Alþýðublaðið - 24.09.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.09.1959, Blaðsíða 4
ÆOtsæmiBSíiop Útgefanai. Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastj on. ingolfur Kristjánsson. — Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björg- ▼in Guðmtmdsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýs- injfnclnU 14 906. — ASsetur: AlþýðuhúsiS. — Prentsmiðja AlþýSublaðsins, Hverfisgata 8—10. Engir ógreiddir víxlar OFT hefur því verið haldið fram á þessu ári, að efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar, þegar hún tók við völdum, hafi ekki borið árangur. Kommúnistar fullyrtu þetta fyrirfram og hafa síð- an iðulega endurtekið þá fullyrðirigu án þess að finna henni stoð með skírskotun til staðreynda. Og undanfarið hefur Tíminn tekið mjög í sama streng, enda þótt Framsóknarflokkurinn sætti sig við efna- hagsráðstafanirnar með hjásetu, sem tryggði þeim afgreiðslu á alþingi. Hefur Tíminn flutt lands- mönnum þann boðskap, að efnahagsráðstafanirn- ar hafi verið óraunhæfar og að „ógreiddir víxlar“ bíði fram yfir kosningar. Emil Jónsson forsætisráðherra gerði grein fyrir þessum málum á fundi Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur á mánudagskvöldið. Upplýsingar hans eru mjög á aðra lund en fullyrðingar komm únista og Framsóknarmanna. Staðreyndirnar eru í meginatriðum þessar: Hagur útflutningssjóðs hefur ekki verið í annan tíma betri en nú síðan hann var stofnað- ur. Hefur hann getað staðið við allar skuldbind ingar sínar á þessu ári og ríkissjóður greitt til hans 100 milljónir það, sem af er árinu. Jafn- framt er staða ríkissjóðs gagnvart bönkunum sízt lakari nú en fyrir ári síðan. Þannig er ljóst, að efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar um síðustu áramót hafa náð tilætluðum árangri og að fullyrðingarnar um „ógreidda víxla“ eða „falsaða tékka“ eru staðlausir stafir. Þessu til viðbótar hefur tekizt að hafa hemil á verðbólg unni og dýrtíðinni. Vísitalan er enn 175 stig eins og þegar etnahagsráðstafanirnar komu til framkvæmda. Sérfræðingar höfðu hins vegar reiknað út, að hún myndi komast upp í 270 stig á þessu ári, ef gengið væri fram af hengiflug- inu, sem blasti við um síðustu áramót og skaut Hermanni Jónassyni slíkum skelk í bringu, að hann lét stjórnartaumana falla úr hendi sér. Þannig er augljóst, að viðnámið gegn verð- bólgunni er enginn óraunhæfur óskadraumur. ís- lendingar geta reist skorður við verðbólgunni og dýrtíðinni, ef þeir leggjast á eitt og standa sem einn maður að viðleitninni. Þá er hægt að tryggia rekstur þjóðarbúsins og atvinnuveganna. En þessi árangur er í augljósri hættu, ef stíflugarðurinn verður rofinn og verðbólguflóðið látið skella yfir landið. í því efni hljóta menn annað hvort að vera með eða móti óheillaþróuninni, enda verður áreið- anlega kosið um það í haust. Umsjónarmannsstarf Niarðvíkingar Starf umsjónarmanns við barnaskóla Ytri-Njarð- víkur er laust til umsóknar. Umsóknir skulu hafa borizt fyrir 30. sept. n. k. á skrifstofu Njarðvíkurhrepps Þórustíg 3, Ytri-Njarð- vík. Upplýsingar um starfið veitir sveitarstjóri. Sveitarstiórinn í Njarðvíkurhreppi, Jón Ásgeirsson. TUNGLSKOT Rússa um síð- ustu helgi er vafalaust frétt aldarinnar. Að vísu vöktu gervitunglin meiri undrun og forvitni, enda var búið að gera tilraunir áður til þess að skjóta eldflaug til tunglsins og reikn að var með, að það tækist í mjög náinni framtíð. 'Vafa- samt er, hvoi't tunglskotið hefði vakið nema tiltölulega litla furðu, efRússarhefðuekki valið að senda eldflaugina á loft rétt áður en Krústjov hélt vestur um haf til fundar við Eisenhower. Hin pólitíska hlið málsins virðist hafa haft meiri áhrif á fólk en afrekið sjálft. Um það má deila, hvort vitur- legt hafi verið af Krústjov, að sprengja þessa áróðursbombu á þessum tíma, móttökurnar kynnu að hafa orðið hjartan- legri í Bandaríkjunum, ef hann hefði geymt tunglsskotið enda þótt aldrei hafi í alvöru verið gert ráð fýrir, að almenn ingur tæki Kremlbóndanum sem góðvini, til þess er „af- rekaskrá“ hans of kunn og of ný af nálinni. Framkoma hans síðan hann kom til Bandaríkj- anna, bæði á fundi með blaða- mönnum og eins með utanrík- ismálanefnd þingsins, er ekki til þess fallin að auka vin- sældir hans með bandarískum almenningi. Hæfileikar hans til að skjóta sér undan óþægi- legum spurningum koma sér eflaust vel heima fyrir, en í lýðfrjálsu landi, þar sem venja er, að stjórnmálamenn verði að standa ábyrgir fyrir gerð- um sínum, er slík orðfimi sízt til þess fallin, að „afla sér vina og hafa áhrif á fólk“. En víkjum að tunglskotinu. Hvernig tóku menn því al- ment? Hver voru viðbrögð blaða, stjórnmálamanna og ýmissa þekktra aðila? Hér á eftir verða rakin nokkur um- mæli. Moskvublaðið Pravda skrif- ar: Hin óskaplegu afrek í lönd um sósíalismans á sviði tækni, vísinda og menningar bera vitni um yfirburði þjóðskipu- lags sósíalismans. Tunglskotið er stór sigur fyrir hugmynda- kerfi kommúnismans. The Daily Telegraph (enskt íhaldsblað): í stjórnmálalegu tilliti er för Krústjovs til Bandaríkjanna álíka mikil framför og tunglskotið. Þekk- ing hans á Bandaríkjunum hef ur hingað til verið ámóta og þekking manna á tunglinu. En á einu sviði er munurinn gíf- urlegur, tunglsskot Rússa þýð ir, að Krústjov ræður yfir öðr- um eldflaugum, sem hitt geta fjarlæg skotmörk og hellt þar úr sér dauðafarmi. The New York Times (óháð bandarískt): Krústjov forsæt- isráðherra er augsjáanlega þeirrar skoðunar, að tunglskot ið verði til þess að auðvelda honum Bandaríkjaförina. En við vonum, að hann verði ekki lengi í þeirri fölsku von, að það verði til að draga úr á- kvörðunum okkar, að standa fast á meginreglunum. Die Welt (þýzkt, óháð): Vís- indin eru orðin þerna stjórn- málanna. Aldrei hefur það komið greinilegar í ljós en í sambandi við þetta tunglskot. Neues Deutschland (opin- bert málgagn kommúnista- stiórnarinnar í A-Þýzkalandi): Sósíalisminn nær til stjarn- anna. Draumur mannsandans er orðinn að veruleika. Það gerðist vegna þess, að svelt- andi og blæðandi verkamenn og bændur tóku völdin fyrir f jörutíu árum og sköpuðu nýj- an heim eftir styrjaldir heims- valdasinna. Dagens Nylieter (sænskt, þjóðflokkurinn): Margir velta nú fyrir sér áhrifum þessa glæsilega afreks Rússa á per- sónudýrkun eins manns. Þessi atburður er notaður til þess að hefja einn mann til skýj- anna (Krústjov). Daily Herald (enskt, verka- mannaflokkurinn): Kolumbus fann Ameríku og vísindamenn Krústjovs fundu leiðina til tunglsins. En Eisenhower og Krústjov eiga erfiðara verk fyrir höndum en vísindamenn- irnir, að finna leið til friðar á jörðu. Dr. Albert Schveitzer: Ég held ekki að mannkynið verði hamingjusamara, þótt tekizt hafi að komast til tunglsins. Harry Martinson: Tunglið er eins konar tromma, sem stórveldin berja á. Vísindin eru orðin undirlægja stjórn- málamanna. Það er hroðalegt: Jean Cocteau: Tunglið? Ég hef svo mikið að gera hér á jörðunni, að ég hef engan tíma til að sinna tunglinu. Nehru forsætisráðherra Ind- (Framhald á 10. síðu.) H a n n es h o r n i n u ýý Níðst á dugnaðinum. Refsivert að vinna baki brotnu. ýý Eins og skyndilegt stórtjón dynji yfir einstaklinga. JÓHANN BENEDIKTSSON skrifar: ,,Ég fullyrði að allir heiðarlegir menn eru þér þakk- látir fyrir skrif þín um skatta- málin. Það er níðst á þeim, sem ekki stela undan skatti og svíkj ast ekki undan samfélagslegum skyldum. ÞÓ VIRÐIST KÓRÓNA allt meðferð Skattstofunnar á þeim, sem eru að brjótast í því að koma sér upp íbúð. Það er stór hópur manna, sem unnið hefur afrek með miskunnarlausum þrældómi, sparsemi og nýtni í meðferð byggingarefnis og hef- ur haft handlægni til að geta forðast að mestu uppmælingar- fagvinnu. Þessir menn hafa kom ið íbúðum sínum upp fyrir mun minna verð en Skattstofan krefst að þær eigi að kosta. ÞAÐ MÁ SEM SAGT EKKI byggja yfir sig af sparsemi og viti og umfram allt ekki ódýrt í staðinn fyrir að verðlauna þessa menn, er skattsvipan 'látin ganga um höfuð þeirra og herð- ar af austrænni ánægju, er þeir hafa náð langþráðu marki og rétt úr þreyttu baki og strokið svitann af enni sér. Fögnuður fjölskyldunnar yfir unnu afreki breytist við lestur skattseðilsins í afkomuótta, vonleysi, reiði og fyrirlitningu á þeim, sem að á- lögunum standa. ALLIR, SEM EINHVERJA þekkingu hafa á því, hvað erfitt er launafólki að koma sér upp íbúð, vita að menn standa aídrei eins höllum fæti fyrir óvæntum fjárhagslegum áföllum og um það leyti, sem byggingu er að ljúka. Það er því engin furða þótt menn séu sárir og reiðir er lagðir eru á þá rangir skattar og ofviða getu þeirra, fyrir það eitt að hafa komið sér upp íbúð, sem ekki er nógu dýr að áliti Skatt- stofunnar. HIjnS VEGAR verður ekki séð við lestur skattskrárinnar, að Skattstofan beiti svipu sinni gagnvart þeim, sem byggja prjál vinnur með fáránlegum íbuiði. En það stafar ef til vill af því að þeir, sem þannig byggja, eru ekki með sigggrónar hendur.“ vil ég segja þetta: Við eigum að AF TILEFNI ÞESSA BRÉFS beina geiri okkar gegn skatta- lögunum, sjálfu skipulaginu, en ekki fyrst og fremst gegn Skatt- stofunni eða niðurjöfnunarneínd armönnum. Við megum ekki sætta okkur við það, að ranglæt- ið sé framið af einstaklingum. Menið liggur í skatta- og út- svarskerfinu sjálfu, og því verð ur að breyta ef það á að takast að leysa klafann af hálsi fólks- ins. SKATTSTOFAN Í TIILUTAR gæðunum samkvæmt lögum, stigum, reglugerðum og fyrir- mælum. Það er ótrúlegt, að hún fari eftir vinfengi, völdum og áliti einstaklinga í þjóðfélaginu. Forustumenn Alþýðuflokksins hafa nú lagt til að tekin verði upp ný skipan. Það er erfið ieið og hættuleg, en við verðum að reyna hana. Við verðum að leggja skattana á eyðsluna. En jafnframt verðum við — og það er annað aðalatriði málsins, að tryggja það, að skattgreiðslan komi ekki þyngst niður á þarna mörgu fjölskyldunum og brýn- ustu lífsnauðsynjunum. TOLLARNIR, sem koma í stað skattanna, verða að vera lægstir á brýnstu lífsnauðsynj- um, en háir á öðrum vörum. Það er engum blöðum um það að fletta að kerfið er orðið alger- lega óþolandi. Við verðum að reyna aðrar leiðir. Ég held að leið Alþýðuflokksins sé rétt.. Ef hún verður farin, greiða menn smátt og smátt lögboðin gjöld — og vita því alltaf hvaða fé þeir hafa handa á milli. Nú er útgáfa skattskrár eins og að skyndilegt stórtjón dynji yfir einstakling- ana. ■ Hannes á horninu. 4 24. sept. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.