Alþýðublaðið - 05.09.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.09.1959, Blaðsíða 4
Útgefandi: AlþýSuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ingólfur Kristjánsson. — Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björg- vin GuSmundsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýs- ingasími 14 906. — ASsetur: AlþýSuhúsiS. — Prentsmiðja AlþýðublaSsins, Hverfisgata 8—10. Heimskulegt asnaspark ÞJÓÐVILJINN hefur oft verið ósmekklegur í skrifum sínum um landhelgismálið eftir stækkun hennar í tólf mílur fyrir ári síðan, en sjaldan eða aldrei eins og í gær.Þá ávarpar hann norrænu ut- anríkisráðherrana á síðasta fundardegi þeirra hér í Reykjavík og ber þeim á brýn, að þeir séu vilja- laus verkfæri Breta í landhelgisdeilu þeirra við ís- lendinga. Afskriftin er raunar miklu meiri, því að íslendingar eiga enga samherja í málinu nema Rússa og Austur-Þjóðverja samkvæmt ályktun Þjóðviljans, en gremjan í garð norrænu utanríkis- ráðherranna og þjóða þeirra svellur kommúnista- blaðinu fastast í brjósti. Hverjum ætli Þjóðviljinn sé að þjóna með þessum málfluíningi? Hver er sanngirnin, ef ein hver skyldi ætla íslenzka kommúnistablaðinu dyggð hennar? Halt/ard Lange og Jens Otto Krag hafa opinberlega lagt íslenzka málstaðn- um í landhelgisdeilunni drengilegt lið og bent á, hvert frumhlaup ofbeldi Breta sé. Þjóðviljinn stingur þessu atriði undir stól. Framlag hans er að vanþakka þeim mönnum, sem við eigum gott eitt upp að unna. Hvaða íslendingi dettur í hug, að sú framkoma verði okkur farsæl í framhaldi landhelgisdeilunnar, ef nokkur ábyrgur maður á Vesturlöndum tæki mark á kommúnistablaði á borð við Þjóðviljann? Afstaða Rússa og Austur-Þjóðverja í land- helgisdeilunni er þakkarverð. En við þurfum sann arlega á fulltingi fleiri að halda. Þess vegna ríður á því að koma málefnalega og virðulega fram í deilunni og forðast að glata trausti þeirra er koma við sögu úrslitasigursins, ef hann vinnst á alþjóða vettvangi. Athæfi Þjóðviljans, þegar hann talar til” norrænu utanríkisráðherranna algerlega að tilefn- islausu sem andstæðinga í landhelgisdeilunni, er því annað og verra en furðuleg ósmekkvísi. Heimskulegra asnaspark er naumast hægt að hugsa sér, þó að Þjóðviljinn eigi í hlut. En Bretum. kynni að líða betur í skömm sinni, þegar togaraeigendur þar 1 landi og herrarnir í flotamálaráðuneytinu frétta um afstöðu og mál- flutning Þjóðviljans. Málgagn Alþýðubandalags- ins skemmtir þeim vafalaust, þó að Bretar verði raunar stutta stund fegnir, því að sannarlega túlk- ar Þjóðviljinn ekki íslenzk sjónarmið í þessu máli. Hann gerir sig aðeins að viðundri. Slarí sýsluskrifara hér við embættið er laust til umsóknar nú þegar. Laun skv. launalgum. Bæjarfógetinn á ísafirði, 2. september 1959. Auglýsingasími Alþýðublaðsins er 14906 fHannes á h o r n i n u ★ Kirkjugarður leikvang ur ★ Fæðingardeildin og út- lit hennar ★ Hvað skortir íslenzka arkitekta mest? ★ Veldur því náttúra landsins KONA SKRIFAR mér á þessa leið: „Það færist mjög í vöxt, að börn og unglingar noti kirkju garðinn við Suðurgötu fyrir leikvang. Þetta var ekki þannig, en nú hef ég nokkrum sinnum erðið vottur að þessu og þykir mér það mjög miður. Ég held að farið sé að slá slöku við eft- irlit í þessum kirkjugarði, og skil ég ekki hvers vegna það er látið viðgangast. Ég vil ekki f jöl yrða um þetta, en vil mælast til þess, að þeir, ser| bera ábyrgð á þessu, sjái svo um, að börn- um og unglingum, sem þarna stunda leiki og ærsl, sé bægt frá“. ÁHORFANDI skrifar: „Fyrir nokkrum missirum reit ég í þessa pistla um útlit fæðingar- deildarinnar á Landspítalalóð- inni og hvatti til lagfæringar. Enn þann dag í dag gapa sárin opin á þakbrúnarröndinni. Ég endurtek nú áskorun mína til þeirra, sem þarna ráða málum að laga þetta. Ef þessi aðvörun dugar ekki, þá áfrýja ég að- finnslunnt til viðkomandi ráð- herra. Annars er hús þetta svo sviplaust og ljótt að ekki má þar við bæta að láta það gapa í sárum framan í vegfarendur. ANNARS er það allundarlegt hve erfiðlega tekst oft að byggja húsin okkar falleg, stílhrein, •— láta þau lita þannig út að augað hafi yndi af að horfa á bygging- una, en verði ekki fegið að horfa strax burtu frá þeim. Tek ég nokkur dæmi: Takið eftir sam- byggingarhúsi, sem Hafnarfjarð- arbær lét byggja sunnanvert við Hafnarfjörð, stíllaust og laust við allt sem nálgast að vera list í útliti. Verið er að byggja verka mannabústaði í Hafnarfirði fyr- ir ofan Hamarinn, tíu íbúðahús. Sagt er að þarna eigi þrjú slík hús samskonar að koma. — Öll stíllaus, ekkert listrænt við þau. Útlit þeirra er afturför frá flest- um verkamannabústöðum, sem byggðir voru fyrir tuttugu og fimm árum í Hafnarfirði. Reykjavík yfirleit miklu ósjá- legri en ýmsar slíkar, sem ég hefi séð á Norðurlöndum, t. d. Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Það er einhver ytri þyngsli yfir öllu útliti og formi þeirra. Aftur virðist svo sem hinar smærri byggingar hér standi sízt að baki samskonar húsum í fyrrgreind- um löndum. Mér finnst að ís- lenzka arkitekta vanti eitthvað það sem er listrænt og gefur hinum stærri byggingum fagurt ÞÁ ERU sambyggingar í ÞRÁTT fyrir atburðina í Kerala og aðgerða indversku stjórnarinnar þar hafa Rússar nýlega veitt Indvexjum 1500 miljón rúblna lán, en Það er hvorki meira né minna en hæsta fjárupphæð, sem Rúss- ar hafa lánað vanþróuðu Iandi hingað til. Þessir samningar sýna glögglega hversu Sovét- leiðtogarnir leggja mikla á- herzlu á að efla áhrif sín og ítök í löndum Afríku og Asíu með lánum og efnahagsaðstoð. Saga þessara lána undanfar in ár er lærdómsrík fyi’ir þá þróun, sem orðin er. Meðan Stalín hélt um stjórnvölin í Kreml, höfðu Rússar ekki á- huga á að veita efnahagsað- stoð nema þeim ríkjum, þar sem þeir áttu beinna hags- muna að gæta, eins og t. d. form, sem er svipað og hinir fögru tónar í hinum sígildu tón- smíðum. .............. ÞAÐ MÁ VERA, að hin óblíða náttúra landsins móti okkur öll þannig, að það sé ávallf eitthvað þyngra yfir okkur, en þeim er byggja þau lönd, þar sem veðr- áttan er jafnan blíðari en hér á okkar kalda og harðbýla Fróni. EN því ber ekki að neita, að við eigum til forkunnar fagrar byggingar, svo sem Kristskirkju í Landakoti, Þjóðleikhúsið, há- skólabygginguna. En það er list hins liðna, en þó sígild um langa framtíð. Ég vildi óska að íslenzkir arkitektar tækju sig á og gerðu almennt betur en þeir gera í dag. Hannes á liorninu. í Afganistan. Það var fyrst ’54 sem Rússar' koma fram með kenninguna um aðstoð við van þróuð lönd og í samræmi við þá kenningu er Indlandi veitt efnahagsaðstoð 1955 eftir að Búlganin og Krústjov höfðu ferðast um, landið r boði Neh- rus. Var efnahagsaðstoðin fólg in í smíði alúminíum-verk- smiðjum hráofna og stáliðju- vers. Frá árinu 1955 hafa Rússar sífellt verið að auka lán sín og efnahagsaðstoð og vekur eink- um athygli hversu lága vexti þeir taka af lánum, 2,5% af tólf ára lánum. Það er einnig athyglisvert að iðnaðarríki í austurblokkinni, — Póllandi, Tékkóslóvakíu og Ungverja- land, hafa dyggilega fetað í fótspor Rússa í Þessum efnum. Frá árslokum 1957 hefur efnahagsaðstoð Rússa numið hærri upphæð en því, sem Bandaríkjamenn hafa varið til aðstoðar við sömu lönd. — Þessi lönd eru: Afganistan, Egyptaland, Sýrland, Nepal, Indónesía og Jemen. Af þeim 300 milljónum króna, sem Rússar veita þessum löndum fast að fjórðungur í hernaðar- aðstoð. Þessi þróun hefur vak- ið nokkurn ugg í Bandaríkj- unum. Og síðastliðið ár heíur efnahagsaðstoð Rússa pnn stórlefa aukist. Egyptar hafa hlotið gífurlegar upphæðir og jafnvel Argentína hefur feng- ið efnabagsaðstoð hjá Rússum til að efla olíuiðnað landsins. Óhemju fjármagn hefur verið varið til hernaðaraðstoðar við Indónesíu og írak. (Framhald á 10. síðu.) PÓLITÍSKUR OREIÐÖVÍXILL FRAMSÓKNAR Tíminn heldur áfram að hamra á þeirri fjarstæðu, að þjóðin eigi eftir að greiða „óreiðuvíxla“, sem stofnað liafi verið til með þeim niðurgreiðslum, sem ákveðnar voru fyrr á árinu til að færa niður dýrtíð- ina. Þetta er hreinn upp- spuni. Fjárlögin voru af- greidd greiðsluhallalaus og þar gert ráð fyrir fjáröfl- un til þeirra niðurgreiðslna sem ákveðnar voru. Hing- að til bendir allt til þess, að áætlanir um tekjur rík- isins muni fyllilega stand- ast, og er ekki minnsti fót- ur fyrir því, að um neina vanskilavíxla verði að ræða. í þessu sambandi er rétt að spyrja Tímann: Hvað lögðu Framsóknarmenn til í þessum efnum? Voru ekki þeirra tillögur við af- greiðslu fjárlaga á þann veg, að um 150 milljóna HALLI hefði orðið á fjár- lögunum, sem ríkisstjórn- in fékk afgreidd hallalaus? Ef tillögur Framsóknar liefðu verið samþykktar, hefði þjóðin vitað fyrir- fram um 150 milljóna ó- reiðuvíxla, sem kæmu til greiðslu síðar. En sem bet- ur fer voru þessar tillögur felldar og þann'ig gengið frá fjárlögunum, að þjóð- in greiðir jafnóðum allar skuldbindingar í ár. Tíminn hamast á móti uppbótagreiðslunum. En hvað vildu Framsóknar- menn gera? Á að skilja þetta þannig, að þeir hefðu viljað hið taumlausa dýr- tíðarflóð, sem felldi Her- mann í haust? Hefðu þeir viljað, að vísitalan væri nú 250—270 stig eftir gamla kerfinu? Ef þeir vilja ekki dýrtíðarflóðið, hvað vildu þeir þá gera? Hér er um að ræða póli- tískan óreiðuvíxil. Fram- sókn skúldar þjóðinni skýr ingar á stefnu sinni í efna- hagsmálum — ef hún er þá nokkur. ■ .......................................................... 4 5. sept, 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.