Alþýðublaðið - 18.09.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.09.1959, Blaðsíða 4
Útgefandi: AlþýSuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ingólfur Kristjánsson. — Eitstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson (éb.). — Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björg- vin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýs- ingasími 14 906. — ASsetur: AlþýðuhúsiS. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgata 8—10. Umferðaröng þveitið XJMFERÐARÖNGÞVEITIÐ í Reykjavik fer versnandi með hverju ári en samt er flest látið reka á reiðanum í því efni. Þess vegna er ekki við góð- um dómi að búast, þegar erlendur sérfræðingur í umferðarmálum, Lawrence J. Hoffman, fjallar um þennan vanda Reykjavíkur og gerir tillögur til úr bóta. Hér vantar skipulag, enda er skortur þess yf- irleitt einkenni á íslenzka höfuðstaðnum. Sumt mætti þó lagfæra með lítilli fyrirhöfn og á skömm um tíma, ef hlutaðeigandi aðilar svæfu ekki á verð inum. Hoffman leggur til, að bílastöðvarnar og benzínstöðvarnar séu fluttar burt úr miðbæn- um, endastöðvum strætisvagnanna fjölgað og á- herzla lögð á breikkun gatna. Allt virðast þetta sjálfsagðir hlutir, sem ekki ættu að teljast ráða- mönnum Reykjavíkur ofviða. En fleira mætti sannarlega telja. Hvaða vit er til dæmis í því að staðsetja bílasölurnar við þröngar götur í mið- bænum? Stjórnendur Reykj avíkurbæj ar ættu að telja saman, hvað bílasölurnar eru orðnar margar á litlu svæði í miðbænum og hvaða um- ferðarhnútur er að þeim. Og svo væri fróðlegt að vita, hvaða nauðsyn muni á því að staðsetja þær í miðbænum. Þessu mætti breyta á svip- stundu. Sama er að segja um að flytja bílastöðv arnar og koma upp fleiri endastöðvum strætis- vagnanna. En leiðréttingin strandar á gömlu hindruninni, sem er skipulagsleysið og sofanda- hátturinn. Reykvíkingar verða að gera sér ljóst, að ís- lenzki höfuðstaðurinn er allt annar nú en hann var fyrir nokkrum áratugum. Vöxtur Reykjavíkur er ævintýralegur, og viðhorf umferðarinnar hafa gerbreytzt á fáum árum, svo að ekki sé miðað við daga kerruvagnanna og hestanna. Breytingunni fylgir vandi, og hann leysist ekki af sjálfum sér. Auðvitað er gott og blessað, að erlendur sérfræð- ingur komi hingað og fjalli um þessi mál, en þó því aðeins, að tillögur þær, sem hann gerir og öllum liggja í augum uppi, verði teknar til greina og framkvæmdar af stjórnendum Reykjavíkur. Aðal atriðið er, að þeir vakni af svefninum. Þá ætti ekki að reynast nema mannsverk að sigrast á umferð- aröngþveitinu. Ním öi afvfnsii Stúl'kur, sem vilja læra gæzlu og umönnun van- gefinna. geta komizt að í slíkt nám á Kópavogshæli í haust. Námstímann verða greidd laun sambærileg við laun starfsstúlkna. Upplýsingar um nánari tilhögun námsins verða veittar af lækni hælisins, frú Ragnhildi Ingibergs- dóttur og forstöðumanni hælisins, hr. Birni Gests- syni, Kópavogsbraut 19. Símar 12407, 19785 og 14885. Skrifstofa ríkisspítalanna. Ungur maður misþyrmir 7 ára felpu hrottalega Fulltrúi páía á Norðurlöndum MIÐVIKUDAGINN 16. sept- ember 1959 tók forseti íslands á móti herra Martin Lucas erki biskupi Ogr fylgdarliði hans á Bessastöðum. Erkibiskupinn verður scirstakur fulltrúi páfa fyrir öll Norðurlönd og hefur aðsetur í Stokkhólmi fyrst um sinn. Afhenti hann forseta minnispening páfa við þetta tækifæri. I FYRRINÓTT gerðist sá fá- heyrði atburður, að ungur mað- ur réðst inn í íbúð og mis- þyrmdi hrottalega sjö ára gömlu stúlkubarni. Ungi maðurinn réðst inn í í- búð á Hjarðarhaga, og á hann ekki heima í húsinu, en móðir hans mun aftur á móti búa þar. Rannsókn málsins var ekki lok- ið í gærkvöldi og vildi rann- sóknarlögreglan sem minnst segja um málið, þar til rann- sókn lýkur. Var búizt við að það yrði í dag. Ekki liggur laust fyrir með hvaða hætti maðurinn komst inn í íbúðina. Hann var drukk- inn, er þetta gerðist. En er hann komst inn, réðst hann á 7 ára gamla dóttur húsráðenda. Mis- þyrmdi hann barninu svo, að það fékk 5 sentimetra skurð á höfuðið, og brotinn fingur. Auk þess marðist telpan mikið og skrámaðist. Telpan var flutt á slysavarð- stofuna, en lögreglan hirti hrott ann og setti ífangelsi. Atburð- ur þessi gerðist á þriðja tíman- um í f/rrinótt. VALBJÖRN 70 H. - EN ÓGILT! ÞEIR Hörður Haraldsson og Valbjörn Þorláksson hafa náð ágætum árangri í Svíþjóð und- anfarið. Á mótinu í Hagfors varð Hörður fjórði í 400 m, hljóp á 48,6 sek., sem er hans bezti tími og langbezti tíma ís- lendings í ár. Valbjörn keppti í spjótkasti og náði 61,24 m, sem er bezti árangur íslendings í sumar. I ógildu kasti, sem dómararnir voru lengi að ákveða, hvort dæma skyldi ógilt, vegna þess að spjótið merkti illa, kastaði Valbjörn ca. 70 metra. H a n n es á h o r n i n u ýV Hvað dvelur stjórn- málaflokkana? ýV Á að halda áfram á sömu braut? W Nokkur dæmi um vit- laus skatta- og útsvars lög. „ "I HVAÐ leggja stjórnmálaflokk arnir til málanna? — Þannig spyrja menn nijög þessa dagana. Mér berast mörg bréf um skatta- málin. Allir spyrja hins sama? Á þetta að ganga svona lengur? Hvers vegna heldur Alþýðu- flokkurinn ekki áfram viðleitni sinni til að breyta skatta- og útsvarskerfinu? Helzt er að vænta einhvers þaðan. — AI- þýðuflokkurinn hefur samþykkt á tveimur flokksþingum sínum að leggja til að teknir verði upp óbeinir skattar. EN EF það verður gert, þá verður um leið að tryggja þá, sem mesta hafa ómegðina. Með því fyrirkomulagi sem nú ríkir er jafnvel vinnusemin, dugnað- urinn og sparsemin skattlagt fyrst og fremst. Ef breytt yrði um, þá yrði eyðslan skattlögð. Engar takmarkanir virðast fyr- ir því hvað bæjarstjómir eða hreppsnefndir geti lagt á borg- arana. Gæðin, þægindin, fegurð- in, allt er þetta gott. En það verður að vera vit í hlutunum. BÆJARSTJÓRN samþykkti að byggja sorpeyðingarstöð fyr- ir 1,5 milljónir króna. Hún kost- aði á 5. milljón. Og útsvarsgreið- endurnir verða að borga á til- tölulega stuttum tíma. Þetta er aðeins eitt dæmi af mýmörgum. Ég er ekki andvígur sorpeyðing arstöð, en ég viðurkenni að við verðum að byggja upp smátt og smátt. Það er ábyrgðarleysi af hálfu þeirra, sem þessum mál- um ráða, að fara eins að og raun er á. SKRIFSTOFUMAÐUR skrif- ar: „Ég á móður, sem orðin er 89 ára að aldri. Hún dvelur á elliheimili og hefur gert í fjölda mörg ár. Hún nýtur ellistyrks — og einskis annars nema þá þess sem ég læt henni í té, — og tel ekki eftir mér. Hún fær skatt. Hún fær skatt, endurtek ég. Þetta finnst mér svo fráleitt að engu tali tekur. Ég verð að borga þennan skatt fyrir hana. Ég get þessa ekki vegna þess, heldur til að sýna þér, Hannes minn, hversu fráleit skattalög- gjöfin er“. JÓHANN SEGIR: „Ég á son. Hann er kvæntur maður og á fjögur börn. Eitt þeirra er alltaf sjúkt, — og mun verða. Þessi sonur minn er mikill dugnaðar- maður og vinnur og þrælar myrkranna á milli. Hann má ekki unna sér neinnar hvíidar, ekki sumarleyfa né neins þess, sem menn sækjast eftir. Hann íccl nuAiu nærn sKatt en jnjm (Hér nafn eins af kunnustu borg urum Reykjavíkur, sem alitaf virðist vera í sumarleyfi og get- ur, sem betur fer, lifað ágætu lífi, enda berst hann mikið á). „ÞETTA er ekkert vit. Er liér verið að slá niður dugnaðinn og sparsemina? Er á hinn bóginn verið að verðlauna hóglífið og eyðsluna? Þannig er viðhorf okk ar. Hvað gera stjórnmálaflokk- arnir? Er meining þeirra að halda áfram á þessari braut? Á ekki að spyrna við fótum? — Ég tel að brýn nauðsyn sé á því að skattalögunum og útsvarslögun- um verði breytt. Menn segja, að nú þýði ekki að vinna, að það þýði ekki að spara, að það sé þýðingarlaust að leggja að sér“. Þetta segir Jóhann. OG STEFANÍA Bjarnadóttir segir: „Frændi minn hefur ver- ið að byggja. Hann yat flutt inn í íbúð sína í nóvember í fyrra. Hann byggði litla húsið af frá- i hærum dugnaði og fyrirhyggju og vann allar stundir að því í t næstum því tvö ár. — Máður ■sagði við hann í fyrra: Varaðu ! þig. Það getur svo farið að skatt- ar og útsvar verði á næsta ári stærsti liðurinn í byggingakostn . aðinum“. — Og þetta er nú i komið á daginn. Vegna þess að frændi minn byggði þak yfir höf uð sér er honum nú gert að greiða svo gífurlega hátt útsvar og skatta, að ég held að menn- irnir séu orðnir brjálaðir“. ÉG HEF fengið miklu fleiri bréf um þessi mál. Ég mun birta fleiri og kafla úr bréfum næstu daga. Ákveðin dæmi eru bezt. Þau er ekki hægt að hrekja. Nóg virðist vera af dæmunum. — Við skulum ekki hætta fyrr en nýr þáttur verður upp tekinn. Hannes á horninu. A 18. sept. 1959 — Alþýðublaðið L ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.