Alþýðublaðið - 10.09.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 10.09.1959, Blaðsíða 5
FREYSTEINN skrifar frá BLED ,,M E F U R Ð U veitt því athygli; að ef horft ,er fyrst lengi á yatnið og síðan á jörð- ina, þá er sem hún hreyfist',, segir Friðrik, þar sem við sitj- um á grasbakka við fjallavatn ið fagra ,sem framar öðru hef- ur gert Bled að frægum ferða- mannabæ. Já, víst sýnist svo. Nú er gola, og vatnið gárast. Það hefur kólnað hér síð- ustu daga. Hitinn er iíkt og venjulegur sumarhiti í Reykjavík, en loftslagið annað og .mildara — venjulegt Alpa- loftslag.. Við erum á göngu í kring- um vatnið. Hæfileg áreynsla, kyrrðin og tært morgunloftið eru styrkjandi fyrir' taugarn- ar, góður undirbúningur erf- iðra hugarþrauta. Svo er feg- urðin slík, að enginn fær oi'ða bundizt, en allar lýsingar ná þó skammt, jafnvel Túrgenev hefði átt erfitt með að koma orðum að allri þessari fegurð. Við komum hingað í gær eft ir rólegt ferðalag með við- komu á nokkrum stöðum í Vestur-jEvrópu. Af keppend- um áskorendamótsins var að- eins Benkö hér fyrir. Hafði hann komið nær 10 dögum fyr ir mótið. Þegar blaðamenn spurðu hann um sigurlík.ur hans, kvaðst hann vera örugg- ur um að hafna í einu af átta efstu sætunum. Gligoric kom svo í gærkvöldi, og Rússarnir „Þið hafið allir vandað ykk- ur, og það er aðalatriðið.. Myndimar eru allar góðar, miðað við þá litlu hæfileika, sem ég gaf ykkur í vöggugjöf, og þið hafið þroskað með elju við misjafnar aðstæður á jörð- inni‘. „En hvaða málverk er allra bezt?“ spurðu þá málararnir með óþreyju. „Ekkert“, svaraði Drottinn, „miðað við fjölþætta feguið fyrirmyndarinnar eru mál- verkin lágkúruleg, einhæf, lítilmótleg“. „Hvað getum við þá gert til að ná góðum árangri?“ spurðu listmálararnir í öngum sínum. „Vinnið saman“, svaraði Drottinn. „Gerið allir eina mynd í sameiningu og þið munuð ná margfalt lengra“. „Ágætt“, svöruðu málararn ir, „en hvernig skal verkinu hagað?“ „Þið fáið mitt allra bezta léreft, alla mína liti, uppá- haldspensla ykkar á jörðinni og einn dag í næði hyer“, — svaraði Drottinn og baeíti svo við, „sjálfur skal ég hafa auga með verkinu og sjá til þess að Þið skemmið ekki hver fyrir öðrum“. Enn var hafizt handa. Fyrst ur byrjaði Adam. Hann hafði eitt sinn teiknað Evu í sand- inn með stórutánni' Með hverj um deginum sem leið, varð málverkið svipmeira og feg- urra.. Ef til vill. setti Van Go- ugh óþarflega mikinn skóg á hæðir og ása í kringum vatnið, sem var á miðri myndinni, en það er smekksatriði. Loks kom að síðasta deginum, abstrakt- málarinn var nú einn eftir. I fyrstu virtist honum, sem hann gætí hér engu við bætt. Hálfan dagin tvís.té hann fyrir framan málveikið og nagaði á sér neglurnar vegna vel- gengni fyrirrennara hans. — Loks fann hann sér þó vérk- efni og tók að blanda liti. — Þegar því var lokið, og.hann aitlaði að fara að mála, með nöglunum, eins og venjulega, þá sá hann sér til skelfingar, að neglurnar hafði hann alveg nagað af sér í ógáti. Nú voru góð ráð dýr — abstraktlistin var í hættu. Brátt minntist hann þó þess, að áður en hann fór að nota heglurnar fyxir pensil, hafði hann gert nokkr- ar frægar myndir með ónýtum tannstöngli. Hann brá.sér því frá, til að leita að hönum. Þá kom Drottinn og leit á verkið. Hann vissi að abstrakt málarinn mundi ekki bæta það, og r-eypdar enginn mann- leg hönd. Það var harla gott, en þó lítilfjörlegt í saman- burði við fyrir.myndina. tlann fyllist riú meðaumkun með mönnunum, vegna vanmáttar þeirra, gekk .að léreftinu og fullkomnaði Veikið. . Þegar abstraktmálarinn kom aftur með tannstöngul- inn, varð hann heldur en ekki undrandi yfir umskiptunum og ■ stóð alveg agndofa yfir myndinni. Loks. skyldi hann hvemig í öllu lá, en til að geta með sanni sagt, að hann hefði lagt hönd að verki, — bætti harin dálitlu fugladriti á björgin. Síðan tilkynnti hann að verkinu væri lokið. Allir hinar málárarnir, sena fengið höfðu að sjá málverk- ið að afloknum hverjum vinnu degi, og þannig fylgzt með viðleggi hvers og eins, báru mest lof á þann,. sem málað hafði síðasta daginn. Og brátt tóku þeir allir að mála abstr- akt. Hefðu þeir sennilega hald ið því áfram til þessa dags, ef abstraktmálarinn hefði ekki líka haldið áfram að mála. — Næstu verk hans vöktu ó- skipta hrifningu. Svo bein strik þóttist enginn hafa áður séð, það er að segja, þar sem þau voru ekki bogin. En brátt óx tala þeirra, sem héldu því fram, að verk hans væru engu betri en þeirra eigin. Sögðu þeir abstraktlist hið mesta fúsk og tóku upp aftur sinn Framhald á 10. síðu. eni á leiðinni við níundai mann, en enginn veit neitt um ferðir undrabarnsins. Raunár hugsum við lítið um skák á ferð okkar umhverfis vatnið. Nóg mún koma af slíku síðar. Vatnið er djúpt og tært. Þegar lygnt er á fögrum sumardegi, speglar það fjöllin, trén og blómin í litum — gult, rautt, grænt, blátt — Hvernig varð svona fegurð til? Skjddi ekki vera til goðsögn um það? Á meðan við þekkjum ekki aðra betri, skulum við notast við þessa. Einhverju sinni héldu list- málarar í himnaríki þing. — Voru þar saman komnir beztu málarar allra tíma, þeir sem ekki höfðu lent í neðra. Margt bar á góma, en brátt tóku menn að deila um stefn-' ur í málaralist, hógvært að vísu. Sumir héldu því íram, að rétt stefna væii aðalatriði, aðrir, að mestu skipti hver maður á penslinum héldi. Loks reis upp vís maður og sagði, að slíkt orðaskak væri ■tii lítils, verkin sýndu merk- in. Gerði hann það að tillögu sinn, að allir viðstaddir gerðu hver sína mynd af himnaríki, þar sem það er fegurst, og síð-; an skyldi Drottinn fenginn til að skera úr um bezta málverk- ið. Hófust nú allir handa og luku verkinu á tilskildum tíma. Síðan voru myndirnar hengdar upp, og Drottínn kom sem dómari og heiðursgestur á sýninguna. Hann leit á öll mál verkin með velþóknun. og er listamennirnir spurðu hyert þeirra væri bezt, svaraði Drot inn: Olav Duun: Maðurinn og máttarvöldin. Skáldsaga. Guðmundur Gíslason Haga- lín íslenzkaði. Almenna bókafélagið. Víkingsprent. Reykjavík 1959. FYRSTU KYNNI MÍN af Olav Duun voru þau, að ég las ungur smásögu hans í dótt- urleit, sem Freysteinn Gunn- arsson þýddi í „Sögur frá ýms um löndum“. Hana man ég síðan og hef fúslega trúað því, að höfundurinn væri einn af sérstæðustu og svipmestu full- trúum norrænna bókmennta. Mörgum árum síðar reyndi ég að lesa frægustu bækur Duuns á frummálinu, en gafst upp, brauzt raunar gegnum „Juvik- folke“, en lesturinn var svip- aðastur ökuferð í niðaþoku um ævintýralegan tröllaheim. Svo barst mér í hendur „Med- menneske“ í danskri þýðingu Gunnars Gunnarssonar. Bókin stytti mér svo leiðinlega sjúk- dómslegu, að mér hvarf stund og staður. J>ar fer saman margt,. sem kallazt getur ó- gleymanlegur skáldskapur. Og nú hefur Guðmundur Gíslason Hagalín. þýtt „Manninn og máttarvöldin“ á íslenzku, en sú saga er iðúlega talin í al- fremstu röð þeirra bóka, sem Olav Duun færði í letur. Sá dómur kemur mér ekki á ó- vart að lestri loknum. Hafi Duun samið aðrar skáldsögur meiri og betri, eiga þær sann- arlega erindi við fleiri en þá, sem geta lesið þær sér að gagni á norsku landsmáli. Þétta eru heimsbókmenntir. Kostir sögunnar eru allt í senn efnið, frásögríin, mann- lýsingarnar og stíllinn. Þó er aðeins sumt talið. Kímni og ádeila Olavs Duun er til dæm- is einstakur galdur. „Maður- inn og máttarvöldin“ er um- fram allt táknræn bók, þar sem höfundurinn fjallar um örlög heimsins, þegar veröld- in titrar og skelfur í skugga aðkenningarinnar af styrjöld- inni við kúgunina og ofbeld- ið. Hún er forlagaspá í skírum og djúpum spegli áhrifaríkrar túlkunar. Olav Duun er þeim mikla vanda vaxinn að koma vitsmunum og heimsskoðun á framfæri í skáldskap, sem verður jafnframt listrænn og persónulegur. Naumast er hægt að hugsa sér ólíkari höf- unda en Knut Hamsun, Sig- rid Undset og Ol.av Duun, en þvílíkt skáldaþing einnar og sömu kynslóðar með norrænni smáþjóð. Duun kemur síðast- ur þessara þriggja í samkvæmi heimsbókmenntanna, en ef til vill er hann þar aðsópsmestur með Noreg og veraldarsöguna á bak við sig. Sá hefði fengið nóbelsverðlaunin, ef skáldsög- ur hans væru frumsamdar á tungumáli, sem skildist víðar en í þröngum fjalldölum og fjörðum fagurrar en hrjóstr- ugrar mannabyggðar frænda okkar austan hafs. Þýðingu Hagalíns get ég ekki borið saman við frum- texta, en hún er voldug ís- lenzka. „Maðurinn og máttar- völdin“ fer í bókaskápinn yið hliðina á',,Sulti“, „Pan“, „Yik- toríu“, „Síðasta víkingnum“ og „Kristinu Lafranzdóttur". Höfundar þessara unaðslegu norsku skáldsagna áttu ekki alls kostar skap saman, en bækurnar hallast þarna hver að annarrj í sátt og friði og bera vitni um snilli, sem verð- ur Norðmönnum ævarandi sómi. Vonandi lætur Almenna bókafélagið „Juvikfolke11 bæt- ast í hópinn við tækifæri. Helgi Sæmundsson. AlþýSublaðið — 10. sept 1959 ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.