Alþýðublaðið - 09.09.1959, Qupperneq 12

Alþýðublaðið - 09.09.1959, Qupperneq 12
Á FJÓRÐA tímanum í fyrri- 1 reiðin- skemmdist í árekstrin- nótt varð harður árekstur á Digraneshálsi í Kópavogi. Hann varð með þeim hætti, að Volks wagenbiíreiðin R-10734 var að koma sunnan úr Hafnarfirði. Á móti henni kom Buickbifreð- in Y-531 frá Reykjavík. Buickbifreiðin ók skyndilega út á hægri vegarbrún og skall við það framan á Volkswagen- bifreiðinni. Var árekstuiinn ' svo harður, að Volkswagenbif- reiðin snéri í öfuga átt við þá 'sem hún kom úr. Báðar bifreið- arnar eru stórskemmdar'. í Volkswagenbifreiðinni var enginn farþegi, en bifreiðar- stjórinn slasaðist og var fluttur á slysavarðstofuna og þaðan á Landsspítalann. 1 gærkvöidi var ekki fullkunnugt um, — hversu alvarleg meiðsli hans eru, en líðan hans var sæmileg. I Buijkbifreiðinni voru tveir farþegar ásamt ökumanninum. Meiddust tveir þeirra lítilshátt ár. Myndin gefur hugmynd um, hversu.mikið Volkswagenbif- Vilhjálmur Þór gleymdisf í upp- ialningunnl TÍMINN skrifar um það í gær og hefur eftir Þjóð- viljanum og Frjálsri þjóð, að Ólafur Thors og fleiri íhaldsforingjar hafi grun- samlega lágt útsvar mið- að við tekjuskatt. Víst mun mörgum verkamann- inum finnast útsvarið á Ólafi lágt, er honum er gert að greiða 9.300 kr. En ætli hinum sömu finnist ekki tekjuskatturinn á Vilhjálmi Þór nokkuð lít- ill því að hann fyrirfinnst enginn. Vilhjálmur fær engan tekjuskatt og mun leitun á þjóðbankastjóra, er fær engan tekjuskatt á sig. .Tíminn gleymir alveg Vilhjálmi í upptalning- unni! um. (Ljósm.: Rannskónarlögreglan). Enginn úli ALLIR bátarnir eru nú að hætta, tjáði Síldarleitin á Rauf arhöfn blaðinu í gær. Hér er þokusúld og enginn bátur úti, en verið er að landa slöttum, sem veiddust í nótt. SEM kunnugt er hóf Felix Ólafsson íslenzkt kristniboð í Konsó. Kom hann heim eftir langa dvöl þar og var ætlun- in að hann héldi síðan utan aftur s. 1. vor. En á því varð breyting. Ekki gat orðið af ut- anför Felixar og Kristínar konu hans um ófyrirsjáanleg- an tíma og var þá ákveðið að leita til sjálfboðaliða, er hoðið höfðu sig fram til starfs í Konsó. Var efstur á lista þeirra Gísli Arnkelsson kenn- LONDON: Tass-fréttastofan skýrði frá því í dag, að sovézk- ur vísindamaður hafi fundið nýja reikistjörnu í stjörnu- merkinu Herkúles. ÁÆTLAI) var, að aðalfundi Stéttarsambands bænda lyki í gærkvöldi. Að venju voru verð lagsmál landbúnaðarins aðal- niál fundarins og voru gerðar ályktanir um þau mál. Fyrir fundinum lá m. a. til- laga fulltrúa framleiðenda í 6- mannanefndinni um 3% hækk- un verðlagsgrundvallar land- búnaðarafurða. Tók fundurinn undir þessar tillögur en hallað- ist þó að nokkuð meiri hækk- un, eða um 5%. Ekki gat Sverr- ir Gíslason þó sagt blaðinu ná- LONDON: Jarðarför Kay Ken- dall fer fram í kyrrþey og að- eins að viðstöddum nánustu ættingjum. kvæmlega hvað ofan á yrði er blaðið ræddi við hann í gær, enda þá eftir að greiða atkvæði um tillögurn?,r... ari og kona hans Katrín Guð- laugsdóttir. Höfðu þau boðið sig fram til kristniboðs fyrir 9 árum. Þau hjónin héldu utan í s. I. mánuði og fóru í fyrstu á kristniboðsskóla í Osló. Næst á lista þeirra, sem boðið hafa sig fram til kristniboðsstarfs eru Haraldur Ólafsson og Björg kona hans. En Harald- ur er sonur Óiafs Ólafssonar kristniboða. Nú er starfandi úti í Konsó Benedikt Jasonar- son og kona hans, en þau héldu utan, þegar Felix kom heim. LÆKNIR UNDIRBÝR SIG. Þá er íslenzkur læknir. Jó- hanness Ólafsson, sonur Ólafs Ólafssonar kristniboða, að búa sig undir starf í Konsó. Hefur hann lagt stund á skurðlækn- ingar með þetta fyrir augum; Einnig mun hann nema hita- beltissjúkdómafræði í Lon- don. ______________ NÝJA DEHLI: Nehru neitaðl að hafa þingfundarumræður um afsögn hershöfðingjans K. S. Thimayya, sem hefur dregið umsókn sína um lausn frá em- bættj til baka. 40. árg. — Miðvikudagur 9. sept. 1959 — 192. tbl. Tónli i MEÐ reglugerð útgefinni í júní 1959 veitti menntamála-| ráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, j Tónlistarskólanum í Reykjavík réttindi til að mennta og braut- skrá tónlistarkennara við al- menna skóla. Hefur því kenn- aradeild verið stofnuð við skól- ann og tekur hún til starfa 1. október næstk. Forráðamenn Tónlistarfélags ins og skólastjóri Tónlistarskól ans skýrðu fréttamönnum frá þessu í gær. Kváðu þeir lengi hafa skort tónlistarkennara, um 40 áralega að undanförnu. Um 12—15 nemendum verður veittur aðgangur að kennara- deildinni, sem mun veita ókeyp is kennslu að mestu. FJÖGUR KENNSLU- MISSERI. Námstíminn er 4 kennslu- misseri eða 2 ár. Þó skal þeim, sem ljúka söngkennaraprófi í Kennaraskólanum, veitast kost ur á að ljúka námi á einum vetri. Námsgreinar verða: söng ur, tónfræði, tónlistarsaga, pí- anóleikur, kórsöngur og kór- stjórn, kennslufræði, uppeldis- fræði og heilsufræði. Síðasttaldar námsgreinar, uppeldis- og heilsufræði, eru kenndar í Kennaraskóla ís- lands. Þar á móti kennir Tón- listarskólinn söngkennaraném- um Kennaraskólans blokk- flautuleik, kennslufræði og kennsluæfingar. INNTÖKUSKILYRÐI. Inntökuskilyrði eru þau, að nemandi sé fullra 18 ára og hafi gagnfræða- eða miðskólapróf. Þessarar undirbúningsmennt- unar í tónlist er krafizt: 1) í söng: Nemandi skal vera óblest ur á máli og geta sungið hreint og lýtalaust í takt og hrynj- andi þjóðlag, sálmalag eða eitt- hvert alþýðulag, sem valið er úr 20 lögum, er umsækjandi tilefnir. Enn skal nemandi geta sungið hreint þríhljóma í dúr og moll. 2) í tónfræði: Staðgóð kunnátta í undirstöðuatriðum tónfræðinnar. 3) í píanóleik: Nemandi leiki tvö lög á borð við Kleine Práludien eftir J. S. Bach og sónötuþætti eftir Ku- hlau og Clementi. Miða má við hliðstæða kunnáttu í orgel- eða harmóníumleik. Tónlistarskólinn í Reykjavík var stofnað 1930 af Tónlistar- félaginu, sem rekur hann enn. í skólanum voru 179 nemendur s. 1. vetur og kennarar 20, auk skólastjórans Árna Kristjáns- sonar. HONG KONG, 8. sept. (Reuter) — Þær fréttir bárust hingað í útvarpi frá Hanoi, að forsætis- ráðherra Norður-Vietnam, Pham Van Dong, hefði sent Nehru, forsætisráðherra Ind- lands, orðsendingu þess efnis, að hann bæði hann að beita á- hrifum sínum í þá átt, að Laos- máf I verði ekki tekið fyrir á alþjóða vettvangi. í útvarpssendingu þessari var einnig greint svo frá, að Nehru hefði einnig verið beð- inn að stuðla að því að Genfar- samþykktin varðandi Laos 5rrði haldin og stuðlað skyldi að friði í Laos eins og í Indó-Kína og Suð-austur-Asíu. | og de Gauíle' | á svamli i höfninni í FYRRINÓTT voru tveir piltar og tvær ungar dömur að skemmta sér hér í Reykja- vík. Höfðu ungmennin fengið sér í staupinu til bess að njóta kvöldsins sem bezt. Um klukkan tvö um nótt- ina gengu þau niður að höfn. Þá var það, að eitthvert þras upphófst í hópnum og mun annarri stúlkunni hafa orðið sundurorða við þau hin. Eitt er víst, að stúlkan hef- ur orðið bálreið og líklega sár- móðguð við hin ungmennin, því án frekari umsvifa henti hún sér í höfnina. Er lögreglan kom á vett- vang, svamlaði hún í sjónum og hafði verið kastað til henn- ar björgunarhring, líklega af öðrum herranum. Fór einn lögregluþjónninn niður stiga, sem lögreglan hefur við slík tækifæri. Gat hann slegið kaðli um ung- frúna og var hún síðan hífð upp á hafnarbakkann. Hún var flutt á slysavarð- stofuna, en mun ekki hafa orð ið meint af volkinu. = • ' I • \ ALÞYÐU- I \ BLAD/NU í DAG/ 1 _____________________i ‘IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIimilllllHIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIII

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.