Alþýðublaðið - 24.09.1959, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 24.09.1959, Blaðsíða 12
 ðgMM | WÉmm yipMi B v 'W:00:: *«*MÍ 4* Éflfll 40. árg. — Fimmtudagur 24. sept. 1959 — 205. tbl. É< -G ER hálfíslenzkur, en konan mín er alíslenzk, og sonur okkar hérna er þar af leiðandi að yfirgnæfandi meirihluta íslenzkur að kyni“, sagði Fred Obermann, þegar hann hafði heilsað okkur á herbergi sínu á Hótel Borg í gær. Þessi glæsilega fjölskylda sem rekur ættir sínar svo ræki leg'a til íslands er hér stödd á snöggri ferð á leið til Randa- ríkjanna og Kanada, en þar munu þau hitta enn fleiri ætt- -ingja. Móðir Fred Oberman'n heit- ir Laufey Friðriksdóttir, móð- ir hennar var Guðrún Jakobs- dóttir Hálfdánarsonar. Laufey fór til Englands til náms og kymjtist þar manni. sínum Jó- hannesi Obermann og fluttu þau síðan til Indónesíu, en þar var Obermann landstjóri Hol- lendinga á Súmötru. Laufey kom hingað til lands fyrir fáum árum og hyggst koma aftur á næstunni. Hún býr nú í Hollandi. Kona Fred Obermanns heitir Aðalheiður Friðriksdóttir og voru foreldr- ar hennar Friðrik Guðmunds- son frá Norðfirði og Þorgerð- ur Jónsdóttir. Þau fluttust til Kanada og er Aðalheiður fædd þar. Þau hjónin búa á Norður- Súmötru á Wingfoot Estate. Starfar Obermann þar á gúmí- plantekrum Goodyear-firm- ans. „Við erum þarna þrjú ár í senn, en fáum svo hálfs fjórða mánaðar frí, sem við notum alltaf til að ferðast til Evrópu eða Ameríku. Eru þessi frí nauðsynleg vegna loftslagsins, sem er óhollt fy.r- ir hvíta menn til lengdar“. Jakob, sonur þeirra hjóna, situr við borð og reiknar. — ÞAÐ rignir mikið á ís- landi, en a'ðrir staðir á hnettínúm eru þó vot- viðrasamari. Fólk. hefur bölvað hér rigningunni í sumar, en hvað segði það þá, ef það væri komið til Cherrapunji. Þar rignir mest á jörðinni. Og hérna sjáið þið regnmælinn fræga, sem mælir þetta regn. Staðurinn Cherrapunji er í Assam, í Khasihæðun- um sunnan við Assamdal- inn sjálfan, en það er fyrir norðan hann, upp í fjall- lendinu, sem Kínverjar gera kröfu til landsvæða, er talin hafa verið innan indverskra landamæra. Hægt er að komast til Cherrapunji með leiðar- vagni. Víða er hengiflug og gljúfur með beljandi ám. Þorpið sjálft er lítið. Bretar höfðu þar lierstöð, en hermennirnir og fjöl- skyldur þéirra, er þar sett- ust að, áttu ekki sjö dag- ana sæla, loftslagið var ó- hollt, og fæstir urðu meira en þrítugir. Á regntímanum liellist vatnið bókstaflega úr loft- inu jafnt og þétt. Skýrsl- ur herma, að úrkoman árið 1861, fyrir 98 árum, hafi mælzt 905 þumlungar eða um 23 metrar, en með- al úrkoman hvað vera tæp ir ll metrar á ári. FRANSKUR dómstóll hefur úrskurðað, að bönnuð skuli sala á 300 000 eintökum af hinni nýju útgáfu af orðabók- inni Petit Laröusse Illustré, þar til leiðrétt hefur verið villa í bókinnj varðandi Leon Blum, fyrrum leiðtoga jafn- aðarmanna og forsætisráðh. í Frakklandi á tímum alþýðu- fylkingarinnar fyrir stríð. í útgáfunni af Larousse fyr- ir 1960 stendur, að hið rétta nafn Blums hafi verið „Kar- „Hann verður að læra lexíurn ar sínar, þótt við séum í fríi,“ segir frúin. „í Wingfoot er enginn skóli, ég er kennarinn. Annars er dásamlegt að vera þarna fyrir okkur konurnar, við höfum fjóra til fimm inn- fædda þjóna, —■ en mennirn- ir aftur á móti hafa yfrið nóg að gera. Þarna eru 12 amerískar fjölskyldur, allt starfsmenn Goodyear.“ Eins og fyrr segir eru þau hjón á leið til Ameríku og Kanada til að hitta ættingja frúarinnar. „Þetta er í fyrsta Framhald á 10. síðu. Jakob litli reiknar. Leon Blum fulkenstein“. Þessi fullyrðing vakti upp minningar fyrir- stríðsáranna um andgyðing- legan áróður gegn Leon Blum, en þá var haldið fram, að hanu væri af búlgörskum ættum. Sonur Leons Blums, Robert, fór í mál við útgáfufyrirtæk- ið og segir, að Blum hafi verið af gyðingaættum frá Alsace og hafi forfeður hans búið þar öldum saman. Dómstólarnir úrskurðuðu, að þetta skyldi Ieiðrétt. Tals- maður Larousse-útgáfunnar sagði, að miskilningur þessi stafaði frá manni, sem hefði verið reldnn frá fyrirtækinu fyrir fjórum árum vegna ým- issa „fantasiskra upplýsinga og hugmynda“. Eru ættingjar Blums beðnir afsökunar á mis tökum þessum og heitið að leiðrétting skuli sett í öll ein- tökin og verður bókin ekki seld fyrr en leiðréttingin hef- ur verið límd inn. Leon Blum var forsæfisráð- herra 1936-—’37 og 1946. Vichy stjórnin framseldi hann Þjóð- verjum og sat hann í fanga- búðum í Þýzkalandi stríðsár- in. Dr, Schweltzer segir: EKKIHAMINGJUSAMARI ÞOTT VIÐ KOMUMST TIL TUNGLSINS Ummæli um tunglskotið: Neues Deutschland í A.-Þýzkalandi: „Sósíalisminn nær til stjarnanna.“ Harry Martinsson: „Vísindin undirlægja stjórnmála.“ Nehru: „Mennirnir ofsækja tunglið.“ Dalai Lama: „Ef vísindaafrek auka hamingju fólks, þá eru þau dásamleg.“ Brigitte Bardot: „Tvo miða með næstu eldflaug til tunglsins, takk.“ SJA 4. SÍM

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.