil ánægja að fá tæki- færi til þess að dveljast hér nokkra daga fyi’ir fundinn. ☆ SAMSTAÐA NORÐUR- landanna. Krag vék síðan að utanríkis- ráðherrafundinum. Hann kvað fundi þessa árlega viðburði og nauðsynlega til þess að Norður- löndunum gæfist þess kostur að samræma sjónarmið sitt og gefa út sameiginlegar yfirlýsingar, er sýndu samstöðu Þeirra bræðraþjóða, er byggja Norður- lörid. Krag sagði, að rætt væri á fundum þessum um leiðir til að draga úr spennunni í alþjóða málum, spurninguna um það hvort mögulegt væri að stöðva tilraunir með kjarnorkuvopn og hvort unnt væri að koma á al- þjóðlegri afvopnun yfirleitt. — Krag sagði. að Norðúrlöridin væru öll sammála um nauðsyn þess að draga úr spennunni. í alþjóðamálum, en utanríkisráð herrarni'r hefðu allir verið sarn rnála um það nú, -að rétt væn að bíða fundar þeirra Eisenhower og Krústjovs til þess að sjá hvað út úr viðræðum þeirra kæmi. DAGSKRÁ ALLS- HER J ARÞINGSIN S. Þá var á utanríkisráðherra- fundinum rætt um dagskrá næsta reglulegs þings Samein- uðu þjóðanna. Voru ráðherr- arnir sammála um að styðja á- fram tækniaðstoð, efnahagslega aðstoð við vanþróuð lönd og mannúðlega hjálparstarfsemi Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt ósk Guðmund- air I. Guðmundssonar utanrík- isráðherra íslands var rætt um landhelgismál fslendinga, sagði Krag. Voru utanríkis- ráðherrarnir sammála um, að láta í Ijós þá von sína, að á aliþjóðasjóréttarráðstefniinni, vorið 1960 mundi fást lausn á deilu íslendinga og Breta um landhelgina við strendur ís- lands. Að lokum var ákveðið á ut- anríkisráðherrafundinum, að næsti fundur yrði' h'aldinn í Helsingför.s, sagði Jens Otto Krag. ýr EKKI DANSKT FRUM- KVÆÐI I LANDHELG- ISMÁLINU. Blaðamenn spurðu Krag hvort þess væri að vænta, að Danir hefðu frumkvæði um að leggja fram tillögu um ein- hverja lausn landhelgismáls- ins. Svaraði Krag því neitandi. Er Krag var spurður að því, hvoi't Danir mundu leita eftir undanþágum fyrir færeyska fiskibáta ti^ veiða innan 12 mílna markanna, svaraði hann, að færeyska landsstjórnin hefði áhuga á takmörkuðum undan- Þágum fyrir færeysba báta en danska stjórnin hefði ekki rætt það mál. ■fa HVENÆR KOMA HANDRITIN? Einn blaðamannanna spurði: Hvenær ætla Danir að skila handritunum? Krag brosti og hafði orð á þvi, að spumingin væii ákveðin og hispurslaus. En því miður gæti svarið víst ekki orðið eins ákveðið. En Ki'ag sagð, að málstað- ur Islands í handritamálinu ætti vaxandi skilningi að mæta í Danmörku og hann kvaðst þess fullviss, að fást mundi lausn á þessu máli enda þótt ekki væri enn Ijóst hvenær sú lausn fengist. En Krag kvaðst draga í v<afa, að íslendingar mundu fá sitt fram 100%'. Krag spurði hvort íslending- ar hefðu stöðugt mikinn áhuga á þessu máli og var svarað ját- andi. GOTT GJALDEYRIS- ÁSTAND DANA. Blaðamenn spurðu Krag hvernig gjaldeyrisástandið væri í Danmörku núna. Kvað hann það rájög gott og ekki hafa verið betra um langt skeið. Sagði ráðherrann, að fram- leiðslan hefði farið öí't vaxandi í Danmörku undanfarið og framkvæmdir væru miklar. T. d. eru byggingar miklar í Kaup mannahöfn enda þótt þær séu ekki eins miklar og í Reykjavík, bætti hann við brosandi Er blaðamenn spurðu Krag hvort konan hans hefði ekki haft hug á að koma með honurn til íslands sváraði hann, að svo hefði, vissulega verið. En hún hefði ekki getað komið Því við vegna æfin/a í nýju leikriti. En væntanlega komum viðbæði síðar bætti hann við. Héðan fer Krag til Póllands, þar sem hann mun halda fyrirlestra og ræða við utanríkisi'áðherra Póllands. Einnig fer Krag til New York 17. septembex til þess að verða viðstaddur setningu allsherjar- þingsins og hlýða á ríeðu Krúst jovs. En hann kvaðst verða að vera kominn heim aftur í byrj- un október, er danska þingið yrði sett. Fpsf Si jWashing Isíðan MOSKVA, 4. sept. Reut- er). Krústjov forsætisráð lierra Sovétríkjanna sagði í veizlu, sem haldin var í sendiráði Pólverja í Moskvu, og voru meðal viðstaddra flestir sendi- herrar erlendra ríkja í Sovétríkjunum, að hann mundi fara til Kína skömmu eftir að hann kæmi heim úr Bandaríkja för sinni. Búizt er við, að Krústjov Ijúki Banda- ríkjaförinni 28. sept. Orðrómur er uppi um, að Sjú En Lai, forsætis- ráðherra Kína fari í opin- bera för til Moskvu áður en Krústjov fer vestur um haf, en ekki hafði ver ið búizt við, að Krústjov færi strax til Peking við heimkomuna. ir Framhald af 9. síðu. sem það bæri vott um. Sveinn Zoega sæmdi síðan forráða- menn vinnuflokksins merki fé- lagsins og afhent’i hverjum pilt- anna eintak af síðasta afmæl- isriti félagsins, og sagði að þvi búnu þessu skemmtilega hófi slitið. — E. B. iír SAMKOMUHUSIÐ Röðull, sem í sumar hefur einungis haft á sínum vegum íslenzka skemmtikrafta, á nú von á nokkrum erlendum gestum. Meðal þeirra ef!• norskur „kú- rekasöngvari“, sem þeysir — syngjandi um sviðið með munn hörpu og gítar. Nafn þessa unga manns, er Skiffle Joe. Otto Brandenborg heitir danskur söngvari, sem einnig or von á hingað að Röðli. Hann hefur sungið inn á nokkrar hljómplötur í heimalandi sínu fyrir hljómplötufyrirtækið Od eon og getið sér góðan orðstír. - Hann leikur sjálfur á gítar um leið og hann syngCT', en einnig syngur Otto með hljómsveitum. Síðastan skfl frægan telja Firankie Lymon, en koma hans hefur þegar verið boðuð með auglýsingum í blöðum bæiar- ins. Frankie Lymon mun að Otto Brandenborg ÖIIu forfallalausu koma fram á Röðli annað kvöld og nokkur næstu kvöld. Haukur Morthens mun eins og að undanfcirnu skemmta gest um með söng, en hljómsveit Árna Elfar leikur undir öllu saman. Framhald af 9, síðu. Alard, F, 50,34 m. Darot. F, 47,48 m. Karaflas, G, 47,08 m. ? 5000 m. hlaup: Bernard, F, 14:33,6 mín. Papavasiliou, G, 14:38,0 Hiotis, G, 15:21,4 Chiclet, F, 15:27,0. f 4x100 m. boðhiaup: Báðar sveitirnar dæmdar úr leik vegna ólöglegra skiptinga! Staðan eftir fyrri daginn: Frakkland 47 stig, Grikldand 41. V SÍÐARI DAGUR: . Sleggjukast: | Husson, F, 60,50 m. Mellerowics. F. 56,49 m. ; Politis, G, 53,77 m. - Kouveloyanis, G, 53,48. | Kúluvarp: Tsakanikas, G, 16,69 m. Kounadis, G, 16,14 m. Thomas, F, 15,90 m. Lassau, F, 15,80 m. Stangarstökk: Balastre, F, 4,32 m. Ramadier, F, 4,10 m. Efstathiadis, G, 4,10 m. Fertakis, G, 3,90 m. ( 1500 m. hlaup: Jazy, F, 3:46,4 mín. Depastas, G, 3:47,0 mín. Bogey, F, 3:51,0 mín. Konstantinidis, G, 3:51,4, 3000 m. hindrunarhlaup: Papavasilou, G, 8:58,8 m. Ameour, F, 9:06,2 mín. Ferrari, F, 9:21,2 mín. Hiotis, G, 9:36,0 mín. i Mástökk: Fournier, F, 2,03 m. Hermann, F, 1,98 m. Koinis, G, 1,90 m. Doukas, G, 1,85 m. 200 m. hlaun: ; Seye, F, 20,8 sek. Genevay, F, 21,1 sek. Georgopoulus, G, 21,7 sekj, Kormalis, G, 22,1 sek. ; Þrístökk: ) Battista, F, 15,23 m. V/illiam, F, 14,72 m. ] Sfikas, G, 14,49: m. ; Sakelerakis, G, 14,48 m, 400 m. grindahlaup: ; Legoube, F, 54,2 sek, i Kling, F, 54,8 sek. ; Frousios, G, 55,2 sek. Depastas, G, 56,8 sek. 10 000 m. hlaup: ■ Beddaif, F, 30:41.8 mín. Mimoun, F, 30:45,0 mín. Glezos, G, 31:57,4 mín. Maniatis, G, 32:05,4 míu 4X400 m. boðhlaup: Grikkland, 3:19,4 mín. Frakkland, 3:19,8 mín. & Félagslíf ☆ K.F.U.M. 1 Samkoma annað kvöld kl. 8,30. Felix Ólafsson bristni-t boði talar. — Allir velkomnir. 2 5. sept. 1959 Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.