Alþýðublaðið - 05.09.1959, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 05.09.1959, Blaðsíða 10
'éf Opil í kvöld Sextett Karls Jónatanssonar. Söngkona Anna Maria. Húsinu lokað kl. 11,30. Dansað til kl. 1. Hausfmóf T.R, hefst um miðjan september og verður telft í Breið- firðingabúð, niðri. Innritun þátttakenda fer fram í Breiðfirðingabúð, uppi, næstkomandi mánudags- og miðvikudagskvöld og lýkur mánudaginn 14. þ. m. Skráning til þátttöku í fyrirhugaðri kieppnisferð til Akureyrar fer einnig fram næstkomandi mánudags- og miðvikudagskvöld á sama stað. STJÓRN T. R. Yeifiniar í Skíðaskálanum Rekstur í skíðaskálanum f Hveradölum til veitinga- og gistingar, er til leigu frá 1. október næstk. Skálanum fylgir séríbúð fyrir veitingamann. Nánari upplýsingar gefur formaður fólagsins, Stefán G. Björnsson. Þeir, sem áhuga hafa fyrir þessu, sendi umsókn eða tilboð til formannsins fyrir 15. september næstk. Skíðafélag Reykjavíkur. S S S S S S S s V •s S 1 1 s S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s Fegurðarsamkeppni FTRRI DAGtTR kl. 9.: 1. Hljómsveit Skafta Ólafssonar leikur. 2. Gamanvísu'í, Steinunn Bjarnadóttir. 3. Dægurlög, Skafti Ólafsson. 4. Gamanþáítur, Klemenz Jónsson og fleiri. 5. Fegurðársamkeppnin — valdar 5 stúlkur til úrslitakeppni (kjólar), SÍÐARI DAGUR kl. 9: 1. Illjómsveií Skafta Ólafssonar leikur. 2. Gamanvísur, Steinunn Bjarnadóttir. 3. Dægurlög, Skafti Ólafsson. 6. Illjómsveit Skafta Ólafssonar. 7. Scandirtavisk cabarett, fakir-númer og fleirrá. 8. Dans til kl, 1 eftir miðnætti. 4. Úrslitakeppni þeirra fimm þátttakenda c<r flest atkv. hlutu (baðföt). 6. Scandinavisk cabarett, fakir-númer og fl 7. kl. um 12 á miðnætti, Verðlaunaveitingar: — Frú Kolbrún Jónsdóttir — (fegurðardrottning íslands 1950) krýnir Ungfrú Reykjavík 1959. 9. Dans: til kl. 1 efitr miðnætti. Fegurðarstamkeppnin fer fram l skemmtigarðinum TIVOLI næstkomandi sunnudagskvöld 6. þ. m. og verða þá valdar 5 af 10 þátttakendum til úrslita- keppni, sem fram fer mánudagskvöldið 7. þ, m. Kynnir fegurðarsamkeppninnar verður Ari Sigurjónsson, en dómnefnd skipa ungfrú Rúna Brynjólfsdóttir, frú Elín Ingvarsdóttir, Albert Guðmundsson, stórkaupmaður, Erlingur Þorsteinsson, læknir, Gestur Einarsson, ljósm. í Studio og Heigi Oddsson verzlunarmaður. Forsala aðgöngumiða verður í Hreyfilsbúðinni frá og með deginum í dag og í Tivoli frá kl. 2 síðd. á sunnudag. Strætisvagnar ganga frá Ivliðbæjarskólanum að Tivoli bæði kvöldin. Ef veður verður óhagstætt verður keppninni frestað. S S S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s c s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s »j Haukur Morthens syngur með hljómsveit Árna Elvars í kvöld Matur framreidduír M. 7—11. Borðpantanir í síma 15327 ........... Sími 18-8-33 TIL SÖLU: Taunus-Station 1959 Keyrður 12 þúsund km. Lítur vel út. Austin 8 1947 allur í fyrsta, flokks lagi. Lítur mjög vel út. Dodge 1955, stærri gerð Lítur mjög vel út og er vel mieð farinn. Skipti koma til greina. BÍlLiNN Varðarhúsinu. Sími 18-8-33. Plast-gólfflísar Plastdúkur Linoleum Gerfidúkur Filtpappi Lím A. EINARSSON & FUNK H.F. Garðastfæti 6 Sími 13982 Látið ökkur aðstoða yður við kaup og sölu bifreiðarinnar. tírvalið er hjá okkur. Aðsfoð við Kalkofsveg og Laugaveg 92. Sími 15812 og 10650. Rússar Framhald af 4. síðu. í árslok 1958 nam efnahags- aðstoð Rússa við vanþróuð lönd 300 milljörðum króna, og þar við bætist rúmlega 100 milljarðar í hernaðaraðsíoð. Á sama tíma hafa Bandaríkja menn veitt 1000 milljrða kr. í efnahagsaðstoð og 400 mill- jarða í hernaðaraðstoð. Banda ríkin veita því enn, sem kom- ið er þrisvar sinnum meiva en Rússar í efnahagsaðstoð en þetta forskot fer stöðugt minnkandi. 85 ára í dag: frOIÐUt FRIÐtlKSSO A YFIRSTANDANDNI ári hafa Rússar náð fótfestu í N,- Afríku og þeir reyna að veita, sem mestu fjármagni til þeirra landa, sem nýlega hafa hlotið sjálfstæði. — Fyrir skömmu var keisari Etíóphíu á ferð í Rússlandi og hafði heim með sér 400 milljónir rúblna í aðstaðarfé. Og nýver- ið hafa Rússar boðið Finnum og íransbúum hagstæð lán og sömuleiðis ýmsum löndum í Suður-Ameríku. Auk þessa hafa Rússar og leppríki þeirra tekið taísverð- an þátt í hjálparstarfsemi þeirri, sem fram fer á vegum Sameinuðu þjóðanna. Þúsund ir tæknifræðinga frá kommún iStalöndunum eru starfandi í vanþróuðum löndum, einkum i löndunum fyrir botni Mið- jarðarhafsins, Indlandi og Af- ganistan. Þá hafa Rússar boð- ið mörgum löndum eins og t. d. Burma hagstæð kaup á hrís grjónum og láta í staðinn vél- ar og verkfæri. Kommúnistablöð um heim allan fagna þessari þró- un og .gera mikið úr að þessi aðstoð sé „engum póTitískum skilyi'ðum háð“ og sé því gjör samlega óskyld efnahagsað- stoð kapitaliskra ríkja, sem sé pólitísk. Þessar fögru full- yrðingar spekinga kommún- ista stangast á við staðreynd- ir eins og dæmin frá Júgó- slavíu sanna, en engum dylst lengur, að Rússar líta á efna- hagsaðstoð sína sem gróðavæn lega fjárfestingu, sem borgar sig með tímanum. Aðstoð Rússa er gerð með það fyrir augum, að reyna að ' tryggja að lönd þessi taki upp póli- tíska stefnu, sem hentug er Rússum. í DAG er 85 ára Þórður Friðriksson, Austurgötu 26 í Hafnarfirði. Þórður er fáedd- ur í Björnsbúð á Hellissandi 5. september 1874, sonur hjónanna Ingileifar Erlends- dóttur og Friðriks Sigurðs- sonar. Ungur fluttist hann með foreldrum sínum að Hellnum og ólst þar upp. Strax á barnsaldri byrjaði Þórður að vinna hörðum höndum eins og títt var um börn og unglinga í bá tíð, enda fátækt mikil og lífsbar- áttan hörð. Aðeins níu ára gamall réri hann á sumrum. Hann missti föður sinn á unga aldri, og kom bá í hlut Þórðar að vinna fyrir heim- ilinu. Oft var erfitt til fanga bæði á sjó og landi og varð að fara illfæran fjallveg frá Hellnum til Ólafsvíkur til að- drátta úr kaupstað. Fór Þórð- ur marga ferðina um Kambs- skarð til Ólafsvíkur við öflun brýnustu nauðsynja fyrir heimilið, til dæmis fór hann tólf slíkar ferðir seytján ára gamall á tímabilinu frá jól- um og til miðs einmánaðar, oft í snjó og byljum, en sú leið er tólf tíma gangur í góðu færi. Komst hann þá oft í hann krappan, og var stund- um teflt á tæpasta vað, enda heimilið bjargarvana. Átján ára byrjaði Þórður að stunda sjó sem fullgildur háseti og þótti harðduglegur til all'rar vinnu jafnt á sjó sem landi. Árið 1897 kvæntist hann Jónínu Guðrúnu Jóns- dóttur, og bjuggu þau allan sinn búskap á Hellissandi eða þar til 1939, að Guðrún lézt eftir 42 ára sambúð. Eign- uðust þau hjónin sex börn, og eru þrjú þeirra á lífi. Þórður fluttist til Hafnarfjarðar 1944 og vinnur enn ýmis störf, þrátt fyrir sinn háa ald- ur. Hann er kvikur á fæti og snar í snúningum, ef við liggur, og geta menn því getið sér til um viðbrögð hans á yngri árum. Hann er léttur í skaoi og hrókur alls fagnað- ar. Þórður er minnugur vel og hefur gaman af að rabba í kunningjahóp um það, sem hefur á dagana drifið. Fátækt og hörð lífsbarátta hefur ekkí hindrað hann í að koma auga á hingr bjartari hliðar lífsins. Margir kunningjar og vinir Þórðar Friðrikssonar munu hugsa til hans á þessum merku tímamótum ævinnar og senda honum beztu óskir um góða framtíð. Sandari. IJ 10 5. sept. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.