Alþýðublaðið - 09.09.1959, Síða 2

Alþýðublaðið - 09.09.1959, Síða 2
V e 3 r i 8 : SuSvestan kalcli; skúrir. x ☆ LISTASAFN Einars Jónsson- ar, Hnitbjörgum, er opiö á sunnudögum og miðviku- dögum frá kl. 1,30—-3,30. * MINJASAFN bæjarins. Safn deildin Skúlatúni 2 er opin daglega kl. 2—4. Árbæjar- safn opið daglega frá kl. 2 —6. Báðar safndeildir eru lokaðar á mánudögum. ☆ ÚTVARPIÐ í DAG: — 12.50 —14.00 „Viðvinnuna11. — 19.00 Tónleikar. —• 20.00 Fréttir. 20.30 Að tjalda- feaki (Ævar Kvaran). 20.50 'Frá tónlistarhátíðinni í Björgvin 29. maí s 1. — — 21.15 Fi'ásöguþáttur: Taminingas|saga (Sigurður Jónsson frá Brún). 21.40 Tónleikar. 22,00 Fréttir. — 22.10 Kvöldsagan: Úr ,Vetr arævintýrum” (Arnh. Sig- urðardóttir hýðir og les). 22.30 í léttum tón: Frankie Lymon og fleiri syngja og léika dægurlög. 23.00 Dag- skrárlok. ☆ Hstamannaklúbbur- INN í baðstofu Naustsins er opinn í kvöld Tiflögur um minnismerki sjómanna á Akranesi Yarðskip Framhald af 1. síðu. að stærð og stærsta varðskip Landhelgisgæzlunnar. Þór er 700 tonn að stærð. Kjölurinn að skipinu var lagður 23. marz s. 1. Verður það mikil bót fyr- ir Landhelgisgæzluna að fá hið nýja skip, þar eð síðan fisk- veiðilandhelgin var færð út í 12 sjómílur hefur skipakostur Landhelgisgæzlunnar hvergi nærri verið nógur. FRAMKVÆMDANEFND minnismerkis sjómanna á Akra nesi hefur ákveðið að láta fara fram samkeppni um gerð minn ismerkisins. Merkinu hefur verið valinn staður á Jaöri, hæð, skammt frá íþróttasvæði bæjarins. Samþykkí hefur ver- ið að verja kr. 17.500,00 úr sjóði mprkisins í þessu skyni. Fyrir tillögu, sem telst bera mjög af, að áliti dómnefndar, eru veittar kr. 10.000,00. Fyrir tillögu, er dómnefnd dæmir 2. verðlaun, kr. 5000,00, og fyrir þá, sem dæmd eru 3. verðlaun, Sjö fónlisfarmenn frá Prag vænfanlegir í heimsókn NÆSTA miðvikudag eru; væntanlegir hingað til lands sjö kennarar og nemendur frá Tónlistarháskólanum í Prag. Munu þeir dveljast hérlendis í 10 daga og halda tónleika í Reykjavík og víðar, en hingað koma þeir í boði Tónlistarskól- urum skólans í heimsókn til ans í Reykjavík. Björgvin Hólm 2. M BJÖRGVIN HÖLM hefur tek íð þátt í mótum í Finnlandi eft :ir tugþrautarkeppnina í Björne borg. Hann keppti 4. septembr í langstökki á slæmum velli og varð aunar, stökk 6,65 m. Finnskur stökkvari s.igraði, 6, 83 m. Björgvin var einnig með í spjótkasti, en varð aftarlega með 55 metra. Finnarnir röð- uðu sér á 70 m. línuna. Björg- vin ætlaði einnig að taka þátt í móti um helgina, en ekki hef- ur frétzt af því. Sl. vor fór Árni Kristjánsson skólastjóri Tónlistarskólans, á- samt sex nemendum og kenn- Tékkóslóvakíu á vegum Tón- listarháskólans í Prag. Var það í fyrsta skipti sem slíkt boð hafði borizt skólanum, og heim- sókn Tékkanna jafnframt sú fyrsta er Tónlistarskólinn hér fær af þessu tagi. NOKKRIR TÓNLEIKAR. Tékknesku listamennirnir halda tónleika í Reykjavík 17. og 18. sept. fyrir meðlimi Tón- listarfélagsins, á Akureyri 19., í Mývatnssveit 20. og á Selfossi 22. september. Fararstjóri Tékk anna er dr. Hubácek, kennari við skólann, en némendurnir sex eru tveir söngvarar, tveir píanistar, einn fiðluleikarj og einn klarinettleikari. Tónlistarháskólinn í Prag er einn elzti tónlistarskólí í Evr- ópu. Nemendurnir eru um 500. Einum íslenzkum stúdent, Steinunni Bjarnadóttur, var nýlega veittur styrkur til fram- haldsnáms við skólann. kr. 2.500,00. Framkvæmda- ! nefnd áskilur sér rétt til fullr- ! ar eignar á þessum tillögum, hvort sem nokkur þeirra kem- ur til framkvæmda eða ekki. j Skilyrði af hendi fram- kvæmdanefndar: 1) Tillögu- menn geri nákvæma grein fyr- ir tillögum sínum með upp- drætti og helzt einnig með lík- ani, 2) Merkið á að bera það greinilega með sér, sem því er ætlað að túlka: a) að vera tákn sjómannastéttarinnar í heild og b) helf.-'ð minningunni um þá sjómenn sérstaklega af Akranesi, sem féllu við skyldu störf sín á sjónum og gistu vota gröf. Með tilliti til síðari liðs (b) verði minningaherbergi (lítil kapella) í sjálfu merkinu, eða í tengslum við það. Stærð mel'kisins er áætlað ca. 30 m2 að flatarmáli. Með hliðsjón af staðsetningu minnismerkis- ins, fer vel á að það rísi hátt, ca. 10—12 metra. Að öðru leyti hafa þeir, sem hug hafa á að taka þátt í þessari_samkeppni, óbundnar hendur. Þess skal getið, að samkeppnin er ekki fastbundin við viðurkennda listamenn eina, Öllum, sem vilja reyna að leysa þetta verk- efni, er boðin þátttaka. Frestur til að skila tillögum er ákveð- ínn til 15. des. 1959. Tillögun- um sé skUað til formanns fram kvæmdanefndar, sr. Jóns M. Guðjónssonar, Akranesi. Séu þær auðkenndar með dulnefni og fylgi nafn og heimilisfang tillögumanns í lokuðu umslagi. Formaður veitir frekari upp- lýsingar, ef óskað er. Sími hans er nr. Í8. Fulltrúar framkvæmdanefnd ar við álitsgjörð eru: Guðmund ur Guðjónsson, skipstjóri, Akranesi og Guðmundur Svein- björnsson, framkvæmdastjóri, Akranesi. F. h. framkvæmdanefndar Jón M. Guðjónsson. SuMIR MENN, sem ekki eru beinlínis í neinum stjórn- málaflokki, hafa þá venju að fylgja að málum hverri þeirri ríkisstjórn, sem situr að völd- um, hvaða stjórnmálaflokki, FRANKIE LYMON söngv ^ ii.únn, sem nú skemmtir í \ Autsurbæjarbíói, gerir ^ annað og meira en að S syngja, því bæði dansar S hapn og leikur á tromm- S ur. Mynd þessi var tekin S á hljómleikum nýlega og i er Frankie þarná að leika ^ með hljómsveitinni. Hann ^ hefur einnig sungið á ^ Röðli undanfarið. s S sem hún tilheyrir. Þetta er ekki svo vitlaust, þeir svíkja engan stjórnmálaflokk, þeir- vita, að hver ríkisstjórn með- an hún situr í ríki sínu hefur að ýms,u leyti mest ráðin, svo sem embættisveitingar og rík- issjóði. Þá veitir það oft ríkis- stjórn heimildir með fjárráð til ýmsra hluta og fram- kvæmda. Þessum mönnum þykir því vissara að eiga rík- isstjórnina að, ef á þyrfti að halda? Eins og kunnugt er, þá er það nú Alþýðuflokkurinn, sem á núverandi ríkisstjórn, og Alþýðublaðið því aðalmálgagn hennar. Mér finnst því eiga vel við að senda Alþýðublað- inu þenn pistil, þar sem það heyrir til peningamála ríkis- sjóðs, o.s.frv., þótt ég hafi áður skrifað líkan pistil í Tímann og Morgunblaðið. Þetta mál, sem hér um ræð- ir, er Mýrdalssandur og það verk, sem þar um ræðir. Eins og reynslan hefur nú sýnt í sumar, þá er það vonlaust verk, að ætla sér að halda saridvatninu á Mýrdalssandi í skefjum með görðum og fyr- irhíeðslu. Jökulvatnið, sem kemur hér og þar undan jökl- inum fyrir austan Hafursey, sandurinn þar alls staðar laus eins og aska. Það er ólíkt flest- um stöðum, sem vatni hefur verið veitt undir brýr, sem kemur flest sumur fyrir aust- an Hafursey, stundum vestar eða austar undan jöklinum, yerður að renna frjálst fram sandinn, hvor svo sem því þóknast í það og það skiptið, og þegar það rennur fram á þessum slóðum, er það meira og minna ófært fyrir bíla, og verður. Það sem gera á og gera þarf í þessu máli er þrennt: Fyrst og fremst að hætta að ausa peningum í þessar vonlausu fyrirhleðslur; annað að byggja upnhleyptan veg með ýtum á syðri leið frá Múlakvíslarbrú að Blautukvíslarbrú, og það- an beina línu austur að Skálm arbrú, og á þeim vegi smærri brýr svo mr.rgar sem þurfa þykir til þess að sandvatnið geti runnið þar í gegn og ef vatnið brýtur skörð í veginn, þá að brúa það líka, en ekki að hlaða eða róta í það sandi. Þá mundi fljótlega þessar brýr verða nægilega margar fyrir vatnið og úr því yrði viðhaldið á veginum hverfandi lítið. En auðvitað tekur það lang- an tíma að koma upp svona vegi, og þá er það í þriðja lagi: að hafa það eins og Öræfing- ar gera, að nota flugvélar til allra fólksflutninga vegna jök- ulvatnanna. Það liggur líka í augum uppi, þegar sandvatnið á Mýrdalssandi er í essinu sínu síðla sumars, sem oftast er á þeim tíma árs, að nota þá einungis flugvélar til fólks- flutninga, svo sem Öræfingar hafa nú gert í mörg ár með góðum árangri, en umfangs- mestu þungavörur hafa verið fluttar þangað að vetri eða eða vorlagi, þegar vötnin eru sem allra minnst. Það er leik- ur einn að flytja allar þunga- vörur yfir Mýrdalssand áður en sandvatnið kemur fram á sumrin. þá þurran veginn þar sem allt annað er brúað, á móti því í öræfin þar sem aldrei er vatnslaust. Mér finnst því, þegar flug- ið hefur gengið svo vel í fleiri ár með fólksflutninga til og frá í Öræfin og víðar um land- ið, og svo ætfi það líka að geta gengið vel á milli sanda í Vestur-Skaftafellssýslu. Það sýnist því vera nær fyrir ríkið að styrkja þessar sveitir sem hlut eiga að máli, með flug- vallargerð þar sem hentast þykir (ef flugvöllurinn á Klaustri þykir -ekki nægja fyrir sveitirnar þar) heldur en að nota alla þessa peninga í þetta vonlausa verk á Mýr- dalssandi sumar eftir sumar. Enda kemur fleira til greina með þessar sveitir á milli sanda, t. d. Katla. Sjálfsagfc er að stefna að því að nota flugsamgöngur í þessum sveit um, ekki síður en annara staðar á landinu. Þegar á allt þetta er litið, sem hér að fram an er skráð, kemur í ljós, að þetta er ekkert vandræðamál, ef rétt væri að verkinu stað- ið. Og ég þykist vita það, að hinn áhugasami vegamála- stjóri sé nú búinn að sjá það, að það verður að breyta tií með þetta verk. Það er ekki ósennilegt að mjólkursalan, sem hafin var í vor að austaa yfir sandinn, hafi rekið á eftir með þetta verk í sumar. En það mál verður ekki leyst með þeirri vegagerð að stífla í sandvatnið. Víst er að mjólk- ursala er peningalind, þar sem staðhættir eru til þess, bæði með vegi og fleira, en svo vel sé, verður þá að beita kúnum á ræktað land. En maður hefði nú haldið líka að dilkar á Síðu og Skaftártungu gæfu bændum skilding í aðra hönd, ef dreift væri áburði á þau víðlendu heiðar- og afréttar- lönd sem þessum sveitum til- heyra, — og sennilega er ó- víða betra að nota flugvél til þess en þar. t Sveinn Sveinssom' ‘ frá Fossi. ) 2 9- sept. 1959 — AlþýðublaðiS

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.